Morgunblaðið - 13.03.1962, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. marz 1962
— Almannavarnir
Framhald af bls. 1.
I Almannavarnir skulu veita að-
Stoð samlkvœmt fyrirmælum
diómsmálarácSherra, ef tjón vofir
yfir eða hefur orðið af náttúru-
hamfórum eða annarrf vá.
2. gr.
I Krefjast má aðstoðar opin-
berra aðilja, einstaklinga og
stofnana til undirbúnings þeim
ráðstöfunum, er 1. gr. fjallar um.
Öllum er skylt að veita trún-
aðarmönnum almannavama þær
upplýsingar, sem þeir þarfnast
til þes/s að framikvæma þau störf,
sem lögin fela þeim.
3. gr.
Á hættutímum er rikisstjórn-
inni heimilt að gefa út sérstök
fyriimæli um almenna umiferð,
reglur og öryggi á opinberum
stöðum og svæðum, sem almenn-
ingur hetfur aðgang að. Sama
miáli gegnir á öðrum tímum, þeg-
ar æfingar í þágu almannaivarna
standa yfir.
Ef hætta vofir yfir, getur lög-
regluistjóri bannað að nakkru
eða öllu leyti notkun sambomu-
húsa og annarra samikömustaða,
sem almenningur hefur aðgang
að.
Sérstakur forstöðumaður.
Annar kaflf frumvarpsins er
um skipuilag almannavarna þar
er svo kveðið á, að diómsmálaráð-
herra skipi forstöðum,ann varn-
anna, sem sér um heildariskipu-
lagningu þeirra. Þar segir og að
landlæknir skuli f. ra með þann
hluta varnanna er varða sjúlkra-
hús og lækna.
Almannavarnarráð skal vera
til ráðuneytis um framkvæmd
laganna og skipa það auk för-
stöðumanns, landlæknir, lög-
reglustjórinn í Reykjavílk, póst-
og símamálastjóri og vegamála-
stjóri.
Lögreglustjórar fara með
stjórn almannavarna hver í sínu
umdæmi. >á er og getið nánar
skipunar almannavarnarnefnda í
hverjum kaupstað og sveitaifé-
lagi og starfssviðs þeirra.
í þriðja kafla er fjallað um
það, að það sé borgaraleg sikylda
þeirra, sem eru á aldrinum 18
til 65 ára, að gegna, án endur-
gjalds, starf í þágu almanna-
varna, þó má kveðja þá, sem
eru 16—18 ára og yfir 66 ára,
til starfs, ef þeir óska þess sjólf-
ir. Þá skulu þeir, sem starfa eiga
í hjálpanliðum, taka þátt í máan-
skeiðum og æfingum, sem þeir
verða kvaddir til. Og ef hætta
vofir ytfir, má starfsmaður ekki
fara úr iögsagnarumidiæminu án
samþykkis lögreglustjóra eða
þess, er hann tilnefnir.
Fjórði kafli fjallar um einka-
varnir og skyldu fyrirtækja að
gera öryggisráðstafanir á vinnu-
Stöðum svo og skyldu Ibúa að
annast einkavamir með gagn-
krvæmri hjálp í íb ðarhverfum.
I. O. G. X.
St. Verðandi nr. 9.
Fundur í kvöld kl. 8.30.
Venjuleg fundarstörf.
Kosnir fulltrúar á aðalfund
Þingstúku Rvíkur.
Bögglakvöld Systrasjóðsins —
verður 27. marz.
Æt.
Fimmti kafli laganna fjallar
um flutning fóiks af hættusvæð-
um, skyldur þess í því sambandi
og heimildir til leigunámis flatn-
ingatækja í því skyni.
Loks — ýmis ákvœði er varða
skyldur sveitarfélaga um kostn-
að við almannavarnir, heimildir
til að krefjast bygginga öryggis-
byrgja svo og að dómismálaráð-
herra skuli setja reglugerð sam-
kvæmt lögum þessum.
Spennan í heimsmálunum.
í athugasemdum við frum-
varpið segir frá fyrrf ákvæðum
í íslenzkum lögum um loftvarnir
og afgreiðslu þings á þeim svo
og störfum loftvarnarnefndar og
störfum hennar. í athugasemd-
inni segir m.a. svo orðrétt:
„Spennan" í heknismálum hef-
ur hins vegar tæplega verið öillu
meiri en um þessar mundir og er
svo enn. Skal ekki á þessum vett
vangi sú saga rakin. En ófriðar-
blikan vofði ekki aðeins yfir Af-
ríku, heldur höfðu Sameinuðu
þjóðirnar sogazt inn í geigvæn-
legar hernaðaraðgerðir í Kongó
í þeim tilgangi að slölkkva þá ó-
friðarelda, sem sífellt loguðu þar.
Byitingin í Oubu og síðari
gagnbyltingartilraun gait hvort
tveggja hæglega orðið kveikja
meiri aðgerða á vesturhveli og
nú nýverið hefur sorfið til að-
gerða af hálfu annarra Ameríku
ríikja með því að reka Cubu úr
samtökum þeirra. í Asíu voru
og eru sífelldar hernaðaraðgerð-
ir milili Rauða-Kína og F'ormósu
— og alvarleg átök og óvissa hér
og hvar — í Laos, Vietnam,
Indlandi og víðar. Enn er svo
ótaliin Berlinardeilan, sem nú
um langt skeið hefur staðið eins
og fleinn í holdi friðsamilegrar
sambúðar stórveldanna, Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna, og
ægir nú meir en nokkuð annað
friði í Evrópu milli Sovétrikj-
anna og austurblakkarinnar amn-
ars vegar og N ATO - ríik j a nn a
hins vegar. Hafa boðar þeirrar
ólgu borizt til Skandinavistou
rikjanna svo sem kumnugt er og
lagst með þeim þunga á Finna,
að almenningi hér og á Norður-
löndum hefur þótt miklu meira
en nóg um, enda eru þessar þjóð-
ir svo nærsteeðar hver annarri,
að þeim skilst betur hver ailvar-
an er, þegar sverfur að ein-
hverri þeirra.
Það vakti svo að sjálsögðu
heimsathygli og feykilegan ugg
og óróa hér á landi, þegar Sovét-
ríkin hófu hinar mikfu atóm-
sprengingar á síðastliðnu haiusti
og sprengdu alls 30 vetnissprengj
ur á liðlega mánaðar tíma við
Novaja Semlja og þar á meðal
helsprengjuna miklu, 50—70
milljón tonna sprengju, en hel-
ryk hennar svífur nú umlhiverfis
jörðu, og vísindamenn ráðgerðu
að hatfa þyrfti uppi um heim
allan athuganir Og e.t.v. varúðar-
ráðstafanir til verndar heilsu
manna aif þessum vágesti fram á
næsta vor. Lét Alþingi, eins og
kunnugt er, mál þetta til sin
taka með samþyfekt þingsálykt-
unartillögu á síðastliðnu hausti.
Um þetta leyti síðla hausts
1961, hófu<st umræður um það
innan ríkisstjórnarinnar, að ó-
verjandi væri að gera ekki gang-
skör að því að hefja hér rann-
sóknir og undirbúning almanna-
varna, miðað við aðstæður hér
Nýtt frá HoUandi
Perlonsokkar 20 Denier net Verð kr. 35.00 parið
Perionsokkar 30 — sléttir — — 35.00 —
Krepbuxur sálmalausar — — 45.00 stk.
Krepbuxur með skálmum — — 77.25 —
Krepbuxur hnésíðar — —115.25 —
Krepbuxur með sokkaböndum — — 103.00 —
ÍOciíéU0
og reynslu annarra í þessum efn-
um. Hóf dómsmiálaráðherra við-
ræður við loftvarnanefndina í
Reykjavík, ásamt borgarstjóran-
um í Reykjavík.’Þótti sýnt, að
breyta þyrfti skipan þesisara mála
frá því sem áður hafði verið, en
þó eigi fyrr en að undangenginni
gaumgæfilegri athugun og eftir
að gefizt hefði tóm til að kynna
sér viðhorf og reynzlu annarra
þjóða og fá álitsgerðir og leið-
beiningár þeirra, sem unnið
hefðu að slikum. málum, eða
styddust við nauðsynlega sér-
þefekingu.
Kynnir sér vamir á Norður-
löndum.
Var að ráði, að formaður Laft-
varnanefndar Reykjaviikur, Sig-
urjón Sigurðsson lögreglustjóri,
og dr. Jón SigurSsson, borgar-
læknir, tókust á hendur ferð til
Norðurlanda, til þess að kynna
sér aðgerðir og reynzlu þessara
þjóða, Noregs, Sviþjóðar Og Dan-
merkur, en allar eru þassar þjóð-
ir taldar standa framarlega í
þessum málum og hafa ailar nær
óslitið lagt a/f mörkum stórfé til
undirbúnings almannavarna frá
styrjaldarlobum, en einkum þó
síðari árin með hliðsjón af þróun
hernaðartækni og nýrra vopna.
Jafnframt voru gerðar ráðstatf-
anir til þess að fá hingað sér-
fræðinga á þessu sviði. í þeim
erindum bomu hingað R. Hoilter-
mann, hershöfðingi, sem er yfir-
maður almannavarna („civil-
forsvaret“) í Noregi og C. Tofte-
marb, yfirlæbnir hjá heiibrigðis
stjórninni dönsbu, en hann veitir
fprstöðu þeim þætti almanna-
varna í Danmörku, er falla und-
ir hann.
Höfðu þeir hér samivinnu við
Lotftvarnanefnd Reykjavíkur og
létu dómsmálaráðherra í té álits-
gjörðir eftir að hafa kynnt sér
aðstæðiur hér, svo sem verða
miá'tti. Þessar álitsgerðir fylgja
greinargerð þessari sem fskj. nr.
III. og IV.
Heilbrigðismálaráðuneytið, und-
ir forystu landlæknis, dr. Sig-
urðar Sigurðssonar, hatfði for-
göngu um að rannsakað væri oig
mælt geislavirikt úrfall, en eðlis-
fræðistofnunin hér hetfur annazt
það verk. Haft hefur verið sam-
ráð við hérlenda og erlenda sér-
fræðinga varðandi þennan þátt
almanna varna og safnað upp-
lýsingum erlendis frá.
Eftir áramótin fól dómsmála-
ráðherra Jóhanni Hafstein, banka
stjóra, sem gegnt hafði embæitti
diómlsmálaráðherra við undirbún-
ingsaðgerðir á síðastliðnu hausti,
að hafa forgöngu um að undir-
búa frv. að nýrri löggjöf um al-
mannavarnir. í samráði við hann
unnu svo aðallega að sammingu
þessa frv. Sigurjón Sigurðsson,
lögraglustjóri, dr. Jón Sigurðs-
son, borgarlæknir, og Hjálmar
Blöndal, hagsýslustjóri, sem ver-
ið hafði framikvæmdastjóri Loft-
varnanefndar Reykjavíkur, en
jafnframt hefur verið hatft sam-
ráð við nefndina og borgarstjór-
ann í Reykjavík.
íslengingum er vissulega mjög
framandi allt það, sem að hern-
aði lýtur eða afleiðingum hern-
aðar. Því hafa menn spurt: Hvað
eru almannavarmir? En þær eru
einfaldlega sérhverjar ráðstaf-
anir, sem að því lúta að forða frá
manntjóni og eigna, sem atf hern-
aði eða árás kynni að leiða, að
bæta tjón af sömu sökum, líkna
og hjúkra þeim, sem eiga um
sárt að binda, — almannavarnir
stefna að því að bjarga manns-
lífum.
Skýringar og fylgiskjöl.
Þá eru með frumvarpinu skýr-
ingar við einstaka kafla þessi og
greniar svo og fylgiskjöl. Fylgi-
skjal 1. eru skýrsla loftvamar-
nefndar Reykjavíkur frá 19. des.
1956 og 2. fylgiskjal er brétf lotft-
varnarnefndar Reykjavíkur frá
4. okt. 1961. Fylgiskjöl 3 Og 4 eru
álitsgerðir Holtermanns hers-
höfðingja og C. Toftermark yfir-
læknis, sem hingað voru fengn-
ir sem sérfræðingar á sviði al-
mannavarna.
Frumvarpið mleð athugasemd-
um, skýringum og fylgiskjölum
er mjög ýtarlegt, alls 39 síður.
l, 5 millj.
Á FUNDi neðri deildar Alþingis
í gær var tekið fyrir frumvarp
ríbisstjórnarinnar um aflatrygg-
ingasjóð sjávarútvegsins, en það
felur í sér, að togrurunum verði
veitt aðild að hlutatryggingasjóði
bátaútvegsins. Samþykkt var að
vísa frumvarpinu til 2. umræðu
og sjávarútvegsnefndar.
Emil Jónsson sjávarútvegsmála
ráðherra kvað tögaraútgerðina
um Skeið hafa verið burðarásinn
í íslenzku efnahagslífi og fyrir
tilvist hennar hefði verið unnt
að gera ýmsar framkvæmdir, sem
tæplega hefðu annars orðið, a.
m. k. þá ebki fyrr en milklu síð-
ar. Fyrstu árin hefði hún geng-
ið mjög vel, síðan verr, upp úr
1930. Og þótt hagur hennar hafi
batnað aftur í síðari heimsstyrj-
öldinni, versnaði hann aftur á 6.
áratugnum. Að undanförnu hefur
aflabresturinn átt mestan þátt í
erfiðleikiinum og er þar einnig
um að kenna breytingum á land-
helginni, s?m Ollu því, að tög-
ararnir hröktust
af miðum sínum.
Einnig var þeim
um skeið fyrir-
munað að landa
í Englandi óg
loks fengu þeir
verra verð fyrir
aflann á árunum
frá 1951 eða 52
til 1957 eða 59
en bátaflotinn, þótt ekki væri um
mismun á gæðum aflans að ræða,
heldur var talið, að þeir þyrftu
ebki jafn miklar uppbætur. Sam-
bvæmt athugunum, sem fram
hafa farið, er talið, að rekstrar-
hallinn á venjulegum tögara hafi
numið 2,5 millj. kr. árið 1960 og
er þar að vísu reiknað með nokk-
urri fyrningu Sbips oig véla. En
hvort sem sú tala er nákvæmlega
rétt eða ek'ki, er víst, að reksturs-
afkoman 1960 og 1961 var með
afbrigðum léleg.
Aflatjóniff bætt upp
Sú spurning hlýtur að vakna,
hvernig snúast beri við þessum
erfiðleikum og þá fyrst Og fremst,
hvort eigi hætta að gera út tog-
ara, er tapið er orðið svo geig-
vænlegt og möguleikarnir svo litl
ir, til að endarnir nái saman,
a. m. k. miðað við það sem áð-
ur var. Kvaðst ráðherrann hyggja
að mjög fáir a. m. k. gætu hugs-
að sér, aS tógaraútgerðin yrði
alveg lögð niður að svo komnu
máli önnur leið hefði einnig
verið nefnd sem fræðilegur mögu
leiki, sú, að hleypa tógurunum
inn fyrir landhelgina. Reynt hefði
verið að gera þetta tortryggilegt,
en sannleikurinn væri sá, að
ríkisstjórnin hefði engar tillögur
í þá átt á prjónunum. Þá er sú
leið hugsanleg, að draga megi úr
gjöldunum, en það hefur verið
reynt, eftir því sem talið er mögu
legt. Loks er þá ekki nema sú
eina leið eftir að bæta útgerðar-
mönnunum það aflatjón, sem
þeir hafa orðið fyrir, á einhvern
hátt, Og þetta frumvarp gengur
í þá átt. Kvað hann íslendinga
ekki eina um það, heldur hefði
sá háttur verið tekinn upp hjá
Englendingum Og kröfur um það
gerðar hjá Þjóðverjum, er ætla
megi, að takið verði tillit til.
Mikið fé
Kvað hann frumvarp þetta að
nokkru byggt á hlutatryggingar-
lögunum, en gert er ráð fyrir að
togararnir fái aðild að hlutatrygg
ingarsjóði og er nafni hans breytt
til samræmis við það í „afla-
tryggingarsjóð sjávarútvegsins".
Jafnframt er tveim nýjum deild-
um bætt við: togaradeild og jöfn
unardeild, sem hlaupa á þar und-
ir bagga, sem þörfin er brýn-
ust hverju sinni. Þá er gert ráð
fyrir því, að útflutningsgjöld á
sjávarafurðir hæfeki í 1,25%, en
framlag ríkissjóðs verði helm-
ingur þar á móti. Miðað við afla-
magn sl. ár verða þá tekjur afla-
tryggingarsjóðs af sjávarafurð-
um 35 millj. kr. og framlag ríkis-
sjóðs 17,5 millj. nema á yfir-
standandi ári, en á fjárlögunum
er gert ráð fyrir 8 millj. kr. fjár-
togara
framlagi rfkissjóðs. Tögaradeild-
in og jöfnunardeildin munu bera
hallann af árinu 1961, en ríkis-
sjóður mun bæta upp árið 1960
með 30 millj. kr., sem afgreiddar
verða til togaraeigenda sem.
bankavaxtabréf, sem rífeissjóður
borgar upp á fimm árum. Er þá
reiknað með, að í hlut hvers tog-
ara komi að meðaltali 750 þús. kr„
hvort árið eða alls 1,5 millj. kr.
Kvaðst ráðherrann viðurkenna.
að þetta væri mikið fé, en þó ekki
meira en svo, að hann taldi það
orka tvímælis, hve mörg skip
yrði hægt að halda áfram að gera
út, ef ekki rætist úr með afla-
brögðin, nema þá með áfram-
haldandi fjárframlögum.
Eiga inná hjá ríkissjóði
Eysteinn Jónsson (F) kvað tog-
ara eiga mjög í vök að verjast.
Taldi haiín, að þeir ættu inni
hjá þjóðarbúinu, þar sem þeir
hefðu um síkeið fengið lægra verð
fyrir aflann en aðrir, og væri
því skylt eð hlaupa undir bagga
með togaraútgerðinni. Frumvarp
lægi hér fyrir um það og taldi
hann það vel farið. Hins vegar
mætti ekki leysa þetta mál á
kostnað bátaútvegsins, stuðning-
urinn ætti að koma frá þjóðfélag
inu í heíld, en ekki kæmi til
mála, að íslendingar hættu við
togaraátgerð. Kvað hann þá breyt
mgu á lögum hlutatryggingasjóðs
að helmingur teknanna skuli
eiga að renna í jöfnunarsjóð, sem
hlaupi þar undir
bagga, sem þörf-
in er brýnust;
benda augljós-
lega til þess, a3
bátaútvegurinn
verði 1 veruleg-
um mæli látinn
standa undir töp
um togaraútgerð
arinnar. Þvi
ákvæði þyrfti að breyta og að-
skilja deildir aflatryggingarsjóða
ins, enda væri það í samræmi vi3
vilja fulltrúa á síðasta fundi
LÍÚ. Bátaútvegurinn ætti nóg
með sig Og eðlilegt væri, að hver
deild hefði aðskilinn fjárhag.
Lóks kvað hann þörf á því, að
endurskoða hlutatryggingarlögin
í heild.
Afliri.n mjög mlnnkandi
Lúðvík Jósefsson (K) kvað að-
alefni frumvarpsins augljóslega
það að veita togaraútgerðinni
fjárhagslegan stuðning, en þótt
það væri flutt af þeim sökum.
væri þar blandað inn í alóskyldu
máli, hlutatryggingarsjóði báta-
útvegsins. Eðlilegt væri, þegar
slíkt stórmál væri lagt fyrir Al-
þingi, að látnar væru jafnframt
í té niðurstöður þeirrar nefndar,
sem athugað hefði erfiðleika tog-
araútgerðarinnar. Bkki léki á
tveim tungum, að togaraútgerðin
ætti í miklum erfiðleikum og
væri ein af meginorsökunum sú,
að aflinn hefur farið mjög minnlc
andi, sérstaklega á heimamiðum,
Ekki væri held-
ur vafi á, að nú
séum við í fyrsta
skipti eftirbátar
annarra þjóða
varðandi togara-
útgerð og getum
ekki gert tögara
ofckar út á Græn
lands- eða Ný-
fundnalandsmið
nema með því að gera breyting-
ar á skipunum, þannig að unnt
sé að frysta a. m. k. sumt af
fiskinum strax, svo að togararn-
ir geti verið úti f mánuð í stað
10—12 daga, eíns Og nú er.
Kvaðst hann telja, að snúast ætti
við vandanum á þann hátt, a3
koma togui"unum á betri reskslr-
argrundvöll og aðstoða við það,
en jafnframt kvaðst hann sam-
mála því að þeim yrði veittur
beinn fjárhagslegur stuðningur.
Þá lagði hann áherzlu á að me3
þessu frumvarpi steeði einn þátt-
ur sjávarútvegsins undir öðrum
og varaði hann mjög við því.
Loks taldi hann útflutningsgjöld
á fiski of há, svo að þess væri
ekki dæmi til hjá öðrum þjóð-
um.