Morgunblaðið - 16.02.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.1962, Blaðsíða 19
! Föstudagur 16. febr. 1962 MOnCÖNBL AÐIÐ 19 — Alþingi r Framh. af bls. 8. að m inn ihlutanum hafi ekki kom ið til hugar, að hjugsanlogt væri að semja um málið, eins og gert faefur verið og alltaf stóð till að gera. Vissulega er eðlilegra að fara samningaleiðina, ef hún er fær, og grípa ekiki til lögfesting- ar, nema nauðsyn beri til. Minni hl. finniur að því, að lánin til bænda verði veitt ein- göngu í bankavaxtabréf og gefur í skyn, að með því sé verr búið að bænium en sjávarúitveginium. Þess ber að geta, að sjóivarút- vegurinn fékk ekki nýtt fé í sam- bandi við breytingu lánanna, fremur en bændum er ætlað að fá með þesisum lögum. Að því leyti er um sams konar fyrirgreiðslu að ræða hjá sjávarútvegi og land búnaði. Með því að bréfin ganga á nafnverði, er að fullu greitt fyrir því, að lauisaskiuldium verði breytt í föst lán, og má ætla, að bændur fái tiltölulega betri fyrir greiðslu en sjávarútvegur, þar sem sjávarútvegurinn situr enn uppi með talsvert af lauisaskuld- um, þrátt fyrir þá löggjöf, sem vitnað hefur verið til. Minni hl. finnur að því, að bændalánin skiulu aðeins veitt gegn veði í fasteignum og mannvirkjum, sem á jörðunum eru. Þetta at- riði mun ekki skapa erfiðleika, iþar sem það miunu vera fá dæmi um, að ekki séu fyrir hendi n-ægi leg veð fyrir stouádunum. Úti- Jakað er að taika vélar í veð fyrir 2i0 ára lán. En hér er aðeins um 20 ára lán að ræða. V Fjarskorturlnn ekki bættur t nema með nýju fé. A Næst kom ráðherrann að því, »ð fundið hefur verið að því, að ekki skuli lánað gegn veði í vinnslustöðvum landibúnaðarin-s og vélum. Um vinnslustöðvarnar er það að segja, að það, sam veld-ur erfiðleikium hjá þei-m, er vöntun á fé en ekki það, að lausaskuildir hváli á þeim að veru legu ráði. Á vinnslustöðvum sjávarútvegsins bvíldu hins veg- ar lausasbuldir, víxlar og aðrar óumsamdar Skuldir, sem að nokikru leyti hefur verið breytt í föst lán. Fjárskortur vinnslu- 6töðva landibúnaðarins verður ekki bættur nema m-eð nýjiu fé, með útvegun nýrra lá-na, og þá helzt úr rækitunarsjóði, eftir að hann hefur verið efldiur. Sa-ma miáli gegnir mieð vélar. Bændur þurfa að fá ný lán út á vélar, og er sú þörf mjög brýn og aðkall- andi. Ræktunarsjóður hefur ekki áður getað lánað út á vélar vegna fjárskorts. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir til þess nú þegar, að ræktunarsjóður megi verða það öfluigur að geta tekið þennan þátt lána að sér. Væri eðlilegt að veita lán út á vélar til 10 ára, allt að 50 til 60% af kaupverði vélanna. Að því máli er nú unnið með það fyrir aug- um, að lánasjóðir landibúnaðar- ins verði efldir og geti tekið að eér nauðsynleguistu lánamál land búnaðarins. Vextimlr raunverulega ekki hærri < **á finnur minnihluti fj'hn. mjög að því, að vextir af lán- unum skuli vera nokkru hærri, eins og það er orðað, heldur en hjá sjávarútveginum. Segja má, að æskilegt væri að vextirnir gætu verið lægri. Við samanburð á vöxtum, sem sjávarútvegurinn greiðir, mun það hins vegar koma í ljós, að bændur borga aízt hærri vexti, þegar á allt er iitið. Bændur fá vextina reikn- aða inn í verðlag landbúnaðar- vara. Þótt það sé rétt, að verð- grundvöllur landbúnaðarins sé ekki fyllilega réttur og nokkra útgjaldaliði við búreksturinn vantar inn í grundvöllinn, þá er hitt víst, að ekki er deilt u-m, að bændur fái að fullu inn í grund- völlinn þá vexti, sem þeir grgiða. Um hitt er deilt, hvort bændum beri að fá meiri vexti af eigin fé, sem í búrekstrinum er bund- ið. Af því hlýtur að koma og jþað fljótt, ef rétt er á haldið, að bændur fái viðurkennda þá út- gjaldaliði, sem þeir sannarlega verða að greiða við búrekstur- inn. Eg segi, ef rétt er á haldið, iþannig, að full og nauðsynleg rök séu færð fyrir því, að þetta séu útgjöld við búið. Það er ekki hægt fyrir bændur að una við annað heldur en útgjaldaliðirn- ir séu teknir til greina. Með því að útflutningstryggingin, sem land'búnaðurinn hefur, gefur verðtryggingu, sem sjávarútveg- urinn hefur ekki, má fullyrða, að bændur greiða ekki nema hluta af vöxtunum, e. t. v. aðeins lít- inn hluta. Meginhlutann fá þeir endurgreiddan í gegnum verð- lagningu afurðanna. Sjávarút- vegurinn fær ekki bætt verðfall á sjávarafurðum. Og er því ekki líku saman að jafna, þegar rætt er um það, að sjávarútvegurinn fái reiknaða vexti í reksturs- kostnað. Sjávarútvegurinn fékk ekki bætt verðfall á lýsi og mjöli, og verði fiskurinn seldur á lægra verði heldur en áætlað var, þá er engin verðtrygging sjávarút- veginum til handa. Erfiðara að breyta skuldjim bænda í föst lán Þá kvað ráðherrann mun erf- iðara að breyta skuldum bænda í föst lán en skuldum sjávarút- vegsins, þar sem skuldir þeirra eru við svo marga aðila. Minni hl. telur, að bændur eigi að búa við sama rétt og útvegsmenn. Eg mundi vissulega segja, að þeir ættu hvergi að búa við lakari rétt. En þegar talað er um sama rétt, gæti minni hl. haft það í huga, að bændur ættu ekki að hafa annan og betri rétt en út- vegsmenn. Ástæða er til að spyrja, hvort minni hluti telur eðlilegt, að út- flutnings- og sölutrygging land- búnaðarins verði afnumin, af því að sjávarútvegurinn hefur ekki sams konar tryggingu. Vill minni hlutinn, að lánin til landbúnaðarins verði aðeins til 10 eða 15 ára, eins og hjá sjáv- arútveginum en ekki til 20 ára, eins og gert er ráð fyrir í þeim lögum, sem hér er um að ræða. Vill minni hlutinn, að bændur fái ekki betri fyrir- greiðslu á lausaskuldum sínum en sjávarútvegurinn, þannig að umsækjendur sitji uppi með talsverðar lausaskuldir, eftir að lögin hafa verið framkvæmd, eins og sjávarútvegurinn óneit- anlega gerir í mörgum tilfell- um. Hvað er það, sem minni hlutinn vill, þegar hann talar um, að bændur eigi að hafa sama rétt og sjávarútvegurinn? 12—1300 bændur sóttu um lánin Kvað ráðherrann mega full- yrða, að með þessum lögum gefist bændum kostur á mun betri fyrirgreiðslu en sjávarút- vegurinn hefur notið. Ful-lyrða má, að þeir bændur sem sent hafa umsókn fyr- ir tilskiiinn tíma og hafa til- skilinn veð, ættu að fá þá fyrir- greiðslu, að þeir geti losað sig að öllu leyti við þær lausa- skuldir, sem á þeim hvíla, að örfáum mönnum undanskildum, sem kunna að vera svo illa sett- ir, að þeir eigi ekki eignir á móti skuldunum. Að framan- sögðu er ekki ástæða til að breyta frv. til þess að það nái tilgangi sínum. Ekki er heldur ástæða til að framlengja um- sóknarfrestinn, þar sem bændur höfðu 2% mánuð til undirbún- ings á umsóknum og ætla má, að þeir hafi sótt um lánin, sem töldu sig hafa þörf fyrir þá fyrirgreiðslu, sem hér er beðið um, enda mundi það tefja fulln- aðarafgreiðslu málsins óheyri- lega lengi. Fullyrðingar minni hlutans um, að bændur hafi ekki sótt um lánin vegna þess að lögin, eins og þau nú eru, kæmu ekki að gagni, hefur ekki við rök að styðjast, enda hafa 12—1300 bændur óskað eftir að notfæra sér það tækifæri, sem hér gefst. Veffdeildarbréfin tekin á nafiwerffi f sambandi við það. að með nefndaráliti minni hl. fylgir bréf frá Stéttasambandi bænda, gat Páll Borgarsson 75 ára f DAG á 75 ára afmæli Páll Borg- arson, verkamaður og fyrrver- andi sjómaður í Bolungarvík. Páll er fæddur að Berjadalsá á Snæfjallaströnd, en fluttist 19 ára að Tyrðilsmýri í sama hreppi. Hann stundaði mikið sjómennsku og var um skeið formaður, bæði á eigin bát og annarra. Fyrir mörgum árum fluttist hann til Bolungarvíkur og hefur átt hér heima á Grundum. Hér hefur hann stundað sjó framan af en hin seinni ár unnið sem verkamaður við fiskverkun. Kvæntur er Páll Sigrúnu Sigurð- ardóttur og eiga þau þrjár mann vænlegar dastur uppkomnar. Páll Borgarson er lífsglaður maður Og á góða lund. Hann er einn þeirra manna, sem á einskis manns hluta vill gera, heldur bæta úr iooli manna eftir beztu getu. Páll hefur nokkuð fengizt við að setja saman kvæði á seinni árum og jafnvel gert lög við ljóð sín. Á þessum tím-ámótum flyt ég honum Og f jölskyldu hans inni legustu hamingjuóskir. Friðrik Sigurbjörnsson. ráðherrann þess, að langþýðing- armesta breytingin, sem stjórn stéttasambandsins telur, að gjöra þurfi á frumvarpinu, sé sú að tryggja, að veðdeildarbréfin verði tekin á nafnverði. Þessari ósk stj órnar Stéttasambands bænda hefur verið fullnæ-gt, eins og alltaf stóð tdi a@ gera, án þess að breyta staf í frv. Önnur till. stéttasambandsins er, að lán ið verði veitt út á vélar til 10 ára. Það á ekki heima í þessum lögum, enda er unnið að því að verða við þessum tilmælum í stjórn stéttasambandsins með öðr um hætti, eins Og áður hefur ver- ið vikið að. .Þriðja atriðið, sem stjórn stéttasambandsins minnist á eru vextirnir. Af eðlilegum á- stæðum leggur stéttasambands- stjórnin ekki megináherzlu á þetta atriði, enda þekkja þeir menn, sem eru í stjórn sam- bandsins, eðli þess máls og vita, að bændnr fá óumdeilanlega drjúgan hluta af ógreiddum vöxt um endurgreitt, meðan lög um verðtry-ggingt'. og útflutnings- uppbætur eru í gildi. Eg hefi rætt þessi mál við menn í stjórn stéttasambandsins og eru þeir fyllilega sömu skoðunar og ég hefi lýst, hvað það snertir, að bændur fái mikinn hluta af vöxt unum endurgreitt gegnum verð- iagið. Losa bændur viff lausa- skuldirnar Af því, sem hér hefur verið fram tekið. er augijóst, að eins og lögin eru út gefin af hendi rík- isstj., munu þau ná þeim tilgangi, sem ætlað var og losa þá bænd- ur, sem sótt hafa um fyrir- greiðslu vegna lausaskulda við skuldirnar Og gera þeim á þann hátt búreksturinn léttari og á margan hátt auðveldari en verið hefur. Líklegt má telja, að sú fyrirgreiðsla. sem hér er boðið upp á, gæti komið því í fram- kvæmd í marz eða aprílmánuði, ef málið fengi fullnaðarafgreiðslu hér í hv. Alþ. nú næstu vikurnar. Að lokinni ræðu landlbúnaðar- ráðherra tók Skúli Guðm-undsson aiftur til máls svo og Ágúst Þor- valdsson (F). Taildi hann, að ekki hefði átt að semja við Seðla- bankann, heldur skylda hann með lögium til að kaupa brétfi-n; veita ætti bænduim nýjan frest til umsókna o.tfl. Eysteinn Jóns- son (F) kvað bráðabirgðalögin hafa verið botnlaus, þegar þau voru gefin út, þar sem gert var ráð fyrir að afhenda bænduim stouidabréf, án þess að brétfin væru gj aldgeng upp í skuldir þeirra. Ingólfur Jónsson landbúnaffar- ráffherra tók afbur tiil máls og sagði m.a., að þegar í upphafi hefði verið þannig um hnútana búið, að lögin næðu tilgangi sín- j um, enda væru fullyrðingar í aðra átt getsatoir einar. Bridge frfrMfrtfrtfrtfrfrHfrtfrtfrtfrtfr EINS og áður hefur verið skýrt frá var staðan í leiknum milli ítalíu og Englands að 48 spilum loknurn 145:63, ítalíu í vil. í næstu 14 spilum bættu ítölsku spilararnir forskotið um 17 stig, þannig að þeir fengu 35 stig en Englendingamir 18. Staðan í leiknum að 62 spilum loknum er því 180:81, Ítalíu í vil. í fyrstu 48 spilunum náðu Bandaríkjamennirnir góðu for- skoti gegn Argentínumönnun- um, eða 125 gegn 53. í næstu 14 spilum bættu þeir enn for- skotið, fengu 49 stig gegn 26. Heildarpunktarnir að 62 spilum loknum eru því 174 gegn 79, Bandaríkjamönnum í vil. Mikill áhugi hefur verið fyrir heimsmeistarakeppni þessari og hafa spil að sjálfsögðu verið sýnd á sýningartjaldi og skýrð jafnóðum. Einnig hefur verið sjónvarpað frá keppninni. Staðan í öðrum leikum að 48 spilum loknum er þessi: Bandaríkin—Italía .. .t 110;78 Argentína—England .... 124:85 England—Bandaríkin .. 149:85 ItaHa—Argentína .....168:115 Augljóst er á þessum tölum að keppnin verður afar jöfn og spennandi. Sést það t.d. á því, að Bandaríkin hafa 32 stig yfir ítalíu, en England hefur 63 stig yfir Bandaríkin. ★ ' Úrslit í 7. umferð sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur urðu þessi: Sveit Einars Þorfinnssonar v. sv. Jóh. Lárussonar 6:0 Sveit Agnars Jörgensen v. sv. Júl. Guðmundssonar 6:0 Sveit Stefáns J. Guðjohnsen v. sv. Brands Brynjólfss. 6:0 Sveit Hilmars Guðmundss. v. sv. Þorst. Þorsteinss. 6:0 Sveit Elínar Jónsdóttur jafntefli við sveit Eggrúnar Arnórsdóttur 3:3 Áttunda umferð verður spiluð nk. þriðjudagskvöld í Skáta- heimilinu við Snorrabraut. — Vilja hraða Frh. af bls. 1. þeirra sfculi sem mesit óháð bæði Bandaríkjamönníum og komm- únista rikju-num. Þessi ráðagerð de Gaulle hefur mætt andspyrnu allra aðildarrílkja efna hagis- bandalagsinis. Adenauer er sagður bera sér- stakar áhyggjur af fyrirætlun- um de Gaulle um að berjast fyrir myndun einskonar „þriðja afls- ins“ ríkjasamibandí sem skipu- lagit sé innan Atl£intshafsbanda- lagsims og verði búið sérstökum kjarnorkuvopnuðuim herstyrk. Þetta er algerlega andstætt ósk- um Adenau-ers, sem vilil, að tengzil bandalagsríkjanna verði sterík og saimibamd þeirra við Bandarikin ötflugt, þannig að V- Þýzkaland verði óumdeilanlegur og óaðskiljanilegur hfliuti Ajtlants- hafsbandalagsins. Það, sem eintouim mun hafa valdið kanzlaranum á-hyggjum, er ræða de Gauflle 5. febrúar sl. og nýjar tillögur, sem hann hefur sent Fouohet-nefndinni — en hún vinnux að samnimgsuppkasti uim stjórnmálalega einingu að- ildarrikja efnahagsband'aiagsins. Netfnd þessi á að tooma saman til fundar á mánudaiginn. Fundur þeirra de Gaulle og Adenaueris í dag toom nokkuð á óvart og var etoki tilkynnt um hann fyrr en í gærtoveldi. Vitiað var þó, að Adenauer hetfur marg- ítrekað við de Gaulle að koana til Þýzkaland-s og ræða við sig um þessi mál, svo að ágreiningur þeirra um þau verði ekki tifl trafala við framkvæmd fyrr- greimdra fyrirætlana Nefndarmenn bjartsýnir Paríls, 15. fobrúar. — NTB — AP. SENNILEGT er taliff aff á föstu- dag ljúki viðræffum fulltrúa serknesku útlagastjórnarinnar og franskra stjórnarvalda, sem staff iff hafa undanfariff við landa- mæri Svisslands. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum mun oddviti frönsku nefnd arinnar, Alsírmálaráðherrann Louis Joxe leggja skýrslu um viðræðurnar fyrir de Gaulle síð- degis á föstiudag og sendinetfnd Serkja halda samdæguris tifl Tún- is. Viðtoomandi aðilar hafa ekltoert fengizt til að segja um samkomu lags horfur, — aðeins að þeir séu bj-artsýnir um lausn májpins. — Flugvöllurinn Framihald af bls. 6. hann nú er. í fyrsta lagi hefðu bau svæði. sem tál greina hefðu verið talin koma fyrir flugvöll, öll verið álitin ó- heppilegri en nú verandi flugvali arstæði. Og í öðru lagi — og það væri höfuð- ástæðan — væri kostnaður við bygigingu nýs flugvalflar talinn mundu fara nærri 2—400 millj . kr. Þá lýsti GHG sig andvígan tifl lögu AG um byggingu bráða- birgðahúsnæðis á flugvellinum. J. Guffmundsson (K) kvaðst mundu greiða at kvæði með sam bvkkt borgar- ráðs. en lýsti sig andvígan því. að flugfélögunum vrði heimilað að byggja síkrif- stofuhúsnæði á flugvellinum. Óskar HaJlgrímsson (A) kvað bað skoðun sína, að bar sem augljóst væri að Reykjavíkur- flugvöUur viði í náinni framtíð á sínum núverandi stað, þá yrði að sjá um. að aðbúnaður þar væri viðunandi og ekki til van- sæmdar. Lvstá hann sig bví sam- þykkan samþykkt borgarráðs. + Að loknum þessum umræðum var breyttngartillaga AG borin undir atkvæði. Greiddu 13 borg- arfulltrúar atkvæði gegn henni. b. á. m. tveir borgarfulltrúar Afl- þýðubandalagsins, 1 sat hjá (Val- borg Bentsdóttir fulltrúi Fram- sóknarflokksins). en Alfreð einn greiddi atkvæði með tillögunni. Var samþykkt borgarráðs að lok um liorin undir atkvæði og sam- þykkt með 14 atkvæðum gegn 1. — Byggingaráætlun Framh. af bls. 2 yrði ávallt um megn að eignast íbúð. heldur þvert á móti að leysa úr þeim þöífum eftir að- stæðum hverju sinni. Gísli Halldórssson (S) benti á, að mikið væri af bæjarins hálfu gert til að útrýma heilsu- spillandi húsnæði. Á árinu 1962 er gert ráð fyrir að verja til íbúðabygginga á vegum borgar- innar 40 milfljón krónum. Mætti búast við, að næstu mán- uði flyttu milli 20 og 30 fjöl- skyldur úr braggaíbúðum til við- bótar þeim, sem þegar hafa flutt. Nú er verið að flytja í yfir 100 íbúðir, sem bærinn hefur látið byggja og í sumar verða steyptar upp við Álítamýri eina 128 íbúð- ir. Ræðumaður taldi það misskiln- ing, að illa horfði í þessum mál- um. Þvert á móti væri*Skammt í land, að braggaíbúðunum væri al gerlega útrýmt. Alfreff Gíslason (K) tók loks til máls og gat þess einkum, að byggja þyrfti meira en svaraði til fjölgunar íbúðanna, því að fyr- ir 1956 hefSi of lítið verið byggt árlega. Tillaga meirihlutans um 20 ára byggingaráætlun var síðan sam- þykkt. Guffmundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.