Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 13
MiSvikudagur 14. febr. 1962
MOKKPNBL'AÐiÐ
13
Rækjan í Isafjarðardjúpi
gengin til
Hvað um hið visindalega
eftirlit?
Eftir Bjarna Sigurbsson í Vigur
í BLAÐINU Vestfirðingi, sem
kom út á ísafirði þann 19. janúar
síðastliðinn er skýrt frá, að á
síðasta fundi bæjarstjórnar ísa-
fjarðarkaupstaðar hafi verið sam
'þykkt svohljóðandi tillaga:
„Bæjaistjóm ísafjarðar
beinir þeim tilmælum til sjáv-
arútvegsmálaráðherra, að á-
herzla verði lögð á framhald
þeirra rannsókna á rækju,
sem þegar eru hafnar og að
einnig að haldið verði áfram
leit að nýjum rækjumiðum.
Jafnframt mælir bæjarstjórn
með því að settar verði reglur
til að koma í veg fyrir gengd-
arlausa veiði á smæstu rækj-
unum og að veiði í ísaf jarðar-
d júpi \ erði f yrst um sinn
takmörkuð frá því sem verið
hefur s.l. tvö ár“.
Tillögu þessa samþykkti bæj-
nrstjórnin með öllum atkvæðum.
Blaðið skýrir jafnframt frá því
að „rækjan i ísafjarðardjúpi sé
nú til þurðar gengin“.
Víst má hafa það fyrir satt,
sem blaðið segir að rækjan sé
horfin héðan úr Djúpinu. Er
þetta ekkert undarlegt eftir
margra ára hóflausa rányrkju
rækjuveiðabátaflotans á undan-
förnum árum. Það hafa ekki far-
ið framhjá okkur hér við Djúp
íerðalög þessara hartnær 20
rækjuveiðabáta um innfirði
Djúps í stöðugri leit að rækjum
á síðastliðnu ári, ekki of mælt ár
angurslaust nú upp á síðkastið.
Þetta „alvarlega ástand er bæjar-
búum mikið áhyggjuefni" eins og
blaðið Vestfirðingur orðar það.
Mér er nú ekki kunnugt um
„rannsókn þá á rækju“ sem tál-
lagan hermir frá að fram hafi
farið, trúlegast hér við ísafjarð-
ardjúp. Líklega hefur sú rann-
sókn, ef einhver er, farið fram
innan fjögia veggja við þægi-
lega aðstöðu hjá mönnum þeim,
sem bezt þykjast til þekkja í
þessum efnum, en hvergi þar
sem rækju er að finna.
Hitt er svo öllum almenningi
!hér kunnugt um að miklu fé hef
ur verið varið í leit að rækju-
miðum í knngum allt landið,
6ennilega á kostnað þess opin-
bera.
Að framámenn sjávarútvegs-
ins, sem rannsóknir hafa með
höndum, hafi gert nokkuð að
gagni til að fullnægja margend-
urteknum kröfum fjölda sjó-
manna hér við Djúp og sýslu-
nefndar Norður-ísafjarðarsýslu,
um rannsókn á hver áhrif hin
íaumlausa rányrkja hér í Djúp-
tau hafi á uppeldi ungfisks á
þeim viðurkenndu uppeldisstöðv
um hans á innfjörðum og fiski-
gengd í Djúpið er ekki til í
tíæminiu. Gefin loforð um þetta
hafa gjörsamlega verið marg-
Svikin.
Það þýðir ekki að bera fram
æ ofan í æ þau ósannindi að í
rækjutrollið komi örfá fiskseiði
þegar trollið er dregið. Skiljan-
lega er tortýming seiðanna mest
og skaðlegust á uppeldisstöðv-
Ununi, innfjörðunum.
Þangað fóru rækjuveiðamenn-
imir ekki með þá góðu menn úr
sýslunefnd N.-ísafjarðarsýslu,
sem vildu sjá með eigin augum
um borð í rækjuveiðibát hvað
véiddist í trollið, enda þá lítið
orðið þangað að sækja af rækju
og seiðum. Hvenær sem er, er
hægt að leiða fram, sem vitni
fjölda sjónarvotta, sem horft hafa
á seiðin mæld í fötum úr hverj-
um drætti trollsins, seiðum, sem
svo aftur var kastað dauðum í
sjóinn þar sem forsjónin hafði
búið þeim lífvænleg skilyrði til
þroska og uppeldis ef í friði
hefðu mátt lifa þar. Til eru þeir
rækjuveiðimenn hér við Djúp,
sem sagt hafa mér og öðrum að
þeim hafi ofboðið seiðismergðin
á fjörðunum, sem sérstaklega
fyrst þegar byrjað var
að veiða þar. Dæmi eru til
þess að menn hafi hætt við að
veiða rækju hér við Djúp ein
ungis vegna sannfæringar um að
með þeim hætti væri verið að
vinna óþurftaverk, sem mundi
hefna sín síðar.
Rannsóknir
doktors Bjarna Sæmundssonar
Fyrir röskum 50 árum
varði þessi merki og viðurkenndi
vísindamaður heilu sumri til
fiskirannsókna hér við ísafjarð-
arljúp.
Ég hefi áður í skrifum mínum
um rányrkjuna hér í Djúpinu
dregið út nokkrar tölur úr Rann
sóknarskýrslu þessa gagnmerka
manns og tekið upp nokkur um-
mæli hans í þessu sambandi.
Veiðarfærin sem Dr. Bjarni
notaði við rannsóknirnar voru
það smágerð, að engan samjöfn-
uð þola þau borið saman við
rækjutro.lið svo miklu stærra,
sem það er og skaðvænlegra öllu
ungfiski í notkun.
„Aldrei er góð vísa of oft kveð
in“, segir gamalt máltæki.
Ég get ekki stillt mig um að
endurtaka hér nokkur ummæli
doktorsins um veiðihæfni þessara
smágerðu veiðarfæra, sem hann
notaði við rannsóknirnar og
fleira í þessu sambandi.
Um eina vörpuna segir hann:
„SérstakJega veiddi ála-
varpan, oft vel, einkum þorska
og ufsaseiði á 1. og 2. ári
oft sem þúsundum skifti,
einnig líka talsvert af sand-
kola, skarkola og öðrum fiski
á. 10 föðmum“.
Á einum fjarðanna hér við
Djúpið segir Dr. Bjarni: „veidd-
ust í tveimur dráttum (hölum)
ekki færri en 4045 þorskaseiði
3.—13 sm löng auk 48 ýmissa
annara fiskitegunda“.
Um firðina við Djúpið segir
hann í rarmsóknarskýrslu sinni:
„í fæstum þessara fjarða
eru nokkrar þær veiðar stund
aðar er hafi nokkur hættuleg
áhrif á þessi seiði. Firðirnir
eru því griðarstaðir þar sem
seiðin vaxa upp í friði fyrir
eftirsókn mannanna og má
það heita heppni þar sem botn
vörpuveiðarnar eru stundaðar
eru á gotstöðvunum úti fyrir
mega yfirleitt teljast hættu-
legar fyrir alla þá ungfiska
er lifa við botninn“.
Með hliðsjón af rannsóknum
dr. Bjarna Sæmundssonar má
það merkilegt heita, að nokkur
maður skuli fyrirfinnast sem
metur einskis þá þýðingu, sem
uppeldisstöðvar ungfisks inn-
görðum í rækjutrollinu. Vill nú
ekki þessi sami spekingur reikna
um dæmið, sem hann tók og hafa
þá til hliðsjónar rannsóknar-
skýrslu Dr. Bjarna Sæmundson-
ar frá árinu 1908? Ætli að út-
koman yrði þá ekki önnur en
hann vildi vera láta.
Bjarni Sigurðsson
fjarða hér við Djúp og annars-
staðar í kringum landið, hafa
fyrir verndun alls ungfisks.
’Sannast að segja er hart að
verða að viðurkenna það, að í
skjóli fiskifræðinga vorra og
sumra annarra framámanna í sjáv
arútvegsmálum, sem hæst hafa
galað utan lands og innan um
friðun og vemdun fisksstofnsins,
skuli vera búið að gjörspilla öll
um uppeldisstöðvum ungfisks
hér við Isafjarðardjúp.
Það lítur því miður ekki út
fyrir að lát verði á áframhald-
andi stóriðju!! í þessum efnum,
eða hvað boðar kostnaðarsamar
leitir að nýjum rækjumiðum á
innfjörðum allt í kringum land-
ið? Trúlegast það, að þegar rækj
an hefur verið uppurin þar
sem hún hefur fundizt og verið
veidd, þá hefjist sami leikurinn!!
á öðrum uppeldisstöðvum ung-
fisks, þar sem rækja kann að
finnast. Ég tel það hollráð að
vara við að opna fleiri uppeldis-
stöðvar en gjört hefur verið illu
heilli fyrir álíka rányrkju og hér
hefur átt sér stað við ísafjarðar-
djúp. Þetta ættu góðir menn að
athuga, sem enn hafa ekki kynnst
afleiðingunum eins vel og við
Djúpmenn.
Vart mundi Dr. Bjarni Sæ-
mundsson hafa, meðan hans naut
við, horft þegjandi upp á slíkar
aðfarir sem i þessum efnum, er
hér við Djúp, hafa átt sér stað.
Hvern tíma það kann að taka
að grói um þau sár, sem uppeld-
ísstöðvar ungfiskjar hér við Djúp
hafa hlotið skal engu hér um
spáð. Efalaust mun það tiaka lang
an tíma.
Útfærsla landhelginnar o. fl.
Enginn þarf að efast um að út-
færsla landhelginnar í 12 mílur
og takmarKaðar dragnótaveiðar á
fjörðum og flóum kring um land
ið, hefur orðið þess valdandi að
fiskigengd Og aflasæld á grunn-
miðum hefur stóraukizt við frið-
unina. Er það ef til vill síður nauð
synlegt að kappkosta að stefna
að því, að uppeldisstöðvar fisks-
ins njóti sömu friðunar og tak-
markana? Það er engum vafa
undirorpið að sú mergð fiskseiða,
sem tortímt hefur verið á mörg-
um árum hér við Djúp með rækju
trollinu mundi hafa lagt drjúg-
an skerf til fiskiveiða hér við
Djúp og víðar, ef fengið hefðu
að vaxa upp í friði.
Einhver spekingurinn!! hefur
nýlega, (ég man ekki í svipinn
hvort það var í útvarpinu eða í
blaði) reiknað út hve sáralítið
væri af fiskseiðum, sem færi for-
Reynsla Norðmanna
Merkilegt má það heita, að
áhugamenn fyrir rányrkjunni
hér við ísafjarðardjúp skuli ekki
hafa hagnýtt sér þá reynslu, sem
Norðmenn hafa öðlast af rækju-
veiðunum við Noreg.
í grein frá mér, sem birt var
i Morgunblaðinu 17. apríl 1957,
gerði ég að umtalsefni smágrein,
sem birt hafði verið í tímaritinu
Ægi árið 1938, sem hafði að yfir-
skrift „Rækjuveiðar og reynsla
Norðmanna!! Grein þessi var
óundirskrifuð. Af þessari grein
hefðu rækjuveiðimenn hér getað
lært margt varðandi rækjuveiðar
á innfjörðum og fleiri veiðisvæð
um. I þessari smágrein eru til-
greindir með nöfnum nokkrir
firðir og önnur veiðisvæði við
Noreg, sem sérstaklega voru afla
sæl. Þegar veitt hafði verið á þess
um veiðisvæðum í 1% ár var
rækjan þar gjörsamlega upp-
urin. Eftir að svo var komið
voru veiðisvæði þessi alfriðuð í
þrjú til fimm ár. „Eftir friðunar-
tímann varð ekki vart við rækju
á sumum þessara svæða. Á einu
svæðinu fengust 10 rækjur á
þriggja stunda togtíma, en mest
veiddust 10 kg á einu þessara
svæða eftir þriggja tíma tog-
tíma“.
Svö segir og í þessari litlu
grein:
„Þessi reynsla hefur ýtt
undir pá skoðun meðal fiski-
manna í Noregi, að þrátt fyrir
margra ára friðun fjölgi rækj
unni ekki á þeim slóðum þar
sem gengið hefur mjög nærri
stofnunum“.
Halda svo rækjuveiðamenn hér
að reynsla okkar við Djúp, í þess-
um efnum, verði svo mjög frá-
brugðin reynslu Norðmanna, að
gera megi ráð fyrir að innan
skamms muni verða hægt að
hefja veiðar á þeim þrautpíndu
veiðisvæðum hér í Djúpinu, þar
sem rækjan er nú sögð til þurrðar
gengin og veiðum hefur orðið að
hætta?
Mér þykir trúlegt að hér sé
um of mikla bjartsýni að ræða.
Norðmenn hafa staðgóða
reynslu á að byggja í þessum efn
um. Þeir hafa skipt hafinu með-
fram ströndum Noregs í takmörk
uð veiðisvæði og sett reglur um
veiðarnar. Þeir hafa og nú fyrir
nokkrum árum bannað með
lögum að kasta rækjutrolli í sjó
til veiða á grynnra vatni en 15 til
30 föðmum.
Um þetta og fleira varðandi
rækjuveiðar geta þeir, sem vilja
fræðst um í blaðinu „Fiskets
Gang", sern er útgefið af „Fisker-
direktören Bergen.
Hér hafa enn engar takmark-
anir verið settar um rækjuveiðar
og algengt er að sjá rækjutrollið
dregið upp undir fjörusteinana
á innfjörðunum hér við Djúpið
þar sem fiskseiðin ættu að fá að
vaxa upp í friði. — „Ólfkt höf-
umst við að í þessum efnum, ís-
lendingar og Norðmenn.
ur ekki lokað augunum fyrir því
tjóni sem af veiðum þessum hef-
ur hlotizt.
Mörgurn milljónum króna hef-
ur á seinm tíð verið varið til þess
arar útgerðar, sem stundað hefur
rányrkjuna af kappi. Er það að
vísu ekki nýtt þegar sjávarút-
vegurinn á hlut að máli.
Talið er hér að sæsímaslit þau,
sem undanlarið hafa orðið hér
við Djúp á fjörðunum, séu af
völdum rækjuveiðanna. Heimild-
ir munu vera til fyrir því, að
skiftd tugurn eða jafnvel hundr.
þús. kr. það tjón, sem Landssím-
inn hefur orðið fyrir af þeim
sökum.
Þá telja sjómenn hér við Djúp,
að á meðan nokkra rækju var að
fá hér á fiskimiðunum eftir að
rækjuveiðar hófust þar hafi þær
stórspillt aflabrögðum og fiski-
gengnd á miðin í Mið- og Inn-
djúpinu. Af eigin reynslu tel ég
mig geta dæmt um hver áhrif
dragnótaveiðar á þessum slóðum
höfðu á aflabrögðin. Um það héfi
ég áður skrifað.
Þegar til alls kemur er ekki
ofsagt að hagnaður af rækju-
veiðunum sé mjög tvísýnn.
Tvísýnn hagnaður
Því verður ekki neitað að
nokkurn gjaldeyrishagnað hafa
rækjuveiðarnar haft í för með
sér. Hve mikinn er ekki hægt að
sjá, þar eð rugiað er saman rækju
og humar í skýrslu um útfluttar
sjá varaf urðit.
Víst hefur allmargt fólk á þeim
tveimur stöðum, ísafirði og Bíldu
dal, er veiðarnar hafa verið stund
aðar frá hafi atvinnu við hirð-
ingu aflans á sama tíma, sem
skortur hefur verið á fólki til ann
ara þarfari starfa þar á staðnum.
Þrátt fyrir þennan hagnað verð
Hvað er fratnundan?
Það sem kom mér til að stinga
niður penna um rækjuveiðar nú,
var tillaga bæjarstjórnar ísa-
fjarðar, sem að framan er getið.
Nokkrum sinnum hafa full-
trúar frá bæjarstjórninni verið
sendir á fundi sýslunefndár Norð
ur-ísafjarðarsýslu þegar rækju-
veiðar hér í Djúpinu hafa verið
þar til umræðu.
Það verður að segjast að full-
trúar þessir. ásamt, að ég hygg,
öllum öðrum bæjarstjórnarfull-
trúrun ísafjarðarkaupstaðar hafa
ekki mátt heyra minnzt á neinar
takmarkanir eða breytingar á
rækjuveiðunum hér í Djúpinu.
Það má því slá því föstu að
nú sé um algerlega „kúvendingu“
að ræða í skoðunum þessara
mætu manna sem í bæjarstijórn-
inni eru og hefði svo gjarnan
fyrr mátt vera. En betra seint en
aldrei.
En hverjar verða svo þessar
takmarkanir, sem bæjarstjórnin
hefur í huga?
Af tillögunni verður ekki séð.
nema að litlu leyti, hvað fulltrú-
arnir vilja gera í málinu. Helzt
er að sjá að takmarkanirnar eigi
að ganga út á að vernda rækj-
una, en ekki að bæta fyrir það,
sem illt hetur verið unnið, það
er gjöreyðing uppeldisstofnana
ungfisks nér við Djúpið. Reynsl-
an mun síðai leiða í ljós hvort
þetta hugboð mitt er rétt eða
rangt.
Efalaust má nokkurnveginn
eiga það vist að sýslunefnd N.-
ísafjarðarsýslu og fjöldi sjó-
manna hér við Djúp hafi sömu
skoðun á þessum málum Og verið
hefur allt frá því að rækjuveiðar
komu til umræðu fyrst á fundum
nefndarinnar. Sem sé, að brýn
nauðsyn hafí verið að spyrna á
móti hóflausri rányrkju og tak-
marka rækjuveiðarnar. En svo
gerðist það óvænt á sýslufundi
N.-ís. árið 1958, að meiri hluti
sýslunefndarinnar, illu heilli
gekk inn á, trúlegast vegna mik-
ils áróðurs stuðningsmanna rán-
yrkjunnar ínnan héraðs og utan,
að enn skyldi bíða eftir niður-
stöðum rannsókna, frá hærri stöð
um, á þessum málum. Á þessar
rannsókmr, sem enn hafa engar
verið framkvæmdar hefi ég
minnzt á hér að framan, og áður
i skrifum mínum um þessi mál.
Nú er svo komið eins og áður
er sagt, að rækjan hér í Djúpinu
er „gengin til þurrðar“. það hafa
rækjuveiðimenn rannsakað.
Spurningin er þá: Er nú ekki
tími til kominn að sýna nú við-
leitini til að bæta fyrir misgerðir'
mannanna sem hér eiga hlut að
máli. Verður það naumast gert
með öðru en að friðlýsa með öllu
alla innfirði ísafjarðardjúps fyrir
rækjuveiðum og hverskonar ann-
ari rányrkju (þó að seint sé) ef
orðið gæti til þess að endurnýja
viðurkenndar uppeldisstöðvar
ungfisks sér við Djúp, sem hafa
verið gjöreyddar öllu lífi, sem
áður moraði þar af.
Framhald á bls. 14.