Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 23
f Sunnudaffur 4 febr. 1962 MORG1JTSBL AÐIÐ 23 Æíður fyrir fall- hlífastökk IIANN er heldur betur út- búinn hundurinn á myndinni, enda merkishundur. Hann er fimm ára, heitir Tudor, og er verið að æfa hann undir fall hlífarstökk. Hann hefur verið æfður í að finna særða og látna, þegar slys ber að hönd- um, og er einn ágætasti starfs kraftur. Enska knaHspyrnan ¥!. tTMFERÐ ensku deildarkeppninn Chelsea — West Ham 0:1 ar fór fram í gaar og urðu úrslit þessi: Ipswich — Everton 4:2 Leicester — Fulham 4:1 1. deild: Manohester U. Cardiff 3:0 Arsenal — W. B. A. 0:1 N. Forest — Blackpool 3:4 Aston. Villa — Blackburn 1:0 Sheffield W. — Sheffield U. 1:2 Bolton — Manchester City 0:2 Wolverhampton — Tottenham 3:1 Burnley — Birmingham 7:1 Dregið í happdrætti DAS Í'GÆR var dregið í 10. fl. Happ- drættis D.A.S. um 55 vinninga og féllu vinningar þannig: 1 4ra herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 24595. Umboð Aðalumboð. Eig- endi Egill Hjálmarsson, Laufás- vegi 73. 2ja herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 6850. Umboð Ólafsfjörður. Eig- «ndi Randver Sæmundsson. OPEL Rekord fólksbifreið Jcom é' nr. 44197. Umboð Aðalumboð Eigandi Kristmundur Jakobsson, Austurbrún 23. MOSKVITCH fólksbifreið kom é nr. 7602. Umboð Aðalumboð. Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 10.000,00 hvert: 2891. 29457 (Aðalumboð) 46878 (Sjóbúð), 49169 (Hreyfill), 55900 (Aðalumboð). Eftirtalin númer hlutu húsbún- ®ð fyrir kr. 5.000,00 hvert: 213 (Aðalumboð), 3123 (Hvera- gerði), 4061 (Hvammstangi), 4128 (Stykkishólmur), 5854 (Rétt arholt), 6194 (Selfoss), 6869, 7981, 8712, 14443, 15140 (Aðalum- Iboð), 16002 (Vestm.), 17577, 18602, 19302 (Aðalumboð), 20170 (Reyðarfj.), 21936 (Siglufj.), 22073 (Hafnarfj.), 22904 (Aðal- umboð), 23241 (Akureyri). 24242 (Aðalumboð), 25208 (B.S.R.), 25965 (Aðalumboð), 27096 (Kefla vík) 27628, 27968 (Aðalumboð), 30975 (Svalbarðseyri), 34075 (Keflav.flugv.), 35598 (Aðalum- Iboð), 37142 (Straumnes), 40094 (ísafjörður), 40459 (Keflavík), 44869 (Aðalumboð), 46563 (Kefla vík), 50381 (Húsavík), 51080 (Hreyfill), 51427 (Hella), 52383, 52385, 58830 (Aðalumboð), 59602 (Siglufj.), 60799, 61138, 61789, 63599. 63901 (Aðalumboð). 2. deild: Charlton — Bury 1:0 Huddersfield — Middlesbrough 0:0 L. Orient — B. Rovers 2:3 Liverpool — Brighton 3:1 Plymouth — Walsal? 2:1 Preston — Derby 1:0 Southampton — Luton 3:0 Stoke — Leeds 2:1 Sunderland — Norwich 2:0 í §kotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Aberdeen — St. Mirren 3:1 Kilmamock — Dundee 1:1 Rangers — Airdrie 4:0 Staðan er nú þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin): Burnley .. 25 17-3-5 79:46 37 st. Ipswich ... 27 15-3-9 63:49 33 — Tottenham .... 27 14-5-8 52:41 33 — West Ham .... 27 14-5-8 57:50 33 — Everton ... 14-4-9 52:35 32 — M. City .. 27 10-3-14 50:61 23 st. N. Forest ... 27 8-6-13 43:52 22 — Fulham 27 7-5-15 38:51 19 — Chelsea ... 28 7-5-16 47:63 19 — 2. deild (efstu og neðstu liðin): Liverpool .... 27 18-4-5 65:26 40 st. L. Orient ... 27 16-5-6 54:28 37 — Southampt. . . 28 14-6-8 54:37 34 — Leeds 27 8-5-14 33:46 21 st. Middlesbr. .... 26 7-6-13 46:51 20 — B. Rovers .... 28 9-2-17 37:56 20 — Charlton ... 25 7-5-13 36:48 19 — í Skotlandi er Dundee efst með 37 stig, Rangers eru í öðru sæti með 32 stig og Clyde nr. 3 með 31 st. — Adoula Frh. af bls. 1. Adouila verður sex daga í New York og roun meðal annars ræða við Kennedy Bandarilkjaforseta. U Thant framkvæmdasitjóri SÞ skrifaði fyrir rúmri viku stjórn- um þeirra ríkja, sem hafa sent herlið til Kongó Og bað þau auka herafla sinn og jafnfram.t hvetja aðrar þjóðir, einkuim Afríkuþjóðir til þess að senda Sameinuðu þjóðunum herlið. Jafnframt notaði fraimkvæmda stjórinn tækifærið til þess að og hjá þeim einum ættu Kongó þakka sérstaklega frammistöðu hermanna frá Eþiópíu, írlandi, Indftandi, Malaya og Svíþjóð, sem aettu hvað mestan heiður af vel heppnuðum aðgerðum í Kongó. — /jbröff/V Framh. af bls. 22. íþróttamanna hingað til lands- ins, var árið 1919. Þá komu hing- að — á vegum ÍSÍ — danskir knattspyrnumenn, frá Akadem- isk Boldklub í Kaupmannahöfn. — Næsta heimsóknin var frá Noregi 1921, — voru það fim- leikamenn frá Osló Turnforen- ing, sem sýndu fimleika víða um land. — Báðar þessar heimsóknir tókust giftusamlega — og komu að miklum notum fyrir íþrótta- menn vora, og þá sérstaklega fyrir þá, sem þessar íþróttir iðk- uðu. — Síðan rak hver heim- sóknin aðra — og skömmu síðar hófust utanfarir íþróttamanna og flokka, er höfðu mikla þýðingu fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna, sem hafði þá litla keppnis- reynslu. Þó er það ekki fyrr en hin síðari árin, sem að íþrótta- menn vorir hafa fengið þá keppnis-reynslu og samkeppni við aðrar þjóðir, sem sýnir þeim, hvað þeir hafa náð langt í íþrótt sinni. Á fyrsta áratug ÍSÍ, sendi Sam bandsstjórnm frá sér nokkur „OPIN BP.ÉF“ ti4 þjóðarinnar, þar sem hún var hvött til íþrótta- iðkana og vakin athygli á gagn semi og hollustu íþróttanna, fyrir einstaklinginn og þjóðarheildina. Jafnframt var skorað á löggjöf- ann háttv. Alþingi —, að gera fim leika, glíniuna okkar og. sund, að skyldunámsgreinum í skólum landsins — Árin liðu, — og margir fundir voru haldnir um þessi menmngarmál, sem mörg- um þótti ganga grátlega seint, — og ekki tekið undir þessi til mæli ÍSÍ, sem skyldi. — En öll góð og gagnleg málefni sigra um síðir, —- og svo var - um þessi nytsömu tnenningarmál. ÍÞRÓTTALÖGIN voru sam- þykkt á Alþingi, þann 12. febrú- ar 1940, eftir nokkrar deilur en þau marka tímamót í sögu íþróttanna hér á landi; einkum hvað viðkemur íþróttakennslu skólunum, — svo og um bygg- ingu íþrótta-mannvirkja. Nú eru t. d. yfir 80 sundlaugar Og sund hallir í landinu, enda almenn sundskylda til ómetanlegs gagns og gleði fyrir landsmenn. — Það er uppeldisgildi íþróttanna, sem mestu máli skiptir og hefir mesta þýðingu fvrir þjóðina.------- Þá var ekki lítil baráttan, um byggingu sundhallar hér í höfuð staðnum, þar sem flestir lands- menn búa. ÍSÍ hafði borið málið fram, og meðal annars haldið tvo borgara-fundi um málið — 1925 og 1926, þar sem nokkrir þjóðkunnir menn, tóku til máls og hvöttu til athafna og fram- kvæmda — og eru nokkrir þeirra staddir hér í dág. — Það yrði of langt mál að fara hér að rekja sögu sundhallarmálsins, enda óþarft, þar sem flestum er sú saga kunn. — En góðs viti var það, fyrir sundmennt lands- manna, begar sundhöllin var loksins vígð — þann 23. marz 1937, — að allir flokkar vildu þakka sér framkvæmdirnar, þrátt fyrir baráttu ÍSÍ og borg- arafundi um málið. En svo var sundhallarmálið þá orðið vinsælt að lokum. Já, fundirnir voru orðnir margir um sundhöllina, — þess heilsulind höfuðstaða- búa, — og önnur áhugamál ÍSÍ, sem of langt yrði að fara að rekja hér á þeim stutta tíma, sem mér er ætlaður. En til fróð- leiks skal þess getið að stjórn- endur ÍSÍ, hafa á þessum fimm- tíu árum, haldið yfir tvö þúsund bókaða fundi eða fjörutíu fundi á ári, að meðaltali. Þessar tölur tala sínu skýra og skemmtilega máli, um hið fórnfúsa áhugastarf stjórnenda ÍSÍ í hálfa öld. — En það eru ekki allir sammála um þýðingu slíkra fundarhalda, — 'þótt verkin sýni oft merkin. — Fundarhöld áhugamanna eru nauðsynleg, enda mjög gagnleg fyrir þau ruálefni, sem barizt er fyrir hverju sinni.------- Einn mesti ljóður á íþróttahreyfing- unni, — að mínu áliti, er það — hve margir hverfa snemma frá félagslegum störfum; margir um leið og þeir hætta að keppa, — einmitt þegar þeir hafa hlotið dýrmæta reynslu í áhugastarf- inu. Um aldurinn þarf ekki að ræða í þessu sambandi; allir vita að hann fer ekki alltaf eftir ald- urs-árunum. — Hægfara þróun er bezt og öruggust í íþróttum, sem öðrum menningarmálum. Menn geta of reynt sig í stóru stökkunum, — ef þeir eru ekki nógu vel þjálf- aðir. Enginn stekkur hærra en hann hugsar eða hleypur lengra. — Andinn fer fyrir í þessu, sem öðru. — — — Ég gat þess áðan, að stofnfé- lög ÍSÍ hefðu aðeins verið tólf; en að þróunin hefði haldið á- fram óslitið, — þrátt fyrir að ÍSÍ var ekki spáð langlífi á bernskuárunum. í dag hefi ég þá ánægju, að skýra yður frá þvi, að nú hafa öll starfandi Héraðasambönd í landinu, geng- ið í ÍSÍ — og eru þá sambands- félög 230 að tölu, með um 25 þúsund félagsmönnum um allt land.Síðasta héraðasambandið, sem gekk í ÍSÍ nú í fyrradag var Ungmennasamband Vestur-Hún- vetninga. Það var góð og glæsi- leg afmælisgjöf. — Aldrei hefir æskan í landinu verið mannvænlegri og myndar- legri, en í dag, enda má segja að allur aðbúnaður, jafnt húsa- kynni sem viðurværi, hafi aldrei verið betra hér á landi. Þessi mannvænlega og tápmikla æska, þarf viðfangsefni við sitt hæfi; — ég þekki fátt betra en íþrótt- imar. Þær auka ekki aðeins vöðva-aflið, heldur þjálfa og skapgerðina. Kenna unglingum að láta ekki skapið hlaupa með sig í gönur, — heldur reyna að hugsa rétt og vilja vel. — íþróttamaðurinn á að hafa taum hald á skapi sínu og skapsmun- um og láta andlega og líkam- lega orku haldast í hendur. —- Þannig geta iþróttirnar skapað dáðríka drengskaparmenn. — Hinar fjölþættu íþróttasýningar, sem fara fram hér á eftir á leik sviðinu, eiga að gefa háttvirt- um áhorfendum nokkra hug- mynd um þróun íþrótta hér á landi. — Að lokum vil ég leyfa mér að þakka öllum, lífs og liðnum, sem stutt hafa ÍSÍ og styrkt í þá hálfa öld, sem liðin er frá stofnun þess. Megi íþrótta samband íslands halda áfram að blessast og blómgast í því menn ingarstarfi, að gera drengi að mönnum og menn að góðum drengjum. — — Sr. Bjarni Framh. af bls. 6. Bakkastígnum. Þar var um tíma samkomui sem Friðrik Friðriks- son hélt, þaðan ómaði sálmasöng- ur. Ég kom þangað, og ég gleymi því aldrei sr. Bjarni; ég vona að þú fyrirgefur mér ég skyldi gjör- ast svo djörf að bjóða þér með mér á þessa göngu um Vesturgöt- una. Mér þykir ákaflega vænt um Vesturbæinn, og sérstaklega Vesturgötuna, þar sem ég er fædd og uppalin. Þú skilur sr. Bjarni, bað eru meira en gömul hús og gatan sjálf, sem heillar Og minningarnar skapa það er líka ómurinn, eloki aðeins af söngnum heidur og af fegurð- inni og hinu tæra lofti og eins og skáldið segir: „því sjálfur er Vesturbærinn heimur , sem kynslóðir hlóðu. með sálir sem syrgja og gleðjast og sálir, sem hittast og kveðjast á strönd hinnar miklu móðu. Eygló Gísladóttir. — Leikfélagið Framhald af bls. 15. salinn, þegar þeim er mikið niðri fyrir, er hvorki heppilegur né viðeigandi í verki sem látið er gerast nú á tímum í nýtízku- legustu íbúð. Leiktjöld Steinþórs Sigurðsson ar voru einföid og stílhrein. Þau sköpuðu hæf.'lega kalda umgerð um þennan kaldranalega leik með hugniyndir og leiksoppa þeirra. Þýðiug Ingu Laxness virt ist mér góð og þjál í munni. Sam- tölin í þessum ensku setustofu- leikritum eru alltaf dálítið upp- hafin eða tilgerðarleg, og kemur það vel fxa:n í þýðingunni. Um leikendur er það að segja, " að þeir skiluðu áhorfendum spennandi sýningu með samfelld um heildarsvip, þó ýmislegt megi að henni finna. Sigríður Hagalín fer með viðamesta hlut- verk leiksms og gerir því mjög góð skil. Li-ikur hennar er hljóð- látur og heilsteyptur, túlkar þessa bældu og vonsviknu mann- eskju með innri glóð sem nær sterkum tökum á áhorfandan- um. Helga Bathmann fer með all- erfitt hlutverk, túlkar í senn kulda og vonbrigði ástlausrar konu og geðshræringar ástkon- unnar, þegar heiður hins látna elskhuga er i veði. Helga túlkaði tíguleik og kulda þessarar hefðar frúar af verulegum sannfæring- arkrafti, en þegar út í geðshrær- ingarnar kom, var eins og útlínur persónunnax óskýrðust. Guðrún Ásmundsdóttir fer með hlut'/urk ungrar konu sem er saklausc fiðrildi á yfirborðinu en býr yfir sterkum kvenlegum hvötum undir niðri. Hún túlkar fiðrildið rojög vel, en ástríðu- konuna síður. Leikur hennar vtir með köflum dálítið ýktur og hún var óþarflega óróleg í andlitinu, því það spillti heildarsvipnum á leik hennar. Guðrún Stephensen fer með lítið hlutverk og skilar því lag- lega, en sam.t vantar herzlumun- inn að hún sannfæri mann. Þessi kona, Maud Mockridge, lifði ekki á sviðinu, heldur var leikin þar. Sennilega skortir Guðrúnu réttan aldur til að gera hlutverkinu æskileg skil. Helgi Skúiason fer með aðal- karlmannshlutverkið og gerir rnargt vel, en á úrslitastundum er eins og hann valdi ekki hlut- verkinu fuilkomlega. Geðshrær- ingar hans eru alltof mikið á yfirborðinu, i nandapati og grett um, en kom? ekki innan frá. Samt gerði hann persónuna minnisstæða í ótrúlegum barna- skap sínum og sakleysi. Guðmundur Pálsson leikur kænan mann og karlmannlegan, gerir kaldnæðni hans góð skil, en er einhvern veginn allur of stífur og óoveigjanlegur. Sérstak- lega fóru stöður hans á sviðs- brúninni í taugarnar á mér, en það er kannski sérvizka. Birgir Brynjólfsson leikur kynvilltan ungan mann, fullan af sálflækjum, og er þetta bezta hlutverk sem ég hef séð hann skiia. En hann er ennþá alltof fjörugur i andlitinu, þessar sí- felldur fettur og brettur eru til lýta, og röddin er stundum óþarf lega tilgerðarleg eða klökk, ég veit ekki hvort heldur. Sýningunni var mjög vel tek- ið af áhorfendum og voru leik- arar margkaiiaðir fram ásamt leikstjóra og leiktjaldamálara. Leikrftið ætti að geta orðið vin- sælt, því það er bæði spennandi og aukskilið. en þar ristir hvergi sérlega djúpt. Sigurður A. Magnússon. Konan mín KRIbTBJóRG SVEINSDÓTTIR sem lézt 29. jan. s.l. verður jarðsett frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6 febr. kl. 1,30. Fyrir mína hörd og annarra aðstandenda. Magnús Magnússon, Langholtsvegi 78.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.