Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 1
32 síður (I og II) 49. árgangur 29. tbl. — Sunnudagur 4. jnnx'rar 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar taki næsta skrefiö til viðræðna um Berlínardeiluna Washington, 3. febrúar. (AP) BANDARÍKJASTJÓRN er sögð hafa tjáð Sovétstjórn- inni, að hún sé reiðubúin til áframhaldandi viðræðna um Rússar byrja aftur að, sprengja New York, Stokkhólmi, 3. febrúar — (AP) — R Ú S S A R eru nú aftur byrjaðir tilraunir með kjarnorkuvopn. Sprengdu þeir í gærkveldi kjarn- orkusprengju neðanjarðar, sennilega einhvers staðar í miðri Síberíu. Bandarísk- ir vísindamenn tilkynntu um sprengingu Rússa en hún mældist einnig á jarð- skjálftamælum í Uppsöl- um í Svíþjóð. Segja Sví- arnir að sprengjan hafi sennilega samsvarað 10 þús. lestum af TNT sprengi efni og hafi verið sprengd í um það bil 4000 km fjar- lægð í austurátt frá Upp- sölum. Sökk í ofsaveðri • WICK, Skotlandi, 3. febrúar. — Rússneskur togari sökk í dag í ofsaveðri undan Shetlands- eyjum. Áhöfninni 20 manns var bjargað. Adoulavelfagnað New York, 3, feihr. — AP. ADOULA forsætisráðherra mið- stjórnarinnar í Kongó flutti ræðu á aukafundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gærkveldi. Hann hefur þegar rætt við U Thant framkvæmdastjóra sam- takanna einu sinni og voru við staddir þann fund ýmsir aöilar Öryggisráðsins. Fyrirhugaðir eru þrír aðrir fundir þeirra. í ræðu sinni sagði Adoula, að hiutverk miðstjórnarinnar væri fyrst og fremist að íriða Kongó og yrði það vonandi kleift með friðsamlegum hætti. Hann sagði, að í mörgurn veigamestu atrið um mætti rekja erfiðleilkana í Kongó til erlendra málaliða og erlendra áhrifa — en ekki yrði lengur þolað, að slík öfl léfcu sér að mannslífum saklausrar þjóðar. Adoula ósfcaði auikins her- styrks Sameinuðu þjóðanna ti'l aðstoðar við miðstjórnina — sagði að Sameiniuðu þjóðirnar hefðu unnið mikið starf í Kongó Dómsdagutr í nótt NÝJU DELHI og Singapore, 3. febrúar — AP — Mikil bæna- höld eru í Indlandi og víðar í dag vegna þess, að á mánudag verða átta plánetur í sama stjörnumerki og hafa stjörnuspá menn sagt að það gæti haft ugg vænleg afdrif fyrir heim allan. Hefur víða gripið um sig ótti vegna þessa spádóms stjamvitr- inganna og telja menn jafnvel að dómsdagur sé í nánd. Nehru forsætisráðherra Ind- lands hefur reynt að sefa ótta Indverja — meðal annars lýst því yfir í útvarpi, að spádómur- inn sé hlægilcgur. mlenn hjálpar að vænta. Góður rómiur var gerður að miáli Adioulas og honum almonnt fagnað í ræðulok. Framhald á bls. 23. Snjó- mokstur Hér er maður að verki, se: allir Vesturbæingar kannast við. Ferdinand í Landakoti er að skófia snjó af gangbraut- um á túninu. I baksýn er gamla kirkjan, sem nú er notuð íyiir skólahús. Það er skemmtilegt hús og sérkenrú- legt á islenzkan mælikvarða. Efst gnæfir stöng, og á enda hennar srtur málmkúla, sein krökkum i Vesturbænum varð starsýnt á forðum daga, þegar sólin gljáði á henni. Þá hélt maður, að hún væri úr gulli, en nú er hun orðin dökkleit og bernskudraumurinn þar mtð horfinn. — hjósm. Mbl. Ól. K. M. Maður hefur séð það svartara áður sagði Friðrik i simaviðiali við MbL MORGUNBLAÐIÐ átti í gær samtal við Friðrik Óiafs- son stórmeistara sem nú er meðal þátttakenda á ntdlli- svæðamótinu í Stokkhólmi. Það lá vel á Friðrik og var gott í honum hljóðið er við náðum sambandi við hann á Hótel Appolonia, en þar búa flestir þátttakendanna og dvelja í góðu yfirlæti. — Það gekk heldur illa í byrjun, sagði Friðrik. Ég átti þó lengst af unna stöðu gegn Petrosjan. En þar kom að ég varð að velja um leiðir til vinnings á skömmum tíma, valdi skakkt og missti af vinn- ing — fékk núllið í staðinn. Við Geller áttum flókna skák. Eg vildi ekki brenna mig á sama soðinu og í fyrstu uirr.ferð. Lagði ekki út í nein vafasöm ævintýri og jafn- teflið var auðsótt mál hjá okk ur. Móti Korshnoy í 3. umferð hafði ég alltaf lakari hlut, all- an tímann. Skákin var erfið og mér brást bogalistin svo að vinningurinn varð hans. Móti dr Filip í fjórðu um- ferð var allt lygnara. Skáfcin var alltaf jafntefli frá upp- hafi unz samið var. — Hvernig teflið þið og hvenær dags ? — Á laugardögum er teflt kl. 4 e.h. Á sunnudögum er teflt frá 2 e.h. en aðra daga hefst keppnin kl. 6. Það eru tefldar umferðir á laugardög- um og sunnudögum, biðskák- ir á mánudögum, umferðir á þriðjudögum og m.iðvikudög- um, biðskákir á fimmtudög- um, en alla föstudaga eigum við frí. — Hvað vekur mesta at- hygli í byrjun? — Frammistaða Cuellar í tveim fyrstu umferðunum kom á óvart, en síðan hefur hann tapað. Það vekur og nokkra athygli að Rússarnir raða sér ekki í efstu sætin strax. En grunur minn er sá, að þeir eigi eftir að koma skærar fram í dagsljósið. Það getu rr.argt skeð enn — þetta er rétt að byrja, 18 umferðir eftir. Bolbochan kom sér upp Berlínarmálið, en muni nú bíða þess að Rússar taki næsta skrefið í þeim viðræð- um. Hafnað hefur verið til- lögu Rússa um, að Austur- Þýzkaland, Vestur-Þýzkaland og Berlín verði hvert um sig sjálfstæð ríki sem öll fái að- ild að Sameinuðu þjóðunum. Þeir LLeweílyn ThómipSoos sendiherra Bandarílkj anna í Moiskvu og An-drei Gromiykó uit anríkisráðiherra Sovétríkjanna bafa niú átt þrjá viðrseðufundi. — Bkkert hefur verið gert opin skátt uan viðræður þeirra, en þær hafa eingöngu snúizt um að finna grundvöU til samkomulags í Berlínardeilunni. Þó er vitað, að Gromykó lagði fyrmefnda tillöigu fyrir Thompson síðast er þeir ræddust við, en Bretar Og Banda ríkjamenn telja öll tormeirki á slíkri lausn. Miun Thomipson hafa lagt áberzlu á, í viðræðum sán um við Gromykó, að fyrst verði að finnast lausn á Berlímarvanda málinu út af fyrir sig, áður en unnt sé að ræða Þýzkalandsmál in öll á breiðum grundvelli. BandiaríkjameiMi munu nú ekki hafa forgönigu um fleiri furndi í þessu máli, en hafa tilkynnt að þeir bíði þess að Rússar taki næsta skrefið. Friffrik I Stokkhóhni í efsta sætiff ásamt Filip á fimmtudaginn. Hann vann þá 2 biðskákir er hann átti, og stökk viff þaff um 5—10 sæti. Eg á aff mæta honum í dag (laugardag). — Og þaff fer vel um ykkur alla ? — Já, já. Hér er svipaff veffur og var heima, snjór af og til, frost og allkalt, stund- um mikill næffingur. — Og þú ert þá ekkert svart sýnn á málin? — Engin ástæffa til þess. Maffur hefur séff þaff svartara áður. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.