Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 1
24 siður 49. Argangur 60. tbl. — Þriðjudagur 13. marz 1962 Prentsmiðja Mo-gunblaðsins Rusk og Gromyko ræðast við í Genf Rússar ítreka tillögur um bann án eftirlits Genf, 12. marz (AP) DEAN RUSK utanríkisráðlierra Bandaríkjanna og Andrei Grom- yko utanríkisráðherra Sovétríkj- anna ræddust við í !>rjár klukku- stundir í Genf í dag um Berlín- ar, Þýzkalands og afvopnunar- málin Ekki komust beir að sam- komulagi um neitt málanna, en ákveðið er að l>eir ræðist við að nýju á morgun. Að loknum við- ræðum sagði Gromyko við frétta menn að fundurinn hafi verið gagnlegur, því hann hafi gefið ráðherrunum tækifæri til að rifja upp ýmis sameiginleg á- hugamál. Meðan viðræðurnar fóru fram í Genf var U Thant aðalfram- kvæmdastjóra SÞ afhent orð- sending Sovétstjómarinnar þar sem lagt er tii að bönnuð verði notkun kjarnorkuvopna í hernaði og staðsetning þeirra á víðáttu- miklum landsvæðum. Tillögur þessar gera ekki ráð fyrir neinu eftirliti með að bannið verði haldið. Viðræður þeirra Gromykos og Husks fóru fram í bústað rúss- nesku sendinefndarinnar í Genf. Home lávarður, utaríkisráðherra Bretlands, tók ekki þátt í viðræð- unum í dag, en hefur kvöldverð- arboð fyrir Gromyko í kvöld. Það vakti athygli í Genf í dag að tilkynnt var að Gerhard Schröder utanríkisráðherra Vest- ur-Þýzkalands færi á morgun á fund Gromykos. Vestur-Þjóð- verjar eiga ekki aðild að afvopn- unarráðstefnunni, sem hefst í Genf á miðvikudag. Schröder kom til Genf úr leyfi í Lausanne og átti í dag fund með Antonio Segni utanríkisráðherra Ítalíu. Einnig mun ákveðið að Schröder eigi fund með Home lávarði. Tillögur Sovétstjórnarinnar um kjarnorkuvopnabann án eftirlits hafa hlotið lítinn hljómgrunn hjá fulltrúum Vesturveldanna í Genf. En búizt er við að Grom- yko ítreki þær á afvopnunar- ráðstefnunni á miðvikudag. Almannavarnir stefna aö því að bjarga mannslífum Stjórnarfrumvarp lagt fram á alþingi ur bólusótt Cardiff, 12. marz (NTB) ELLEFU mánaða stúlkubarn lézt í bær úr bólusótt í sjúkrahúsi í Bridgend í Suður-Wales. Um helgina voru 11 manns, sem taldir voru hafa tekið bólu- sótt, lagðir inn í sjúkrahús í Suður-Walés. Hafa þá alls fund- izt 23 bólusóttartilfelli þar. í STJÓRNARFRUMVARPI sem lagt hefur verið fram á Alþingi um almannavarnir er gert ráð fyrir að skipu- leggja og framkvæma ráð- stafanir, sem miða að því að koma í veg fyrir að almenn- ingur verði fyrir líkamstjóni eða eigna af völdum hernað- araðgerða og veita líkn og aðstoð vegna tjóns, sem orð- ið hefur. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sérstakur forstöðu- maður hafi umsjón almanna- varna með höndum, sjái um f jarskipti milli umdæma, mælingu á geislavirkni, við- v ö r u n , fræðslustarfsemi, kennslu yfirmanna og • leið- beinenda og skipulagningu , völdum hernaðaraðgerða og veiita likn og aðstoð vegna' tjóns, seim orðið hecfur, enda falli þau störf ekki undir aðra aðilja, sam- kvæmt lögum. Framh. á bls. 8 og yfirstjórn á flutningi fólks af hættusvæðum. Fyrstu þrjár greinar frum- varpsins hljóð svo: Almenn ákvæði. 1. gr. Hlutverk almannavarna er að skipuleggja og framkvæma ráð- stafanir, sem miða að því að kioma í veg fyrir, eftir því sem ■unnt er að almenningur verði fyrir líkamstjóni eða eigna af Ásaka Frakka Túnis, 12. marz. (NTB). TÚNISSTJÓRN ásakaði í dag franska herinn í Alsír um að hafa skotið úr fallbyssum yfir á landisvæði í Túnis. Segir stjórn in að tíu ára drengur hafi beðið bana í skothríðinni. Brezk herferö gegn sígarettum Stjórnin viðurkennir að þær valdi krabbameini London, 12. marz. (AP) BREZKA stjórnin hét því í dag að almenningi í Bret- landi yrði gefinn kostur á að kynnast nýrri læknaskýrslu, þar sem staðhæft er að sígar- ettu-reykingar valdi krabba- meini í lungum. — Skýrsla sú, sem hér um ræðir, var birt í síðustu viku. — Þar leggja læknarnir til að stjórn in setji á nýjan sígarettu- skatt, sem yrði mönnum hvatning til að taka upp vindla- og pípureykingar, en þær eru ekki álitnar jafn hættulegar heilsunni. Enoch Powell heilbrigðismála- ráðherra svaraði 1 dag fyrir- spurnum í neðri málstofu þings ins um þetta mál. Sagði ráðherr ann að ríkisstjórnin viður- kenndi vissulega að skýrsla þessi sannaði endanlega orsaka- tengsli milli reykinga og krabbameins i lungum. Sagði hann að stjórnin hafi farið þess á leit við heilbrigðisyfirvöld um allt land að þau gerðu sitt ítr- asta til að kynna almenningi niðurstöður skýrslunnar og benda á þær hættur sem mönn- um stafa af reykingum, sérstak- lega sígarettureykingum. Þá hefur brezka stjómin í athugun tillögur um eftirlit með auglýsingum sígarettuframleið- enda og um að koma á fót lækningastofnun til að venja menn af reylcingum. Jeremy Thorpe, þingmaðúr frjálslyndra, lagði til að heil- brigðismálaráðuneytið beitti sér fyrir því að hraðað yrði rann- sóknum á framleiðslu lyfja til að venja menn af reykingum og að lyf þessi yrði seld al- menningi á vægu verði. ^ MYND þessi er tekin hinn 8. þ.m. í nágrenni Bologna á ítalíu skömmu eftir að hrað- lest fór út af teinunum hjá' Castel Folognese. Eimvagn- inn valt á hliðina og dró far- þegavagnana með sér út af| sporunum. Ellefu manns lét- ust og 120 særðust. Talsmenn járnbrautarfélagsinis segja að hámarkshraði hjá Castel Bol- ognese stöðinni sé 30 km/klst. en lestin hafi farið þar um með 90 kílómetra hraða. Osló, 12. marz (NTB) SAMKVÆ:MT nýbirtum skýrsl- um nam tjón af völdum eldsvoða í Noregi á árinu 1961 um 90 millj. norskra króna, eða 10.000.— kr. á klukikustiind að meðaltali. Rúmlega 90 féllu í bardogum í Alsír að sogn Frakka París og Algeirsborg, 12. marz. — (AP-NTB) — TILKYNNT var í aðalstöðv- um franska hersins í Alsír í dag að alls hafi 75 Serkir verið felldir og 150 særðir í bardögum franska hersins við her útlagast jórnarinnar nálægt landamærum Túnis dagana 6.—11. þ.m. Segjast Frakkar hafa misst 6 her- menn auk 18, sem særðust. Auk þess féllu í bardögun- um 10 serkneskir borgarar og 35 særðust. Bardagarnir hófust um sama leyti og vopnahlésviðræðurnar í Evian og segja Frakkar að út- lagastjórnin hafi teflt fram fjölmennum her og haldið uppi skothríð úr sprengjuvörpum og fallbyssum á stöðvar Frakka. Þeim hafi þó orðið lítið ágengt. HRYÐJUVERK Víða að bárust í dag fregnir af hryðjuverkum í Alsír. í hafn- arbænum Arzew börðust fransk- ir hermenn við Serki og drápu 11 þeirra en særðu 16. Sett hefur verið á útgöngubann í bænum eftir kl. 3 síðdegis og hafa franskir hermenn um- kringt íbúðarhverfi Serkja. í M’Sila í Austur-Alsír fundust í dag lík fjögurra fransksinnaðra Serkja. Höfðu þeir verið skom- ir á háls. Þá kom til átaka viða í Algeirsborg í dag og féllu í þeim 13 manns, þar af átta af evrópskum ættum, og 18 særð- ust. — OAS-menn hafa boðað til 24 klst. allsherjarverkfalls í Alsír Frh. á bls. 23. Lnngir fondir Evian les Bains, Frakklandi, 12. marz (AP-NTB) FUNDUM var haldið áfram í all an dag á vopnahlésráðstefnu Frakka og Serkja í Evian. Lauk fundum kl. 19,20 í kvöld, en serknesku fulltrúarnir héldu þó ekki strax til bústaða sinna í Sviss. Var gert ráð fyrir óform- legum framhaldsviðræðum ' í kvöld. En formlegar viðræður hefjast að nýju snemma í fyrra- málið. Vonazt hafði verið til þess að samningar yrðu undirritaðir á þriðjudag. en nú er talið að það geti dregizt eitthvað fram í vikuna. Vegna þess hve viðræð- urnar í dag stóðu lengi, var ekki unnt að flytja serknesku fulltrú- ana heim með þyrlum eins og venjulega. Þess í stað voru send ír sérstalar bátar frá Sviss til að sækja nefndarmennina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.