Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 16
16 MORCINBTAÐIÐ Miðvikudagur 14. febr. 1962 Sjötug 1 dag: Marselía Jónsdóttir SKAGASTRÖNDIN er fögur sveit, en svo heitir strandlengj- an öll, austan megin Húnaflóa, frá ytri Laxá norður á Skagatá, þó einstakir hlutar hennar norð- an til kallist fleiri nöfnum. í fjarsýn yfir flóann blasa við Strandafjöllin fagurléga gerð og rismikil. En frá undirlendinu, Skagaströndinni, rísa Skaga- strandarfjöllin, sviphrein og fag urvaxin. En þó ber eitt af öllum þeim og þó víðar sé um litast í fjalla- prýði )p- 'ns. Það er Spákonu- fellsfc. Hún er hin krýnda drottning fjallanna á þessum slóðum. Borgin er rís frá lágri strönd- inni er sveipuð grænni skikkju, en hið efra melbungum með grænum geirum. Hátindur fjallsins er stíl- hreint og fagurt klettabelti, þ.e. kóróna drottningarinnar. Spá- konufellsborg er laust tengd öðrum fjöllum, og verður fyrir það reisn hennar og fegurð meíri. Skammt frá rótum Spákonu- fellsborgar, er hið forna höfuð- ból Spákonufell. Það ber nafn af Þórdísi spákonu, er þar bjó á tíundu öld og gerði þann garð fyrst frægan. Síðan bjuggu þar um aldarað- ir stórbændur, og margir þeirra aðalforystumenn sveitar sinn- ar. — Á þessum fagra og fornfræga stað ólst upp sjötuga afmælis- barnið, frú Marselía Jónsdóttir. Fædd var hún á Gunnfríðarstöð um á Ásum, dóttir Jóns Hró- bjartssonar bónda og smiðs er þar bjó og Arnfríðar Sigurðar- dóttur. Fór Marselía á fyrsta ári í fóstur að Spákonufelli, og dvaldist þar til sextán ára ald- urs hjá fósturforeldrum sínum, Jóni Benjamínssyni bónda og konu hans, Sigríði Símonar- dóttur. Fósturforeldrarnir reyndust Marselíu vel og er hún þeim þakklát fyrir auðsýndan hlýhug sem foreldrar væru. Sérstaklega minnist hún fósturföður síns með ást og virðingu. Marselía, sem sjálf er vel gefin gæðakona, ber góðu uppeldi fagurt vitni. Hið fagra umhverfi hefur og átt drjúgan þátt í að móta hug hennar og gæða hana næmri til- finningu fyrir því göfuga og fagra. Á barnsaldri vandist Marselía eins og þá var títt, við alls kon- ar heimilisstörf úti sem inni. Undir ströngum aga lærði hún þær fornu dyggðir, að vinna sem kraftar leyfðu og vera trú í starfi. Hefur hún og ekki síð- an brugðizt þeim góðu siðvenj- um. Er Marselía yfirgaf fósturfor- eldra og æskustöðvar, með fá- tækleg fararefni en gott hjarta- lag, sem betra er en gildur sjóður glóandi gulls, fluttisthún fyrst til Keflavíkur og dvaldist þar eitt ár en þaðan fór hún hingað til Reykjavíkur og hef- ur dvalizt hér síðan. Lengi framan af ævinni stund aði Marselía allskonar hússtörf í annarra þjónustu. Rækti hún þau af dugnaði og þeirri skyldu rækni sem auðkennt hefur allt hennar líf. Sem að líkum læt- ur var hún eftirsótt til hússtarfa og gat því valið um staði. Kom það sér vel, því á myndarheim- ilum lærði hún hverskonar mat- reiðslu og önnur þau störf, er hver. húsmóðir þarf að kunna. Aðra skólagöngu gat hún ekki veitt sér fyrir fátæktarsakir, en kaup kvenna var lágt á þeim árum. Árið 1928 giftist Marselía Einari Jónssyni prentara, mesta ágætismanni. Er Einar ágætlega fær í iðn sinni og nýtur álits og traústs hjá húsbændum sín- um. Sannar það bezt að Einar hefur nú verið fjörutíu ár í ísa- foldarprentsmiðju, og starfar þar enn með ágætum. Þau hjónin, Einar og Marse- lía eiga eina dóttur barna, Jónu, sem gift er Guðjóni Guðmunds- syni rennismið. Aðra dóttur átti Marselía áður en hún gift- ist. Er það frú Drífa Seiwell, gift flugmanni vestur í Banda- ríkjunum. Báðar eru dætur Marselíu ágætlega gefnar og myndarlegar konur. Heimili þeirra Marselíu og Einars er eitt þeirra ágætustu, enda eru þau hjón samhent um prúðmennsku alla, alúð og gest- risni. Sýnir framreiðsla húsmóð- urinnar, að vel kann hún til verka, þó ekki nyti hún mennt- unar í hússtjórnarskóla. Eins og áður er að vikið, er Marselía vel greind kona. Hefur hún yndi af fögrum bókmenntum, er sérstaklega ljóð elsk, og kann fjölda kvæða önd- vegisskáldanna. Hún er og marg fróð og minnug á ævisögu og fornfræði ýms. Margir munu í dag senda hlýjar kveðjur á heimilið að Hverfisgötu 88 C. Ég og kona mín, systir Marse- líu, svo og börn okkar og tengdabörn, þökkum Marselíu alla alúð hennar, greiðvikni og margskonar góða kynningu á liðnum tímum. Við óskum henni og fjölskyldunni allra heilla. Biðjum þess að kvöld hins langa og oft stranga ævi- dags afmælisbarnsins verði sól- bjarma sveipað. Stgr. Davíðsson. Jörð í Itflýrasýslu til sölu, með eða án áhafnar. Byggingar goðar, heyskapur mikill, laxveiði, sími, rafmagn og gott vegasamband. Hagkvæm lan áhvílandi. RANNNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl. I.aufásvegi 2, sími 19960. Efnalaug Austurbæjar SKIPHOLTI 1. Hreinsum, pressum o g gerum við fatnað ef óskað er Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla. Sanngjarnt verð. Efnalaug Austurbæfar Skipholti 1 - »>Guð geeíi.aÓ égværi feominn í rúmið, háttaður, sofnaðui; vaknaður aftur og farinn að éta;;. Bíla-Bingó á sunnudagskvöld í STJÓRNANDI: BALDUR GEORGS. ÓMAR RAG NARSSON SKEMMTIR. GLÆSILEGUR RENAULT DAUPHINE VERÐUR DREGINN ÚT EINS OG SÍÐAST. MARGIR AÐRIR GLÆSILEGIR VINNINGAR. Öllum ágóða varið til góðgerðastarfsemi. Forsala aðgöngumiða í Teppi h.f., Austurstræti, Melaturninum, Hagamei, Söluturninum, Austurveri, Luktinni h.f., Snorrabraut og í Háskólabíói. Háskólabíó LIONSKL. NJÖRÐUR. Fyrir karlmenn SKYRTUR — BINDI — NÆRFÖT — HATTAR — HÚFUR — PEYSUSKYRTUR — VINNUSKYRTUR O .M. FL. ÚLPUR — JAKKAR — GALLABUXUR — SPORTBOLIR Á BÓRN OG UNGLINGA. 4? a i iÉUli ttíi.*. ^Íílííííiííííí? illtttintnu, íttÍtttttV ***H*j*f' httttiiiv ,iiiv 'tiiiiiit íiiii* innr AUtr II *Wm if .íiiiiiin^ iiiti Stórkostlej verðlœkkun Aðeim 4 daga & LAUTH HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.