Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 14. febr. 1962
MORGVWBLAÐIÐ
17
Herranótt MenntaskóBans:
Enarus Montanus
Höfundur Ludvig Holberg. Leiksfjóri Helgi Skúlason
Lárus Sigurbjörnsson býddi og staðfærði
ERASMUS MONTANUS, eins og
Holberg nefndi þennan skemmti-
lega gamanleik, var fyrst sýndar
hér í bæ árið 1848, í janúarmán-
uði. Voru það skólapiltar úr
Lærðaskólanum sem sýndu leik-
inn og fór sýningin fram í
stærsta svefnlofti skólans og á
leikpalli. Var sýning þessi fjöl-
sótt og vakti mikla hrifni áhorf-
enda. Árið 1923 sýndu skólapilt-
ar aftur þennan leik og var það
annað leikritið sem þeir sýndu
eftir að leiksýningar skólapilta
voru endurvaktar. Fékk þá Gest-
ur Pálsson titilhlutverkið en >or-
eteinn Ö. Stephensen fógetann.
Árið 1946, sýndu skólapiltar enn
leikinn en nú í nokkuð breyttri
gerð. Hafði Lárus Sigurbjörns-
son gert nýja þýðingu á leikn-
Álftanesinu, ýmist við Lambhús-
tjörn eða í stofunni á Brekku,
þar sem þau búa hjónin, Jósep og
Niljónia, foreldrar aðalpersónu
leiksins, sem Einar heifir, en
nefnir sig Enarus Mortanus, enda
latínulærður í Skálholtsskóla.
Hefur þessi þýðing og staðfaersla
Lárusar tekizt mjög vel og sízt
orðið til að draga úr skopi leiks-
ins. Margar aðrar skrýtnar og
skaplegar persónur koma við
sögu í leiknum, svo sem Pétur
djákni í Görðum, sem verður svo
hart úti í kappræðunum við Er-
asmus Montanus, Jón bóndi á
Eyvindarstöðum, Magne kona
hans og Elísabet dóttir þeirra,
unnusta Montanusar, Drési land-
fógeti á Bessastöðum o. fl.
Leikurinn er, sem áðux sagir,
á þeim tímum er leikurinn gerist,
og er ekki alveg óþekkt fyrir-
brigði enn í dag, þó ekki beri
mikið á því, sem betur fer. Hafa
bæði ungir og gamlir gott af því
að festa sér í minni hina snjöllu
áminningarræðu, sem Árni for-
maður heldur yfir Montanusi
undir leikslokin.
Frumsýning leiksins að þessu
sinni fór fram í Iðnó sl. þriðju-
dagskvöld.
Helgi Skúlason hefur sett leik-
inn á svið. Hefur hann þar margt
vel gert, en sumt miður. Einkum
eru ærslin óþarflega mikil og
kemur það stundum illa niður á
hinu talaða orði, svo sem t. d.
hjá Pétri djákná, sem er svo
óðamála að margt af því sem
hann segir fer fyrir ofan garð og
«ra og jafnframt fært hann til. bráðfyndinn og skemmtilegur, en . neðan hjá áhorfendum. Annars
íslenzkra staðhátta og lífshátta, jafnframt óvægin ádeila á er margt gott um leik Friðriks
eins og þeir voru í gamla daga. menntahrokann, sem svo mjög Sophussonar í þessu vandasama
Leikurinn er látinn gerast hér á‘gætti hjá skólagengnum mönnum I hlutverki. Þá fæ ég ekki skilið
hversvegna leikstjórinn lætur
Drésa fógeta ganga alltaf keng-
boginn. Persónan er frá höfundar
ins hendi alveg nægilega brosleg
með sinn brennivínsheila, þó að
ekki sé gripið til þessa leik-
bragðs, sem gerir persónuna á
engan hátt skemmtilegri. Tómas
Zoéga gerði fógetanum að öðru
leyti einkargóð skil og fór vel
með það hrognamál, sem persón-
unni »r lagt í munn. En mest
mæðir þara á Andrési Indriða-
syni, sem fer með aðalhlutverk
leiksins, Enarus Montanus.
Hlutverkið er ærið vandasamt og
gerir miklar kröfur til leikand-
ans. Verður ekki annað sagt en
að Andrés hafi skilað hlutverk-
inu með fullum sóma. Þá var og
mjög athyglisverður leikur Stef-
áns Benediktssonar í hlutverki
Jóseps bónda, fastmótaður og
furðu öruggur. Helga Gunnars-
dóttir nlfei hinsvegar ekki veru-
legum tökum á Nillu konu Jós-
eps. Gunnar Jónsson, er lék Jón
bónda á Eyvindarstöðum fór
sæmilega með það hlutverk, en
Ásdís Skúladóttir, er lék Magneu
konu hans, tókst prýðilega, lék af
ágætri kímni og gerði með því
býsna mikið úr litlu hlutverki.
Kristín Halla Jónsdóttir lék
Elísabetu dóttur Jóns á Eyvind-
arstöðum og Gunnlaugur Baldurs
son, Jakob bróður Montanusar.
Fóru þau bæði laglega með hlut-
verk sín Arna formann lék Jó-
hann Guðmundsson og Hörður
Guðmundsson Niels, fanga á
Bessastöðum. Eru þetta lítil hlut-
verk og gefa ekki tilefni til sér-
stakrar umsagnar.
Leiktjöldin hefur Steinþór Sig-
urðsson teiknað. Eru þau vel gerð
og falla vel við leikinn.
Hljóðfæraleikinn önnuðust
nokkrir nemendur Menntaskól-
ans með mestu prýði.
Áður en sýningin hófst, gekk
Elfa Björk Gunnarsdóttir fram
fyrir tjaldið og flutti prologus
þann, er hafður var fyrir gleði-
leikinn 1860—’61 og saminn var
af Jóni A. Hjaltalín, þá skóla-
pilti, síðar skólastjóra.
Húsið var þéttskipað áhorfend-
um, mestmegnis ungu fólki, sem
auðheyrt var að kunni að meta
það sem fram fór á sviðinu. Að
■ leikslokum voru leikstjóri og leik
endur kallaðir fram hvað eftir
annað og hylltir með blómum og
ki'öftugu lófataki.
Sigurður Grímsson.
Bandalag starfsmanna
ríkis og bœja 20 ára
t DAG eru liðin 20 álr frá stofn-
un Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja. Bandalagið var stofn-
að 14. febrúar árið 1942, og voru
stofnendur þess 14 félög opin-
berra starfsmanna með samtals
1545 félagsmönnum. Nú eru
bandalagsfélögin 27, þar af 7 fé-
Iög bæjarstarfsxnanna, og með-
limir alls 4700.
+ Starf bandalagsins.
Segja má, að fyrsta viðfangis-
efni bandalagsins hafi verið að
beita sér fyrir endurskoðun laga
uim lífeyrissjóði og voru ný líf-
eyrissjóðslög sett á árinu 1943.
Ákvæðin um eftirlaun ríkisstarfs
manna voru þá orðin mjög úrelt.
IÞágildandi lífeyrissjóðislög voru
frá 1919 og náðu aðeirns tiil em-
bættiismanna, en iðgjölidl voru
einungis greidd af litlurn hiluta
launa.
Síðan hefur af hállfu samtak-
anna verið unnið að því að fá
framgengt margvíslegum kjara-
bótum til handa opinberum
Btarfsmönnum, og hefur árang-
urinn í stórum dráttum orðið
í>essi:
Á árinu 1943 var Skveðið að
gireiða opinberum starflsmönn-
liim 25—30% grunnkaiupshæklbun.
í launalögin 1945 fékkst á-
kivæði um, að við samning reglu-
gerða samkvæmt lögunum og við
endurskoðun þeirra skuli jafn-
an gefa B.S.R.B. bost á að fjalla
um ágreiningsatriði, sem upp
kunna að koma.
Sams konar ákvæði er í nú-
gildandi launalögum og einnig
í lögum um réttindi og sikyldur
starfsmanna ríkisins.
Á árinu 1950 voru samþykktar
launabætur til opinberra starfs-
manna 10—17% eftir launa-
flokknum, og voru þessar launa
bætur hæikkaðar á árinu 1954,
en þá var ákveðið að greiða öll-
-um opinberum starfsmönnum 20
% launabætur.
Lög um réttindi og skyldur
starfsmanna rí'kisins voru sam-
þykkt á Alþingi 1954.
Ný launalög voru samþykkt
1955.
Opinberir starfsmenn fengu
launabætur á árinu 1958, og enn
flengu þeir launabætur á árinu
1961.
Árið 1958 samþykfcti Alþingi
skipun nefndar til þess að fylgj-
ast rrneð launabreytingum á
frjálsum vinnumarkaði og gera
ti'llögur um launabreytingar hjá
opinberum starfsmiönnum, þegar
nefndinni þætti ástæða til. í
þessari nefnd eiga sæti firnm
menn, tveir tilnefndir af B.S.R.B.
Og þrír tilnefndir af ríkisstjórn-
inni.
Tilgangurinn með þessu fyrir-
komulagi er að koma í veg fyrir,
að opinberir starfsmenn drag-
ist aftur úr öðrum stéttum í
launkjörum, eins og oflt hieflur
átt sér stað.
Á Samstarfsnefnd B.S.R.B.
^ og ríkisins.
Á s.l. hausti var Skipuð sam-
starflsnefnd ríkisins og B.S.R.B.
um launa- og kjaramál, með
tveimur fulltrúum frá hvorum
aðila.
Nefnd þessari er ætlað að
fjalla um þau mál, sem hvor að-
iili um sig telur æskilegt að
leggja fyrir hana.
B.S.R.B. hefur unnið að því
að fá leiðrétt það misrétti, sem
ríkt hefur í samibandi við launa-
kjör kvenna.
I lög frá 1954 um réttindi og
skyldur starfsmanna rilkisins var
sett ákvæði um, að konur og
karlar skuli hafa jafnan rétt til
opinberra starfa og til sömu
launa fyrir sömu störf. Áður
hafði fengizt áfcvæði í launa-
lögin frá 1945 um, að við skipun
í starfsflokka og flutning miili
launaflökka sbuli konur að öðru
jöfnu hafa sama rétt og karlar.
Síðan 1957 hefur starfað nefnd
fulltrúa bandalagsins og fjár-
málaráðuneytisins, sem athugar
kvartanir um misrétti i sam-
bandi við skipun kvenna í launa
flokka og gerir tillögur um leið-
réttingar, ef ástæða þykir til.
Hafa tugir kvenna er starfla hjá
rikinu, fengið leiðréttingu á
launakjörum sinum vegna starfls
þessarar nefndar.
Auik þess, sem hér haflur verið
talið, hafa samitökin með starfi
sínu flengið framgengt fjölmörg-
um hagsmunamálum stétta og
einstafclinga, sem of langt yrði að
telja.
Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja bíða mörg viðfangsefni,
en sem stendur leggja samtöfcin
höfuðáherzjlu á að fá viðurkennd
an flullan samningsrétt til handa
Framh. á bls. 23
Stjórn og varastjóm B.S.R.B. Sitjandi frá vinstri: Andrés G. Þormar, Júlíus Björnsson, Kristján
Thorlacius, Magnús Eggertsson, Guðjón B. Baldvinsson, síra Gunnar Árnason. Standandi frá>
vinstri: Jón Kárason, Teitur Þorleifsson, Einar Ólafsson, Eyjóifur Jónsson, Sigurður Ingimund-
arson, Þorsteinn Óskarsson, Haraldur Steinþórsson.