Morgunblaðið - 14.02.1962, Síða 1

Morgunblaðið - 14.02.1962, Síða 1
24 sitkir 49. árgangur 37. tbl. — Miðvikudagur 14. febrúar 1962 Prentsmiðja Mrrgunblaðsins Svar Vesturveld- anna á næsta leiti Reyna sennilega að samræma tillognr sínar og Krúsjeffs • TALIÐ er fullvíst, að stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna muni innan skamms svara orðsendingu Krúsjeffs, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna. Þar lagði hann til, að haldinn yrði í Genf fundur leiðtoga þeirra ríkja, er aðild eiga að afvopnunarráðstefn- unni, sem á að hef jast þar í borg 14. marz nk. • Erlendir stjórnarrerindrekar í Moskvu telja, að Krúsjeff muni fara tU ráðstefnunnar hvernig svo sem svar Vestur- veldanna verður. En af ræðu Macmillans á þingi í dag má ætla, að stjórnir Vesturveldanna leggi til í svari sínu að sjónar- mið beggja verði samræmd — að ráðstefnan hefjist með fundi utanríkisráðherra aðUdarríkj- anna, en leiðtogafundur verði haldinn nokkru síðar, þegar ein- hver árangur hafi komið í ljós af ráðstefnunni. Talsimaður utanríkisráðuneyt- isins brezka sagði við fréttamenn á dag, að brezka stjómin ætti samráð urn þetta mál við stjórn- ir Bandaríkjanna Kanada, Frakk iandB og Ítalíu — þ.e.a.s þeirra vesturveldanna, sem eiga aðild að ráðstefnunni í Gemf. Beynt að samræma. Harold Macimi/llan svaraði í diag fyrirspurnum um tillögu Krússj offs í neðri málstafu brezka þingsins. Krafðist Hugh Gaitsikell, leiðtogi verkamanna- flokksins þess, að forsætisráð- herrann gerði grein fyrir skoðun sinni á tillögu sovézka forsætis-- ráðherrans. Maomillan svaraði, að tillögu Krúsjeffs væri tekið með mestu vinsemd. Hún væri lögð fram á breiðum gruodvelli og yrði reynt að samræma tillögur beggja. Leiðtogafundur gæti orðið mikil vægur, en hæpið væri, að hann gæti haft hagnýta þýðingu þegar í upphwfi ráöstef nu nmar. Auk þess væri slxkur fundur noikkuð þungur í vöfum og kynni að verða erfitt að ljúka tilskildum undirhúningi í tæka tíð. • De Gaulle ófús. Talsmaður Kristilegra demó- krata í Bonn sagði í dag, að ó- líklegt væri að slíkur fundur Adoula til Rúss- lands Leopoldville, 13. febr. NTB-AFP TILKYNNT var í Leopoldville í dag, að Cyrylle Adouila, forsætis ráðherra Kongó fari í opinbera heimsókn til Rússlands á sumri komanda. Ekki er nánar ákveð- ið hvenær — en ferð þessi var ákveðin er þeir Adoula og Valer- ian Zorin, fastafulltrúi Sovét- etjórnarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum, ræddust við i New York fyrri skömmu. gæti borið verulegan árangur. Ekkert hefur verið látið uppi um afstöðu frönsku stjórnarinnar í dag, en ólíklegt þykir, að de Gauile fáist til að sitja slíkan leiðtogafumd. Hann heifur hivað eftir annað látið í Ijós vantrú sína á gildi samndnigafunidar við Sovétstjórnina — hvað þá á svo fjöimennum leiðtogaifundi. Hins vegar eru margir stjórn- málafréttaritarar þeirrar Skoð- unar, að búast megi við því, að þeir Krúsjeff, Macmillan og Kennedy forseti komi saman til fundar einlhrvem tíimia á þeseu árL Bylting í sögu erfða- fræðinnar Lausn á dulmáli erfðanna skammt undan Sjá grein á bls. 10. I Hundruð Þúsunda manna r I í París Allsherjarverkfall í nokkrar klst. — Um- ferð stoðvuð — skólum og verksmiðjum lokað — borgin gas og rafmagnslaus París og Algeirsborg, 13. febr. — AP—NTB NOKKURRA klukkustunda alls- herjarverkfall varð víða í Frakk- landi í dag, meðan fram fór í París útför átta manna, sem lét- ust í óeirðunum þar síðastliðinn fimmtudag. Hundruð þúsunda manna tóku þátt í líkfylgdinni, þar á meðal margir kunnir stjórn málam.enn í Frakklandi, t.d. Pierre Mendes-France, fyrrver- andi forsætisráðherra Frakk- lands og kommúnistafoinginn Maurice Thorez. Útförin, sem var hin hátíðleg- asta, fór fram í kirkj ugarðinum Pere Lachaise, þar sem margir kunnir menn hafa verið grafnir. Flugvélar, neðanjarðarbrautir og sporvagnar stöðvuðu alla umferð í margar klukkustundir og eng- in blöð komu út. Aðeins var út- | varpað tónlist en venjulegt dag- skrárefni féll niður. Borgin var I öll gas- og rafmagnslaus um tíma og verksmiðjum og skólum var lokað. Stjórnin hafði bannað allar fjöldasamkomur og úti- | fundi, en aflétti banninu, að því er snerti útförina. Verkalýðsfé- lögin höfðu skipulagt eigin varð- lið, sem sáu um að gangan færi fram með friði og spekt og lög- reglan stjórnaði umferð með röggsemi og aðstoðaði gönguna. •k Fauk fram af bakkanum Djúp þögn ríkti í kirkjugarð inum meðan útförin fór fram. Fjórir hinna látnu voru grafnir annars staðar í Frakklandi, en kisturnar voru engu að síður átta — fjórar tómar, sem eins- konar tákn. Hvassviðri var með- an á atlhöfninni stóð og vildi svo til að ein af tómu kistunum fauk fram af grafarbakkanum. Margir menn fluttu ávörp og minningarræður, þeirra á meðal formaður franska stúdentafélags- ins, Dominque Wallon og fulltrúi kaþólska verkalýðssambandsins, Robert Duvivier, sem báðir lögðu áherzlu á að lífum hinna átta látnu hefði verið fórnað á altari Framhald á bls. 23. Á sunnudag og mánudag gengu óveður mikil yfir stór svæði I Evrópu. Urðu víða stórskemmdir á húsum, skip- um og bifreiðum og í Bret- landi fórust fimm manns. Stærri myndin er tekin á Hanoverstræti í Leeds í Bret landi, og sýnir bifreið, sem orðið hefur fyrir braki úr nærliggjandi húsum. Hin myndin er af húsinu við Rendsborggade 37 í Holstebro í Danmörku. Þak af öðru liúsi kom svífandi, Ienti á húsgaflinum og braut hann eins og myndin sýnir. Breytingar á Kongó stjórn Leopoldvelle, 13. febrúar NTB-Reuter FRÉTTASTOFA ACP í Kongó sagði frá þ<rí í kvöld, að gerð hefði verið breyting á stjórn Cyrille Adoula Hefur verið skipt um innanríkisráðherra landsins — Christhopher Gbenye farinn frá en í stað hans kemur Cleop- has Kamitatu. Kamitatu er forseti Leopcdd- ville-héraðsins og var áður fyrr mikill stuðningsmaður Lumumba. Bbenye var einnig stuðningsmað- ur Lumumba — en hefur um hrið sætt gagnrýni vegna ein- dreginnar hollustu hans við Antoine Gizenga. Gbenye verður nú aðstoðarráðherra. — I>á hefur Jean Bolikango verið skipaður aðstoðarforsætisráðherra í stað Antoines Gizenga. R fjórða þúsund handteknir í herferð gegn eiturfiyfjnsölu Seoul, S-Kóreu, 13. febr. AP. TILKYNNT var í Seoul í dag, að lögregla S-Kóreu hefði tekið höndum 3,641 menn og konur, sem voru viðriðin eiturlyfjanotk un og söiu. Handtökurnar fóru fram á tímabilinu 10. jan.—10. febrúar í ítaiiegri herferð, sem farin var gegn þessum ófögnuði. I.agðar voru hendur á eiturlyf, sem að verðmætí námu rúmlega 17 milljónum kr. (ísl.). Þess er vænzt að dauðarefsing- ar verði krafizt yfir 166 hinna handteknu — þeirra á meðal kin- verskum hjónum, sem höfðu í fórum sínuni 755 grömni af ópí- um. Skamrnt er síðan sett voru sér- stök lóg, sem gera ráð fyrir því að dauðarefsing liggi við ef meira en 100 grómm eiturlyfja finnst í fórum einstaklings, sem áður hefur verið hanubekinn fyrxr I sömu sakir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.