Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 17
2961 ■■iqa.T •f' JnSBnnnuns Moncrynr 4ðið IT Guðfinna ísleifsdóttir frá Baugshlíð 85 ára Á MORGUN verður frú Guð- finna ísleifsdóttir, fyrrum hús- freyja í Drangshlíð, áttatíu og fimm ára. Guðfinna er fsedd 5. febrúar 1877 að Kanastöðum í Landeyj- um. Foreldrar hennar voru: Sigríður Árnadóttir og ísleifur Magnússon, búandi hjón á Kana stöðum. Var Sigríður dóttir Árna Magnússonar, Beinteins- sonar frá Þorlákshöfn, og konu hans Helgu Jónsdóttur, John- sens, umboðsmanns á Stóra-Ár- móti, en kona Johnsens var Halla Jakobsdóttir, prests að Skálmholtshrauni. ísleifur á Kanastöðum var sonur Magnús- ar sama staðar, Magnússonar, hreppstjóra á Steinum, en kona Magnúsar hreppstjóra var Ingi- björg Guðmundsdóttir yngra, Nikulássonar, sýslumanns. Kona Magnúsar á Kanastöðum var Guðrún ísleifsdóttir frá Selja- landi. Guðfinna ólst upp hjá forelúr- tim sínum á Kanastöðum. Þar var margt bama og hjúa í heim ili og búskapur rekinn með miklum myndarbrag. Nú er Guðfinna ein á lífi af ellefu börnum þeirra Kanastaðahjóna. Guðfinna hefur vafalaust snemma vanizt allri algengri vinnu, bæði hvað úti- og inni- störf snerti, og ekki er að efa, að sá skóli hefur verið henni hollur, eins og komið hefur fram í verkum hennar, fasi og framkomu. Hún er kona kurteis og djörf. Nokkru fyrir aldamót var Guðfinna 1 Kvennaskólanum í Reykjavík, og skömmu seinna lærði hún ljósmóðurfræði. 30. júni 1898 giftist hún Gissuri búfræðingi Jónssyni frá Eystri- Skógum. Þau hófu búskap í Drangshlíð árið 1901 og bjuggu þar miklu myndarbúi. Var Giss- ur búmaður góðir og mjög nær- færinn við skepnur, enda var hans oft vitjað þeirra erinda. Gissur og Guðfinna eignuðust tólf böm, og dóu fimm þeirra á unga aldri. Hin, sem upp kom ust, eru þessi: Gissur, bóndi í Selkoti undir Eyjafjöllum, kvæntur Gróu Sveinsdóttur frá Selkoti; ísleifur, bóndi í Drangs hlíð. Hann er nú hreppstjóri cveitar sinnar og þriðji maður 1 beinan karllegg, sem gegnir því starfi; Björn, bóndi í Drangs hlíð; Jón, skólastjórl í Reykja- vík, kvæntur Önnu Þórðardótt- ur; Sigríður, gift Filippusi Gunn laugssyni, sölustjóra; Guðrún, 'gift Sigfúsi Sveinssyni frá Sel- koti, búsett í Vestmannaeyjum; Ása, gift Guðmundi Guðjóns- syni, verzlunarmanni í Reykja- vík. Fóstursonur þeirra er Krist inn Skæringsson, giftur Þor- björgu Jóhannesdóttur. Auk barna þeirra hjóna, sem upp kom ust, ólu þau upp nokkur börn *ð meira eða minna leyti. Þau Guðfinna og Gissur bjuggu miklu myndarbúi í Drangshlíð, og voru þau hjón mjög samhent um allar fram- kvæmdir. Var þess ekki sízt þörf, þar sem þau bæði höfðu opinberum störfum að sinna. Hann hreppstjóri og hún ljós- móðir sveitar sinnar. Gegndi Guðfinna þeim störfum í fjöru- tíu ár, en um nokkurra ára skeið gegndi hún einnig ljós- móðurstörfum í Mýrdal. Störf þessi rækti Guðfinna eins og bezt verður á kosið. Ferðalög til sængurkvenna voru oft erfið að vetrarlagi í snjó og byljum eða ofsarokum. Þarf ekki að efa, að oft hefur Guðfinna lent í slíku, en aldrei hef ég heyrt hana minnast á þá erfiðleika, enda munu henni hafa veitzt þessi líknarstörf léttari vegna lipurðar, hugkvæmni og þreks. Fyrir skömmu átti ég tal við bónda einn hér í Mýrdal um ljósmóðurvitjun, sem hann fór, ásamt öðrum bónda, yfir Sól- heimasand og Skógasand út að Drangshlíð til að vitja Guð- finnu til sængurkonu. Þeir fóru tveir saman, vegna þess að veð- urofsi var svo mikill af norð- austri, að vart þótti sætt á hestum. Þetta var að vetrar- lagi. Þegar að Drangshlíð kom, var um það rætt, hvort fært væri fyrir Guðfinnu að fara. Þótti ekki álitlegt að fara fyrir núp- inn á Drangshlíðarfjalli, þar sem Skógaá rennur undir hon- um. Mælti þá Guðfinna: „Jú, ég fer, ef ekki er sætt á hesti yfir núpinn, þá veð ég yfir ána og held mér í hestinn". Vafalaust hafa Ijósmóðurstörf Guðfinnu orðið henni meir til sæmdar en fjárhagslegs ávinn- ings. Líklegt þykir mér, að hún hafi oft og tíðum haft ánægju af þeim, ekki sízt ef hesturinn var góður, sem hún fékk, þeg- ar hennar var vitjað eða fylgt heim. En stundum kom það fyr- ir, að henni var ekki fært að ríða greitt heimleiðis, þegar hún kom frá sængurkonum, því að stundum þurfti hinn nýi þjóð- félagsborgari einhverra hluta vegna að dvelja um stundar- sakir á heimili hennar. Eitt sinn var það, að einn af nágrönnum Guðfinnu var við þurrhey á engjum. Sá hann þá til hennar, þar sem hún var að koma heim frá sængurkonu, og varð að orði: ,,Nú er annað hvort, að Guðfinna er veik eða hún reiðir krakka. Að ríða svona hægt, önnur eins bölvuð reiðskella". Þá reiddi Guðfinna fríðan svein í kjöltu sinni. Guðfinna hefur verið frábær starfskona, en aldrei þræll vinn unnar, kunnað vel að deila milli skemmtana og starfs. Hún hef- ur ávallt verið virkur þátttak- andi í gleði og sorgum sveit- unga sinna. Heimili hennar var mikið myndarheimili, þar sem oft var gestkvæmt, enda kunnu þau hjón vel á móti gestum að taka. Nú þegar Guðfinna er orðin áttatíu og fimm ára, getur hún litið yfir mikið og dáðríkt ævi- starf. Þó er ekki svo að skilja, að hún sé hætt að starfa. Ýmsa handavinnu vinnur hún ennþá og lætur sér sjaldan verk úr hendi falla. Alveg nýlega er hún hætt að iðka morgunleikfimi, ef hún er þá hætt því á annað borð. Lýk ég svo þessum slitróttu þáttum af starfsferli Guðfinnu og þakka henni störf, kynningu og vináttu og óska henni og hinni stóru fjölskyldu hennar allra heilla. Síðari árin hefur Guðfinna átt heimili hjá Ásu dóttur sinni og Guðmundi Guðjónssyni, Vallar- tröð 7 í Kópavogi. Þorlákur Björnsson. OSRAM VERÐUR NÚ BRÁÐUM FÁANLEGT VÍÐAST HVAR Á LANDINU Athugasemd frá Olíufélaginu hf. FLU GV ALL ARST JÓRINN á Keflavíkurflugvelli, hefur nýlega átt fund með blaðamönnum og kynnt þeim starfshætti þar og þjónustu þá, er farþegaflugvél- um og farþegum þeirra stendur til boða á flugvellinum. Er þess getið í blöðunum, að frá því hafi verið skýrt, að starfsfólk á Kefla víkurflugvelli eigi heimsmet í hraða við afgreiðslu á þotum PAA flugfélagsins. Með því að gera má ráð fyrir. að blaðales- endum sé forvitni á að vita nán- ar, hverjir heimsmethafarnir eru, þykir mér rétt að skýra frá því, þar sem flugvallarstjóra virðist hafa láðst að geta þess. Fyrst verður að hafa í huga, að ástæðan til þess, að erlendar flugvélar koma yfirleitt við á Keflavíkurflugvelli, er þörf þeirra á að taka eldsneyti. Timi sá, er flugvélarnar stoppa á vell- inum ákveðst því af því, hve lang an tíma tekur að fylla eldsneytis- geyma þeirra. Þess vegna er nauðsynlegt, að hafa fullkomin tæki og þjálfað starfslið, til þess að inna þessa þjónustu af hendi. Dótturfélag Olíufélagsins h.f., kom upp á Keflavíkurflugvelli árið 1950 mjög fullkomnu af- greiðslukerfi til afhendingar á flugvélaeldsneyti. Er eldsneytinu dælt um neðanjarðarleiðslur beint á geyma flugvélanna. Á þennan hátt er hægt að afgreiða samtímis nokkrar flugvélar, og bæði flugvélabenzín 115/145 octain og þotueldsneyti J. P.-IA (steinolíu). Keflavíkurflugvöllur varð fyrsti flugvöllur í Evrópu, þar sem sett var upp slíkt kerfi. Þegar þoturnar komu til sögunn- ar 1958, var gerð breyting á kerfinu, til þess að ná meiri af- greiðsluhraða, og er nú hægt að afgreiða 3.785 lítra á mínútu. En tæknin ein nægir ekki. Til þess að hún komi að fullum notum þarf vel þjálfaða og trausta starfsmenn og þar kem ég að methöfunum. 7. ágúst 1959 kom þota frá P.A.A flugfélaginu á Keflavíkurflugvöll. Knútur Höiriis, verkstjóri Olíufélagsins h.f., stjórnaði afgreiðslu á elds- neyti til vélarinnar. Tókst starfs mönnum Olíufélagsins h.f., að afgreiða á vélina 37.482 lítra á svo skömmum tíma. að hún gat hafið sig til flugs eftir 24 mín. dvöl á vellinum. Hefur hvergi tekist að fylla eldsneytisgeyma á þotu frá P.A.A flugfélaginu á svo skömmum tíma, og stendur þetta heimsmet Knúts Höiriis og félaga hans enn. Olíufélagið h.f. annast einnig afgreiðslu fyrir Olíufélagið Skelj ung h.f. á Keflavíkurflugvelli og greiddu þessi tvö félög um 6 milljónir króna í flugvallarskatt árið 1960. Þess skal að lokum getið, að þau tæp 3 ár, sem ég hef starfað 'hjá Olíufélaginu h.f., hefur aldrei komið fram kvörtun frá flugfélög um, sem fengið hafa afgreiðslu hjá félaginu á Keflavíkurflug- velli, en mörg bréf hafa félaginu borist. þar sem þökkuð er fljóf- og örugg afgreiðsla. Vilhjálmur Jónsson. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifst. - fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842 RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Lögfræði.törf og eignaumsýsla Vonarstræti 4. VR-húsið Sími 17752. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifsofa. Austurstræti 10A. Sími 11043. LtJÐVlK GIZURARSON héraðsdómslögmaður Tjarnargötu 4. — Sími L4855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.