Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 24
Björn L. Jónsson bólusetur einn skipverja gegn bólusótt þegar eftir komuna til Rvíkur. (Ljósm. Sv. Þormóðsson) Eliiða-slysio fyrir sjúdóini Rifnaði skipið vfð hádekkið ? í GÆR hófust réttarhöld í sjó- dómi í máli b.v. Elliða. Forseti dómsins er Valgarð Kristjánsson, fltr. borgardómara, en meðdóm- endur hans eru Jónas Jónasson, skipstjóri og Hallgrímur Jónsson vélstjóri. Enn fremur voru mætt- ir í réttinum fulltrúar trygginga- félags skipsins, þeir Guðmundur Pétursson, hrl. og Kristján Schram, skipstjóri, Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri, af hálfu Bæjarútgerðar Siglufjarð- ar, og ásamt honum Haukur Jóns sin, hrl., Henry Hálfdanarson, framkvæmdastjóri, fyrir hönd Slysavarnafélags íslands, og Páll Ragnarssorii, skrifstofustjóri, af hálfu Skipaskoðunar ríkisins. Fyrstur kom fyrir rétt Krist- ján Rögnvaldsson, skipstjóri á botnvörpungnum Elliða. Gaf hann svofelida skýrslu: SKÝRSLA SKIPSTJÓRA: „Miðvikudaginn 7. febrúar 1&62 kl. 19.00 var farið á veiðar frá Siglufirði. í skipinu voru þá 90 tonn af ís og um 140 tonn af bræðsluolíu. Einnig nokkur tonn af lýsi frá fyrri veiðiferð. Laugardaginn 10. febrúar 1962. Enginn afli kominn í skipið, lón- að á sunnanverðu Látragrunni með hægri ferð. Vestanstormur, 8—10 vindstig, stórsjór og hryðj- ur. Hiti náiægt frostmarki. Engin ísing á skipinu. Kl. 5,20 skipinu snúið undan og stefna tekin AS Framhald á bls. 6. Wær senni-l lega jafn- tefli Stokkhólmi 13. febrúar. ! ELLEFTA umferð svæðis- mótsins var tefld í kvöld. Úrslit urðu þau, að Stein vann Aaron, en jafntefli varð hjái Bisquier og Yanofsky, Benkö o>g Petrosjan, Pomar og Glig- | oric, Uhlmann og Kortsnoj, og Bertok og Filip. Biðskákir urðu hjá Teschn- er og Geller, Bilek og Cueller, Fischer og Schweber. og Portisch og Friðrik. Friðrik átti lengst af í vök að verjast, en rétti svo mjög hlut sinn, að hann nær sennilega jafntefli. Staða efstu rnanna er nú þessi (í sviga tala þeirra skáka, sem hver og einn hefur lokið): Uhlmann 7V4 (11), Filip 7 (10), Fischer 614 (8), Petrosjan 614 (10), Benkö 614 (11), Portisch, Gligoric og Kortsnoj 6 (10), Bilek og Pomar 514 (9) og Friðrik Ólafsson 514 (10). Aukin aöstoð vi Togari strandar við 1 Hawfinch frá Fleetwood strandaði hálfa mílu frá Grandanum — björg- unarskip deila — áhofn togarans bólusett LAUST eftir klukkan þrjú í fyrrinótt strandaði brezki tog- arinn Hawfinch FD 144 frá Fleetwood á Selsskeri um hálfa málu út af Grandanum í ágætu veðri. Voru sex menn fluttir frá togaranum í hafnsöguhát sam- kvæmt ósk þeirra, en skipstjóri varð um kyrrt í skipinu ásamt 11 mönnum. Um 10 leytið í gær- morgun tókst drálttarbátnum Magna að draga Hawfinch á flot og liggur skipið nú við bryff&ju í Reykjavík og bíður þess að komast í slipp, þar sem hugsanlegar skemmdir verða rannsakaðar. Togarinn kallaði í land klukk- an 15 mínútur yfir þrjú um nóttina, og sagðist vera strand- aðúr um kluikkjutkna siglingu frá Reykjaví'k, en vissi hinsivegar ekiki hvar hann var. Lögreglan til Álftaness. Slysavarnafélagið náði strax sambandi við togarann Maí, setm var í Hafnarfirði og ennfremur varðskipið Maríu Júlíu, sean statt var um einnar klst. sigl- ingu frá Reykjavík. Þegar Maí fór frá Hafnarfirði tilkynnti hann að hann sæi ljós og taldi að brezki togarinn væri strandaður út af Álftanesi. Var lögreglubíil með talsíöð sendur út á Álftanes, en stuttu síðar tiikynnti Maí að hér væri um skip á leiðinni frá Reykjavík að ræða. Skotið upp rakettu. Maí og María Júlía tóku þessu næst radíómiðun af togaranum og komust að þeirri niðurstöðu að hann myndi strandaður ein- Ihversstaðar í nágrenni Akur- eyjar. í þessum svifum skaut togarinn upp neyðarrakettu cg mátti þá glöiklkt sjá hvar hann var, fastur á grynningum um hálfa mílu út af Granda. Hafnsögubátur var að sinna þýzku skipi fyrir utan höifnina, og sáu hafnsögumenn neyðarrak- ettuna og ljósin á togaranum. Sex fóru í land, Var hafnsögubáturinn fyrstur að togaranum, en skömmu síðar bar þar að björgunarbátinn Gísli J. Johnsen frá slysavama- félaginu. Hafnsögubáiturinn fór brátt í land með sex menn af á'höfn togarans, sem óskuðu þess, en<í> Gísli Johnsen beið átekta til ör- yggis þeim, sem eftir voru. Sex- menningarnir, sem í land fóru, héldu til í Slyisavamahúisinu á Grandagarði, og fóru síðan og snæddiu morgunverð í Nausti. Þras um björgun. Brátit dreif að önnur skip og báta, þar á meðal varðskipið Óð- in og dráttarbátinn Magna. Upp- hófst nú mikið málaþras um Frh. á bls. 23. Spilakvöld HAFNARFIRÐI — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálf- I stæðishúsinu í kvöld og hefst kl.' 8,30. Verðlaun verða veitt. — Á spilakvöldinu flytur frú Ragn- hildur Heigadóttir alþm. ávarp. Unglingur óskast til að bera blaöið til kaupenda i efur- talið hverfi: Langholtsvegur 1. Hafið samband við af- greiðsluna, sími 2-24-80. vangefið fólk LAGT hefur verið fram á AI- þingi frumvarp ríkisstjórnarinn- ar um breytingu á lögum um vangefið fólk. Þar er gert ráð fyrir, að í styrktarsjóð vangef- inna renni 30 aurar af hverri öl- eða gosdrykkjarflösku, sem drukkin er í landinu, fram til ársins 1968, en sl. fimim ár hef- vissum ti'lfellum koma í veg fyrir hann. Jafnframt er mönnum orð- ið Ijóst, að fávitaháttur er ekki bara vitsskortur á mismunandi stigi, stundum er hann aðeins ein kenni margbreytilegs sjúklegs á- stands, og verður að hafa hlið- sjón af þessu, þegar vangefinn sjúklingur er tekinn í meðferð. Framhald á bls. 23. bæjardyr Arthur Nuttall, skipstjóri (Ljósm. Sv. Þormóðsson) ur þetta gjald numið 10 aurum á flösku. MIKIÐ HÆGT AÐ GERA í greinargerð með frumvarpinu segir svo: „Til skamms tíma var talið, að lítið væri hægt að gera fyrir vangefin börn og fávita annað en að sjá þeim fyrir daglegum þörf- um. Menn trúðu á að fræðsla og þjálfun kæmi þeim að gangi, og þau hafa því áður fyrr farið á mis við sjálfsögð mannréttindi. Menn hafa nú fundið ýmsar orsakir til fávitaháttar og má i Eitt met gærkveldi GUÐMUNDUR Gíslason, ÍR, setti nýtt Islandsmet í 100 m fjórsundi karla. Synti hann vegalengdina á 1.06.4 mín. Ó- staðfest met var til í sundinu, 1.13,4, og átti Pétur Kristjáns- son, Á, það. I Aöeins félagsmenn og gestir mega sækja bingó til kl. 1 Skemmtanaleyfi fram yfir hálf tólf aðeins veitt félogum f SAMTALI sem Mbl. átti við Baldur Möller, ráðuneytisstjóra í gær, sagði hann að ekkert lægi enn fyrir um ákvarðanir varð- andi bingóspilin svonefndu, sem að undanförnu hafa farið hér eins og logi yfir akur. Hinsvegar væru mál þessi til athugunar hjá ráðuneytinu, og mundi von tíð- inda þaðan varðandi þessi mál í næstu viku. Svo sem kunnugt er hafa hin og önnur félög og samtök aug- lýst bingó í samkomuhúsum Reykjavíkur að undanförnu og getur vart heitið að nokkur dag- ur hafi liðið, svo að ekki væri bingó einhversstaðar. Hefur oft- ast verið dansað til klukkan eitt að bingóspilinu loknu. Aðeins félagsmenn og gestir Svo sem kunnugt er þarf sér- stök skemmtanaleyfi frá lög- reglustjóra til þess að halda sam- kornur fram yfir klukkan hálf tólf að kvöldi, þegar frá eru skildir föstudagar og laugardag- ar. Eru leyfi þessi aðeins veitt, ef félög halda skemmtanir, og þá aðeins fyrir félagsmenn Oig gesti. Eitthvað mun hafa útaf brugðið varðandi bingó-skemmtanir ým- issa félaga, og hafa þar allir, sem æskt hafa inngöngu, fengið hana, enda þótt þeir væru ekki félags- menn eða gestir þeirra. I gærkvöldi var auglýst bingó í Lídó á vegum ÍR. Er félagið sótti um leyfi til þess að skemmi) unin stæði til klukkan eifct eftir miðnætti, var því tilkynnt að leyfið mundi því aðeins veitt, að ekki kæmu þar aðrir en félags- menn og gestir þeirra. Munu eft- irlitsmenn hafa haft gát á því, að svo væri, en eins og kunnugt er fara eftirlitsmenn jafnan á milli skemmtistaða og gæta þess að lögum o.g reglum sé fylgt. Munu félög eftirleiðis ekki fá leyfi fyrir skemmtunum eftir kli, hálf tóli, nema áðurgrendu skil- yrði sé fullnægt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.