Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. febr. 1962 Fjórar nýjar mál- verkaeftirprentani í DAG koma út hjá Helgafelli fjórar nýjar málverkaeftirprent- anir eftir málverkum Jóns Stef- ánssonar, Hekla máluð um 1930, Ásgríms Jónssonar, Úr Borgar- firði, máluð um 1940, Gunnlaugs Schevingis, Á stöðli, máluð 1958 Og mynd Muggs, Jesús læknar blinda, sem hann málaði skömmu áður en hann dó, Og er nú yfir altarinu í Bessastaðakirkju. Mynd Ásgríms, Úr Borgar- firði, er ein af sérkennilegustu og sterkustu vatnslitamyndum hans frá síðari árum, Og hafði hann sjálfur valið hana til prentunar með útgefanda. Heklumynd Jóns Stefánssonar, sem er ein af allra- mestu myndum listamannsins fyrr og síðar, á borð við Lómana og Stóðhestana, sem prentaðar hafa verið, er valin í samráði við hann. Hið sama er að segja um mynd Schevings, Á stöðli, sem er eitt af allra snjöllustu lista- verkum málarans, og er nú á sýningu á Luizianasafninu. Lessi mynd og Ásgrímsmyndin eru úr listasafni Alþýðusambandsins. Jesús læknar blinda eftir Mugg er mesta listaverk málarans að flestra dómi. Þessar myndir hafa verið í prentun á annað ár, enda vanda- samar í prentun. Hefur hún tek- ist sérstaklega 'Vel. Gunnlaugur Scheving nefir leyft að hafa það eftir sér að myndin sé fullkomin í prentumnni Myndirnar tvær, Hekla og Á stöðli eru stærstu myndirnar, sem Helgafell hefir látið prenta. Tæpar 40 myndir eru nú til í eftirprentun og hefir forlagið nú látið gera myndskrá á ensku, með stuttri grem um hvem listamann Og hverja einstaka mynd og myndir af öllum listamönnunum Og myndum þeirra. Myndirnar verða til sýnis í sýningarglugga Morgunblaðsins nokkurn tírna. Farþegar Loftleiðavél- ar gistu á Akureyri Straumar trufla síld- veiöar austan Eyja Akureyri 13. febrúar. í SAMBANDI við hinar erfiðu flugsamgöngur innanlands um helgina má geta þess að milli- landaflugvélarnar höfðu einnig við erfiðleika að etja. Loftleiða- flugvélin Þorfinnur Karlsefni fór frá Giasgow nokkru fyrir hádegi á sunnudag, en er hún nálgaðist Vestmannaeyjar var útséð um að hún gæti lent í Reykjavík eða Keflavík Flugvélin hafði nægi- legt eldsneyti til að fljúga til Bretlands eða Noregs, en þar sem hún var komin svo nálægt íslandi var ákveðið að beina henni til Akureyrar. Flugvélin lenti á Akureyri síð- degis á sunnudaginn í góðu veðri. Farþegar voru 36, mest útlend- ingar. Var þeim komið fyrir á 13 bátar reru frá Sandgerði SANDGERÐI, 13. febr. — 13 bát- ar héðan reru í fyrrakvöld, eftir 3 daga landlegu, og komu að landi í gær með 128,7 lestir. Hæst ur var Muninn með 16 lestir, Freyja næst með 14,3 lestir og Smári með 14 lestir. — Páll. Hótel KEA og Hótel Akureyri og dvöldust þeir hér um nóttina. — Laust fyrir hádegi á mánudag fór vélin héðan á leið til Reykja- víkur. Þess má geta að flugstjórinn á Þorfinni Karlsefni, Smári Karls- son, sagði að farþegarnir hefðu verið mjög ánægðir með alla fyr- irgreiðslu hótelanna á Akureyri og væri hún til fyrirmyndar. — St. E. Sig. Viðtöl við heim- ilislækna LAGT hefur verið fram á Al- þingi frumvarp ríkisstjórnarinn- ar þess efnis, að fyrir almenn viðtöl við heimilislækna á lækna stofu greiðist 10 kr. í stað 5 kr. og fyrir vitjanir 25 kr. í stað 10 kr Frumvarp þetta er flutt í sambandi við samninga, sem gerðir hafa verið milli ýmissa sjúkrasamlaga og læknasamtaka; hækkun þessi mun þó ekki geta tekið gildi fyrr en 1. apríl nk. þegar bráðabirgðasamkomulagið milli Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur fellur úr gildi. Mikið ann- ríki í Vest- mannaeyja- höfn Vestmannaeyjum í gærkvöldi GÍFURLEGT annríki hefur verið í höfninni hér í dag og kvöld og má heita að hafn- sögubáturinn Lóðsinn hafi ekki numið staðar frá því í morgun. Hingað kom lítill belgísfcur togari með slasaðan skipstjóra sinm. Hafði hann fallið útbyrðis í slæmu veðri, meiðst á höfði og þurfti lækn- ishjálp. Var skipstjórinn sett- ur í sjúkrahús, en meiðsli ans munu ekki alvarlegs eðl- is. — Þá kom hér hollenzkur verksmiðjutogari í dag, ný- tízkulegur allur með flökun- arvélum og ýmsum tækjum. Var togarinn með biluð sigi- ingatæki, en er nú farinn aft- ur. Tröllafoss er hér i höfninni, togarinn Hvalfell var að fara ,með síldarfarm, og Freyr og Þorkell máni eru hér báðir að lesta síld. Von er á 2—3 tog- urum að taka síld í nótt. Þá fór Herjólíur héðan í kvóld og Lagarfoss liggur hér fyrir utan og bíður eftir að komast að við höfnina. Auk alls þessa voru 60—70 bátar á sjó í dag og hafa þrengslin við höfnina verið gífurleg. — Fréttaritari MBL. átti í gærkvöldi tal við Jakob Jakobsson, fiskifræðing, sem þá var staddur um borð í Ægi, sem leitaði síldar á Sel- vogsbanka. Höfðu þá 14 skip tilkynnt afla frá því í fyrra- kvöld. Töluverð síld hefur ver- ið austan Vestmannaeyja og gott veður, en hinsvegar hafa miklir straumar verið til baga. Þá hefur síldin staðið djúpt og misjafnlega gengið að ná henni. Um talsvert magn virðist vera að ræða austan Vestmanna eyja. Hagar síldin sér svo að bezti veiðitíminn er síðari hluta dags og fyrri hluta kvölds, á milli kl. 3—10 e. h. eða svo. Þá hafa margir bátar lent í erfiðleikum vegna straumanna á þessum slóðurn. Jakob sagði að Ægir hefði leitað mikið á Selvogsbanka, þar sem síldin var fyrir óveðrið um helgina. Fannst ekkert í fyrradag en í gær varð Ægir var við dreifðar torfur. Voru torfurnar ekki nógu þéttar til þess að hægt væri að kasta á þær. Frá því í fyrrakvöld og þar til klukkan níu í gærkvöldi höfðu 14 skip tilkynnt um afla. Hæst voru Kristbjörg 850 tunn- ur, Jón Trausti 1100, Höfrung- UM klukkan fjögur í gær fann Sigurjón Sigurðsson bóndi að Homi á Stokksnesi líkið af Bandarikjamanninum Allen Francis Chase, sem brimalda tók út 5. febrúar sl. Hafði líkið rekið austan á svonefndan Hafnartanga um 3 kíómetra frá Horni. Sigurjón var að ganga til kinda síðdegis í gær og gekk niður að sjónum. Hefur hann haldið á- fram að svipast um eftir Banda- ríkjamanninaim eftir að leitinni var hætt. Austanvert á Hafnartanga fann Sigurjón Bandaríkjamanninn í flæðarmálinu. Hélt hann þá þeg- ar til radarstöðvarinnar á Stokks nesi og tilkynnti fund sinn. Fóru menn þaðan og sóttu líkið. — Minningarathöfn um Allen Chase ur II 1000, Ingiber Ólafsson 1000 og Víðir II 800 tunnur. í fyrrakvöld vfiiddist síldin einkum 12—14 mílur ASA af Bjarnarey en í gærkvöldi var mest um að vera austur undir Dyrhólaey. — Fanney er á mið- unum austan Vestmannaeyja og aðstoðar bátana. Si.ö tíma milli Húsavíkur og Akureyrar AKUREYRI, 13. fébrúar. — Eftir hríðarveðrið fyrir helgina eru flestir þeir vegir, sem áður voru færir, enft í sæmilegu ástandi, Vel fært er um allan fram-Eyja- fjörð. Dalvíkurvegur er í saemi- legu ástandi og eitthvað út ströndina austan Eyjafjarðar. Hinsvegar gekk Húsavíkurbíl mjög erfiðlega í gær og var hann milli sex og sjö klukkustundir hvora leið. Ekki er vitað hvort hann heldur uppi ferðum að svo komnu. — öxnadalsheiði er eins og áður ófær. í dag var gott veður á Akur- eyri, sólskin og léttskýjað, en 12—14 stiga frost — St. E. Sig. verður haldin í kapellu varnar- liðsmanna á Stokksnesi í dag, og verður lík hans síðan flutt til Bandaríkj anna til greftrunar. Eins og fyrr getur hefur Sigur- jón svipast um eftir Bandaríkja- manninum að undanförnu. Þekk- ir hann vel til sjávarstrauma á þessum slóðum og kveðst hafa haft hugmynd um að hann mundi reka fyrir austan Stokksnes, ein* og kom á daginn. 1400 tunnur AKRANESI, 13. febrúar. — Hringnótabátarnir héðan eru á miðunum fyrir austan Vest- mannaeyjar. Höfrungur II var búinn að fá 1400 tunnur af síld og ætlar að losa hana í togar- ann Frey, sem er á leiS til Vestmannaeyja. Sigurður AK hafði kastað tvisvar, en ekki er vitað hvort hann fékk síld eða hve mikið. — Oddur. Eldur í húsi á Akureyri Akureyri, 13. febrúar SfBASTLIÐINN sunnudag ki, 22:56 var slökkviliðið á Akur- eyri kvatt að húsinu Stórholt H í Glerárhverfi en þar var laus eld ur í þakskeggi. Slökkviliðið brá skjótt við og kom á vettvang ei» ógjörningur var að komast aS eldinum nema rjúfa þak hússins, Var það gert Og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. — Að þessu sinni var notuð háþrýsti- dæla Og kemisk efni við slöklkvi- starfið og fór ekkert vatn niður í íbúðina, sem var undir lofthæð- inni. Hmsvegar urðu allmiklar skemmdir á þakinu. Talið er að kviknað hafi i út frá rafmagni, en í húsinu var lofthitunarkerfi. Þetta er í 11. sinn, sem slökkvi- liðið á Akureyri er kvatt út 4 þessu ári. — St.E.Sig. Bóndi fann lík Bandaríkjamannsíns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.