Morgunblaðið - 23.02.1962, Page 6

Morgunblaðið - 23.02.1962, Page 6
6 uonrrrxifr^niB Föstudagur 23. febrúar 1962 Tvær leiksýningar ÚTILEGUMENNIRNIR eftir Matthías Jechumsson. Leikenidur: Skólapiltar Menntaskólans. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. FÉLAGSSAMTÖK Menntaskól- ans í Reykjavík hafa ráðizt í það að taka til sýningar Útlegumenn- ina eftir Mattnías Jochumsson í tilefni þess að nú eru liðin rétt hundrað ár síðan þessi vinsæli leikur var fyrst sýndur. Fór frum sýningin fram s.l. föstudags- ■kvöld í Háskólabíói. Þegar Matthías samdi þennan leik í jólaleyfinu árið 1861 var var hann nemandi í 5. bekk Lærða skólans, þá 26 ára gamall. Var leikurinn frumsýndur í önd- verðum febrúarmánuði 1862 í Gildaskálanum í Reykjavík. Leik endur voru prestaskólanemendur og aðrir stúdentar. Var leiknum tekið með miklum ágætum, enda var hann sýndur fjórum sinnum Og höfundurmn hlaut fyrir hann 60 dali, sem var töluvert fé í þá daga. Leikritið var fyrst prentað órið 1864, þá breytt að nokkru. Enn köm það út um tíu árum síðar með nokkrum nýjum breyt- ingum. Árið 1898 kom út þriðja útgáfa leiksins Og var hann nú töluvert breyttur frá því sem áður var og hét nú Útilegumenn- irnir eða Skugga-Sveinn, og hef- ur leikurinn gengið undir síðara nafninu síðan — Hefur leikritið alla tíð notið frábærra vinsælda Og verið sýnt að heita má í hverju byggðarlagi og er óihætt að fullyrða að þessar sýningar eru með kærustu bernskuminn- ingum margra okkar, sem nú eru orðnir rosknir menn. Það var vissulega vel til fallið að menntaskólapiltar skyldu taka ,,Útilegumennma“ til sýningar nú í sinni upprunalegu gerð. Ber það fagurt vitni ræktarsemi þeirra til höfundar leiksins og þessa aeskuverks hans. Naut ég fyrir imitt leyti sýningarinnar í ríkum mæli, enda ekki séð þessa gerð leiksins fyrr, og ekki dró það úr ánægjunni að karlmenn skipuðu öll hlutverkin. Leikstjórinn, Baldvin Halldórs son, hefur til fullnustu skilið hversu mikilvægt atriði það var við sviðsetningu leiksins, að gefa honum sem einfaldastan Og frum stæðan svip án allra tillærðra konsta í leik og leikbúnaði. Verkaði það þannig á áhörfand- ann að honuin fannst hann vera að horfa á frumsýninguna fyrir hundrað árum. Mega skólapilt- arnir vel við una þann ágæta ár- angur, sem auk leikmeðferðarinn ar einnig má þakka leiktjöldun- um, sem Magnús Þór Jónsson hefur teiknað, en Magnús Páls- son málað og sönglögunum, sem dr. Hallgrímur Helgason hefur búið til flutnings. Af leikendum má sérstaklega nefna Ólaf R Grímsson í hlut- verki Lárenziusar sýslumanns, Helga HaraldssOn er léík Grasa- Guddu og Sverrir Hólmarsson í hlutverki Gvendar smala. Allir fóru þessir leikendur dável með hlut sín. En síðast en þó ekki sízt ber að nefna Böðvar Guðmunds- son er lék Skugga-Svein af mikl um þrótti og raddstyrk og gaf í engu eftir nafna sínum á sviði Þjóðleikhússms um þessar mund- ir. Þjóðtrú og aldarháttur þeirra tíma, sem leikurinn gerist á, og sem öðru fremur vakir fyrir höf undinum að sýna, kom vel fram í frumstæðum einfaldleik þessar- ar leiksýningar. Að leikslokum ávarpaði próf. Sigurður Nordal leikendur og þakkaði þeim afbragðsskemmti- lega sýningu. Tóku leikhúsgestir undir þau orð prófessorsins með dynjandi lófataki. Leikurinn verður sýndur aftur í kvöld, væntanlega við húsfyllir. Leikfélag Kópavogs RATIÐIIETTA barnaleikrit eftir Robert Burkner LEKFÉLAG Kópavogs frum- sýndi framangreindan barnaleik s.l. þriðjudagskvöld fyrir húsi þéttskipuðu ungum og rosknum áhorfendum. Efni ævintýrisins um Rauð- hettu og úlfinn, sem gleypti Rauð hettu og ömmu hennar, er óþarft að rekja, því að allir þekkja það. Höfundur leiksins þræðir ævin- týrið all nákvæmlega, en prýðir leikinn mað dönsum og söngvum. Koma þarna fram auk Rauðhettu og móður hennar og ömmu skóg- arvörðurinn, malarinn og skradd arinn, hinir tveir síðarnefndu skrítnir og skemmtilegir karlar, sem vöktu mikinn fögnuð með hinum ungu áhorfendum. Þá höfðu þeir einnig mjög gaman af kisunum tveimur, sem döns- uðu fyrir pá, að ég ekki tali um úlfinn, því að þótt hann væri ærið grimmur, þá var hann þrátt fyrir allt hinn skemmtilegasti og spennandi að fylgjast með atferli hans. En margt hefði þó kannski farið fyrir ofan garð hjá börn- unum, ef sögumaðurinn hefði ekki leiðbeint þeim um það sem fram fór. Rauðhettu lék Sigrún Ingólfs- dóttir. Hún er kornung stúlka, fríð ög eðlileg í framkomu og hefur laglega söngrödd. Fór hún prýðilega með þetta hlutverk af öryggi sem aldrei brást. Hólm- fríður Þórhallsdóttir fór Og lag- lega með hlutverk móðurinnar og leikur þeirra Sigurðar Jóhann essonar í hlutverki malarans og Björns Einarssonar er lék skradd arann var skemmtilegur, en hinn NÆSTK. föstuðag fara leik- aramir Haraldur Björnsson og Valdemar Helgason I eitt- hundraðasta sinn með hlut- verk sín í Skugga-Sveini og er það 32. sýningin á leikn- um hjá Þjóðleikhúsinu að þessu sinni. Haraldur leikur sem kunn- ugt er Sigurð í Dal, en Valdi- mar leikur Jón sterka. Senni lega hafa engir leikið jafn oft í Skugga-Sveini og þessir leikarar. Fyrst léku þeir hjá Leikfélagi Reykjavíkur þeg- ar Skugga-Sveinn var svið- settur þar árið 1935 á 100 ára afmæli Matthíasar Jochumssonar og urðu þá sýn ingar á leiknum 28. Árið 1952—1953 var leikurinn sýndur í Þjóðleikhúsinu, en þá urðu sýningar 40. Valde- mar og Haraldur léku þá sömu hlutverkin og nú. Það er fremur óvenjulegt að leik- arar leiki svona oft sama hlutverkið hér á landi, en þó hefur það komið nokkrum sinnum fyrir áður. sleginn í textanum. Það var i urnar. Sögumaður var Sigur- amma gamla ekki heldur, en! björg Magnúsdóttir. hana lék Jóhanna Bjarnfreðs- dóttir. Sigurður Grétar Guð- mundssonar lék úlfinn og gerði hlutverkinu góð skil. Hulda Harð ardóttir og Rakel Guðmundsdótt- Leikstjórn hefur Gunnvör Braga Sigurðardóttir haft á hendi og tekizt vel. Hún hefur einnig teiknað búninga og ennfremur leiktjöldin ásamt Hildi Björns- Sigurður Grímsson KVIkMYNDIR N Ý J A B f Ó t Maðurinn sem skildi kvenfólkið Mynd þessi sem er amerísk og fcekin í litum og Cinemascope, er byggð á skáldsögunni „The Col- ors of Day“, eftir Romain Gray, Myndin gerist í Nizza á þeim tima árs, er kjötkveðjuhátíðm fer þar fram. Segir myndin frá þekktum amerískum kvikmynda- framleiðanda leikara og leik- stjóra Willie Bauche, ástum hana og hinnar ungu og glæsilegu kvilc myndaleikkonu, Önnu og hjú- skap þeirra. Willie hafði séð Ónnu, er verið var að prófa hana í kvikmynd og varð þegar hrif- inn af henni. Hann sér svo um að hún fær hlutverk í kvikmynd og honum tekizt að gera hana að dáðri filmstjömu. Og svo fer a3 þau giftast. Þau halda til Frakk- lands og í lestinni frá París til Nizza hitta þau franskan liðsfor- ingja, ungan og gjörvulegan .mann. Anna verður heilluð af þessum manni og verður það örlagaríkt fyrir sambúð þeirra Önnu og manns hennar. . , Mynd þessi er skemmtáleg, all efnismikil, þar sem sterkar til- finningar Og mikil andleg átök ráða gangi málanna og úrslitum. Myndin er einnig vel leikin, enda fara öndvegisleikarar með aðal- hlutverkin, þau Leslie Cason, er leikur önnu og Henry Fonda, er leikur Willie eiginmann hennar. Margar aðrar persónur koma þama við sögu og eru yfirleitt vel leiknar. (Jmhverfið þar sem myndin gerist er fagurt og Hfið þar litríkt með sínum heillandi suðræna blæ. Jóhann S. Jónssön (Moravek) sá um músíkma. Leiknum var ágætlega tekið Og bámst leikendum og leikstjóra blómvendir að leikslokum, Sigurður Grímsson. dónaskap, en um það er bezt *■ f / f y |/ /j « að tala sem minnst. • Útvarpið og vegir ÍIÍÍIÍIÍ«|yjÍÍiÍÍIÍÍÍfllÍÍflÍflifiÍiÍiiiiii|!ii||||||i|«H|||l!jf!IÍnlfflfljfÍÍIÍ!Í!H!lÍÍ!lfÍlfH!ÍÍmll!llfl!!ÍÍfÍjÍjIIÍlIÍi!ÍÍlllyiiii||l!!lÍ=jjlHIIIIIIÍ!llÍIIlUlll^ÍIHHif||| í Kópavogi • Tunglið eða Suðurhafseyjar? Sjaldan hefur almenningur fylgzt af jafn miklum áhuga með fréttum, eins Og meðan Glenn geimfari stýrði fari sínu umhverfis hnöttinn. All- an tímann, sem hann var á lofti, var fólk að hringja til Morgunblaðsins og spyrjast fyrir um ferðir Glenns. Var greinilegt, að um allan bæinn beið fólk „í spenningi" eftir að heyra, hvernig honum reiddi af. Allir, sem eitthvað skildu i ensku, hlýddu á Kefla víkurútvarpið, þar sem skýrt var frá öllu jafnharðan. Það kitlar ímyndunarafl fólks, ab slíka ferð skuli hægt að fara, og með sama hraða á framförum ættu núlifandi menn að geta skotizt a.m.k. til tunglsins, þótt Velvak- anda mynd' persónulega langa miklu fremur til þess að bregða sér til Suðurhafseyja. • Börnin og biðskýlin Mörg bréf berast til Velvak- anda. Fiest þeirra eru bréf frá fólki, sem er að kvarta undan hinu og þessu. Hér birtir Vel- vakandi sýnishorn af seinasta bréfinu frá „Konu í Kópa- vogi“, sem hefur allt á horn- um sér. „Það var mjög gott, þegar sett voru upp biðskýli á bið- stöðvum strætisvagna. Eitt er samt, sem mig langar til að minnast á, en það er ólæti í krökkum t þessum skýlum. Það er ekki gaman, þegar miklum peningum er eytt í að koma skýlunum upp, að fólk fær ekki að vera í friði fyrir óartarunglingum, sem ætla að ryðja manni um koll og kalla mann alls konar ónefnum að ekki sé talað um allt klám- ið, sem þau hafa uppi. Hvar hafa blessuð börnin lært þetta? Varla heima hjá sér. Þá er hvert tækifærið notað til þess að útbía veggina með , I // \x\ l • ;-v a\ Þá er annað, sem ég vildi spyrja um. Var ekki hægt að fá stúlku með mýkri rödd til þess að verða útvarpsþulur? Stúlkan, sem hefur verið að lesa að undanförnu hefur mjög þurra og harða rödd, sem lætur óþægilega í eyrum. Var röddin ekki prófuð, áður en hún fór að þylja? Og svo finnst mér að minn- ast mætti á annað. Hve mörg- um útvarpsmínútum er eytt árlega í alls konar dularfullar þagnir hjá þulunum, hlé á milli þátta, óþarfa tónlist á undan og eftir þáttum, jafnvel í þeim miðjum, sem ekkert kemur efninu við, enda er þessi tónlist ekki einu sinni kynnt. Að lokum: Er ekki nokkur leið að halda vegunum í Kópa vogi í betra ástandi? Það er ekkert spaug að komast leiðar sinnar hér um Kópavog, sízt í svona veðráttu". Eins Og lesendur sjá, er það margt, sem þessi kona þarf að kvarta undan. Velvakandi fer lítið með strætisvögnum — a. m. k. ekki í Kópavögi — og veit því ekki, hvort bið- skýlamenningin er á svona lágu stigi, en a. m. k. hefur hann ekki orðið var við annað en tiltöhilega prúð börn, þótt stundum hafi ærsl e. t. v. geng ið úr hófi, eins og gengiu' og gerist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.