Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. febr. 1962 MORGV1SBLAÐ1Ð 3 1 kaffistofunni Leikarar eru allra manna fáorðaðastir um þau hlut- verk, sem þeir eru að æfa, og láta ekki í ljós álit sitt á ósýndum verkum. Þannig var það og í hléinu eftir annan þátt. Ekki hressti það málbeinin, að gleymzt hafði að biðja hana Guðrúnu, sem býr til kaffið, að koma, og urðu leikendur að láta sér nægja að sötra pokate, sem leikstjórinn útbjó af mikilli leikni. Það var ekki fyrr en Gunnar Eyjólfsson hafði lok- ið við nokkra tebolla að hann opnaði munninn og mælti: — Leikritið hefur þann boðskap að flytja að fólkið í salnum leiki þúsund sinnum oftar og miklu betur en við sem stöndum á sviðinu. Þar Leikendur spjalla saman í hlei, talið fra vinstri: Kristbjörg Kjeld, Gunnar Eyjólfsson, Róbert Arnfinnsson, Herdis Þorvaldsdóttir og Gísli Alfreðsson. Sleppur við að gráta — Er þetta hlutverk ólikt öðrum hlutverkum, sem þú hefur leikið? spyrjum við Kristbjörgu Kjeld. Hún hugsaði sig um and- artak og svaraði: — Já, yfirleitt er ég látin gráta, en slepp við það í þetta sinn. Atriði ur seinasta þætti. menntaskólaleik j um. Ég fékk þetta hlutverk af hreinni tilviljun; var að vinna við leikhús í Munchen og brá mér heim fyrir jólin. Þá var mér boðið þetta hlut- verk og tók ég boðinu. Þeir segja að hér á landi sé alltaf þörf á ungum leikurum. Hvað ég vilji segja um fram- tíðina? Hún er ein gáta, kannski verð ég kyrr, kannski fer ég. — Þessari spurningu er ekki gott að svara, sagði Herdís Þorvaldsdóttir. Hlut- verkin eru orðin svo mörg og ólík, til dæmis er hlut- verk mitt í Skugga-Sveini og Frarnh. á bls. 2k og gáfu góð ráð. Loks var merki gefið um að leikurinn skyldi hefjast. Þöglir áhorfendur fylgdust í eftirvæntingu með gangi leiksins: 1 eikstjórinn, þjóð- leikhússtjóri, höfundurinn, leiksviðsstjórinn, leiktjalda- málarinn og nokkrir fleiri. ég fór til Þýzkalands að læra verkfræði, sagði hinn ungi leikari, Gísli Alfreðsson. En leiklistin heillaði mig; þó hafði ég aldrei komið fram nema nokkrum sinnum í Sigurður A. Magnússon, Gunnar Bjarnason, leiktjaldamálari, og Benedikt Arnason ræð ast við frammi i sal. (Ljósm. Sveinn Þorntóðsson.) „Höfundurinn hlýtur að hafa lifað þetta!” — ÞIÐ verðið að festa stigann, hrópaði leikstjór- inn, ég má ekki til þess hugsa að aumingja stúlk- an hrapi niður stigann. — Er engin leið að út- vega mér skárri hatt? spurði einn leikaranna. Þó ég setji hann nú ekki upp nema einu sinni, þá mætti hann líta betur út. Og öskubakkinn, maður! Hann verður að vera fullur af sígarettustubbum, kúffull- ur. — Þessi orð hljómuðu í Þjóð- leikhúsinu kvöld nokkurt, þegar verið var að æfa hið nýja leikrit Sigurðar A. Magnússonar, „Gestagang“, sem frumsýndur verður ann- að kvöld. Leiktjöld höfðu verið sett upp, leikendur voru í gervi. í mörgu var að snúast, fjöldi smáatriða kom í Ijós á síð- ustu stund, sem sett hefði blett á heildarmyndina. All- ir lögðu eitthvað til málanna er heilt samansafn af leikur- um. — Takið ekkert mark á honum, hló Kristbjörg Kjeld. Þetta er orðrétt úr leikrit- inu. — Hann sjarmerar döm- una og beitir við það margs- konar brögðum. Höfundurinn hlýtur að hafa lifað þetta! — Aftur úr leikritinu, endurtekur Kristbjörg. — Svo missir leiktjórinn, viljandi eða óviljandi, tökin á leiknum. ?????? — Nei, ekki hann Benni, það er allt í lagi með hann Benna, en hinn.... við hverju var líka að búast, hvíslarinn hlaupinn á brott. Við störum skilningsvana á Gunnar. Við hvað átti maðurinn eiginlega? Hann varð allur eitt bros og bætti við: — Þið skiljið þetta ein- hvern tíma seinna, og skýrði ekki frekar rósamál sitt. Úr verkfræði í leiklist — Nei. það er ekki rétt. sMstíMr Örðugleikar Eysteins Eysteinn Jónsson hefur nú skrifað sjálfum sér bréf í „Tím- anum“, þar sem hann býðst til þess að fara í vetrarmennsku til Guðjóns á Marðarnúpi, gegn því skilyrði, að Guðjón greiði far- gjaldið norður. Mun Eysteinn sakna þeirrar tíðar, þegar varð- skipin gátu snattað honum á miUi og ekki vanur þvi að þurfa að borga fyrir sig sjálfur á ferða- lögum. Um basl Eysteins við að ráða vinmimann að Marðar- núpi hefur þetta verið kveðið: Um Eystein segja þeir eitt með sann, að örðugleika hann súpi við að ráða vetrarmann í vist að Marðarnúpi. Eggert þýðandi Eins og áður hefur verið greint frá á þessum stað, hefur nýlega birzt léleg þýðing i Þjóðviljanum á einhverri skýrslu um nýafstað- ið flokksþing kommúnista í Sovét ríkjunum. Fulltrúi kommúnista- deildarinnar á íslandi á þingi móðurflokksins var Guðmundur Vigfússon, en honum til aðstoð- ar var Eggert nokkur Þorbjarnar son. Leyfðu ritstjórar Þjóðvilj- ans, sem eru miklir vinir Eggerts, lionum að birta nafn sitt með þýðingunni, þótt hún sé annars svo óhrjáleg, að engum er sómi af að láta letra nafn. sitt í nám- unda við hana. Sumt í þýðingar- tilraun Eggerts er með þeim hætti, að vafasamt verður að telja, hvort hann hefur stuðzt við réttan texta. T. d. segir á einum stað um framtíðarhorfur á Sovéttinu: Krúsjeff um kaupkröfur „Bilið milli efstu og lægstu launaflokka mun minnka með því að hinum lægstu verði (sic!) kippt upp“. Veit sendisveinninn ekki, að einmitt þetta hefur Krúsjeff nýverið gagnrýnt harð- lega? í ræðu, sem hann hélt fyr- ir skömmu í Tselínograd (áður Akolominsk), segir hann í svari. við fyrirspum frá dráttarvél- stjóra, sem vildi fá sama kaup og vörubílstjórar- „Það er augljóst, að algert misræmi ríkir á milli launa vörubilstjóra og dráttar- vélstjóra, en við getum ekki sam þykkt lauuajöfnun með þvi að hækka laun einhverra. Launa- jöfnun upp á við er útilokuð, þar sem hver starfshópur rífur ann- an með sér af stað. Fyrst fá dráttarvélstjórar kauphækkun, þá fara vörubílstjórar af stað með kaupkröfur, svo dráttarvél- stjórar aftur og þá koll af kolli . . .“ Kemst Krúsjeff ekki nógu skýrt að orði? Hvernig hljóð- aði frumtexti helgiritsins, sem Eggert hafði í höndum, á þýzku, svo að ekki sé nú talað um rússnesku, eða er þýðingin kannske gerð úr albönsku? „Hin nýja manngerð“ Ekki minnist Eggert einu orði á hinar hryllilegu uppljóstranir á XXU. þinginu, sem mótuðu öll þingstörí og gerðu þingið minnisstætt í hugum þeirra, sem nenna að fylgjast með breyting- um á páfaboðskapnum í Moskvu. Hins vegar getur hann þess, að kommúnisminn sé „há- þróað samfélag frjálsra manna með þroskuðu hugarfari“, þar sem allir „þegnar séu jafn rétt- háir“. Þá segir: „í Ráðstjórnar- ríkjuntum er að skapast ný gerð manna, sem halda í heiðri og rækta með sér allt hið bezta úr siðgæði liðinna kynslóða ... allt jákvætt og göfgandi . . . siðferði- legan styrk og líkamlega full- komnun.“ Á sama þingi voru Stalín, Molotoff, Vorosjiloff o. fl. stimþl- aðir glæpafól og fjöldamorðingj- ar. Eru þeir fultrúar hinnar nýju maiiingerðar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.