Morgunblaðið - 20.12.1961, Page 6

Morgunblaðið - 20.12.1961, Page 6
6 MORCZJNBL AÐIÐ Miðvikudagur 20. des. 1961 Myndaskáldið Ásmundur Sveinsson Ásmundur Sveinsson. — For- mali eftir Halldór Kiljan Laxness. Helgafell MCMLXI. ENDA þótt ég verði nú við þeim tilmælum ritstjóra Morg- unblaðsins að skrifa um lista- verkabók Ásmundar Sveinsson- ar, þá er bezt ég taki það strax fram að þetta verður hvorki ritdómur um formála Laxness né listskýring á meistaraverkum Ásmundar, ég veit eiginlega ekki hvað það verður. Aftur á móti veit ég hvað við hefði átt, og það hefði ég gert ef ég hefði getað það: Ég hefði ort stór- kostlegt atómljóð um bókina og ótrúlegt lífsverk bóndasonarins úr Miðdölum vestra, frumlegra ljóð en skáldi hefur tekizt að forma og koma á prent. Mér datt nefnilega í hug að ýmis af þeim listaverkum sem þessi bók flytur myndir af séu hugsuð og útfærð á einhverju fjórvíddar- plani, þár sem ég þrívíddarver- an, ætti enn flesta hluti ólærða. Ég er hér að tala um þau lista- verk, sem Kiljan kallar í for- málanum „Járnadót Ásmundar" og öll eru gerð á seinni árum. Ég leyfi mér að taka hér upp stuttan kafla úr skilgreiningu Kiljans: „Járn Ásmundar er af því tagi að þar skipta ekki almenn merkjakerfi höfuðmáli, né tákn- fræði niðurskipaðra kenninga. Því má ekki gleyma að þessi list er sérstakur og sjálfstæður formheimur. Flatarmyndir, rúm málsform og kúla, allt í senn er beygt hér undir fagurfræðileg lögmál en þó urn leið samið að einkasmekk listamannsins og sérhyggju. En ýmis tákn héðan og handan kannast maður við í þessu járnadóti, til dæmis ind- verskar hugmyndir um breyti- lega merkingu þríhyrningsins eftir stöðu hans; og ef til vill ýmis tákn úr kynferðiskabbal- isma freudista, svo eitthvað sé nefnt. í mynd hans af öndveg- issúlunum „Trú“ táknar þrí- strenda súlan karlmann, sívaln- ingurinn sem gildnar uppeftir, unz línan brotnar, er ímynd kvenmanns; vottur af skips- stafni er í mynd þessari pars „Sækoptinn44 og „Kjarn- orkukafbáturinn44 pro toto (táknar skipið sjálft>, járnþynnan sem rís í boga á að vera hafalda, kringlóttur loft- skurðurinn í þessari þynnu er ímynd sólarinnar en veitir sam- tímis inn í myndina geislum frá krossi sem að sínu leyti merk- ir eins og allir vita kristin dóm. Hringurinn sjálfur er í mynd- list umfram allt andstæðan við beina línu, en list verður nú einu sinni ekki samin nema teflt sé saman andstæðum. Oft er hringur líka tákn sólarinn- ar eða eilífðarhugtaksins. Stund- um hefur hann það eitt hlut- verk að halda saman þeirri ver- öld sem í myndinni býr eins og títt er í miklagarðslist. Einn af eftirlætismönnum Ásmundar í óhlutrænni list, kataloníumaður- Ásmundur Sveinsson inn Gonzales, notar hringinn einnig sem umgerð heimsins; það gerir Ásmundur iðulega líka. Þó er mest um vert að í smíði þessari talar sál hlut- anna til undirvitundar skoðar- ans, kallar á orðlausan skiln- ing hans um leið og augað selst undir afl myndarinnar. Ég mundi vilja nefna þetta list geimsins“. Myndin sem H. K. L. talar um hér að framan mun vera sú sama sem í bókinni er nefnd „Trúarbrögðin" númer 131. Ég hef sítérað þetta fremur til þess að bregða upp sýnís- homi af glímu Kiljans við að ráða rúnir galdrameistarans heldur en af því ég álíti það brýna þörf að útskýra eða skilja verk Ásmundar bókmenntaleg- um skilningi, enda tekur H. K. L. það fram að smíði þessi kalli á orðlausan skilning skoðarans. Minna má á að mestöll æðri tónlist gerir það sama og verð- ur ekki þýdd á þjóðtungur, þó að stundum sé verið að reyna það. En svo ég víki niánar að for- málanum, sem er listaverk útaf fyrir sig, þá er þar rakin með talsverðri nákvæmni þróunar- saga Ásmundar Sveinssonar í höggmyndalist, stig af stigi, allt frá því að vera einhver mesti „náttúrulíkjari" sem fæðst hef- ur á íslandi til geimlistarmanns sem galdrar fram óræð tákn og furður. Þar á milli liggja tíma- bilin sem lýst er undir kafla- heitunum „Átök 1 jötunheim- um“, „Sóldýrð og madonna" og „Sæmundur og Selgrímur“. í kaflanum „Átök í jötunheim- um“ segir á einum stað svo: „Iðulega tengir meistarinn við átakamyndir sínar eitthvert rór- ill úr þjóðsögu, atburð úr forn- sögunum, jafnvel hugmynd úr biflíunni. Fígúrurnar taka á sig gervi af skessum, jötnum eða öðrum ofurmennum, jafnt illir vættir sem góðir geta haft yfir- bragð forynju, en þó undarlegt sé, sjaldan skepnu, nema höfr- ungs þess sem kenndur er við Milles, enda hefur Ásmundur margtekið fram að hann hafi aldrei verið náttúraður fyrir landbúnað. Vanaleg ástarsaga er hafin í jötunheima.“ Sýnu meiri aðdáun hefur H. K. L. þó á þeirri list Ás- mundar, sem rætt er um í kafl- anum „Sóldýrð og madonna": „Þegar hinum þjóðsagna- kenndu áflogamyndum sleppir, vekja þær sérstaka athygli sem sýna menn eða kannski öllu heldur mannssál í hrifningu, standandi eða sitjandi, að göfga almættisverkið undir skini há- degissólar“. Sízt vill hann gleyma mynd- um sem sýna frú vora með sveininn, en þær eru margar, þar á meðal myndin sem meist- arinn ljær þjóðsögustefið „móð- ir mín í kví kví“, og er gefið í skyn, að sú sé jafnvel snilli- legust smíð í skemmu Ásmund- ar. Og er nú mál að hverfa frá formála Kiljans, þó góður sé, og víkja að hlut Ragnars Jóns- sonar, sem að sýnu leyti er jafn oki þeirra höfuðsnillinga, sem hann hefur frægt í þessari bók og fleirum. Þetta er 5. lista- verkabókin sem hann efnir til og gefur út, enda löngu seztur á bekk við hlið merkustu bóka- gerðarmanna álfunnar í okk- ar tíð, þó það sé aðeins hjá- verk hans með mörgum öðrum jafnmikilvægum íslenzkri menn ingu. Er hér að vísu fremur átt við stefnu hans og afstöðu gagn vart listum og bókmenntum al- mennt en fagléga fullkomnun þeirra verka, sem hann hefur látið framkvæma, enda hef ég satt að segja hvorki sérþekk- ingu né aðstöðu til að sanna mál mitt með samanburði — til dæmis á listaverkabókum okk- ar og annarra þjóða. Hitt vita aftur á móti allir íslendingar, og listamenn og skáld þó öllum betur, að hann er upphafsmað- ur þeirrar byltingar, sem fyrir tveim áratugum eða svo hratt af stóli þeirri trú hérlendis, að skáld yrðu að vera soltin til þess að geta ort, — myndskáld auðvitað jafnt sem skáld ann- arra listgreina. Ég hefði í þessari grein gjarn- an viljað hringja skærari klukku fyrir lífi og list Ásmundar Sveinssonar, því að ég er sann- „Unn þú meðan unna má, og unn þú meðan kostur er". ÞESSAR ljóðlínur komu mér í hug, þegar ég frétti lát húsmóð- urinnar á Miðseli, þannig hafði hún lifað ástvinúm sínum og skylduliði. ----------- Björg var fædd 29. marz 1877. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Vigfússon, Auðunssonar frá Grund í Skorradal, og Guð- rún Jónsdóttir, Þórðarsonar frá Hlíðarhúsum í Reykjavík. Björg ólst upp í stórum systkinahópi fimmtán að tölu, og eru nú aðeins tvö eftir lifandi, Ágústa og Jón. Fékk hún góða menntun eftir því sem þá gerðist, gekk til dæm- ist í Kvennaskólann í Reykjavík. Björg var glæsileg kona og aðlað andi, og hélt hún því til æviloka Hún hafði mikið yndi af söng, færður um að hann er hvort tveggja í senn mikilmenni og góður maður, og hafinn hátt yfir sjálfsdýrkun og hégóma- skap, en ég hef ekki átt þess kost að kynnast honum nema af myndum og af annarra frásögru Þess vegna er greinin eins og hún er. 1 Ásmundarbókinni er að finna myndir af alls 200 lista- verkum. Hún hefur verið um fjögur ár í undirbúningi. Henni er ætlað það hlutverk að verða yndisauki i mannabústöðum víðs vegar um heim, enda er formáli Kiljans „Viðstaða i myndskemmu“ þýddur á ensku, frönsku og dönsku, svo og nöfn myndanna. Þær hefur tekið þýzkur ljósmyndasmiður, Her- mann Schlenker, og sýnir hér yfirburða tækni í sínu fagi. — Myndamótin eru gerð í Prent- móti h.f., bókin er prentuð i Víkingsprenti h.f., Bókfell batt og hafði sjálf fagra söngrödd. Björg ólst upp í foreldrahúsum til tvítugsaldurs. Tuttugu og þriggja ára giftist hún fyrri manni sínum Sigurjóni Jónssyni skipstjóra, en hann drukknaði af skipi sínu 8. marz 1902. 3. júní 1911 giftist hún eftirlifandi manni sínum Kristjáni V. Guðmunds- syni ættuðum úr Dýrafirði, ágæt- ismanni, sem bar hana alla tíð á höndum sér. Vorið 1917 fluttust þau að Miðseli, æskuheimili hennar. Og hafa búið þar síðan Löngum hefur þótt gott að koma að Miðseli, því að þar ríkti glað værð, góðvild og gestrisni svo að af bar. Þau eignuðust tvo syni Sigurjón, sem dó ungur, og Ragn- ar tollþjón, sem er kvæntur Jó- hönnu Jóhannsdóttur Tryggvason ar frá Þórshöfn, prýðis konu sem reyndist henni, sem bezta dóttir, og voru þau hjónin samhent 1 að gera allt sem hægt var til þess að létta undir með henni eftir að heilsan fór að bila. Þau eiga fimm börn, sem voru ömmu sinni til mikillar gleði, og munu þau sakna hennar mikið. Á gullbrúðkaupsdegi síðastliðið vor efndu vinir þeirra og frænd- ur til samfagnaðar, og var þar fjölmenni mikið og sást þá bezt hversu vinmörg þau hjónin voru. Hin síðari ár átti Björg við van- heilsu að stríða, hún veiktist al- varlega á heimili sínu þann 9. þ.m. og andaðist á Landakots- spítala eftir þriggja daga legu Far þú í f j iði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Frændkona. hana inn. Guðmundur Daníelsson. Björg Magnús- dóttir — Minning ÚT ER KOMIN drengjasagan Sækoptinn eftir Viqtor Appleton. Þetta er ný bók um uppfinninga manninn unga, Tom Swift, og vin hans Bud Bareley, sem kunnir eru af afrekum sínum í bókun- um Rannsóknarstofan fljúgandi, Kjarnorkukafbaturinn. Eldflaug- in, Gervirisarnir, Kjarnorkubor- inn og Geimstöðin. Söguhejan Tom Swift, lendir í margvísleg- um ævintýrum, en bækurnar fjalla um nýjar uppfinningar í heimi framtíðarinnar. í Sækoptanum leggur Tom Swift upp í hættulegan leiðang- ur í Jeit að týndri eldflaug í „Sæörinni", e.k. fljúgandi kaf- báti eða neðansjávar-þyrlu. Kjarnorkukafbáturinn kemur nú út í annarri útgáfu. í þeirri sögu á Tomm Swift í höggi við nútíma sjóræningja, sem herja á siglingaleiðum. Þar er sagt frá baráttu í stormsveipum og skot- hríð, árekstri við neðansjávar- skrímsli, fangelsun og flótta. Bókaútgáfan Snæfell gefur báð ar bækurnar út. Þær eru mynd- skreyttar. Skúli Jensson hefur þýtt báðar sögurnar, sem eru fjörlegar og hressilegar drengja- sögur. • Myndin um Önnr Frank Steingerður Guðmundsdótt ir sendir þættinum þetta: „Frammi fyrir listaverkum — setur mig, sem fleiri — hljóða. Þegar sv* heilinn hróflar við mér á ný, fæðist sú hugs- un — undantekningarlaust — að aðrir megi njóta þessa með mér. Því fæ ég ekki orða bund- izt eftir að hafa horft á kvik myndina: Dagbók Önnu Frank — sem sýnd er um þessar mundir í Laugarás- bíói, við, að því er virðist, lélega aðsókn. Vonandi eru það frekar jólaannir sem or- saka tómlæfið, en vanmat á andlegum verðmætum? Flestir þekkja Dagbók Önnu Frank, af afspurn ef ekki öðru, svo óþarft er að rekja hér efni hennar — enda er það kvikmyndin sem mig langar að minnast á — og mæla með. Hún er fágætt listaverk — að öllu leyti. Leikendur — hver og einn — hafa náð slíku valdi á viðfangsefninu, að fólkið sjálft, hinir ofsóttu Gyðingar, virðast standa ljós lifandi andspænis okkur. Með hlutverk litlu stúlk- unnar, Önnu Frank, hetju harmleiksins, fer Millie Perk- ins, ung og óreynd leikkona — og er það undravert að hvergi bregður fyrir gervi- mennsku 'í liSt hennar — hún er þessi látlausa telpa frá upphafi til endaloka. — Henni er þó mikill vandi á höndum þar sem helzti mót- leikari hennar er hinn heims- frægi austurríski leikari, Joseph Schildcraut, sem fer með hlutverk föður Önnu — eins og afburðaleikarinn einn er fær um. • Þeir, sem kvaldir eru í dag Hvers vegna er myndin ekki betur sótt? Veigrum við okkur við sársauka? Sagan er sorgleg, því hún er sönn —hún snertir inn í kviku. Vorið guðar á glugga — bros ir, blátt og heillandi — en vorhugurinn, opinn og tær — fær aðeins notið þess gegn- um brotna rúðu á hrörlegu háalofti — illmenni hafa hneppt hann í hlekki. Væri okkur ekki hollt a5 bera saman örlög þe3sa fólks — og þúsundanna sem enn 1 dag kveljast undir járnhæl kúgaranna — við vellíðan okkar eigin þjóðar? Myndu jólin ekki verða okkur dýr- mætari — jólaljósin skærari og hlýrri eftir að hafa stað- ið — eina kvöldstund — aug- liti til auglitis við svartnætti mannlegra þjáninga? Vitneskj an um að mega njóta jólanna í friði í frjálsu landi, verður að nýrri guðsgjöf við slíkan samanburð. Ég vildi óska þess að allir sæu kvikmyndina um Önnu Frank — listaverkið sem lík- ist fullþroska rós — með þyrnum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.