Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 13
 Sunnudagur 4. febr. 1962 MORCVHBLAÐIÐ 13 ' • • Refsing ungra afbrotamanna XJM þessar mundir er að tafca itil starfa í Osló stofnun til rann- sókna á afbrotum (Kriminalog- iskt Institut), sem Norðurlöndin finum standa að. Af hálfu íslands verður prófessor Ármann Snæ- var, háskólarektor, fulltrúi. í stjórn stofnunarinnar. Á fundi dómismálaráðherra, sem fyrir skemmstu var haldinn í Osló, gerði prófessor Jóhannes Anda- næs grein fyrir verkefni og íyrir komulagi hinnar nýju stofnunar. Hann drap m.a. á, hversu margt væri enn lítt rannsaíkað um eðli og orsakir afbrota og árangur refsinga. í þeim efnum eru menn haldnir ýmiss konar hjátrú og hindurvitnum, sem liitla eða enga stoð reynast eiga í veruleikanum, þegar kannað er til hlítar. Sú skoðun er t,d. víðast ríkj- andi, að óhollt sé að láta unga afbrotamenn dvelja í fangelsum roeð roslknum og ofit margdæmd- um afibrotamönnum .Talið hefur verið, að hinir eldri hefðu spi'll- andi áhrif á unglingana, svo að þeir freistuðust freimur til að halda áfram á afbrotabrautinni. m Hver vill verða valdur að þessu ? REYKJAVÍKURBRÉF í>ess vegna hefur verið talið heppilegra að hafa unglinga ann- að hvort í sérstökum unglinga- fangelsum eða ölliu fremur í eins- könar uppeldisheimilum, þar sem þeir dveldu langdvölum svo að hægt væri að hafa á þá holl á- hrif. Nýjustu rannsóknir benda hinsvegar til þess, að þessu sé þveröfuigt varið. Bf margir ó- reyndir, afivegaleiddir ung- lingair dvelja einangraðir í ein- um hóp, virðist svo sem hinir á- ræðnustu og frökkuistu þeirra taki forystuna og móti hina. Ef þeir eru hinsvegar með sér eldri xnönnum, þótt margdæmdiir séu, virðast hinir síðamefndu hafa lóandi áhrifi á ungliragana! Löng eða skömm fangelsisvist Þetta e>r óneltanlega nýstárleg kenning, enf ef hún reynist rétt verður að sjálfisögðu að taka til- lit til hennar, þótt hún brjóti rojög í bága við umbótaviðleitni margra ágætra manna. Þá hefur því mjög verið haldið fram á síð- ari árum, að skömm fangelsis- vist væri yfirleitt óheppileg. Lík- legra til árangurs væri að dæma roenn til alllangrar frelsissvift- ingar, ef henni þyrfiti á annað borð að beita. Rannsóknir nú eýnist hinsvegar leiða til þess, að munurinn á árangrinum sé Jítill sem enginn. Menn láti sér ekki fremur segjast við laniga refisingu en skamma, þó að til- litið til almenns réttairöryggis geri langan refsitíma því miður oft óhjáikvæmilegan. Hér skal ekiki um það dæmt, hvort þess- ar kenningar standast eða ekki, en þær sainna hversu nauðsyn- Jegt er að kanna gi’ldi gamaila fræðisetninga til hlítar og hver nauðsyn er á því fyrir okk- ur að fylgjast með til þess að geta hafit það, er sannara reyn- ist. Fullnægiiig refsidóma Þá var einnig á þessum dóms- roálaráðherrafiundi meðal margra annarra mála rætt um samkomu- Jag meðal hinna Norðurlandanna fjögurra um fullnæging refsi- dóma. Ætlunin er sú, að bera það fiamkamulag undir þing Norð- Laugard. 3. febr. urlandaráðs, sem hialdið verður síðari hkuta marz n.k. í Hetising- foris og lögfiesta það síðan í hverju landanna um sig. Efni þess er, að refisidómi, sem kveðinn hefur verið upp í einhverju þessara landa, sé með nánari skilyrðum hægt að fullnægja í öðru. Með þessu veita samningsaðilar hverj- ir öðrum gagnkvæma viðurkenn- ingu á réttaröryggi, sem hjá þeim ríki. Auk þess getur með þessu móti Ofit orðið minni röskun á högum þess, er refisingu hefur hlotið, en ella mundi. verða. Af auðskildum ástæðum hafa þessi ákvæði þýðingu fyrir jafn- vel hlutfallslega færri dómþola á Islandi eða af islenzlku bergi brotna en fyrir þá, sam af þjóð- erni hinna landanna eru. Engu að síður virðist rétt, að ísland gerist aðili þessa samlkomulags, ella mætti svo sýnast sem rétt- aröryggi væri talið minna hér en í hinum löndunum fjórum. Að vísu verður að játa, að fangelsis- mál okkar eru ekfci í því lagi sem vera þyrfti. En af hálfu hinna landanna hefur efck- ert komið firam því tiil fyrir- stöðu, að ísland gerist aðili. >að mál er nú til athugunar hjá rétt- um aðilum hér og kemur von- andi ekkert það í ljós, sem hindri, að ísland gerist aðili þessa sam- komulags, sem mun vera ein- stakt milli sjálfstæðra ríkja og sýnir sérstaikt trúnaðartraust á meðal aðildarríkjanna. 10 íslenzkir bílar í klandri Það er ökki einungis á meðal Norðurlandanna sem ráðgerð er samvinna út af afbrotum. Á fundi dómsmálaráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins, sem haldinn var í París snemma á sl. sumri, var rætt um samningsgerð þess efnis, að í heimalandi afbrotamianns yrði refsað fyrir umferðabrot, sem framin hafa verið í ein- hverju hinna aðildarlandanna. Vegna sívaxandi bílaaksturs landa í milli er þessa orðin brýn þörf til að koma í veg fyrir, að ferðalangar tefjist úr hófi eða sleppi refsilausir fyrir misgerðir sinar. Að þessu máli var einnig vikið á fundinum í Osló á dögunum. Þá var um það getið, að þýzk yfirvöld hefðu nýlega til rök- stuðnings samningi í þessa átt og til dæmis um hversu bílaum- ferð þar væri orðin mikil hvað- anæva að, var nefnt að ek'ki alls fyrir löngu hefðu 10 bílar frá ís landi lent í klandri við þýzku lög regluma í einu héraði á nokkurra viikna bili. Áfengisneyzla og bílaakstur Ekki fylgdi það sögunni, að neinn þessara íslendinga hefði gerzt sekur um alvarleg afibrot, þó að þeir hafi komizt í eimhver kynni við þýzku vegalögragluma. Rílslyis eru oft óiviðráðanleg og broit á umfierðareglum mjög mis- munandi alvarleg. Ein tegund brota á umfierðalögum ætti að vera hæigt að forðast með ölilu jafnt erlendis og hér heima fyrir. Það er bílaaikstur undir áhrifum áfengis. Bílaakstur og áfiengis- neyzla fara með engu móti sam- an. Það ættu allir að láta sér skiljast og verður aldrei um of brýnt fyrir mönnum. Alltof margir góðir og gegnir menn gena sig þó seka um slikt. Sjálf- um finnst þeim ýmsuim, að þeir séu of hart leiknir, ef þeir missa ökuleyfi um margra mán- aða skeið, hafi þeir ekki orðið öðrum að slysi. Þeir gæta þess ekki, hvíllíka hættu þeir hafla leitt yfir aðra, og raunar einnig sjálfa sig, allsendis að óþörfu og á ó- fyrirleitinn hátt. AUir góðir menn ættu að bindast samtökum um hvorttveggja, að aka aldrei bíl, er þeir hafa bragðað áfengi, og gera sitt tiil að koma í veg fyrir að aðrir geri það. Því mið ur virðast allar brýningar í þess um efnum lítt duga. Ritstjórar blaðanna ættu þess vegna mjög að taka það til athugunar að mynda me ðs résamtök um að skýra jafnóðum frá því í blöðum sínum, hverjir teknir eru fyrir að aka bíl undir áhrifum áfengis. Hið þegjandi samkomulag um að hafa leynd yfir brotum flestra af brotamanna er út af fyrir sig ærið hæpið. Til lengdar verkar það sið spillandi, þó að skiljanlegt sé, að roenn vilji hlífa tilfinningum sak lausra aðstandenda. En hvað sem því líður, þá lýsir bílaakstur und- ir áhrifum áfengis svo gersam- lega óþörfu kæruleysi, að mieð öllu virðist ástæðulaust að láta hjúp þagnarinnar dylja það. | þegar áður en byiltingin í Unf< verjalandi hóflst og einungis grip- ið til tilvitnunar til hennar sem afsökunar í því Skyni að reyna að bjanga andlitinu. Neuchter- j lein, en svo heitir hinn banda- ríski fulltrúi, veltir að vonum fyrir sér onsökum til hringlsins í afstöðunmi til varnanmálanna og | segir m.a. í bók sin..i: „Áhrifi pólitískra tillita inn á við á stefnuna í varnairmálum | lýsir sér bezt í staðfestuleysi Framsóknarflokksins í varnar- málum þjóðarinnar á tímabilinu 1940—1956. Þessi flokkur var í lykilstöðu. til áhrifa á varnar- stefniu stjórnarinnar allt þetta tímabil, vegna styrkleika síns á Alþingi. Hann hafði einnig synj unarvald á hverri stefnu, sem stjómin stakk upp á, hvort sem Framsóknarmenn voru í stjórn eða Sjálfstæðis- og Alþýðuflokk- urinn höfðu höfðu ekki nægan styrk á Alþingi tiil að sigrast á andistöðu bæði kommúnista og Framsóknar í varnarmiálunum, sem tekin var afi ís- lenzku stjórninni firá 1940 þang- að til 1956 hafði Framisóknar- flokkurinn þess vegna úrslita- áhrií og það sýnist hafa verið | beinit samband á milli afistöðu Framsóknarflokksins í hverju ein asta af þessum tilfellum og fjölda þingmamna flokksins á Alþingi hverju sinni.“ Kosninp; Einars Olgeirssonar í Norðurlandaráð |ur r£gu ^tefnunni Annarlegar ástæð- Tíminn lætur sér mjög tíðrætt um, að Bjarni Benediktsson hafi beitt sér fyrir, að Einar Olgeirs- son væri kiosinin í Norðurlanda ráð. Hið sanna í þessu er það, að á Alþingi varð einium rómi samikomulag um það, að rétt væri að breyta reglunum um kosn- ingu í Norðurlandaráð svo, að allir fulltrúar væru kjörnir í Sameimuðu þingi, en ekki þrír í neðri deild og tveir í Efri deild, eins og verið hefur. Sú skipan, sem gilt hefiur, leiddi til þess, að ef flökkarnir vildu nota sér hana þá gátu Sjálflstæðismenn fengið kosna þrjá fulltrúa og Framsólkn tvo. Hin síðari ár hafa Sjálfstæð ísmenn og AlþýðufiLokksmenn hins vegar kosið saman, svo að Sjálfstæðismienn fengu tvo oe Alþýðuflokkurinn einn. Þá bef- ur Framsókn látið kommúnistum eftir annað sætið, sem bún hafði ráð yfir. Með þeim hætti hjálpaði hún Einari Olgeirssyni inn í Norðurlandaráðið. Það kemur því úr hörðustu átt, að Fram- sókn skuli nú saka aðra um það, sem hún hefur sjálf gert árum saman. Ef nokkuð er að marka nöldur Tímans, mætti ætla, að Fram- sókn hafi haft í hugia að nota sér nú hina fyrri skipan til að hreppa tvo fulltrúa, þó að þing- styrkur hennar í heild veiti henni ekki rétt nema til eims. Hið eina sanngjarna er, að hver þinig- flokkur fái motið heldarstyrks síns í þimginu og ráði sjálfur kjöri fulltrúa sinna. Gegn þessu þorðu Framsóknarmenn ekki að mæla í þinginu. Því furðulegra er, að málgagn þeirra skuli nú stöðugt vera að minna menn á, að Einar Olgeirsson var í raun réttri fulltrúi Framsóknar á þing um Norðurlandaráðs í miörg ár. Staðfestuleysi Framsóknar í utanríkismálum Hrimglandaháttur Framsóknar í utanríkismálum opinberast svo að segja dag hvern. Fyrir sikemmstu var drepið á það í Reykjavíkurbréfi, hverja lýsingu fulltrúi Bandaríikjastjórnar, sem hér dvaldist 1956, gaf á svikum V-stjórnarinnar á loforðum um brottrekstktur varnarliðsins. Hann lýsir því skilmerkilega, að V-stjórnin hafi verið staðráðin Neuchterlein heldur áfram: Til dæmis var Framsófenarflokk urinn sterkasti flökkurinn á þingi 1941 og foringi hans, Hermarui Jónasson, forsætisráðherra; þá studdi flökkuirinn eindregið vam arsaroninginn 1941. 1946 voru Framsóknarmemn í stjórnarand- stöðu og höfðu verulega misst þingstyrk vegna úrsliita hinna al mennu kosninga það ár; þá var flokkurinn eindiregið á móiti Keflavikursamningnium, þó að sumum þingmönnum hans væri leyft að styðja samninginn við lokaatkvæðagreiðslu í því skyni, að floktourinn gæti feomist aftur í stjórn. 1949 voru Framsóknar- menn enn í sinni veifeu aðstöðu á þingi en þátttakendur í sam steypustjórn og voru á móiti að- ild íslands að NATO, þangað til fullvissun var fengin um að er- lemt herlið eða herstöðvar mundu ekki verða á íslandi á friðartám um. Síðar á árinu 1949 umniu Framsóiknarmenn hinsvegar tölu vert á í almennum kosningum, og 1950 kom flokkurinn með aukn- um styrkleifca á Alþingi í nýja stjórn og með Framsóknarmann sem forsætisráðherra; þá, 1951, studdi flokkurinn einróma hinn nýja varnarsamning við Banda- ríkin, sem tryggði Bandaríkja- herstöðvar á Íslandi. En í kosning unum 1953 urðu Framisóknar- menn fyrir hnekki meðal kjós- endia; þá knúði flokfcurinn stjórn ina innan fárra mánaða til að Jeita endurskoðunar á varnar- samningnum frá 1951. 1956 tók F r amsó k an rflokkuri nn — með al mennar kosningar fyrir auguim — höndum saman við Alþýðu- flokkinn og kommúnisita um að óska brottfarar vamarliðs Banda ríkjanna. Framsóknarmienn von- uðu að auka stjórnmálstyrk sinn með þessum verknaði; en kosn- ingar í júní 1956 reyndust verða flokknum til vonbrigða og sáðar á því ári ákvað hann að skipta um skoðun og fallast á að leyfa varnarliðinu að vera kyrru á fs- landi. Það virðist þess vegna al- veg ljóst, að Framsóknarflokkur inn átti höfuðþáttinn í þeim breytingum, sem urðu á varnar- mála stefnu stjórnarinnar á tíma bilinu 1940—1956 og að stefna hans ákvarðaðist að miiklu leytl í að hafa heitorð sín að engu,1 af pólitískuro tillitum inn á við."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.