Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBL4Ð1Ð Miðvikudagur 14. febr. 1962 Sjópróf Þessi mynd var tekin á annarri hæð Hegningahússins í gær, þegar sjópróf hófust vegna Elliða- slyssins. Lengst til vinstri sér á bak skipstjóra, Kristjáns Haralds Rögnvaldssonar. Við dómara- borðið sitja (frá vinstri talið) Hallgrímur Jónsson, vélstjóri, meðdómandi, Valgarður Krist- jánsson, fulltr. borgardómara, og Jónas Jónasson, skipstj. meðdómandi. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Framh. af bls. 24. hálf ferð. Kl. 10.00 skipinu snúið upp í veðrið 15 sjómílur NVx%N frá Öndverðarnesi. Kl. 16,20 var ætlunin að snúa skipinu undan, en þegar skipið er komið um það bil flatt fyrir vindi, ríður á það bakborðsmegin mikill sjór og leggst það djúpt á stjómborðs- síðu. Haldið var áfram að snúa skipinu undan með hálfri ferð, en það rétti sig ekki eðlilega. Þá var sett á stopp. Lá það þannig á stjórnborðssíðu um 10 mínút- ur. Var þá tekið það ráð að snúa skipinu aftur upp í verðið, sem hafði gengið til vestnorðvest fljótlega upp úr hádegi. Svipuð veðurhæð. Rétti skipið sig þá fljótlega. Fannst mér þetta mjög óeðlilegt og bað bátsmanninn að athuga ofan í fiskilestar, en í því kemur 2. vélstjóri og sógir, að það sé óeðlilega mikill sjór í fiskilestunum. Bátsmaður var sendur niður í lest og færði þær fréttir, eftir að hafa athugað lest arnar, að það sé kominn mikill sjór í þær. Þá skömmu seinna leggst skipið á bakborðshlið og liggur á henni þungt í um 20 mín útur. Var beðið um að dæla Olíu til stjórnborðs. Þegar skipið var búið að rétta sig, bað ég báts- manninn að fara aftur Ofan í lest og athuga, hvort hann sæi nokkuð, sem gæti gefið vísbend- ingu um, hvar lekinn myndi vera. Kom hann fljótlega aftur og sagði, að sjór streymdi inn um „ganneringu“ í afturlest uppi undir dekki stjórnborðsmegin og sagði, að útilokað væri að kom- ast að honum, enda hækkaði sjór inn óðum í lestinni. Sagði ég þá öllum skipverjum, sem bjuggu frammi í lúkar, að koma aftur fy'rir og taka með sér hver sitt björgunarbelti og einnig gúmmí- björgunarbát, sem geymdur var frammi undir hvalbak. Eftir að skipið hafði rétt sig af bakborðs- slagsíðunni, lagðist það lítils háttar á stjórnborðssíðu, og bað ég þá um, að olíu yrði dælt yfir í bakborðstanka, til þess að það hefði frekar slagsíðu á það borð- ið, vegna þess að ég taldi að lek- inn myndi vera stjórnborðsmeg- in um hádekkið. Skipti það eng- um togum að skipið rétti sig fljótlega, en leggst svo að segja samstundis á bakborðssíðu — það var um k.1 18,15 — Og það svO mikið, að ég gerði mér litlar von- ir um, að það myndi rétta sig aftur, enda gerði skipið það ekki. Það skal tekið fram, að ég bað loftskeytamanninn að senda út hjálparbeiðni um leið og vitað var um sjóinn, sem kominn var í lestarnar. Steðarákvörðun 25.0 sjómílur NV1/2N frá Öndverðar- nesi. Þegar svona var orðið út- litið, sló ekki að ástæðulausu óhug að mönnum, sem lýsti sér m. a. í því, að tveir af þremur gúmmíbjörgunarbátum voru sett ir út án minnar vitiundar og í al- gjöru leyíisleysi. Báðir bátarnir slitnuðu strax frá skipinu og fór annar mannlaus, en í hinum fóru þeir hásetarnir Egill Steingríms- sOn Og Hólmai Frímannsson. Og ekki skánaði við það, að missa þarna tvo bátana, því að þá var aðeins einn 20 manna gúmmí- bátur, sem við töldum að væri nothæfur, eftir. Útilokað var að koma trébátunum í sjóinn. Að auki höfðum við korkfleka um borð og tóku tveir hásetar, þeir Guðmundur rtagnarsson og Páll Jónsson, hann og hugðust bjarga sér á honum, en um það vissi ég ekki, fyrr en töluvert seinna, er ég spurði eftir þeim. Það ótrú- lega skeði, að þeir gátiu haft sig að skipinu aftur við illan leik, og vöru þeir næstum úrvinda af þreytu Og kulda. Eg brýndi það fyrir mönnunum, að skipið myndi geta legið svona á hliðinni tím- unum saman, svO að það væri engin hætta á öðru en það yrði búið að finna okkur, áður en það sykki, því að ég var búinn að fá fréttir um að togarinn Júpiter sem var ekki svo langt í burtu, væri á leið til okkar. Færðist þá ró Og stilling yfir mannskapinn smátt Og smátt. Neyðarblysum var skotið af og til til leiðbein- ingar Júpiter. Var skotið alls um 20 blysum. Fljótt eftir að skipið lagðist á hliðina, slokknuðu ljós- in, en lóftskeytamaðurinn hafði samband við Júpiter um neyðar- sendi. Eftir að skipið lagðist á hliðina, ætlaði ég að fara niður í káetu mína og ná í skipsskjöl- ín. Þá var hún hálffull af sjó Og hefur sennilega brotnað kýrauga í henni, því að þá var enginn sjór í brúnni. Um kl. 21.45 var Júpiter korninn fast að okkur og ætluðum við þá að fara í gúmmíbjörgunarbátinn, en þá blést hann ekki upp nema til hálfs, og var hann okkur þar með ónýtur, Var þá haft sam- band við Júpiter og sagt, hvern- ig væri ástatt hjá okkur. Var þá skotið línu frá okkur, sem heppnaðist í fyrstu tilraun, og drógum við gúmmíbjörgunarbát yfir tii okkar, og höfðu skipverj- ar á Júpiter sett línu í bátinn, sem þeir ætluðu að draga okkur • Töf á útsendingu tilkynninga Kl. 17.30 á laugardag sendi togari út neyðarkall, Slysa- varnafélagið fékk tilkynning- una og skrifstofustjóri þess hringdi umsvifalaust til út- varpsins og bað fyrir tilkynn- ingu tii skipa og báta, sem kynnu að vera í nánd við þenn an togara í sjávarháska, þess efnis að þau væru beðin að fara á staðinn. Einhver mistök á yfir til sin á eftir. Þegar allir mennirnir voru komnir um borð í bátinn, gáfum við merki um að þeir mættu draga okkur yfir, en þá hafði taugin festst í skrúfu Elliða, sem kom af og til upp úr sjónum, og gátum við ekki los- að hana og' urðum við því að skera hana frá okkur. Var þá klukkan um 22,20, og 5—10 mín. síðan var skipið sokkið. Kl. 23.00 vorum við 26 skipverjar af Elliða komnir um borð í Júpiter, og seg- ír skipstjórinn, Bjarni Ingimars- son mér, að skipið hafi sokkið 22% sjómílu norðvestur frá Öndverðarnesi." ORSÖK SLYSSINS ÓLJÓS Dómforseti og meðdómendur spurðu síðan skipstjóra um ein- stök atriði. Ekki kvaðst skip- stjóri viss um það, hvers vegna sjór hefði komizt í lestar, en sagð ist helzt láta sér detta í hug, að rifnað hefði um samskeyti við hádekk (skammdekk). Ekki minntist hann þess, að sjór hefði komið í vélarrúm. Hann tók fram að gúmmíbáturinn, sem þeir fóru á yfir um til Júpiters, hefði reynzt sérstaklega vel Og varizt ágjöf af prýði. Myndu þeir hafa verið um 30—40 mínútur á leið- inni yfir í Júpiter. AÐEINS 2 ATHUGAÐIR AF ÞREMUR í ljós kom, að aðeins tveir af þremur gúmmíbjörgunarbátum Elliða höfðu verið athugaðir við áramótaskoðunina, Og kvaðst urðu með þetta (mér er sagt vegna þess að svo stóð á þula- skipti urðu um þetta leyti), þannig að tilkynningin var ekki lesin fyrr en ca. 20 mín. seinna, þegar þættinum um dagskrá næstu viku var lok- ið. • Munar um hverja mínútu Þetta sjóslys, þar sem skipið hverfur í djúpið 3—5 mín. skipstjóri ekki vita, hvers vegna staðið hefði á því. Fulltrúi Skipa- skoðunarinnar taidi, að mikið hefði legið á, til þess að tögarinn kæmist út á mið, þegar skoðunin var framkvæmd, svo að einum hefði verið sleppt. Ekki kvaðst skipstjóri vita, hvort það var hinn ósköðaði, sem ekki blést upp, en allir hefðu bátarnir ver- íð gallaðir. Tveir slitnuðu frá, annar tómur, en hinn með tvo menn, þótt þeir ættu að taka tólf menn hvor, svo að varla hefði átakið verið of mikið á taugina, sem átti að halda þeim við skip- ið. Taldi hann aðspurður ekki eðlilegt, að böndin skyldu slitna, en faðmsspotti hékk eftir af taug- inni á bátnum, sem Óðinn fann. Hefði snúran ekki núizt af vegna nuggs við skipið. Þá taldi skipstjóri, að útilokað hefði verið að koma trébátunum í sjóinn vagna hallans á skipinu. SKÝRSLA VÉLSTJÓRA Þá kom fyrir rétt 1. vélstjóri, Jens Pálssön. Fer hér á eftir mestur hluti skýrslu þeirrar, er haxm lagði fram: „Laugardaginn 10. febrúar 1962 var ýmist andæft upp í vind og sjó eða haldið undan veðri. Lensað á venjulegan hátt. Var keyrt ýmist á hálfri eða hægri ferð og skeði ekkert óvenjulegt þar tii um kl. 16,20, að verið var að rétla skipið eftir ólag, er riðið hafði yfir það og orsakaði töluverðan stjórnborðshalla. Um sama leyti kom í ljós, að austur- eftir að menn fara frá borði, leiðir hugann að því hve geysi lega mikilvægt það er að hvergi verði mínútu töf varð- andi björgunarstarf. Það skip ið, sem er næst slysstaðnum, getur verið á fullri ferð í öfuga átt og þá er fljótt að muna um minúturnar. Og þó ekki standi þannig á. Svo litlu munaði í þetta skipti að fyrsta skot skipstjór ans úr línubyssunni milli skipa sem bæði voru á hreyf- ingu í haugasjó og þar sem sía frá lestum hafði stíflazt, og var hún tekin upp og kom þá i ijós, að um mjög mikinn sjó og óvenjulegan væri að ræða í lest- um skipsins. Var þá þegar haf- izt handa um að dæla lestarnar, bæði með austurdælu aðalvélar og einnig með „jaktor“, en þeg- ar augljóst var að um mjög ó- venjulegan sjó var að ræða í lesfc- um, flautaði vélstjóri upp til stjórnpalls Og bað um að maður yrði sendur niður í lest að at- huga, hversu mikill sjór væri í lestunum. Það var mjög mikill sjór í afturiest skipsins. Kl. 16.40 var búið að rétta skipið og var andæft upp í ýmist með hálfri eða hægri ferð, Og var stöðugt haldið áfram að dæla frá lest-. um með tveimur dælum. . . * Öðrum dælum verður ekki kom- ið við samtimis við að dæla frá lestunum, bar sem ekki er um fleiri leiðsiur að ræða. Það skal tekið frarn hér, að skipið var venjulega rétt af á þann hátt, að olíu er dælt á milli síðugeyma skipsins, og má búast við, að þar sem um verulega stjórnborðs slagsíðu var að ræða, hafi verið komin eitthvað meiri olía bak- borðsmegin. Um kl. 17.00 fór skip ið yfir til bakborða, og var þá olíu enn dælt á milli geyma, og stöðugt var haldið áfram að dæ!a frá lestunum. Þannig gekk þetta til, að það var dælt á milli geyma, ýmist til stjórnborða eða bak- borða eftir halla skipsins, þar til kl. 18,15, að skipið tók skyndilega að haliast mjög rnikið til bak- borða. Var enn reynt að dæla olíu á milli, en þá var hallinn Orðinn það mikill, að ljósavélin missti kælivatnið og stöðvaðist. Aðalvélin, sem verið hafði í gangi á hægri ferð, var þá stöðv- uð. Var þegar reynt að koma hinni ljósavélinni í gang (en hún er með hringrásar-vatnskælingu, sem aftur er sjókælt frá sama sjó inntaki og hin ljósavélin). Tókst það, en hún gekk aðeins í nokkr- ar mínútur, unz hún stöðvaðist einnig, þar sem kælidælur ljósa- vélanna hafa báðar sama sjóinn- tak, og verða þá báðar óvirkar, ef vatn fer af inntaksloka. Stöð- ugt jókst hallinn á skipinu. — Skömmu síðar var hringt á hálfá ferð. Var aðalvélin sett í gang til að reyna að snúa skipinu, sem tókst. Að þv’ loknu var vélstjóra fyrirskipað að koma til stjórn- palls, með því að sýnt var, að ekkert var hægt að gera frekar í vélarrúmi. Það skal tekið fram að tímatakmörk eru ónákvæm." Réttarhaldi var síðán frestað til næsta morguns. í dag koma fyrir rétt 1. stýrimaður, loftskeyta- maður Og bátsmaður. veðurofsinn rífur í iínuna, mátti ekki geiga, þar eð mennirnir voru bátlausir á sökkvandi skipi. Mistök geta að sjálfsögðu alltaf orðið. En þetta er í annað skipti á skömmum tíma, sem mér er sagt að óeðlilega seint hafi gengið. Þegar senda þurfti út tilkynningu um dag- inn vegna trillu frá Hólmavík, sem saknað var, þá hafa liðið a.m.k. 20—25 mín. frá þvi símtalið við útvarpið hófst og þangað til hægt var að lesa tilkynninguna. Gamall maður, seinn að skrifa, þurfti að taka beiðnina niður. og síðan að hreinskrifa hana fyrir þulina. Þetta er ekki skrifuð sem ásökun á útvarpið, heldur að- eins til að leggja áherzlu á það, vegna þess að sjóslysið á laugardaginn sýndi glöggt að mínútan skiptir máli, að ekkert má tefja hjálparbeiðni frá sjófarendum. Sama máli gegnir um tal- stöðvarnar, ekkert skvaldur frá öðrum skipum eða óþarfa notkun á talstöðvum, má tefja eftir að slík tilkynning hefur verið send út. í þessu tilviki mun allt sliíkt hafa þagnað nema aðeins samtöl varðandi björgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.