Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 20
20 MORCUWBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. febr. 1962 Barbara James: Fögu 26 og feig í stjörnu'hTutverkum, og þótt und arlegt værj lék hún ennþá strák í bendingaleik, sem var sýndur úti um jand um jólaleytið ár hvert. Hvað má bjóða þér? sagði hún. Kaffi? Húi. leit á armbandsúrið sitt. Finnst þér ofsnemmt að hafa það gin ? Já, alltof snemmt fyrir mig, sagði ég brosandi. Jæja þá skulum við hafa það kaffi. Skyndikaffi. Ég held svo mikið upp á það — það sparar manni svo mikla fyrirhöfn. Benita. sagði ég þegar við vor- um seztai við kaffibollana. t>ú varst með í „Gullársöngnum"? Já, svo var syndum mínum um að kenna. Það var nú meira moð- ið. Rory sá það og ég held hann hafi haft gaman af því. Ænei, góða mín, til þess er hann alltof skynsamur. Þú þarft ekki að vera með nein látalæti við mig, elskan. Þetta fór alveg í hundana og það kostaði offjár að koma því upp. Þú skyldir ekki eiga leikskrána ennþá? Jú, vertu viss. ég á skrárnar frá öllum leikritum, sem ég hef tekið þátt í frá upphafi. Það get- ur verið gaman að glugga í þær seinna. En spurðu mig samt ekki um það, því líklega man ég ekki einu sinni, hvaða ár það var. Nei, ég kæri mig nú heldur ekki um nema þetta eina. Mig iangar til að finna eitt nafn í leikskránni. Hver er það? Hvaða nafn? Hver veit nema ég geti hjálpað þér. Ég veit ekki nafnið, en ég veit bara að hann — eða hún — var með í þessum leik. Hún leit á mig með forvitni- svip. Mér þykir þú dularfull. Ertu kannske orðin einkaspæj- ari? Já, eitthvað í þá átt. Það var gaman. Hún brosti. Ég skal ná í skrána fyrir þig. Það tekur ekki langan tíma. Þú ert svo heppin. að ég hef hvern hlut á sínum stað. Ég verð ekki augna blik að finna það. Hún þaut út úr stofunni. Ég fór að hugsa um. hvort hún hefði heyrt orðróminn um Rory og Crystal, og hvort hún setti heim- sókn mína eitthvað í sambandi við hann. í blöðunum hafði lítið staðið um Crystal, nema rétt lát hennar og eitt eða tvö höfðu minnzt á kunningsskap þeirra Rorys, en þá á fremur meinlausan hátt. Ennþá hafði ekkert réttarpróf far ið fram. Hingað til hafði lögregl- an ekki látið neitt uppskátt ann- að en það, að hún hefði fundizt skotin til bana. Benita kom nú með leikskrána. Gerðu svo vel, sagði hún glað- klakkalega. Get ég gefið þér nokkrar bendingar? Þekkirðu Tony Wingrove? spurði ég. Það geri ég víst ekki. Ætti ég að þekkja hann? Ég var að hugsa um, hvort hann hefði átt einhvern kunn- ingja þama í leikflokknum. Mér finnst ég ekkert kannast við nafnið. Eða Dominic Lowe? Já, vitanlega það er drengur- inn sem er í sýningunni með Rory — hann er að sumu leyti ágætur, en ekki lízt mér samt á hann. Ég hef aldrei kynnzt hon- um. Ég var að horfa á nöfnin í leik- skránni. Saxon Brent. Lék hann ekki einhverntíma móti Dominic? Jú, það er alveg rétt hjá þér. Þeir voru saman í einhverri sjón- varpssýningu, en það gekk eitt- hvað ekki vel. Ég rakst á Saxon skömmu síðar og hann sagði mér af því. Mér skilst Dominic vera hálfgerðui vandræðagripur. Get- ur það gefið þér nokkra bend- ingu? Það er hugsanlegt. Það kynni að geta gefið bendingu. Ef Sax- on hefði stolið byssunni, gat hann vel hafa gefið Dominic hana. Þú þekkir Leó Gunter? spurði ég. Já, en ekki mikið. Ég vildi gjarna haía hann fyrir umboðs- mann. Leó var í einhverju sambandi við ,,Gullársönginn“. Jú, ég held nú það. Hann var þá á eftir Rachel Dilling, sem var aðal-dansmærin. Hann kom þangað oft. Hvað varð af henni? Rachel? Jú, hún er í Holly- wood, svo er fyrir að þakka á- hrifum hins mikla Leós. Manstu eftir því, Benita, hvort nokkurntíma tapaðist eitthvað af hlutum frá sýningunum. Ég á við, hvort einhverju var stolið úr búningsherbergjunum eða þess- háttar. Þegar þú minnist á það. þá minnist ég þess. Og þegar það var ekki peningar eða skartgrip- ir, eins og algengast er — heldur ýmislegt, sem var heldur lítils virði — en leiðinlegt að missa það samt. Hverskonar hlutir voru það? Ég man, að ég sjálf missti einu sinni stækunarspegil, fatabursta með fílabeinsbaki, einhver annar missti kveikjara og ýmislegt þessháttar, Og eitthvað týndist, sem tilheyrði sviðinu. Hún nefndi ekki byssu og ég kom mér ekki að því að nefna hana. Og auk þess uppgötvaðist það ekki fyrr en sýningum var lokið svo að sennilega hafði hún aldrei heyrt þess getið. Hefurðu nokkra hugmynd um, hver stal þessu. Hún hikaði andartak. Nei, enga hugmynd, svaraði^ hún svo. Ég trúði henni ekki. Ég þóttist vita, að hún hefði ákveðna hugmynd um það. Var ekki kallað á lögregluna? Nei, hjálpi þér. Þetta var hvort sem er ekki neitt, sem var neinna peninga virði og auk þess leið nokkur tími áður en þess varð vart og við gátum eins vel hafa týnt þessu fyrir trassaskap, skilið það eftir í leikhúsinu þar sem við vorum vikuna á undan. En það var ekki fyrr en fleira fór að hverfa, að við vissum. að þarna var þjófur á ferðinni. Og engmn vissi nokkurntíma, hver það var, eða hvað? Nei, það náðist aldrei í neinn, sagði hún, sagði hún einbeittlega. Ég gat ekki láð henni þó að hún færi ekki að segja mér frá þeim grunsemdum, sem hún sjálf kynni að hafa haft. Ef þær reynd ust ekki hafa við rök að styðjast, væri það örugustu meiðyrði um tiltekna persónu. Benita . . . mér er það afskap- lega áríðandi að vita, eða þó ekki væri nema að hafa grun um, hver það hefði verið. Ég lofa þér, að hlutaðeigandi skal aldrei hafa af því nein óþægindi, enda er þetta aðeins hugsað sem bend- ing í áttina til annarrar persónu. Já, góða mín, þetta er svo rugl- ingslegt hjá mér, að þú hlýtur að halda, að ég sé ekki almennileg. Já, ég skal alveg játa, að ég botna ekki upp né niður í því. Geturðu ekki gefið mér einhverja hugmynd um, hversvegna þú ert að grennslast eftir þessu? Því, miður ekki enn. En það gæti orðið seinna, og þá heyrð- irðu það nógu snemma. . Ég sá alveg í anda fyrirsagnirn ar, sem hlytu að koma í blöðun- um: „Morð eða sjálfsmorð". Hún leit á mig með samúð. Þér er afskaplega áríðandi að vita það? Það er það. Annars væri ég ekki að ónáða þig svona. Ég varð að hleypa í mig hörku til þess að fara til þín. Þú hlýtur að halda, að ég sé eitthvað ekki með öll- um mjalla. Vertu róleg, væna mín. Við eigum öll við einhver vandamál að stríða. Ég veit auðvitað ekki, hver framdi þetta hnupl í leikflokknum okkar, en það var þar stúlka------nú skulum við sjá. Hún leit í leikskrána. Þarna kemur hún: Tina Hall. Hún var • skráð þarná sem einn af þremur aðstoðar-leiksviðsstjór um. Hún var nýkomin í þetta starf, og hún kom oft fram, þeg- ar við þurftum að hafa margt á sviðinu og var stundum varamað- ur fyrir leikara. Hún var lítil og snotur — svona eins konar álfa- kroppur — þú veizt, hvað ég á við. Hún kom alltaf inn í bún- ingsherbergið á kvöldin til að líta eftir hlutum, sem þurfti að nota á sviðinu. Ég rabbaði oft við hana. Og hún var engu síður hneyksluð en hitt fólkið yfir þessu hnupli. Hún hélt því fram,. að hún hefði sjálf misst sitt af hverju — sólgleraugu, minnir mig og eitthvað þessháttar. Og þú heldur samt, að hún hafi sjálf . . . Það var nú aldrei meira en hugdetta. Það getur vel verið, að ég sé að gera henni skammar- lega rangt til, en svona var það nú samt, að ég hafði hana helzt grunaða. Hún var eitthvað ein- kennilega . . . æ, ég veit varla hvað ég á að kalla það . . . það var einhvernveginn aldrei hægt að festa fingur á henni. En mér er nú illa við að vera að segja þetta, því að ég skal játa. að ég hef ekkert fast undir fótum. Ég vissi nú samt að hún var sannfærð um, að hún hefði á réttu að standa. Voru nokkrir fleiri í floknum, sem höfðu hana grunaða? Ef svo hefur verið, þá lét það að minnsta kosti enginn upp- Xr X- >f ■— Hvers vegna var ég ekki látin vita fyrr? — West læknir taldi það ekki rétt frú Preston. GEISLI GEIMFARI — Ekki rétt? Ekki rétt fyrir eigin- konu að vera við dánarbeð manns sins? X- x- Xr — Þú skalt fara beint inn Lára! — Þakka yður kærlega fyrir West læknir! skátt. Það var í rauninni ekkert til að leiða grun að henni, nema þetta, að hún hafði greiðan að- gang að öllum búningsherbergj- unum og hlutunum, sem notaðir voru í leiknum, en vitanlega gildir það sama um alla leik- sviðsstjórana. Þakka þér fyrir þessar upplýs- ingar, Benita. Veiztu nokkuð, hvað stúlkan gerir núna? Nei, ég hef aldrei séð hana síð- an þessum leik lauk, og mér hef- ur aldrei dottið hún í hug síðan og allt fram á þennan dag. Ég hafði meira að segja gleymt nafn- inu á henni þangað til ég leit í skrána núna. Var hún nokkuð sérstakur kunningi nokkurs í flokknum? Það get ég ekki með nokkru móti munað. Ég held, að allir strákarnir hafi verið eitthvað hrifnir af henni, enda var hún álitleg og aðlaðandi. Mig minnir, að hún leigði með einhverri af hinum stelpunum, en ég man ekki hverri. Og bessi sýning gekk ekki nema fimm vikur, svo að ég kynntist alls ekki neitt teljandi sumum í flokknum. Þakka þér fyrir Benita. Þú hefur gert mér mikinn greiða. ailltvarpiö Miðvikudagur 14. febrúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunle' fimi. — 8.15 Tónleik. — 8.30 ttir. — 8.35 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tón- leikar). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna". Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.00 Veðurfr. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Nýja heimilið" eftir Petru Flagestad Larsen; IX. (Benedikt Arnkels- son). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Varðnaðarv rð: Hjálmar R. Bárð- arson skipaskoðunarstjóri talar um notkun björgunarbáta úr gúmi. 20.10 Tónleikar: Ray Martin og hljóm- svei hans leika létt lög. 20.20 Kvöldvaka: ) Lestur fornrita: Eyrbyggja- saga; x, Helgi Hjörvar rit- höf undur). b) Islenzk tónlist: Lög eftir B-ddur Andrésson og Bjarna Böðvarsson. c) Hallgrímur Jónasson kennari flytur gamla minningu frá þorradögum. d) Jóhannes úr Kötlum les úr þjóðsögum Jóns Arnasonar. e' Sigurður Jónsson frá Brún les frumort kvæði. 21.45 Islenzkt mál (Jón Aðalsteinsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Veraldarsaga Sveins frá Mæli- fellsá; IV. lestur (Hafliði Jóns- son garðyrkjustjóri). 22.30 Næturhlj ómleikar: Frá tónleik- um Sinfóníuhlj. Islands 1 Háskóla* bíói 8. þm. Stjórnandi: Jindrich Rohan. Sinfónía nr. 2 í D-dúr op. 73 eftir Brahms. 23.20 Dagskrárlok. Fimmtudagur 15. febrúar. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleik ar> — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisút arp (Tónleikar —* 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Á frívaktinni"; sjómannaþáttur (S’'íríður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar — 16::00 Veðurfr. — Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:20 Veðurfregnir — 18:30 I>ingfrétt ir — Tónleibar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Af vettvangi dómsmála (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari), 20:15 íslenzkir organleikarar kynna verk eftir Johann Sébastian Bach; III: Ragnar Björnsson leik ur. Dr. P«U ísólfsson flytur foir málsorð. — Konsert í a-moll — (einn Vivaldi-konsertanna). 20:30 Sögufrægt menntasetur, Þingeyr ar í Húnaþingi: Dagskrá gerð af sér Guðmundi Þorsteinssyni frá Steinnesi að tilhlutan Húnvetn- ingafélagsins í Reykjavík. Flytjendur auk hans Jón Eyþóra son, Helgi Tryggvason og Baldur Pálmason. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Þáttur frá skákmótinu í Stoklc hólmi (Helgi Sæmundsson rit- stjóri). 22:30 Harmonikuþáttur (Henry J. Ey land og Högni Jónsson). 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.