Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVHBLAÐItí Sunnudagur 4. febr. 1961 Sr. Bjarni Jónsson og Vesturgatan ÉG óska sr Bjarna innilega til hamingju á áttræðisafmæli hans. Einnig gleðst ég, sem og allir Reykvíkingar, yfir að hann var gjörður að heiðursboirgara Reykjavíkur. Ástæðan fyrir að ég hripa þess ar línur er sú, að ég fylgdist í huganum með sr. Bjarna og blaðamanni Morgunblaðsins á göngu um Vesturgötuna. Samtal við sr. Bjarna og skýring hans á húsum við Vesturgötuna 0. fl. birtist í Morgunblaðinu 21. okt. Ég ætla ekki að leiðrétta grein sr. Bjarna, en þó langaði mig til að hnippa í hann og segja að Liverpöol stæði ennþá á sama stað og áður, beint á móti Gróf- inni. í kjallaranum í Liverpool er Vélaverzlun Fossberg, en Reiðhjólaverkstæði er í kjallar- anum á gamla Aberdeen. I hug- anum held ég áfram með sr. Bjarna og blaðamanninum, og stönzum á gatnamótum Garða- strætis og Vesturgötu. Næsta hús fyrir vestan Geirshúsin (nú Naustið) er lágt timburhús, Vest urg. 10. Þa~ man ég fyrst eftir Hólsfjölskylaunni, og þar hafði Guðmundut á Hól matvöruverzl- un í austur-tu stofunni, þar sem nú er umboð Happdrættis Há- skólans. Ég var stundum send í þessa verzlun. Ég held að þessi verzlun hafi ekki verið þarna lengi. Ég er sammála sr. Bjarna þar sem hann minntist á Benedikt Gröndal, ég var oft send til hans, þeir voru góðir kunningjar faðir minn Og hann. Alltaf gaf hann mér eitthvert góðgæti, þegar hann fór, og man ég helst eftir allavega litum brjóstsykri. — Allt í einu hrekk ég við, því sr. Bjarni segir „Og þarna sérðu Nonna. Þar var áður Bakaríið". Sr. Bjarni heyrir ekki til mín þegar ég segi. Ónei, sr. Bjarni þarna var ekki Bakaríið, þarna var einlyft steinhús, með risi. Þetta hús var kallað — Merki eða Merkisteinn Þetta hús byggði danskur steinsm. Julíus Schou að nafni Það eru ekki mörg ár síðan byggt var ofan á Merki- Stein, en í þessu húsi er verzlun- in „Nonni“ Næsta hús fyrir vestan Merkistein var Frederek- sens Bakarí, seinna Hansens bakarí, og síðar ýmsar verzlanir. — Mig langvr til að minnast lítils háttar á hús það er Nieljóníus Ólafsson býr í Vesturg. 26C. Ég held að ég fari með rétt mál að það hús hafi Halldór faðir sr. Jónmundar Halldórssonar byggt. Köna Haildórs hét Sesselja. Jæja, við höldum áfram göngunni og sr. Bjarni segir „það var kallað Sveinshús í minu ungdæmi, ekki veit ég af hverju". Ég held ég geti sagt sr. Bjarna, af hverju það var kallað Sveinshús. Biskup jnn Hallgxímur Sveinsson átti bróður Svein að nafni, hann var kallaður Sveinn „biskupsbróðir". Hann var trésmiður, og það var hann sem byggði húsið nr. 38 og þess vegna var húsið fyrst kall að Sveinshús. Faðir minn Gísli Finnsson, járnsmiður keypti hús- ið 1898 af H. Th. A. Thomsen, kaupmanni, en Thomsen eignað- ist húsið 1888. Eftir að faðir minn eignaðist húsið var það kallað Gíslahús. Neðri hæðin var notuð fyrir vélaverkstæði, en íbúðin var uppi. Faðir minn byggði svo húsið Norðurstíg 7 (elzti hlut Hamars- hússins). Það hús smíðaði Krist- inn Jónsson trésmiður, (síðar vagnasmiður) var samið um að hann fengi húsið á Vesturg. upp í byggingaikostnað við húsið á Norðurstíg. Svo þekki ég ekki sögu hússms lengur, en heyrt það oft nefnt hús Páls Einars- sonar. « Þegar við göngum framhjá húsi Finns skipstjóra, þar sem Árni Thorsteinsson, tónskáld bjó í mörg ár, segir blaðamaðurinn, „Og þá hefur heyrzt músík á Vesturgötu? Nei, segir sr. Bjarni ekki heyrði ég neina músík. Þá fóru menn sparlega með flesta hluti, og höfðu glugga lokaða“. ,,Ó, sr. Bjarni hugsa ég, þú sem ert svo minnugur, ertu nú farinn að gleyma. — Nú á ég ekki leng- ur heima við Vesturgötuna, en ég geng oft um hana, þó ég eigi ekkert erindi þangað, annað en að rifja upp barns- Og unglings- árin, og þá finnst mér alltaf Vesturg. óma af söng, og gluggar voru víða opnir. Sr. Bjarni, viltu ganga með mér í huganum vestur Vestur- götu. Við skulum fyrst stansa fyrir framan Hólshús. Þaðan omar söngur. Allar systurnar Það er erfitt að vera „hlutlaus" í heimi raunveru leikans ... (Free World = hinn frjálsi hlutl heims). — (ta rantel press). höfðu góðar söngraddir og bræð- urnir Guðmundur og Símon (faðir Guðrúnar Á. Símonar) voru þekktir söngmenn. — Söng og hljóðfæraslátt heyrum við frá húsi Ólafs sösðlasmiðs, Guðmund ur Jakobssön, faðir Þórarins, fiðluleikara Og Eggerts Gilfers, átti um tíma heima í húsinu nr. 26, og þar var ekki hljóðfærun- um hlíft. Þá göngum við að húsi Þorsteins Jónssonar járnsmiðs. Þegar hann var ungur var hann kallaður Þorsteinn „söngur" af því að hann söng svo vel. Hann spilaði einnig á fiðlu. Spiluðu þau oft saman hann og Sigríður dóttir hans Þá komum við að húsinu nr. 38. Þar ómaði allt af söng, frá morgni til kvölds. Húsbóndinn spilaði á harmoniku, fiðlu og seinna á celló. Reynir, sonur hans byrjaði mjög snemma að spila. Ýmsir söngflokkar æfðu heima hjá okkur, og líklega hef- ur fyrsti vísir að sinfóníuhljóm- sveit verið æfð í því húsi. Þá sat ég út í horni og hlustaði hug- tangin. Ég mán að á fiðlur spil- uðu Bernburg þá nýkominn til landsins. — Þorsteinn Jónsson, járnsmiður. Magnús Ólafsson, Ijósmyndari og fleiri spiluðu á fiðlur, og þar á meðal 1 kona, Ásta Magnúsd. (ríkisféhirðir) spilaði á (orgel) harmoníum, Reynir á Píanó, Gísli Finnsson, celló. Það voru fleiri sem spil- uðu, en ég man ekki nöfnin. Heyrir þú óminn sr. Bjarni? Svo snúum við okkur að hús- inu nr. 39. Getur það verið að þú hafir aldrei heyrt, þegar þú gekkst framhjá því húsi hina tindrandi björtu rödd Péturs Jónssonar, og sem ekki aðeins söng fyrir okkur Islendinga, heldur og gerði garðinn frægan út á við. Árni Thorsteinssön, tónskáld bjó í húsinu nr. 41. Ef til vill hefur ekki heyrzt mikill söngur út á götu frá því húsi, en mun ekki flest lögin hans Árna Thor- steinssonar hafa orðið til í því húsi. Við skulum bæði hlusta. Hvað heyrum við. Unga og gamla, innlenda og fræga útlenda söngmenn syngja lögin hans, og hvað viltu svo meira sr. Bjarni?, Jú, eitt er eftir. Framfarafélags- húsið sem stendur beint á móti Framh. á bls. 23 • Hvað mundirðu gera Drykkjuskapur fer mjög vaxandi meðal ungra stúlkna. Þetta er því orðið mál, sem varðar fjölmarga, og þarf um- hugsunar við. Ég hefi því í dag lagt spumingu fyrir Auði Eir Vilhjálmsdóttur, sem lauk guðfræðiprófi í vik- unni. Hún hefur unnið með lögreglunni og er þessum mál- um nokkuð kunnug. Það er því fróðlegt að heyra hvað hún segir, er við spyrjum: Hvað mundirðu gera ef dóttir þín kæmi drukkin heim kvöld eftir kvöld? . . . ef dóttir þín drykki? Auður svarar: Við eigum varla svar á reið- um höndum við þessari spurn ingu. Þetta vandamál er okk- ur flestum svo fjarri, sem bet- ur fer. Kannske verður eitt- hvað til að vekja okkur til um hugsunar um það stöku sinn- um — við verðum djúpt snort in stutta stund — svo gleym- um við því aftur. Það er vist svona um flest mál, sem ekki snerta okkur sjálf. En ef það einn daginn ber á okkar eigin dyr, beinist að okkur sjálfum, skiljum við ekki hvernig allir hinir geta verið svona kæru lausir. Sumir kunna að draga það í efa að drykkjuskapur geti ver ið mjög alvarlegur eða algeng ur meðal ungra stúlkna á okk ar landi. En hvernig fyndist þér það ef þú heimsæktir 18 ára stúlku kl. 10 um morgun og fyndir hana ókomna á fæt- ur með vínflösku á náttborð- inu? Og hvað finnst þér um 12 ára telpu, sem er farin að drekka? Við reynum kannske að hugga okkur við að þetta hljóti að vera undantekning- ar. En sannleikurin er samt sá, að ógæfan hefur hertekið uggvænlega margar stúlkur — svo margar, að við getum talað um ungar drykkjukonur sem fjölmennan hóp. horfa á þetta aðgerðalaus, ypta örlum og vona það bezta og segja að æskan þurfi að hlaupa af sér hornin. Við horfum ekki aðgerðalaus á ungar stúlkur verða ósjálf- bjarga úr berklum eða krabba meini. Hvers vegna horfum við á þær eyðileggja sjálfar sig með víndrykkju og úti- gangi ? • Ekki tekið nærri nógu föstum tökum Hvað er framundan fyrir þeim? Getur nokkur sagt uir. favenær þetta eru barnabrek sem þær vaxa upp úr með viti og árum, og hvenær þetta er sjúkdómur, sem nær sterkari og sterkari Jökum á þeim, þangað til þær eru helteknar? Það er hættulegt kæruleysi að * 'L1' /f/'S Við tökum þessu máli ekki nærri nógu föstum tök- um. Ýmsar þær hjálparbeiðn- ir, sem berast til kvenlögregl unnar, koma t.d. svo seint að stúlkurnar eru þegar orðnar vel að sér í óreglunni. Ég fyr- ir mitt leyti held það sé nauð- synlegt að taka smáu afbrotin líka alvarlega og gera sér grein fyrir því að þau geta stefnt út í botnleysu. Hér þurfum við gott samstarf for- eldra, skóla, lögreglu, barna- verndarnefnda og annarra, sem um málin fjalla. Það væri miklu betra ef almenningsálitið snerist ákveð ið gegn óreglu unglinganna og þeim „sjoppum“ og danshús- um, að ég ekki minnist á ýms opinber saAkomuhús, sem reka starfsemi sína í trássi við lög og rétt. Nú ber að fagna því að tals- vert er gert af hálfu hins opin- bera til að halda unglingum frá illum siðum. Það er auð- vitað byrjað á réttum stað þeg ar reynt er að varna að slys verði. En það er eftir sem áður staðreynd að ungar óreglukon ur eru fjölmennar á íslandi og þeim fer ekki fækkandi held- ur fjölgandi. Og það eru líka þær, sem verða uppalendur næstu kynslóðar. Hvort er dýrara fyrir okkur að láta þær halda áfram í óreglunni eða byggja fyrir þær uppeldis- heimili?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.