Morgunblaðið - 01.03.1962, Side 11

Morgunblaðið - 01.03.1962, Side 11
Fimmtudagur 1. marz 1962 MfínnrnvTt i aðið 11 FLUGVÉL Björns Pálssonar lyítí. sér af flugvellinum í Reykja vík. Við vorum þrír á ferð, Gunn ar Bjamason skólastjóri, Hjörtur Pálsson, blaðamaður hjá Tíman- um, og ég, ætiuðum til Hóla, en fyrsti áfangi var Sauðárkrókur. Yfir Langadal lét vélin illa í lofti, þá brostí Gunnar. „Þetta er eins og að þeysa á skagfirzk- um gæðingi", sagði harm og kvað: Sleipnir tungla treður krapa, teygir hann sig af meginþrótí, fætur ber hann átta ótt. Stjörnur undan hófum hrapa hart og títt um kalöa nótt. K —•* • -V' . KÍ Gamli Hólabærinn. Heima a Hólum að hirða 64 gripi, en ef ríkið vill sýna bændaefnum búskap í samræmi við kröfur tímans, þá skal ég breyta fjósinu þannig, að sömu menn geti með mínna erfiði og meiri árangri annazt 100 gripi. — Og hvemig mundirðu fara að því? — Það liggur í því, að hægt er að létta af mönnunum öllum flór mokstri og hreinsun kúnna, því að með nmlafjósútbúnaði standa kýrnar hreinai á básum sínum eins og á túni. — Auk þess eru . margs konar tæki til á mark- [ aðinum, svo sem sjálfvirkur fóð- i urútbúnaður, sem aukið gætu af köstin enn meir. HESTAMENNSKAN EINANGRAZT HÉR Á LANDI í hesthúsinu vom fjörlegir hest ar bundnir á básum, sem Gunnar taldi óheppilegra en að láta þá ganga lausa mni í húsinu. Einnig sagði hann, að það ættí helzt aldrei að setja hesta inn. Þeir þyldu ekki inni-veru. — Hér á Hólum hefur verið hrossakynbótabú síðan 1944, en fjárframlög bafa verið svo naum, „Sleipnir er fyrstá draumur norrænna manna um að fljúga‘% bættí hann við eins og til skýr- inga. ★ Birturt frost og bláviðri brutu vetrar grið . . . Þegar rofaði, blöstu Hólar við okkur þremenningunum. Áður hafði mér verið sagt af Sunn- lendingi, að það væri helgi yfir 6taðnum, meiri en yfir Skálholti eða öðrum stöðum á ísla/idi. Og þótt kuldalegt væri í Hjaltadaln- um í stórhríðinni, eða kannske einmitt vegna þess, fannst mér ég aldrei hafa komið á helgari stað annan en Almannagjá. TEKIÐ SÉ UPP ARÐSHLUTAREKSTAR- FORM Svava Halldórsdóttir húsfreyja fagnaði okkur með ilmandi lambasteik. Yfir matnum greip ég tækifærið og spurði Gunnar, hvað hæft væri í því, sem sagt væri í Reykjavík, að hann væri orðinn leiður á búskapnum og vildi leigja út Hólabú. — Ef petta væri rétt, sagði Gunnar, þýddi það raunar, að ég væri leiður á sjálfum mér, því það hefur verið mitt starf í rúma tvo áratugi að lifa og hrærast í búrekstri í einhverri mynd, — þó ekki sem bóndi eða bústjórL Mér hefur hins vegar þótt furðulegt, að hér á íslandi hefur ekki getað þróazt stórbú- skapur eins og í öðrum löndum, því að hvorki takmarkar hér landrými né möguleikar til bú- stofnsfjölgunar. Ég hef kynnzt landbúnaðarverkamönnum í Dan mörku og afstöðu þeirra til hús- bóndans. íslendingar mundu aldrei una því hlutskipti að vera danskur landbúnaðarverkamað- ur. — Hins vegar geta íslending- ar unnið og afkastað engu síður og jafnvel fremur en frændur þeirra í öðrum löndum. Mér finnst helzti munurinn sá, að við viljum ekki sterkt húsóndavald, skapgerðm hitnar, ef við fáum fyrirskipun, og við þoium ekki auð í annars garði. — Og hvernig gætír þú hugsað þér að bæta úr þessu? — Ég hygg, að arðshlutarekstr arform, sem er ævagamalt við sjávarsíðuna og fundið upp af út vegsbændum, eigi rætur að rekja til þessa eðlisþáttar í fari okkar. Ég er alinn upp með ágætu og farsælu fólki, sem byggði af- komu sína á þessu starfskipu- lagi. Það var á Húsavík við Skjálfanda. Eins hagur var allra hagur, jafnt sjómanna sem út- gerðarmanna. Þetta rekstrarform hafa bænd- ur aldrei tekið upp hjá sér. Lík- lega er ástæðan sú, að fyrr á tímum voru bændur hin ríka stétt landsins, sem átti fram- leiðslutækin við sjó og í sveit. Þeir voru landaðall. Og vegna hinna hörmulegu aðstæðna í ver stöðvunum sótti fólkið mjög gjarna í íélagslíf og öryggi hinna stóru sveitaheimila. Nú eru gjör- hreyttir tímar. Öryggi og aðbún- aður sveitaheimiJ anna er kom- xnn í borgirnar. Aðstaða sveita- mannsins nú í dag er víða orðin hin sama og vermannsins fyrr á öldum. Sveitirnar þurfa nú að mínum dómi að bjarga sjálfum sér og framþróun síns atvinnu- vegar með svipuðum ráðuim og útvegurinn lyrr á tímurn beitti til að gera sig sterkan. Með öðr- um orðum: Það þarf að finna það rekstrarform, sem hentar fólki til sæmstarfs, því að ein- yrkjabúskapurinn hverfur með þessari kynslóð. • Þess vegna tel ég ákaflega mik- ilvægt, að gerð sé tilraun með nýtt rekstrarform í sveitabú- skap, enda er landbúnaður svo erfiður atvinnuvegxrr, að því að- eins getur búið borið sig, séu allir samtaka og hugsi svo vel um fénað og vélar sem eigin eign væri. Ríkisrekstrarform getur því ekki hentað búrekstri. Og það er engin einkavitneskja mín, að þar sem ríkið rekur atvinnu- tæki verður allt dýrara og öllu ver við haidið en í einkarekstri eða hlutaskiptarekstri. Hér eru ungir menn og vel menntaðir, sem eiru fúsir til að gera tilraun með sér í þessa átt. Við höfum sett okkur lög og reglur, sem við höfum borið und ir vitra og gegna menn og eru athyglisverðar, en þessar reglur byggjast á arðshlutaskiptum. Og það hefur verið kallað að leigja út búið. — En gæti þetta nýja fyrir- komulag skaðað stofnunina sem — Ég var óþekkur strákur í stórri bamafjölskyldu, og for- eldrar mínir sendu mig barn- ungan til bónda uppi í laxárdal í Þingeyjarsýslu. Var ég svo heppinn að lenda í fóstur til ein- hvers mesta öðlings, vitmanns Og góðbónda á íslandi. Það var Hall grímur á Halldórsstöðum. Draum ur minn fram eftir öllum æsku- árum var að líkjast Hallgrími og þá hnc-igðist hugur minn til búskapar. Seinna, þegar ég var farinn að læra búskap og gat ekki snúið við á brautinm, — þá var kreppa, — stóð ég frammi fyrir þeirri staðreynd, að ég hafði erft sveita •manns -eðli en enga jörð. Þá fór ég í búnaðarháskólann í Kaup- mannaþöfn. FLÉTTA SAMAN STARF OG BÓKNÁM Um kvöldið röbbuðum við um bændaskólann. — í bændaskólum þarf að flétta saman starf og bóknám. Af bókum geta menn lært að fóðra kýr, ábuiðarskammt á tún, heiti á vélahlutum, um líffæri dýra, hvata og vaka, en slík kennsla getur sem bezt farið fram í Reykjavík. En tíl þess að geta orðið bóndi þarf maðurinn að finna, að í honum búi vissar hvatir og kenndir; þar nefni ég fyrst kærleik til dýra. í öðru iagi, að maðurinn finni sig eiga heima útí í náttúrunni og loks, að hreyfingin á landinu næri hann Og auki þrek hans, en lami hann ekki. — Engin nær góðum árangri við bústörf, nema hann skynji hvern grip, þarfir hans og kermdir. Sem dæmi um slikt ' ' «3 Gunnar Bjarnason skólastjóri. að starfsemin hefur verið lítil. Tilgangur hestakynbóta er að kynnast eöl: dýranna, sem notuð eru við ræktunina. Tamning kyn bótahestefnanna hefur sarna gildi og afui'ðamæling við nautgripa- rækt. Við þurfum ekki aðeins að skoða beina- og vöðvalag hests- ins, svipmót og hreyfingar, held- ur þurfum við að kynnast einnig geðslagi hans, greind Og vilja, og tamningin sýnir okkur, hvaða hæfileika hesturinn hefur til að spila öllurn þessum eiginleikum saman, svo að gæðingur verði. — Hvaða gildi hefur ræktunin fyrir fslendinga? — Gildi hestsíns á fslandi hef- ur breytzt. Hann var þarfasti þjónninn, en nú veitir hann fólki, sem hneigt er fyrir hesta, unað og íþrótt. Og íslendingar eiga sér- stöðu í sinni hestamennsku Merkilegan, menningarsögulegan tilrauna- og skólastofnun? — Það held ég ekki, enda eru reglurnar samdar með það fyrir augum, að fyrirbyggja slíkt. En ég hef heyrt, að sumir óttist það. — Og muntu svo leggja út í þetta? — Landbúnaðarráðuneytið hef ur ekki heimilað það ennþá. VAR ÓÞEKKUR STRÁKUR Við þökkuðum húsfreyju góð- an mat, settumst yfir kaffibolla og tókum upp léttara hjal. — Hvers vegna lagðirðu land- búnað fyrir þig, Gunnar? Séð heim að Hólum. ræktað Og göfugt bóndaeðli nefni ég ágætismanninn Helga á Hrafn kelsstöðum. RIMLAFJÓSÚTBÚNAÐUR Næsta dag skoðuðum við stað- inn, Ævar Hjartarson kennari sýndi okkur fjósið. Gunnar var búinn að segja okkur, að ef fjósa- maðurinn sem er danskur, for- fallaðist, gætti þess þegar í stað á nytinni. Draumur Gunnars er að gjörbreyta starfsskilyrðum í fjósinu. — Nú eru aðstæðúr þannig, að það er ærið verk fyrir tvo menn þátt, sem á rætur aftur í ger- manskri forneskju. Þessi sérstæða germanska hestamennska hefur einangrazt hér á landi eins og málið og önnur séreinkenni okk- ar, og nú á síðustu árum er farið að veita bessari menningargrein athygli á líkan hátt og skinnhand ritunum okkar fyrir tveim öld- um. Ég et ekki að segja, að þetta sé stór menningarliður, en þetta er ein grein á germanskri menningu, sem nú er að skjóta upp sprotum. íslendingar hafa verið fátækir af íþróttum og glatað mörgum, en þessi íþrótt, hestamennskan, er íslenzK bændaíþrótt, sem bæði við og aðrar þjóðir eigum eftir að njóta a ókomnum árum. Þess vegna er hlutverk kynbótabús- ins hér á Hólum mikilvægt, en verður ekki metið í peningum frekar en önnur menningarverð- mæti. Hinn landskunni hestamaður, Páll Sigurðsson, hefur setzt að hér á Hólum til að vinna þessi verkefni, og væntí ég mikils af starfi hano. — Þú varst áðan að tala um mikilvægi tamningcU-innar fyrir ræktunina. En er tamningin ekki á sama hátt temjaranum mikils- verð? - Jú. Tamning á dýri gerir óhemjumiklar kröfur tdl skap- hafnar manna, þolinmæði og nær færni. Það er varla nokkurt verk, sem þjálfar manninn að þessu leyti eins og hestatamningin, — ef temjarinn nær tökum á starf- inu. Þarna er brotalöm hjá mörg um íslendingum. Fruntaskapur, skapofsi og ýmiss konar vonzka sézt allt of oft hjá íslenzkum hestamönnum. Þegar ég sé llkt, finnst mér alltaf ég sjá sigraðan mann. GANGTEGUNDIRNAR VEKJA ATHYGLI — Svo við förum út í aðra sálma, — hvaða augum lítur þú á útflutning hesta? — Það eru skiptar skoðanir um útflutning hesta. Ýmsir íslend- ingar vilja ekki láta flytja út nema vanaða hesta, en mín skoð un er sú, að við eigum að hafa verzlun með hesta frjálsa vegna bændanna, sem framleiða hest- ana, því að það er hægt að fá geysilegt verð fyrir kynbótagripi. Fyrir góðan hest eru gefin 15 hundruð til tvö þúsund mörk á meginlandinu. Verði rúmir sölu- möguleikar á vel ræktuðum og kynbættum gripum, vex eðlilega áhuginn á ræktuninni og fram- leiðslunni. Það er tilgangslaust fyrir okkur að reyna að ein- angra okkur með hestakynið, — enda eigingjarnt sjónarmið. Við glötum engu af okkar unaði, þótt riðið sé á vökrum töltara suður í Rínarlöndum. — En til hvers eru hestarnir notaðir erlendis? — Eingöngu til reiðar og það er afar mikill áhugi fyrir þeim í þýzkumælandi löndum. í Þýzkalandi var t. d. byrjað að gefa út rit um íslenzka hestinn, áður en við byrjuðum á því sjálf ir. Það heitir Pony Post og hefur verið gefið út í Austurríki og Þýzkalanii frá 1958. Það eru gangtegundirnar, sem fyrst Og fremst vekja athygli. — Það eru töluverðir erfið- leikar með útflutning hestanna? — Ef engin hefði blandað sér í það mál og ég hefði haft frjálsar hendur frá 1958, þykist éig viss um, að eigi færri en tvö þúsund j hestar væru fluttir út árlega, þó því aðeins að ég hefði átt hesta- skip sjálfur, — en aðalerfiðleik- arnir hafa verið óþarfa klásúlur íslenzkra laga, óþörf afskipti manna, sem málið kom ekki við, og flutningartregða. FAR VEL HÓLAR Stórhríðin hélzt enn, er við Hjörtur kvöddum Hóla. Munum við lengi minnast góðra daga á höfuðbólinu, þar sem okkur var tekið með kostuni og kynjum. Kváðum við enda við raust: Far vel Hólar fyrr og síð, far vel sprund og halur. Far vel Rafta- fögur-hlíð, far vel Hjaltadalur. H.Bl. Bonn, Vestur Þýzkalandi, 22. febrúar. (NTB). STJÓRN Vestur Þýzkalands tilkynnti í dag stjórn Sovétríkj- anna að grundvallarskilyrði fyrir bættri sambúð landanna væri endursameining Þýzka- Iands. Segir stjórnin að ef Sovét- ríkin ætli að gera varanlegan friðarsamning við Þýzkaland verði sá samningur að ná til beggja hluta landsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.