Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1962, Blaðsíða 4
4 MORGUNBL 4 ÐIÐ Miðvikudagur 14. febr. 1962 Handrið úti og inni. Gamla verðið. Yélsmiðjan Sirkili Hringbraut 121. Skóviðgerðir Móttaka — Afgreiðsla: Efnalaugin Lindin Hafnarstræti 18. Sigurbjörn Þorgeirsson Skósmíðameistari. Kæliborð óskast til kaups. Upplýsing ar í síma 17709. Volkswagen-eigendur Lítið notuð benzínmiðstöð til sölu. Funhitar bílinn á augabragði. Verð kr. 3.500. Sími 15123 e. h. f dag er miðvikudagurlnn 14. febr. 45. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 1:30. Síðdegisflæði kl. 14:09. Slysavarðstofan er opin allan sólar- brtnginn. — JLæknavörður L..H. (fyrlr vitjanir) er á sama stað fra kl. 18—8. Sími 15030. Næturvört ar vikuna 10.—17. febr. er í Lyfjabúðinni Iðunn. Holtsapótek og Garðsapótek eru opm alla virka daga kl. 9—7. iaugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá ki. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Næturlæknir í Hafnarfirði 10.—17. febr. er Olafur Einarsson sími: 50952. Ljósastofa Hvítabandsins, Fornhaga 8: Ljósböð fyrir börn og fullorðna Uppl. 1 sima 16699. St . * . St. • . 59622157 — VII. — 7. I.O.O.F. 7 = 1432148}á == K.V.M. I.O.O. F. 9 = 1432148Í4 = 9 Spkv. □ Mímir 59622147 — H & V. RMR 16-2-20-SPR-MT-HT. Rithöfundafélag íslands heldur fund miðvikudaginn 14. febrúar í Café Höll kl. 8 /2. Dagskrárefni er ásamt öðru: „Mótmælin gegn stækkun Keflavíkur sjónvarpsins" og „Réttur höfunda og bókmenntaskrif Tímans.“ Kvenfélag Hallgrímskirkju. Fundur verður haldinn föstudag 16. febr. kl. 8,30 e.h. stundvíslega í félagsheimili múrara Freyjugötu 27. Fundarefni áríðandi félagsmál, skemmtiatriði. Nauðsynlegt að félagsmenn mæti. Hjúkrunarfélag íslands heldur skemmtifund í Tjarnarcafé uppi fimmtudag 15 febr. kl. 20,30. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðis- húsinu. Borgarst j órinn Geir Hall- grímsson, talar um bæjarmál, frjáls- ar umræður á eftir. Skemmtiatriði sem Hjálmar Gíslason og Jónatan Ólafsson sjá um. Kaffidrykkja Allar sj álfstæðiskonur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Mætið stund- víslega. Félag frfmerkjasafnara: — Herbergi félagsins að Amtmannsstíg 2 verður í vetur opið félagsmönnum og almenn^ ingi miðvikudaga kl. 20—22. Okeypis upplýsingar um frímerki og frímerkja söfnun. Kjörbarn Viljum taka lítið stúlku- barn til fósturs eða gefins. Tilboð sendist Mbl„ merkt. „1962 — 7736“ Tökum pelsa og kápur í styttingu. Guðmundur Guðmundsson, Kirkjuhvoli. Stúlku með barn á 1. ári vantar vinnu við heimilisstörf, þar sem hún gæti haft barnið með sér. Sími 32345. Rafha ísskápur, eldri gerð, ósk- ast. Útvarpstæki til sölu. Upplýsingar í síma 11159. Trésmíðavélar Borvél og bútsög ásamt hefilbekkjum óskast til kaups. Uppl. í síma 23521. Lítil íbúð í nýju húsi til leigu frá 1. marz. Hitaveita. — Sími 10361. 2ja herb- íbúð óskast til leigu sem fyrst í Reykjavík eða nágrenni. — Upplýsingar í síma 38248. Atvinna Stúlka vön hraðsaum ósk- ast. Uppl. í síma 15005. Trésmiður Félagsheimilið í Ytri- Njarðvík óskar eftir að ráða trésmið. Uppl. í fé- lagsheimilinu á venjuleg- um vinnutima. Stúlka eða kona óskast, þrískiptar vaktir. Uppl. í síma 18068 etir kl. 7 í kvöld. Herbergi óskast strax. Uppl. í síma 16415 eftir kl. 1 í dag. f NÝÚTKOMNU he<fti „Nátt- úrufræðingsins“ ritar Eyþór Einarsson grein um svart- burkna (Asplenium triohoman es L.), sem nýlega fannst hér á landi. Birtum við hér úr drátt úr greinixmi. í upphafi greinarinnar seg ir Eyþór að í gömlum skrám yfir íslenzkar plöntur, hafi grasafræðingar oÆt hnotið um tegundir, sem ekki séu til af sýnishorn, er sanni, að þær hafi fundizit hér á landi en ekki sé um rangar tegunda- ákvarðanir að ræða. Grasa- fræðingar, sem um þetta hatfa fjallað hafa þó ekki álitið því neitt til fyrirstöðu, að sumar þessara tegunda hatfi fundizt hér, þó að það verði vita- skuld hvorki sannað né af- sannað. Enda hatfa sumar fúnd izt hér á síðari árum. Aftur á móti hafa grasatfræð ingar álitið ósennilegra, að ýmsar aðrar þessara vafasömu tegunda hafi noikkum tíma funddzt villtar hér og er svart burkninn ein þeirra tegunda. Hans er fyrst getið frá ís- landi í bókinni Dansk Oekon omisk Plantelære eftir danska grasafræðiprófessorinn J. W. Homemann 1837, en þar er minnzt á hrvar á landinu hann hafi fundizt, en Homemaxm segist í formála bókar sinnar, hafa stuðst við uppgötvanir landa síns Axels Mörchs á Is landi, en hann dvaldist hér á landi sumarið 1821 við athug anir á plöntum. í nakkrum plöntuskrám næstu áratuga var svartburkni talinn með is- lenzkum jurtum, en vaxtar- staðar hans hér á landi var hvergi getið. Árið 1871 kom út í London allýtarleg ritgerð um flóru ís lands eftir Englendinginn Charles C. Babinton, prófess- or í Cambridge, þar taldi hann svartburkna til íslenzkra plantna og sagði að hann yxi í Búðarhrauni. Var Möroh borinn fyrir þvd. Er sennilegt að svartburkni sá, er Möreh fann hafi verið í grasasafni hans, en Babinton fékk Johan Lange, prófessor við Hafnar- háskóla til að skrifa fyrir sig úr söfnum þar fundarstaði ís- lenzkra plantna. Christian Grönlund segir í ritgerð, um jslenzkar háplönt ur, að eintök af svartburkna, sem Möroh hafi safnað í Búða hrauni séu í safni hans. Tekur Grönlund burknann upp í flóm sína, sem íslenzka teg- und (1881), en segir þar, að hún hafði hvergi fundizt nema í Búðahrauni. Helgi Jónsson, grasatfræð- ingur var við rannsóknir á Snætfellsnesi á áiunum 1886 till 1888 og leitaði þá m.a. að svartburkna, en án árangurs. Segir hann ennfremur í rit- gerð 1899 að engin eintök af burknanum séu þá til í Grasa- safni Kaupmannáhatfnarhá- skóla, enda hetfur hún hvergi verið talin til íslenzkra plantna síðan. Margir grasa- fræðingar hafa leitað a<5 plönt unni í Búðahrauni á etftir Helga, en engixm fundið hana. Fyrir um það bil 19 árum fann Hálfdán Björnsson á Kvískerjum í öræfum, kletta burkna, Asplenium viride Hudis., í klettum við Kvisker og stuttu síðar fannst hann einnig á Fagurhólsmýri í sömu sveit. „Fyrir nokkruim árum sá Hálfdián burkna í Skatftafelli. Tilsýndar virtist honium þetta vera klettaburkni og fannst það sennilegt, en athugaði það samt ekki frekar. Þegar ég var í örætfum í jú'lí s.l. sagði Hálfdán mér frá þess um vaxtarstað buriknans, og ákvað ég að athuga nánar, á hve stóru svæði hann yxi þarna. Þegar ég fór að skoða burknann, sá ég að þetta var ekki Mettaburkni, en ná- skyld tegund sömu ættkvísl ar. Á klettaburknanum er efri hluti blaðstilksins og all ur miðstrengur blaðsins áber andi ásamt miðstrengnum brúnsvartur Oig gljáandi, en smáblöðin virtust í fljótu bragði áþekk á klettaburkna. Var því auðsætft, að þarna var kominn hinn týndi burkni úr Búðahrauni, Asplenium tric- homanes L. Þessir brúnsvörtu blaðstilkar Og miðstrengir eru mjög áberatidi og eru gleggstfu tegundareinkenni þessa burkna og greina hann bezt frá klettaburknanum. Þess vegna hef ég ákveðið að kalla hann svartburtkna á íslenzku, Svartburkni (Asplenium trichomanes L.) Þessi teikning er af norsku eintaki. Smáblöðin á eintökunum frá Skafta- felli eru ekki eins regluleg að lögun og staka smáblaðið á þessari mynd. enda heitir hann þvi nafni á norsku og sænsku. Blaðstilkar og miðstrengir svartburknans eru ekki grópaðir á efra borði eins og á klettaburknanum, en eru í stað þess með tveimur Ijósbrúnum, mjóum vængföld um að endilöngu. Smáblöð svartburknans eru dökk- grænni en á klettaburkna, venjulega sporbaugótt eða af löng (kringluleit eða tígul- laga á klettaburkna), fleyg- laga og dálítið ósymmetrisk neðst (næst miðistrengnum), efri helmingur (helmin-gurmn með blaðröndinni sem er nær oddi blöðkunnar) hvers smá- blaðs venjulega breiðari og efri blaðröndin greinilegar bogtennt gerir það stu-ndum. Gróblettir svartburknans eru staðsettir nokkum veginn mitt á milli miðju smáblaðanna og randa þeirra, en öllu nær miðj unni á klettaburkna, a-nnars renna þeir saman við gró- þroskunina og gróhulan er lík á báðum tegundum. í Skaftafelli vex svart- burkni á nokkrum stöðum í klettum í ca. 100 m hæð yfir sjávarmáli, og á ö-llum stöðun um í rifum og sikorum, þar sem skuiggsseltf er. Ha-nn vex í allstórum brúskum, sem mynd aðir eru atf heilum blöðum og auik þess fjölda gamalla og smáblaðalau-sra blaðstikla og miðstrengja. Þau eintök, sem ég mældi þarna, dagana 10.— 20. júli s.l., voru 8=—26 cm há, m-eðalhæð þeirra m-un vera um 15 om. Þau voru öll, jafnt þau smæstfu sem þau stærstu, mjög hreystileg og virtust þrífast prýðilega, enda nærri alþakinn gróblett-um á neðra borði blaðanna. Svartburkninn vex í öilum heimsáltfum nema Anitarktíku, heldur sig á tempruðu svæð unum beggja vegna miðbauigis og í fjöllum hitabelti-sins“. í Austur-Evrópu nær hann norður u-m 60° n. br. Hann vex á öllum Norðurl-öndium, nær norður undir heimslkauitsbau-g í Finnlandi, í Noregi vex hann allt norður á 68° n. br., en í Færeyjum aðeins á einum stað Á Bretlandseyjum er hann al gengur. Á Grænlandi hefur svartburkninn efcki fundiz-t, en í Norður-Ameríku vex hann allvíða. JÚMBÖ, SPORI og SVARTI VÍSUNDURINN -j< K Teiknari: J. MORA Júmbó braut beilann um hvað hann ætti til bragðs að taka til að fá drengina til að vinna. Allt í einu stökk hann upp og kallaði: — Kom- ið með mér út í sólskinið, þá skal ég segja ykkur frá því, sem eitt sinn kom fyrir langafa minn. — Húrra, hrópuðu Tappi og Toppur og hlupu út á undan honum. — Júmbó settist á fallinn trjábol og tók upp eina kakóbaun. — Þið vitið að þegar haldnar eru afmælis- veizlur, fá allir heitt súkkulaði og súkkulaðið kemur af kakójurtinni, sagði hann. — En vitið þið, að það var langafi minn, sem fann upp kakóplöntuna? hélt Júmbó áfram. — Nú skulum við kalla á Spora, því langafar okkar voru góðir vinir og þeir voru saman, þegar sagan gerðist....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.