Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.1962, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. febr. 1962 Barbara James: Fögur 18 og feig Henni var nú ljóst, að hún hafði gengið of langt. Fyrirgefið þér, ég ætlaði ekki að móðga yður — þér eruð falleg og örugg með sjálfa yður. Ég efast ekki um. að þér hefðuð getað haldið í manninn yðar fyrir Crystal í Hvers vegna hötuðuð þér systur yðar svona mikið? Ef út i það er farið, þá arfleiddi hún yður að öllu, sem hún átti og það var ekki henni að kenna, að þér gát- uð ekki líka fengið peningafla mannsins hennar. Ég held ekki, að ég hafi hatað hana og hafði ég þó fulla ástæðu til þess. Mér þótti einu sinni vænt um hana. Þess vegna langaði mig til að tala við yður — og gera grein fyrir framkomu minni. Hún sötraði kaffið. Ég fylltist meðaumkun með henni, jafnilla búin og aumkunarverð sem hún var. En munnsvipurinn á henni var hörkulegur og dapur. Foreldrar okkar fórust í loft- árás. Ég var þá fimmtán ára, en Shirley bara sex. Frænka okkar 1 Benfield bauð okkur að vera hjá sér. Hún var ekki vel hraust og var fegin að fá mig til að hjálpa sér. Ég fékk vinnu í vefn- aðarvörubúð þar á staðnum. Við þurftum á kaupinu mínu að halda. Ég ól svo Shirley upp, hjálpaði frænku minni og þræl- aði allan daginn. Þannig var æsk- an mln: eintómur þrældómur og ábyrgð á öðrum. Ég hélt að þetta myndi skána, þegar Shirley stækkaði, en það var nú ekki því að heilsa, því að hún vildi ekki snerta á verki. Föt, karl- menn og skemmtanir var allt sem hún kærði sig um. Svo stakk hún af þegar hún var sautján ára og fékk þá vinnu í einhverjum klú'bb í West End, sem hún sagði, að væri oflang't burtu til þess að hún gæti sofið heima. En áður en hún fór .... Hún þagnaði og eymarsvipur- inn jókst um allan helming. Þér skuluð ekki halda áfram ef yður er það ógeðfellt. Það var karlm-aður — sá eini, sem hefur nokkurntíma sýnt áhuga á mér .... Maður hittir ekki marga karlmenn í vefnað- arvörubúðum. Ég var nógu vit- laus til að bjóða honum heim. Þar með var sá draumur búinn, svo var ^rystal fyrir að þakka. Hann varð strax skotinn í henni. Vitanlega brá hún honum upp eft ir skamman tima. Var víst bara að æfa sig á honum. En auðvitað sá ég hann ekki framar. Ég samhryggist yður. Og það gerði ég í raun og veru. Þetta var raunaleg saga. Nú er frænka mínalgjörlega farlama og hefur verið árum sam an. Og hún er mjög heimtufrek. Ef ég minnist á að fara að heim- an. minnir hún mig á, að hún hafi gefið mér heimili, þegar ég átti einskis úrkosta og það er ekki nema satt, þó -að Crystal gerði sér aldrei rellu út af því. Við sáum hana sama sem aldrei eftir að hún giftist Bernard Ush- er. Einstöku sinnum sendi hún COÍPER. JKi minn er miklu sterkari en afi þinn! Sjáðu hvað hann er með Iangt skegg! okkur jólagjöf, en þá er líka upp talið. Ég fór að hugsa um þessar al- gjöru andstæður, sem þessar tvær systur voru: önnur útgengi- leg og fégráðug, þyrst eftir gæð- um lífsins. en hin kúguð, gröm og bundin við það sem hún taldi skyldu sína. En því lengur sem ég horfði á Ednu því betur varð mér ljóst, hve lík hún var systur sinni í raun og veru, þótt ekki væri það áberandi í fljótu bragði. Fyrir nokkrum viku mfór ég að finna Crystal. enda var ég þá alveg að gefast upp. Frænka var orðin algjörlega rúmliggjandi og sjálf var ég alls ekki góð til heils- unnar — var með þrálátan höfuð verk. Ég hélt að ég væri alveg að falla saman. í fyrsta sinn á ævinni bað ég Crystal um pen- inga. Bað hana að kosta hjúkr- unarkonu handa frænku i nokkra mánuði. Hún sagðist ekki geta það — hefði ekki meir en svo handa sjálfri sér. En þér hefðuð átt að sjá loðkápurnar hennar og húsgögnin og bílinn — og svo lætur hún sig hafa það að segj- ast ekki hafa efni á þessu. Fólk, sem hefur vanið sig á óhófslíf, hefur oft ekki mikla aura aflögum, sagði ég. Hamingj an mátti annars vita, að það stóð ekki mér næst að fara að halda uppi vörnum fyrir Crystal. Ég skammaðist mín fyrir að hafa farið að biðja hana. Ég sagði svo vi ðhana fáein orð í fullri meiningu og dró ekkert af. En hún vildi ekki rífast, heldur bara hló að mér. Nú skal ég segja þér, hvað ég geri, sagði hún. Ég ætla að arfleiða þig. Ef ég dey, verð- ur þú rík. Ég þurfti ekki meira — #g gat ekki skilið þetta öðru- vísi en sem háð. Hún, sem var svo miklu yngri, hlaut að lifa mig. Kannske hún hafi þá þegar verið búin að ákvarða að stytta sér aldur? Kann að vera. þó að ég eigi nú bágt með að skilja það. Ég get enn varla trúað, að hún hafi fram ið sjálfsmorð. Ég hafði mest freistmgu til að segja henni frá þessum banvæna sjúkdómi hennar. Kannske gæti það dregið eitthvað úr hatrinu á systurinni. En hún fengi vist nógu snemma að vita um það, og það var heldur ekki ráðlegt að fara að opinbera hinn nána kunningsskap þeirra Crystals og Rorys. Það var náttúrlega mikið áfall að frétta um lát Crystals. En þér skiljið, frú Day, að ég hafði svo að segja ekki séð hana í átta eða níu ár. Hún átti engan þátt í okkar lífi. Og ég gat ekki stillt mig um að hlakka til þessa arfs og þeim létti fyrir mig, sem hann 'þýddi — lausn frá öllum þessum þrældómi og áhyggjum. Ég býst nú við. að þegar búið er að selja allt, fáið þér talsvert út úr þessu. Ég veit ekki. nóg að ninnsta kosti til að gera neina gjörbreyt- ingu á lífi mínu, og að ég geti sagt upp atvinnunni minni. Ég býst við, að Crystal hafi bara ver ið að gera að gamni sínu, þegar hún lét mig halda, að ég fengi öll auðæfin hans Bernards Usher. Líklega hefur það nú bara ver- ið misskilningur hjá henni. Hald- ið þér ekki, að yður mundi líða betur, ef þér hugsuðuð ofurlítið hlýlegar til hennar systur yðar? Þér hljótið að halda, að ég sé grimm og tilfinningalaus, en ég vildi nú samt segja yður söguna, eins og hún er frá mínum bæjar- dyrum séð. Crystal var lögngu búin að myrða alla ást, sem ég kann að hafa borið til hennar. Mér þótti einusinni vænt um hana og tilbað hana, enda var hún indæll krakki. Hún andvarp aði og hörkusvipurinn hvarf af andlitinu. En það hefur vist allt verið mér að kenna. Ég ól hana ekki vel upp. Það var svo erfitt. Ég var sjálf ekki annað en krakki, og hafði svo mikið að gera. Mér fannst ég alltaf vera þreytt. Og það var raunverulegur þreytusvipur á henni. Arum sam- an hafði gremjan verið að verki á andliti hennar og gert það gam alt fyrir aldur fram. En nú rétt í þessu bili sást þetta ekki, það var eins og friður hefði færzt yfir það. Ég gat vel skilið, að hún hefði verið að niðurlotum komin. Ungfrú Clark. Þér eruð ung enn. Með þessum arfi yðar, getið þér að minnsta kosti tekið yður frí, keypt yður föt og látið gera yður fallega .... Fallega. Eruð þér að gera gys að mér? Þér megið ekki vera svona tor- tryggin við alla, svaraði ég ein- beittlega. Fegurðin er að miklu leyti sálarástand. Ef þér aðeins vilduð taka lífinu ofurlítið létt- ar .... Ég skal reyna það, svaraði hún vondauf. Þér eruð góð og þolin- móð, frú Day. Ég er fegin, að Crystal skyldi ekki takast að gera yður óhamingjusama. Hún vissi nú lítið um það. Látið þér mig vita, hvernig yður gengur. Við verðu mað hitt- ast einhverntíma aftur, sagði ég. Við fengum svo símanúmerin hvor hjá annarri og áður en við skildum, lofaði ég henni að hringja til hennar. Geðsmunir 'hennar höfðu farið illa með hana. í núverandi sálarástandi var hún hvorki lagleg né viðkunnanleg. En einhvern veginn hafði hún vakið áhuga minn og samúð. IX. Það var gott að vera komin heim aftur og láta börnin fagna sér. En Vandy hafði slæmar frétt ir að færa. Það kom hingað maður í eftir- middag og var að spyrja og snuðra sagði hún. Ég sagði þér það ekki þegar þú hringdir, af því ég vildi ekki gera þér bilt við. Ég greip andann á lofti. Hvaða maður var það? Einihver leynilögreglumaður, sem hét Wood. En hann hafði ekkert upp úr mér. Hann kom og talaði við okkur í íbúðinni. Hvað vildi hann fá að vita? Hvað sagðirðu honum? spurði ég með ákafa. Vertu ekki hrædd. Hann var að reyna að spyrja um þessa Cryst- al. Spurði, hvort þú værir eitt- hvað óróleg út af kunningsskap hennar við Rory. Ég gaf honum ekkert út á það. Sagði að þú vær- ir alltof skynsöm til þess að gera þér rellu út af því. Þú vissir X X X GEISLI GEIMFARI \ SHÍItvarpiö Sunnudagur 4. febrúar. 8:00 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir, — 9:10 Veðurfr. 9:20 Mongunhugleiðing um músík: -«• Danska tónskáldið Carl Nielsen (Koppel kvartettinn leikur). 9:35 Morguntónleikar: a) Strengjakvartett nr. 4 I F- dúr op. 44 eftir Carl Nielsen (Kopper kvartettinn leikur). b) Aksel Schiötz syngur lög eft- ir Carl Nielsen. e) Sinfónía nr. 3 í D-dúr op. 29 (Pólska hljómkviðan) eftir Tjai/kovsky (Hljómsveit riki* óperunnar 1 Vínarborg leikur, Hans Swarowsky wtjómar). 11:00 Messa 1 Elliheimilinu Grund (Prestur: Séra Sigurbjöm A, Gíslason. Einar Sturlu*on og fé- lagar hans syngja. Organleikari; Gústaf Jóhannsson), 12:15 Hádegisútvarp. 13:15 Erindi: Sir. Thomas Moore og' þjóðfélagslegar draumsjónir —* (Hannes Jónsson félagsfræðing- ur). 14:00 Miðdegistónleikar: Atrlðl úr óp« erunni „Manon" eftir Massenet (Victoria de los Angeles, Henri Legay, Michel Dens, Jean Bor* thayre o.fl. syngja með kór og hljómsveit „L’Opéra-Comique*4 1 París. Stjórnandi: Pierre Monte* ux. — t>orsteinn Hannesson kyna ir). 15:30 Kaffitlminní — (10:00 Veðurfr.), a) Öskar Cortes og félagar hane leika. b) Ted Steele leikur orgel. y 16:20 Endurtekið efni: a) „Láttu aldrei fánann faWa**; Dagskrá á 50 ára afmæli ÍSt s.l. sunnudag, tekin saman at Sigurði Sigurðssyni. b) Jórunn Viðar kynnir fslenzlc vísnalög með aðstoð t>uríðar Pálsdóttur (Útv. í tónlistar- tíma barnanna). Barnatimi (Helga og Hulda Va!« týsdætur): a) Framhaldssagan: „Doktof Dýragoð**, (Flosi Ólafsson). b) „Skíðasleðinn**, saga eftir Bertil Malmberg. c) Nokkrar upplýsingar um him inhvolfið (Steindór Hjörleifs- son). Veðurfregnir. ,Bí bi og blaka**: Gömlu lögin sungin og leikin. Tilkynningar. — 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. „Igor fursti": Forileikur og milli þáttaleikur úr óperu Etorodins (Hljómsveitín Philharmoina í Lundúnum leikur, Lovro von Matacic stjómar). 20:15 „Fáðu þér skudda**, kafli úr endurminningum Jóngeirs D. Eyrbekks (Jónas Arnason rithöf undur). 20:35 „Einveran** söngverk eftir Schu bert (Dietrich Fischer-Dieskau syngur; Karl Engel leikur undir) 20:55 Spurt og spjallað í útvarpssal Þátttakendur: Bjarni Vilhjálm* son cand mag., Einar Sveinsson, Jón Sigurðsson og í>riáinn Bertels son; Sigurður Magnússon stýrir umræðum. Fréttir og veðurfregnir. Danslög — 23:30 Dagskrárlok. 17:30 18:20 18:30, 19:10 20:00 22:00 22:05 „ Mystikus heldur áfram .... 1 —- Gar læknir og kæra litla Pála muuu deyja! — Mystikus fellur á okkur! Þegar Mystikus rennur í áttina að áhorfendunum grípur Geisli til vasa- logsuðutækisins. Mánudagur 3. febrúar. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Þor« steinn Björnsson. — 8:05 Morgun leikfimi: Valdimar Örnólfsson stj. og Magnús Pétursson leikur undir. — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfr. — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —* 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Búnaðarþáttur: A enskum bú« garði (I.Iatthías Eggertsson bú« f ræðikandidat). 13:30 „Við vinnuna'* Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og til* kynningar — Tónleikar. — 16:00 Veðurfregnlr — Tónleikar 17:00 Fréttir). 17:05 Stund fyrir stofutónlist (Guðm, W. Vilhjálmsson). 18:00 í góðu tómi: Erna Aradóttir talaip við unga hlustendur. 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttip —- Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 1930 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Um daginn og veginn (Magni Guðmundsson hagfræðingur). 10:25 Einsöngur: Sigurður Björnsson syngur; Guðrún Kristinsdóttip leikur undir á píanó. a) „Frá liðnum dögum" eftir Pál Isólfsson. b) „Alfamærin** eftir Karl O. Runólfsson. c) „Hamraborgin** eftir Sig« valda Kaldalóns. c) Þrjú lög eftir Schubert: ««• „Liebesb-tsohraft", Fuhlings- traum og „Die Post". 20:50 Úr heimi myndlistarinnar: Um efnisval og aðferðir (Dr. Selma Jónsdóttir forstöðumaður Lista- safns Islands). 21:20 Tónleikar: Gömul norsk róm* ansa með tilbrigðum op. 51 eftip Grieg (Konunglega fílharmoníu- sveitin í Lundúnum leikur; Sip Thomas Beecham stjórnar). 21:30 Útvarpssagan: „Seiður Satúrnu® ar“ eftir J. B. Priestley; X. -w (Guðjón Guðjónsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnlr. 22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23:00 Dagskrárlok-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.