Morgunblaðið - 01.03.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 01.03.1962, Síða 12
12 MORGVTSBLÁÐ1Ð Fimmtudagur 1. marz 1962 Ctgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kris.tinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ALYKTUN FRAM- SÓKNARFL OKKSINS CHjómmálaályktun sú, sem^ ^ mí^ctinrn Frtim c Alrtn c* r*_ n miðstjórn Framsóknar- arflokksins samþykkti á fundi sínum um síðustu helgi, er einhver mesta moð- suða, sem lengi hefur gefið að líta. Þar er íslenzku máli freklega misþyrmt, en látum það liggja milli hluta. Athyglisverðast við yfirlýs inguna er, að þar er hvergi að finna styggðaryrði í garð kommúnista, en hins vegar látlausar — en þó sérlega barnalegar — árásir á stjórn- arflokkana. Niðurstaða álykt unarinnar er sú, að brýn- asta nauðsyn beri til að svipta Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn meirihluta- valdi á Alþingi. Þá er sagt að stjórnar- stefnan hafi „reynzt auðmjúk gagnvart erlendu valdi“, og er það ein meginröksemdin fyrir nauðsyn þess að Fram- sóknarflokkurinn „verði stærsti þingflokkurinn.“ — Þannig er það berum orðum sagt, að tveir lýðræðisflokk- anna séu þjónar erlends valds og þess vegna þurfi að svipta þá meirihlutavaldi og fá kommúnistum og Fram- sóknarmönnum saman meiri hluta. Þess vegna er forðazt að benda á þá augljósu stað- reynd, að hérlendis er aðeins einn flokkur, sem skilyrðis- laust þjónar erlendu valdi, erindrekar heimskommúnism ans. Að öðru leyti er ályktunin endurtekning þess fáránlega áróðurs, sem einkennt hefur skrif Tímans undanfarna mánuði, upphrópanir um sam drátt, kreppu og móðuharð- indi af mannavöldum. Sama daginn og ályktunin var birt í Tímanum var frá því skýrt, að ungur rithöf- undur, Indriði G. Þorsteins- son, hefði verið ráðinn rit- stjóri við blaðið. Leyfir Morg unblaðið sér að óska honum þess, að ritstjómarferill hans þurfi ekki að einkennast af jafn bjálfalegri túlkun og svip sinn setti á fyrsta blað- ið, sem hann ritstýrði. EIN ÓÞÖRF MILLJÓN Ýslenzkir skattborgarar reka sem kunnugt er útgáfu- starfsemi, sem nefnist Bóka- útgáfa Menningarsjóðs. Þessi útgáfustofnun hefur gefið út nokkuð góðra bóka, ýmislegt sæmilegt og töluvert af rusli, eins og gengur og gerist um útgáfufyrirtæki. Fátt hefur hún þó gefið út, sem mikill fengur er í og ekki mundi hafa komið út hjá öðrum út- gáf uf yrirtæk j um. Munurinn á bókaútgáfu Menningarsjóðs og öðrum bókaútgáfum er sá, að Menn- ingarsjóður fær fé úr vasa skattborgara til að stapda undir útgáfustarfseminni. — Líklega fer um ein milljón af fé menningarsjóðs til þess að standa beinlínis undir halla af útgáfunni. Ekki verður séð, að minnsta á- stæða sé til að hirða þessa fjármuni af borgurunum til að gefa út bækur, sem aðrir mundu fúsir að gefa út án styrkja. Vera má, að í undantekn- ingartilfellum sé eðlilegt að styrkja af almannafé útgáfu bóka, sem nauðsynlegt er að komi út, en þó geta naum- ast borið sig. Eðlilegri aðferð væri þá, að útgáfufyrirtæki æsktu sérstaks styrks í slík- um tilgangi, heldur en að ríkið sjálft væri að baksa við bókaútgáfu. Mætti hugsa sér, að Menningarsjóður hefði ein hverja minni upphæð til út- hlutunar í þessum tilgangi, en legði hins vegar niður eigin útgáfu. VOLUÐ STJÓRN- ARANDSTAÐA Ctjórnarandstaðan er að von ^ um mjög aum eftir ó- sigrana í kosningum til stjórna verkalýðsfélaganna. Karlmennska Tímans er ekki meiri en svo, að blaðið reyn- ir nú að hlaupa frá stuðningi sínum við kommúnistalistann í Iðju. Fyrir kosningarnar kallaði Tíminn þann lista „lista vinstri manna“, en eftir kosningarnar eignar hann Birni Bjarnasyni list- ann. Meginástæðan til þess að Framsóknarflokkurinn tók upp hina nánu samvinnu við kommúnista í verkalýðsfélög unum var sú, að foringjar Framsóknarflokksins héldu, að þeir gætu fellt ríkisstjórn- ina með verkföllum og töldu sér sæma að kollvarpa efna- hag landsins til þess eins að komast sjálfir í valdastöður. Nú hefur sannazt, að laun- þegar afneita verkfallastefn- unni og vilja fara kjara- bótaleiðina. Spurningin er þá aðeins um það, hvort Framsóknarflokkurinn ber IITAN UR HEIMI CNRA I Alslr ÞINGI alsírskra byltingarmanna er nú lokið í Tripoli og sam- þykkti það vopnahlésskilmálana, sem franska stjómin hafði áður fallizt á. Serkir setja þó nokkur skilyrði fyrir samþykktinni eins og það að Alsír fái fullt sjálf- stæði eftir fjóra mánuði en ekki sex eins og ráðgert er. Nú mun verða haldinn fundur útlaga- stjómarinnar í Alsír og lokavið- ræður við Frakka undirbúnar, en vonir standa til að loks kom- ist á friður milli Frakka og Serkja eftir sjö ára styrjöld. FYRSTA ÞINGIÐ 1 þessari styrjöld hefur þing byltingarmanna eða fuiltrúaþing Serkja komið nokkuð við sögu. Þing þetta nefnist Comité Nation al de la Revolution Algerienne eða CNRA. Það kom fyrst sam- an í Souman dalnum í Kabylíu í ágúst 1956. Þá boðuðu sam- tök uppreisnarmanna í Alsír, vopnahléið Ben Khedda FLN, til fundar til að vinna að sameiginlegri stefnuskrá upp- reisnarmanna, en áður hafði byltingin gegn Frökkum ein- kennzt af óskipulögðum árás- um undir forustu leiðtoganna Ben Bel'ia og Belkacem Krim. Á þessum fundi var þingið stofnað og yfirstjórn aðgerða uppreisnarmanna, sem nefndist Framkvæmda- og skipulags- nefndin (CCE). Her uppreisnar- manna var sameinaður undir stjórn CCE, og höfðu nú upp- reisnarmenn ríkisstjórn, þing og her. gæfu til að hætta samstarf- inu við kommúnista og taka upp heilbrigða stefnu í verka lýðsmálum. Ályktun miðstjórnar Fram sóknarflokksins bendir að vísu ekki til slíkra sinna- skipta, því að þar er svika- samningunum sl. sumar hrós að. Þess er þó að gæta, að ályktunin mun samin, áður en úrslit voru kunn í Iðju og Trésmiðafélaginu, og má vera að Framsóknarforystan hafi þess vegna enn haft trú því, að samstarfið við kommúnista í verkalýðs- hreyfingunni mundi endast henni til sigurs yfir Við- reisnarst j órninni. Ben Bella JAFNRÉTTI Samtök uppreisnarmanna eru byggð á jafnréttisgrundvelli og lýðræði. Enginn einstaklingur átti að geta náð úrslitavöldum. Allar ákvarðanir voru teknar samkvæmt vilja meirihlutans, bæði hjá stjórninni CCE) óg þinginu (CNRA). Þessum meg- inreglum hafa uppreisnarmenn ætíð fylgt og þess vegna var þingið kvatt saman eftir að út- lagastjórnin hafði í rauninni samþykkt vopnahiésskilmála Frakka. Á fyrsta þinginu í Souman dalnum var samþykkt stefnu- skrá, þar sem tekið er fram að ekki sé verið að berjast fyrir því að mynda nýtt alsírskt ríki, heldur að endurreisa það ríki, sem Frakkar lögðu undir sig með valdi fyrir 130 árum. Til- gangurinn var að koma á lýð- ræðislegu þjóðfélagi, sem tryggði íbúunum stjórn landsins. ANNAÐ ÞINGBB Annar fundur CNRA var hald inn í Cairó í ágúst 1957 eftir að CCE varð að flýja frá Algeirs- borg til Túnis, og herinn hafði gefið upp vonina um að vinna sigur á franska hernum í Alsír. Þrátt fyrir þessa ósigra hafði CCE unnið pólitískan sigur. — Serkir voru nú sameinaðir und- ir hennar stjórn, hægfara stjóm málamenn eins og Ferhat Abbas voru gengnir í lið með henni og uppreisnin vakti athygli er- lendis. Á Cairófundinum var starfs- svið CCE aukið og stjóminni falið að mynda bráðabirgða rík- isstjórn eða útlagastjórn ogleita Ferhat Abbas eftir viðurkeííhingu á henni er- lendis. ÚTLAGASTJÓRN ABBAS Þriðji fundur CNRA hófst í Tripoli í september 1959 og stóð í fjóra mánuði. Þar var unnið að stjórnarskrá fyrir Alsír og þar var samþykkt að setja þau skilyrði fyrir aðild að FLN (samtökum byltingarmanna) að meðlimirnir mættu ekki vera fé- lagar í neinum stjórnmálaflokki öðrum. Nú er svo komið að eini flokkurinn, sem til er utan FLN er kommúnistaflokkurinn, sem aldrei hefur getað fallizt á þessi skilyrði. Á þessu þingi var fyrsta út- lagastjórn Serkja mynduð undir forsæti Ferhat Abbas. Og það var þessi tjóm, sem í október neitaði friðartilboði de Gaulle á þeim grundvelli að það fæli í sér eftirgjöí. BEN KHEDDA TEKUR VIÐ Fjórða þing CNRA kom sam- an í Tripoii í ágúst 1961 eftir að viðræðurnar við Frakka í Evian höfðu farið út um þúfur. Þá var mynduð ný ríkisstjórn og tók Youssef Ben Khedda við embætti forsætisráðherra. Með Ben Khedda kom til valda öflug ríkisstjórn með víðtækari völd frá CNRA. Og það er þessi stjórn, sem nú er að koma á vopnahléi í Alsír. Belkacem Krim Það hafði mikið að segja varð- andi samþykkt vopnahlésskil- málanna að byltingarleiðtoginn Bel Bella, sem situr í fangelsi í Frakklandi, samþykkti samn- inginn hinn 1. febrúar sl., eftir að Belkacem Krim og Ben Tob- bal óku með mestu leynd yfir Frakkland til hallarinnar fyrir sunnan París þar sem Ben Bella situr í haldi. Ræddu þeir við Ben Bella og skýrðu gang samn inganna. Samþykkti þá Ben Bella samninginn eins og hann liggur nú fyrir. — ~k — Ferð þeirra Krim og Tobbal til Parísar sýnir að gagnkvæmt traust ríkir milli frönsku stjórn- arinnar og útlagastjórnarinnar í Alsír. Báðir þessir menn hafa verið dæmdir til dauða af frönsk um dómstólum fyrir byltingar- starfsemi, en engu að síður tóku þeir á sig þessa ferð um „óvina landið“ undir eftirliti frönsku lögreglunnar. Vonandi á þetta gagnkvæma traust eftir að leiða til friðar í Alsír. INNANHÚSSMÓT ÍR. í frjálsíþróttuan fer fraim að Hálogalandi dagana 10. og 11. marz n.k. Keppnisgreinar verða, fyrri dagur: Stangapstöikk, þrí- stökk án atrennu, hástöikk ung- linga án atrennu. Síðari dagur: Kúluvarp, langstökk. Þátttökutil- kynningar þurfa að hafa borizit ÍR í pósthóli 13, Reykjavik 1 síð- asta lagi 5. marz.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.