Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBTEiÐTÐ Sunnudagur 4. febr. 1962 Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átom.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: A.rni Garðar Krisiinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. GETUR EYSTEINN ÞAÐ? 17"unnur bóndi í Húnaþingi, “ Guðjón Hallgrímsson á Marðarnúpi, ritaði í gær op- ið bréf hér í blaðið til Ey- steins Jónssonar, fyrrverandi fjármálaráðherra. Segir hann þar m.a. þær fréttir úr sveit- inni að fólksekla sé þar mjög mikil og að fjölda bænda vanti tilfinnanlega menn til aðstoðar við skepnuhirðingu og önnur bústörf. Minnir bóndinn fyrrverandi ráð- herra á það, að leiðtogar Framsóknarflokksins og mál- gögn hans haldi því nú ákaft fram að „samdráttarstefna" ríkisstjómarinnar móti nú allt íslenzkt þjóðlíf. Af þess- ari staðhæfingu dregur Guð- jón á Marðarnúpi þá eðlilegu ályktun, að töluvert hljóti að vera orðið af lausu vinnu- afli, „er hægt væri að fá, ef rétt væri frá skýrt um hinn mikla samdrátt“. Fer hann þess síðan á leit við Eystein Jónsson að hann út- vegi sér góðan mann, sem óhætt sé að trúa fyrir aðkall- andi bústörfum. ★ Mörgum mun nú finnast fróðlegt að sjá, hvernig Framsóknarleiðtoganum tekst að leysa vandkvæði hins norðlenzka bónda. Allir vita að það er rétt, sem bóndinn segir í hinu opna bréfi sínu, að Tíminn og leiðtogar Fram- sóknarflokksins hafa undan- farið þrástagazt á því að geysilegur „samdráttur“ hafi átt sér stað í íslenzku at- vinnulífi. Ef um raunveru- legan samdrátt er að ræða, hlýtur það að birtast í þverr andi atvinnu hjá almenningi við sjávarsíðuna. Af fullyrð- ingum Framsóknarmanna mætti ætla, að hundruð, ef ekki þúsundir manna, gengju þegar atvinnulausir í kaup- stöðum og kauptúnum lands- ins og ættu naumast fyrir næsta málsverði. Ef Eysteinn Jónsson og félagar hans trúa staðhæfingum sínum um þetta, ætti hann ekki að þurfa að hafa mikið fyrir að senda Guðjóni á Marðarnúpi einhvern mann, sem orðið hefur fyrir barði samdráttar- stefnunnar. Það eru því miður fleiri bændur en bóndinn á Marð- arnúpi í Húnavatnssýslu, sem standa uppi mannlausir með stórbú. Þeir fá ekki hjálp, enda þótt þeir bjóði stórfé í vinnulaun. Ekki bendir það til þess að „samdráttarstefn- an“ hafi skapað stórfellt at- vinnuleysi eða framboð á vinnuafli við sjávarsíðuna. Það verður áreiðanlega fylgzt með því af mikilli at- hygli, ekki aðeins í Húna- þingi heldur víðar um land, hvernig Eysteini Jónssyni gengur að útvega vetrar- manninn að Marðarnúpi! ERLENDUR ÁBURÐUR ¥ andbúnaðarráðherra fól á sl. hausti Áburðarverk- smiðjunni að annast rekstur áburðarsölu ríkisins. Hefur Áburðarverksmiðjan nú látið fram fara gagngera athugun á skipulagi innflutnings er- lends áburðar. Hefur sú at- hugun sýnt, að hægt er að spara a.m.k. 100 kr. á hverja smálest í flutningskostnaði. Hefur Áburðarverksmiðjan nú keypt þann erlenda á- burð, sem pantaður hefur ver ið til næsta sumars. Hefur verksmiðjan komizt að það góðum innkaupum, að spar- azt hefur erlendur gjaldeyr- ir, er nemur yfir 800 þús. kr. miðað við það einingar- verð, sem Áburðarsala ríkis- ins greiddi fyrir sömu teg- undir árið 1961. Með því að nota nútíma- tækni við lestun og losun skipa og sekkjun áburðar- ins hér heima, sparast einn- ig verulegt fé á hverja smá- lest. Með hinu breytta fyrir- komulagi á innflutningi er- lends áburðar er vissulega stefnt í rétta átt. Áburðar- einkasala ríkisins er orðin óþörf. Eðlilegt er að Áburð- arverksmiðjan leysi hana af hólmi og annist ýmflutning á þeim erlenda áburði, sem bændur þarfnast. Er reynsl- an þegar búin að sýna, að Áburðarverksmiðjan getur tryggt bændum ódýrari er- lendan áburð en Áburðar- einkasalan gerði áður. Sætir það því eigi lítilli furðu, að Framsóknarmenn skuli hafa allt á hornum sér í sambandi við þessa skipulagsbreytingu, sem örugglega mun verða bændum til aukins hagræðis. MIKILMENNI KVEÐUR j vikunni sem leið brast enn einn af þeim hlekkjum, sem tengja nútímann við hina „góðu, gömlu daga“. — Fiðlusnillingurinn Fritz Kreisler andaðist í New York, 86 ára að aldri. Hann UTAN UR HEIMI George Romney, sem ef til vill er maðurinn, sem Repúblikanar eru að leita að, sézt hér með konu sinni Lenore á myndinni í nágrenni Detroit fyrir nokkrum dögum. Að baki þeirra sjást tvær dætur Roir.neys, ásamt eiginmönnum sínum og börnum. Yzt til hægri er sonur hans, Mitt Romney. Eldri sonur hans, Scott, er mormónatrúboði í Englandi. Verður óþekktur mað- ur forsetaefni 1964? NÝR maður er nú skyndi- lega að breyta útlitinu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1964. Leið togar Repúblikana eru farnir að gjóta hornauga til George Romney, manns ins sem endurvakti smærri bíla í Bandaríkjunum. — Mörgum lízt vel á það, sem þeir sjá, og spá því, að Romney geti spjarað sig. — Nýtt væntanlegt forsetaefni Repúblxkana — iðnjöfur í stjórnmálastarfsemi — er að koma snögglega og áberandi fram í Michigan, hvorki meira né mintia en tveim og hálfu ári fyrir útnefningu forseta- efnisins. Þessi óþekkta stærð er George Romney, stjórnarfor- maður American Motors, og áhrifarniKiii brautryðjandi smærvi bíla. Margir álíta, að Romney, þrátt fyrir óvenju- legar skoðanir á efnahagsmál- um, geti reynst einmitt sá mað ur, sem Repúblikanar hafa verið að leita að. Foringjar Repúblikana- flokksms hafa greinilega mik inn áhuga á honum. Á fundi miðstjornar flokksins 12. jan- úar í Oklahomacity var varla talað um annað en George Romney og mörgu öðru hætti til að sitja á hakanum. Margir líkja honum við Wendell L. Wilkie fyrir flokksþing Repú- blikana 1940. Richard M. Nixon, fyrrver- andi varaforseti hefur hrósað Romne.v sem forsetaefni. Sagt er að Dwight D. Eisenhower lítist vel á hann. Blaðamenn hafa hópast til Detriot til að tala við Romney Og meta möguleika hans. Þeim hefur einnig flestum litist vel á hann. Vinir Romneys hafa sett fram áætlun fyrir hann, með nokkrum fyrirvara þó, því að margt getur komið fyrir. Fyrst e» ríkisstjóraembættið Búizt er við, að Romney bjóði sig fram í kosningum um ríkisstjóra í Michigan í ár. Flestir spá honum sigri. Hann þarf ekki annað en rétta út hendina til að Repú- blikanar útnefni hann. „íhaldsmenn“ Repúblikana- flokksins eru ekki sérlega ánægðir með hann. Sumir hafa vantraust á „frjálslyndi" hans. Það er ekki líklegt að sú skoðun hans, að skipta eigi General Motors Og álíka stór- um fyrntækjum í nokkur smærn, afli honum vinsælda meðal forstjóra stóru fyrir- tækjanna. Engu að síður geta „íhalds- menn“ í Michigan til einskis manns annars snúið sér. Eng- inn frambjóðandi gæti með nokkru móti sigrað Romney innan flokksins. Þeim geðjast líka að sigurvegara úr Repú- blikanaflokknum og eru flest- ir reiðubúnir til að styðja Romney þegar á hólminn kem ur. Iðjuhöldurinn er vel þekkt- ur í ríkinu af vinnu sinni með „borguvum í þágu Michigan" sem eru utanflokkasamtök, og sem varaformaður þeirrar stjórnarskrárnefndar ríkisins sem nú S'tur. Stjórnmálamenn telja að hann myndi fá mik- inn stuðning óháðra. Andstæðingur Romneys yrði fráfarandi ríkisstjóri, John B. Swainson. Sagt er að báðir flokkar séu óánægðir með Swainson. Yfirleitt er búizt við, að leiðtögai verkamanna í Michi- gan verði andstæðir Romney. Hann nefur harmað það vald, sem fylgir stórum samtökum, og lagt til að þeim yrði sundr- að líka. Demókratar og verka- lýðshreyfíngin hafa unnið sig ur í sjö ríkisstjórakosningum i Michiga.n samfleytt — en með síminnkandi meirihluta. For- ingjar Demókrata reyna ekki að leyra því, að. þeim er um og ó að eiga að berjast við Romney. Ef hinn síðarnefndi, Framh. á bls. 22. átti að baki meira en 60 ára starfsferil, þegar hann hætti að koma fram opinberlega 1950. Fáir listamenn hafa átt meiri vinsældum að fagna. Almenningur dáði þennan hógværa snilling, sem bar með sér þokka horfinna daga og gróinnar menningar. Og meðal listbræðra sinna naut hann óskiptrar viðurkenning ar og virðingar, og er slíkt fremur óalgengt í heimi list- anna. Enginn fiðluleikari hef ir vakið eina hugarflug á- heyrenda sinna, síðan Pagan- ini leið. Þó getur naumast ó- líkari listamenn. Paganini var hinn mikli sjónhverf- ingamaður. Hjá honum sátu listbrögðin ósjaldan í fyrir- rúmi fyrir listinni sjálfri. Það kom aldrei fyrir hjá Kreisl- er. Töfrar hans voru annars eðlis. Tæknin var honum aukaatriði, sem hann að vísu hafði fyllilega á valdi sínu, en beitti aðeins í þjónustu æðra listræns tilgangs. Enginn sem heyrt hefir og séð Kreisler á tónleikum, mun nokkru sinni gleyma honum Hvort tveggja verður jafn minnisstætt, yfirlætis- laus og töfrandi framkoma snillingsins og hin óviðjafn- anlega fegurð og fágun listar hans, jafnt í tónblæ sem með ferð allri. Sömu einkenni báru tónsmíðar hans og líf hans allt. Fritz Kreisler var fulltrúi liðinnar aldar í list sinni og lífsviðhorfi. En hann var jafnframt eitt af mikilmenn- um vorra tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.