Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 22
22 MORGVMtLAÐIÐ Sunnudagur 4. febr. 1962 Hðfuöverkefni ÍSÍ er að gera drengi að mönnum og menn að gdðum drengjum Ræða Benedikts G. Waage forseta ÍSÍ a afmælishdtíð sambandsins LfKAMSÍÞRÓTTIR hafa alltaf verið iðkaðar hér á landi, meir og minna, frá Landnámstíð. Á Víkingaöldinni æfðu menn íþrótt ir og vopnaburð, til að verða á- vallt viðbúnir árásum óvinanna, — hvaðan sem þær kæmu. Þeim, var lífsnauðsyn að vera alltaf í fullri þjálfun — sterkari og stæltari, en áður — og geta beytt af kunnáttu og kænsku, þeim vopnum, sem þá tíðkuðust. Ekk- ert mátti í þeim efnum koma á óvart, — það gat orðið þeirra bani. Þeir urðu að vita, ef „hin breiðu spjótin tíðkuðust enn“. — Þegar að Víkinga-Öldinni létti, iðkuðu menn íþróttir, til þess að verða sem hraustastir og hæfast- ir í lífsbaráttunni við náttúru- öflin, bæði til sjávar og sveita. Til þess að verða sem harðgerð- astir, að lifa í okkar oft svo harð býla landi — og strjálbyggða. Þeir trúðu á mátt sinn og megin i baráttunni við hina óblíðu nátt úru. En íþróttirnar voru þeim Hka til gagns og gleði. Skynsam- lega iðkaðar íþróttir eru gagn- legar og nytsamlegar; auk þess sem þær auka lífsgleðina í land- inu. Og margar þeirra eru lífs- nauðsynlegar, eins og t. d. sund- kunnátta, skauta og skiðaferðir í snjóahéruðum landsins. Þá lærðu menn og af íþróttunum, gildi sam takanna, gildi samtakamáttarins, þegar svo bar undir; — og hefir það oft komið fagurlega í ljós hin síðari árin, — eftir að flokka- íþróttum fjölgaði; en einkum er vér íslendingar sigruðum í Nor- rænu sundkeppninni 1951, þar sem fjórði hluti þjóðarinnar var þátttakandi — og vakti sú þátt- taka heimsathygli á vorri fá- mennu þjóð. Líklega hefir aldrei verið al- mennari áhugi, fyrir líkams- íþróttum, hér á landi. sem upp úr síðustu aldamótum. Þá er hvert íþrótta- og ungmennafélagið stofnað á fætur öðru. Og almenn félagsleg vakning hefst. Til þess tíma má segja, að vér höfum verið< athafnar-litlir um listir og líkamsmenningu, yfirleitt; — þrátt fyrir hinar góðu og glæsi- legu frásagnir Íslendinga-sagn- anna, um afreksverk forfeðr- anna, — sem svo oft leituðu sér fjár og frama erlendis. Ungir menn og mannvænlegir hafa alltaf kunnað vel að meta frásagnir um afrek fornkappa vorra, eins og Gunnars á Hlíðar- enda, sem stökk hæð sína í öllum herklæðum: — Skarphéðins Njálssonar, sem stökk tólf álnir yfir Markarfljót — á milli skara — og sem glotti við tönn á bana- dægri; eða Grettis hins sterka, sem svam úr Drangey til lands, — og sótti þann eld, — þann íþróttaeld, sem ennþá brenn- ur og lýsir æskumönnum lands- in og xnun lýsa um aldir. — Um þetta sundafrek Grettis, sagði skáldið Stephán G. Stephansson: „Mörg er sagt að sigling glæst, sjást frá Drangey mundi — þó ber Grettis höfuð hæst úr hafi á Reykjasundi.“ í dag minnumst vér þess, að rétt fimmtíu ár eru liðin frá stofnun íþróttasambands íslands, — en það var stofnað hér í höfuð staðnum, sunnudaginn 28. janúar 1912 í samkomuhúsinu Rárubúð, sem stóð hér sunnan við Vonar- stræti. Stofnfélögin voru aðeins tólf, — þrjú á Norðurlandi, en níu af Suðurlandi, með um 800 félagsmenn. — Frumherji að stofnun ÍSÍ. var Sigurjón sterki Pétursson glímukappi. Hann fékk í lið með sér nokkra af- bragðsmenn, eins og Axel V. Tulíníus, frv. sýslumann, sem kjörinn var fyrsti forseti ÍSf; Guðmund Björnsson, landlækni, dr. Björn Bjarnason, frá Við- Benedikt G. Waage forseti Í.S.f. firði; Hallgrím Benediktsson, glímukappa; Matthías Einarsson, hinn þjóðfræga skurðlækni — og nokkra fleiri íþróttamenn og íþróttakennara. íþróttasamband fslands var stofnað með því höfuðmarki: — að, efla líkamlega og andlega orku hinnar íslenzku þjóðar, — að, sameina alla íþróttamenn og íþróttafélög í eitt landssamband áhugamanna og, ao, kenna æsku- mönnum, konum og körlum, íþróttir og að keppa í þeim á drengilegan hátt, — og eftir rétt- um kapprauna-lögum, jafnt inn- anlands, sem utan. Allir íþróttamenn áttu þannig að lúta sömu lögum og leikregl- um, hvar sem þeir byggju í land- inu. íþróttirnar áttu að kenna æskumanninum fagra framkomu og prúðmennsku; efla drengskap hans í leik og starfi, — jafnt inn- an sem utan leikvangsins. — Þá átti íþróttamaðurinn og að vera bindindissamur og hófsamur, — og minnast þess jafnan, að áfengi og íþróttir geta aldrei átt samleiff. Mótin sem afreksmaður inn sótti og metin. sem hann setti, áttu að varða og vísa al- menningi veginn. íþróttamaður- inn átti þannig að vera boðberi hinna fornu og fögru dyggða þjóðarinnar, um ieið og hann væri merkisberi íþróttanna á vettvangi hins daglega lífs — á leikvelli lífsins, — þar sem mestu máli skiptir, hvernig sam- skiptirt verða við samferðamenn- ina. — íþróttamaðurinn átti þannig í daglegu starfi, að sýna að hann vildi rækja þessar dyggð ir, um leið og hann drýgði dáðir á leikvellinum. Hinn sanni í- þróttamaður, átti eins og skátinn, ávallt aff vera viffbúinn, að veita lið, — og rétta fram bróðurhönd, þegar þess var þörf. Þessvegna eiga nútíma íþróttamenn, að gefa blóð í Blóðbankann, þegar svo ber undir. Þar með er ekki sagt, að þeir þurfi endilega að gera það, fyrir keppni eða kappmót, svo þeir verði miður sín; — held- ur í samráði við íþróttalækninn. eða blóðbankastjórann. Það er skemmtilegt' að veita því athygli, að í hinu félagslega starfi er gert ráð fyrir að íþrótta maðurinn sé líka málverndunar- ,og málhreinsunarmaður, — og með því sv-wkja og styðja vort fagra, sterka, rökrétta og þrótt- mikla mál. — Þar átti hann líka að vera á varðbergi, samfara því, að fá sem flesta til að læra ein- hverja holla og nytsama íþrótt, við sitt hæfi. Fylgi ISÍ og íþróttanna jókst ár frá ári; almenninur fór að iðka ýmsar íþróttir einkum eftir að íþróttamannvirkjunum fjölgaði. — Þá höfðu og Sautjánda júní- mótin, mikla þjóðernislega þýð- ingu, — til að vekja þjóðina og sameina um hína mikilsverðu þýðingu þjóðhátíðardagsins, fyrir fullvalda þjóð. Þessa þjóðernis- skyldu hefir ÍSÍ og íþróttamenn rækt í áratugi — og gera enn. Þannig hefir hin þjóðlega íþrótta hreyfing — undir forystu ÍSÍ — verið sterkur þáttur í sjálfstæðiS baráttunni, þar sem heilbrigð, hraust og þjóðholl æska, styður þjóðina í baráttunni fyrir frelsi og fullveldi. Fyrsta heimsókn erlendra Framhald á bls. 23. — Utan úr heimi Frarnh. af bls. 12. sem er Repúblikani, ynni meiriháttar iðnaðaríki, sem svo lengi hefur verið undir stjórn samsteypu Demókrata og verkaiýðshreyfingarinnar, yrði ein afleiðingin augljós: Næst kæmi aff f arsetaembættinu Romnev yrði áberandi gott forsetaefni, og það er vara sem Repúblikanar gætu átt erfitt með að eiga nóg af 1964. Eins og nú horfir segja flestir stjórnmálamenn: Barr.i Goldwater, öldunga- deildarþingmaður, hefur ekki tekizt að stækka hægri arms stuðning sinn að marki. Nixon verður að sitja í 4 ár í embætti sem ríkisstjóri í Kaliforníu, ef hann sigrar í kosningunum. Ef hann tapar, er stjórnmálaferill hans á enda. Nelson A. Rockefeller, ríkis stjóri í New York, er yfirleitt talinn eiga við hnignandi fylgi að stríða, vegna þess að hann ætlar að fara að skilja við konu sina. Endanlegar stjórn- málaafieiðingar þeirrar at- hafnar eiga enn eftir að koma í ljós. Undir ofangreindum kring- umstæðum stæði vel á fyrir ríkisstjóra í Michigan úr Repúblikanaflokknum, — að sögn stjórnmálamanna. Romn- ey gæti reynzt það „nýja andlit“, sem margir Repúblik- anar hafa leitað svo mikið að. Á stöffugu ferffalagi Sem stendur er Romney varla að brjóta heilann um þessa hluti. Hann er stjórnar- formaður American Motors og meðlimur stjórnarskrárnefnd- arinnar eða „con con“ (stytt úr constitutional convention) eins og hún er kölluð í Michi- gan, á hann einna annríkast allra ímuna í því ríki. Vinnan í stjórnarskrárnefndinni neyð- ir hann til að fara til Lansing a. m. k. fjóium sinnum á viku. Venjulega yfirgefur hann skrifstofu sína í Detroit rétt fyrir nádegi og ekur til höf- uðborgarinnar, sem er 130 km í burtu Bíllinn hanns er auð- vitað lítill Rambler. Honum er ekið af óeinkennisklæddum bílstjóra, sem notar sér 110 km hámarkshraðann til hins ítrasta. Romney maular skrínukost á leiðinni Stundum les hann ritara sínum fyrir. Stundum á blaðamaður viðtal við harin. Hann sefur oft á leiðinni heim síðla kvölds. Leggja má niður framsætið við hlið bílstjórans, svo hann getur teygt úr sér. Romney er 54 ára, hávax- inn, gránandi, laglegur og festulegur maður. Hann ber með sér árangur sinn á fjár- málasviðinu. Hann er venju- legur maður, blátt áfram og vingjavnlegur, Og hefur þó gáfu sem stjórnmálamönnum er svo mikilsverð: að hafa lag á fólkt. Hann á létt um mál, einkanlega þegar rætt er um það efni, sem hann hefur áhuga á: hinar illu afleiðing- ar þess, er vald safnast á fáar hendur í umfangsmiklum iðn- fyrirtækjum, umfangemiklum verkaiyðssamböndum og um- fangsmiklum ríkisstjórnum. Lausn vandamálanna Nýlega sagði Romney far- þega sínum á leiðinni til Lans- ing, að til að leysa valdsöfn- unarvandamálið „þurfum við fyrst og fremst að færa vinnu löggjöf okkar í nútímahorf og banna bæði atvinnurekendum og verkalýðsfélögum að mynda risavaxnar samsteyp- ur“. Um leið þarf að endur- skoða auðhringalöggjöfina. „Þegar fyrirtæki í mikil- vægri iðngrein nær þeirri að- stöðu að hafa markaðinn á valdi sínu“. sagði hann, „álít ég að gefa þyrfti því sann- gjarnan frest til að leggja freun áætlun um skiptingu. Ég legg til, að þegar eitthvert fyr irtæki nær 35% af allra sölu iðngreinai sinnar, og stundar ekki aðra íramleiðslu, sé því gert að skipta sér, svo að sala hvers brotsins um sig verði minni en 35%. . . . Ég er ekki an Ivígur stærð út af fyr- ir sig, en ekkert iðnfyrirtæki hefur gött af að ráða yfir heilli framleiðslugrein". Keppinautar hans benda á, að eftir tillögum Romneys yrði General Motors að skipta sér í tvö fyrirtæki. „Trú mín er sú“, sagði Romney. „að þegar eitthvert fyrirtæki er orðið svo stórt að það gæti skipt sér, yrði það skoðað sem merki dugnaðar og árangurs. Aðferðir okkar nú eru nánast refsing, að láta almenniag halda að fyrirtæki hafi gert eitthvað af sér, þeg&r það stækkar svo að það er einrátt á markaðnum“. Romncy hefur einnig áætl- anir um að halda völdum verkalýðssamtakanna innan vissra takmarka. Hann leggur til, að verkalýðsfélag hjá fyrir tæki, sem hefur meira en 10 þúsund starfsmenn, verði al- gerlega sjálfstætt og óháð og verði ’oannað að hafa sam- vinnu við verkalýðsfélög hjá öðrum fyrirtækjurti í sömu framleiðslugrein um samn- inga eða önnur mál. „Afleiðing þess yrði sú“, að hann, „að allir starfsmenn G. M. yrðu í sama verkalýðs- félagi, En ég mundi banna því félagi að hafa samvinnu við félög hjá Ford, Chrysler og öðrum um takmörk sín í kaup samningum og einnig um að- ferðir við að ná því tak- marki“. Áætlunin mundi leiða til þess, að Samband bílaiðnaðar- verkamanna yrði skipt í fimm félög, sem bannað væri að hafa sainvinnu hvort við ann- að. Auðvitað er verkalýðs- hreyfingin í Michigan andvíg þessu. Ferill Romneys Bílakóngurinn hefur verið að hugsa og rökræða um efna hags- ög stjórnmálavandamál árum saman. í æsku bjó Romney við fá- tækt og mikla vinnu. Hálft annað ár var hann mormóna- trúboði og gefur 1/10 eða meira af tekjum sínum til kirkjunnar. Romney gekk í háskólann í tah og George Washington há- skólann i Washington D. C. Um tíma var hann aðstoðar- maður David I. Walsh sáluga, öldung'ardeildarþingmanns frá Massachusetts, og fylgdist með frarnvindu mála við und- •irbúning Smoot-Hawley tolla frumvari’sins, sem þá var á döfinni. Þá Og síðar sem fulltrúi Aluminíum Company of America í Washington og við starf hjá verzlunarsamtökum, sem leíddi af sér sambönd í Washington, komst hann í gang mála í höfuðborginni. Eftir stríðið hóf hann störf hjá Nash-Kelvinator Corpora- tion, sem þá var komið á fall- anda fót og fylgdi því, þegar það var sameinað Hudson til að mynda American Motors. 1954 varð hann stjórnarfor- maður og varð fljótt kunnur um öll Bandaríkin. Með hin- um smækkaða bíl, Rambler, skoraði harin Golíatanna í bíla iðnaðir.um á hólm. Þeir fylgdu síðar í fótspor hans. Þetta var afreksverk, sem gerði hann þjóðkunnan löngu áður en hann hóf stjórnmála- málastörf í Michigan. Fjöldi manna um öll Bandaríkin kannast við hann sem vinnu- saman fjármálamann, sem náð hefur góðum árangri, og ekki gefist upp fyrir smámununum. Mörgum lízt vel á hann. Framundan er meiri vinna og margt í óvissu. Mörg „ef“ þarf að yfirstíga, áður en Romney yrði útnefndur for- setaefni Repúblikana. En þótt langt sé til kosninga hefur hann begar sett svip á stjórn- málabaráttuna og fáir efast um að flann, verður skeinu- hættur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.