Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 13. marz 1962
MORGiny BLAÐ1Ð
11
Jóhanna Friðriksdóttir
yfirljósmóðir — Kveðja
ÁRIÐ 1930 var viðburðaríkt á
ínarga lund, en gamalli ljósmóð
ur, sem þá starfaði í Reykjavílk,
er hvað minnisstæðast, er Ljós
mæðraskólinn flutti í hinn ný-
byggða Landsspítala og fékk þar
heimavist til umráða og bætt
ekilyrði við kennslu í fæðingar
dieilldinni, þar sem heflja áttd
störf innan skamms. Þetta var
stórt stökk frá þvi, sem áður var
er ljósmæðranemamir urðu að
hpla sér niður hingað og þang
að og stunda nám við hin frum
6tæðustu skilyrði.
Hitt var og ekki síður stórvið
burður, að við starfrækslu hand
læknis- og fæðingardeilda Lands
spítalans opnaðist greiður að-
gangur þeim konum, sem ekki
gátu fætt börn sín án meirihátt
ar skurðaðgerða, eða annarrar
læknish j áilpar.
Ófullburða börn áttu og víisa
þá umönnun, sem ekki var unnt
að veita í heimahúsum og bjart
ar stofur og hvít uppbúin rúm
biðu þeirra, sem áður höfðu fætt
í dimmuim kjallaraibúðum eða
ofnlausum skúrbyggingum og
áttu enn ekki annarra íbúða völ.
JTæðingardeildin fékik til um-
ráða 6 stofur með 12 rúmum, þar
af 2 fæðingastofur, allt var skor
ið við nögl, enda ekkí að svo
stöddu búizt við mikilli aðsókn.
Kennari Ljósmæðraskólans,
prófessor Guðmundur Thorodd-
sen átti að hafa þessa litlu deild
„aðeins sem annexíu frá hand-
læknisdeild Landsspítalans'' eius
og hann sjálfur komst að orði,
en yfirljósmóðir var að hans
ráði kjörin frk. Jóhanna Frið-
riksdóttir. Auk ljósmóður.tarfs-
ins átti hún að kenna ljósmœðra
nemendum verkleg fræði og
hafa hönd í bagga með þeim í
heimavistinni. Var henni það
kært viðfangsefni að gefa þeim
holl ráð og mikið áhugamál, að
þær yrðu samvizkusamar og dug
legar ljósmæður.
Fyrsta verikefni frk. Jóhönnu
í fæðingardeildinni var að afla
al ls þess sem með þurfti í dagleg
um störfum, frumbýlingsháttur-
inn var miikill og ótrúlega mörgu
þurfti að kippa í lag. Kom henni
þá vel, að hún var úrræðagóð að
eðlisfari og skýr í hugsun, svo af
bar. 3. janúar 1931 fædidist fyrsta
barnið í deildinni. Aðsókn var
dræm fyrst í stað, en innan ars
varð vandinn mesti, hvernig
hægt væri að hýsa alla þá sem
inn vildu komast, og þá sérstak-
lega þær konur, sem erfiðastar
höfðú ástæðurnar keima fyrir.
Oft varð að grípa til hálfgerðra
neyðarúrræða af þessum sökum,
t.d. þegar yfirljósmóðirin sá sér
ekki annað fært en ganga úr
rúmi fyrir nauðstadidan sjúkling,
og hreiðra um sjálfa sig á gólí-
inu, en það kom mjög oft fyrir.
Þannig liðu tæpir tveir áratugir
í þrotlausu erfiði og taugastríði
vegna þrengslanna. Það var þvi
ekki undarlegt, þó frk. Jóhanna
liti vonaraugum til nýju Fæðing-
ardeildarinnar, sem reis af
grunnj á næstu grösum. Hvílíkur
léttir að eiga í vænidum að þurfa
aldrei að úthýsa neinum.
Hún stjómaði störfum, er flutt
var úr gömlu fæðingardeildinni
í hina nýju, seint í desember,
árið 1948. Stuttu síðar veiktist
hún alvarlega og lá lengi vetrar,
en hjarnaði við með voriniu og
gengdi störfum af veikum, mætti
næsta sumar. Það var sjálfsagt
lán fyrir frk. Jóhönniu að uan
þessar mundir var hámarfcsaldur
yfirljósmóður við fæðingardeild
ina áikveðin 60 ár, svo léleg var
heilsa hennar Orðin, en vinum
hennar fannst það nálgast grimm
örlög, að hún skyldi ekki fá að
njóta bættra starfsskilyrða í
nýjum húsakynnum. Hún lét af
störfum 1. október 1949. Árið 1950
Og síðan var hún prótfdómari við
Ljósmæðraskólann.
Svo sem að lífcum lætur bar
frk. Jóhanna hag ljósmæðrastétt
arinnar mjög fyrir brjósti, sjálf
hafði nun lært og unnið við hin-
lélegiustu skilyrði. Hún var fé-
lagi í Ljósmœðraféilagi íslands
frá stofnun þess og í stjórmnni
frá árinu 1929, en haustið 1949
tók hún 'að sér formannsstörf-
in og ritstjórn Ljósmæðrablaðs-
ins og gengdi þvi til ársins 1959,
að hún baðst undan endurkosn-
ingu. Ritistjóri blaðsins hafði hún
þó á hendi enn eitt ár.
íslenzkar ljósm. sakna því vin-
ar í stað við fráfáll hennar og
þakka allt hennar margþætta
starf í þeirra þágiu. Frk. Jó-
hanna Friðriksdóttir var fædd að
Galmarsstöðum í Eyjafirði 28.
ágúst 1889. Ung að árum tók
hún þá ákvörðun að varða ijós-
móðir og þrátt fyrir úrtölur móð
ur sinnar, sem var reynd og dug
leg ljósmóðir, brýzt hún félaus
að kalla tiil náms í Reykjavik.
Útskritfaðist úr Ljósmæðraskólan
um 30. marz 1914 og héit þá sam
stundis norður í Eyjafjörð þar
sem hún vann, lögskipuð ljós-
móðir, næstu 7 árin. Haustið
1921 fór hún til framhaldisnáms
í fæðingardeiild Ríkisepítalans í
Khöfn. Að atfloknu prófi þar í
sept. 1922 varð hún ljósmóðir
í Bolunigarvík í N-ísafjarðar-
sýslu. Þaðan fluttist hún til
Reykjavíkur árið 1925 ög starfaði
þar sem „praktiserandii“ ljósmóð
ir, þar til í marz 1930. Þá fór
hún til Þýzkalands og vann þar
á tveimur fæðingarspítölum í
Berlín. Á leiðinni heim til fs-
lands næsta haust brá hún sér
tiil Svíþjóðar og vann um tíma
í fæðingardeild í Gautaborg. —
Allsstaðar fékk hún hinn bezta
vitnisburð, bæði við nám og ijós
móðurstörf, leyfi ég mér að til
færa hér umrnæli tveggja lækna.
Héraðslæknir, sem vann með
henni úti á landi, sagði: „Það
sem mér finnst einkenna frk.
Jóhönnu öllu öðru fremur er
skyldurækni hennar í smáu og
stóru“, óg Guðmundur prófessor
Thörodidsen lét m.a. svo ummælt
að loknu samstarfi þeirra í fæð
ingardeildinni: „Og yfirljósmóð
irin hlítfði sér etki. Hún var vak
in og sofin í starfi sínu fyrir
deildina og j afnvel svo að mörg
um þótti nóg um og fannst, að
hún gæti hlíft sér meiira en hún
gerði“. Frk. Jóhanna unni ödlu
fögru í umhverfi og listum, eink
um voru góðar bækur henni hug
leiiknar. Hún var ör í skapi og
viðlkvæm í lund, en vildi aldrei
við það kannast, hvorki fyrir
sjálfri sér né öðrum, vegna þessa
var hún oft hrjúfari á yfirborð
in/u en efni stóðu til. — Og nú
er hún farinn til þess að „starfa
meira, Guðs um geim“, hér
vann hún sin störf öðrum til
hjálpar svo að segja til hinztu
stundar. Guð blessi hana.
Sigríður Sigfúsdóttir
OFTIEIDIR
Stúlka fil New York
Loftleiðir vilja ráða strax vel menntaða stúlku á
aldrinum 20—25 ára til afgreiðslustarfa í Idlewild
flugvelli í New York. Staðgóð kunnátta í ensku og
einhverju Norðurlandamálanna, helzt, norsku, á- “
skilin. — Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félags-
ins, Lækjargötu 2 og skulu umsóknir hafa borizt
ráðningardeild félagsins fyrir 15. þ.m.
Ungur maður
óskast til afgreiðslustarfa í matvörubúð nú þegar.
Þarf að hafa bílpróf.
HJÖRTUR HJARTARSON, Bræðraborgarstíg 1.
Kaupmenn — Kaupféldg
Rennilásar, opnir og lokaðir, ítalskir og japanskir.
Heildv. Jóh. Karlsson & Co.
Sími: í Hveragerði 22090. Sölumaður: 82.
íbúð
3—4 herfc. íbúð, sem næst Miðbænúm óskast til
leigu nú þegar eða 1. apríl. Tilboðum svarað
í síma 19035.
ÞRÖSTUR LAXDAL, cand. med.
Utihurðir
fyrMiggjandi úr ORGAN-PINE og
Afrjku-Teaki, einnig Panelhurðir.
T résm íðaverkstædið
Skjólbraut 1, Kópavogi — Sími 17253.
HÚSEIGENDUR - GARÐ EIGENDUR
Nú er ekkerf vandamál
að girða lóöina!
Loksins kom þaÖ
ÓDEBRUGS PLASTHÚÐAÐ STÁL-GIRÐINGAEFNI
— Fallegt — Auðvelí, í uppsetningu — Ekkert viðhald
— Setur skemmtilegan svip á umhverfið.
Ó D Ý R T
O G
VARANLEGT
Járn hf. G. S. Júlíusson
Súðarvogi 26. Sími 35555 Aðalstræti 6, 7. hæð. Sími 13864