Morgunblaðið - 13.03.1962, Page 12

Morgunblaðið - 13.03.1962, Page 12
12 MORCVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. marz 1962 trtgefandi: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfú.s Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: íVðalstræti 6. Augiýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. KJÖR TOGARA- SJÓMANNA „Junella", stærsti togari, sem Bretar hafa eignazt til þessa, Stærsti togari Breta á Grænlandsmiö Cömu dagana og kunngert ^ er, að fyrirhugað sé að bæta togaraútgerðinni tjón vegna hins milda aflabrests, hefst verkfall togarasjó- manna, sem krefjast bættra kjara. Þegar viðurkennt er af öllum, að togaraútgerðin beri sig ekki með þeim tilkostn- aði, sem nú er, vegna afla- leysisins, en jafnhliða er krafizt bættra kjara sjómönn um til handa, er vonlegt að mönnum finnist sem málin muni komin í óleysanlegan hnút. Venjulega er þó hægt að finna lausn viðkvæmustu vandamála, ef allir aðilar vilja ræða þau öfgalaust og miða aðgerðir sínar við að komast að farsælli niður- stöðu. Þess vegna er ástæða til að taka nú til gaumgæfi- legrar athugunar, hvort ekki sé hægt að minnka áhöfn togaranna meðan aflaleysi er. Frá leikmannssjónarmiði virð ist það eðlileg lausn og ber þar margt tiL í fyrsta lagi mun vera á íslenzkum togurum 8—10 manns fleira en á sambæri- legum þýzkum og enskum togurum, og enginn dregur í efa, að íslenzkir sjómenn séu bæði færir og fúsir til að vinna jafnmikið starf og starfsbræður þeirra erlendir. I öðru lagi segir það sig sjálft, að meiri vinna er á togurunum, þegar mikið afl- ast en í aflaleysi. Það þarf ekki jafnmarga menn þegar meðalafli í veiðiferð er 100 eða 150 tonn, eins og þegar hann er ef til vill um 300 tonn. Naumast geta það talizt hagsmunir sjómanna, að þeim sé haldið fjarri heimil- um sínum við lítil störf í stað þess áð þurfa að vinna allmikið meðan þeir eru að veiðum og fá vel fyrir það greitt, svo að þeir geti leyft sér að dvelja nokkum tíma ár hvert með fjölskyldum sínum. Er full ástæða til að ætla, að sjómenn sjálfir vildu heldur velja þann kost að vinna meira stuttan tíma fyr- ir stórhækkuð laun. Morgunblaðinu er ekki kunnugt um, hve mikið laun sjómanna gætu batnað við slíka fækkun, en það nemur vafalaust tugum þúsunda króna árlega. Þess vegna er fráleitt annað en sjómanna- félögin taki slíka lausn til athugunar. 1 verkalýðsbaráttu mega menn ekki fremur en á öðr- um sviðum binda sig við gömul og úrelt sjónarmið. Verkalýðsfélögin eru nú það sterkt afl, að þau geta hve- nær sem er komið í veg fyr- ir að vinnuþrælkun sé beitt. Þess vegna þurfa þau ekki að binda sig við jafnmikil boð og bönn og fyrrum. Þótt nú væri fækkað á togurun- um vegna aflaleysisins mætti búa svo um hnútana að um leið og afli ykist, væri tog- araútgerðinni gert að skyldu að fjölga skipsmönnum í samráði við Sjómannafélög- in. RÓÐRABANN Fn þegar vakið er máls á ^ fækkun manna á togur- umun, sem sumum mun sjálf sagt finnast viðkvæmt mál- efni, þá dettur manni líka í hug, hvort ekki sé vafasamt það ákvæði í sjómannasamn- ingum á línuvertíð, að und- ir engum kringumstæðum megi róa á laugardagskvöldi. Þegar langvarandi ógæftir hafa verið, virðist það eng- um geta verið í hag að bann- að sé að nota tækifæri til veiða, ef gefur um helgar. Vetrarvertíðin er stutt og nokkrir róðrar geta breytt slæmri vertíð í sæmilega eða góða. Þess vegna eru þau ákvæði of einstrengingsleg, að aldrei megi róa um helg- ar. Hitt er eðlilegt, að sjó- menn fái sinn hvíldartíma eins og aðrir. Þess vegna á auðvitað ekki að róa alla daga vikunnar, þegar gæftir hafa verið góðar, heldur ein- göngu að leyfa róðra um helgar þegar gæftaleysi hef- ur verið eins og á þessari vertíð. Sjómenn sjálfir, út- gerðin og þjóðarheildin þarfn ast þess, að sérhvers færis sé neytt til að sækja afla. BORGARST JÓRN- ARKOSNINGAR UNDIRBÚNAR rpíminn til borgarstjórnar- -*• og bæjarstjórnakosninga er nú tekinn að styttast, og er kosningaundirbúningur þegar hafinn, í höfuðborg- inni að minnsta kosti. í gærkvöldi kaus fulltrúa- ráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík kjörnefnd til að stilla upp lista við borgar- stjómarkosningarnar í höfuð borginni, og jafnframt eru störf Sjálfstæðisfélaganna að undirbúningi kosninganna hafin. NÝLEGA var hleypt af stokk- ur.um í Aberdeen stærsta tog- ara, sem Bretar hafa eig'nazt til þessa. Togarinn heitir Junella og smíði hans kostaði um 500 þús. sterlingspund. Hann er í eigu J. Marr and Son í Hull. Samningurinn um smíði tog- arans var gerður í ágúst sl. og nýjum aðferðum var beitt til þess að smíði hans gengi fljótt fyrir sig. Allar vélar voru komn ar í togarann, þegar honum var hleypt af stokkunum, aðeins fjórum mánuðum eftir að kjöl- urinn var iagður. Junella er fyrsti brezki tog- arinn, sem getur fryst allan afla sinn á hafi úti. Álitið er að þessi tegund togara muni leysa vandamálin,. sem steðja að brezka fiskiðnaðimom vegna grunnmiðanna, sem Bretar hafa misst með útfærslu landhelg- innar við ísland, Noreg og Faer- eyjar. Ráðgert er að Junella fari flestar ferðir sínar til vestur- strandar Græniands og Davids- sunds. Fiskurinn, sem togarinn veið- Andstöðublöð Sjálfstæðis- flokksins eru þegar farin að breyta um tón, þegar rætt er um bæjarmálefni Reykja- víkur, og eins og fyrri dag- inn munu þau sameinast í ársáunum á meirihlutastjóm Sjálfstæðisflokksins. Sjálf- stæðismenn munu hins veg- ar nú eins og áður slá skjald borg um borgarstjórann og borgarstj ómarmeirihlutann og hrinda árásunum í hvaða gervi, sem þær nú kunna að birtast. Og borgarbúar munu vissu lega leggja sig fram til að tryggja framgang hinna mik- ilvægu verkefna, sem fram undan eru, ekki sízt hita- veituframkvæmdanna, sem nú eru hafnar og ljúka mun á næsta kjörtímabili undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. ir, verður frystur um leið og hann kemur um borð, og gert er ráð fyrir að hann geti veitt og fryst 25 lestir daglega. Fisk- urinn er fullfrosinn 24 stund- Moskvu, 9. marz. (NTB). í DAG lauk í Moskvu fundar- höldum miðstjórnar rússneska kommúnistaflokksins, sem staðið hafa í fimm daga. Samkvæmt opinberum heimildum voru þar gerðar margvíslegar samþykktir og voru ræðumenn alls 51. Krú- sjeff forsætisráðherra setti ráð- stefnuna á mánudag með sjö klukkustunda ræðu þar sem hann sagði m. a að nauðsynjegt væri að auka verulega framleiðslu mat væla, aðallega hveitis. Á fund- unum var eingöngu rætt um inn anríkismál og sérstaklega ástand- ið í landbúnaðinum. MEIRA MÁ GERA Krúsjeff flutti ræðu á fundi miðstjórnarinnar í dag og segir Tass fréttastofan að forsætisráð- herrann hafi þar vísað á bug þeim fregnum að vandræða- ástand ríkti hjá rússneska land- búnaðinum. Sagði Krúsjeff að þetta mál hafi ökki verið til um- ræðu vegna þess að of lítið hafi verið gert, heldur vegna hins að rneira mætti gera. Hann lýsti ánægju sinni yfir því að allir ræðumenn hafi stutt tillögur flofeksstjórnarinnar um nýja tæknistjórn landbúnaðarmála og sagði að þeim takmörkum sem landbúnaðinum væru nú sett, mætti auðveldlega ná, bæði nú Og í framtíðinni. Rússneska útvarpið skýrði frá því í dag að miðstjórnin hafi samþyfekt skýrslu þá, er Krú- sjeff lagði fram fyrr í vikunni um stöðu landbúnaðarins í So- vétríkjunum. Þá samþykkti mið- stjórnin að skora á alla verka- um eftir að hann er veiddur, ef frystivélarnar eru nýttar til hins ítrasta. Frystigeymsla togarans tekur 300 lestir af fiski. Á togaranum er rúm fyrir 35 manna áhöfn. Vinnuskilyrði áhafnarinnar eru mjög góð, hún þarf ekki að draga netin yfir borðstokkinn með handafli og slæging fiskina og þvottur hans fer fram á yf- irbyggðu neðra þilfari togarans. Togarinn gengur fyrir 2,7 þús. hestafla dieselvél frá English Electric. menn á samyrkjubúunum, land« búnaðarsérfræðinga, verkamenn í verksmiðjum, vísindamenn, flokksmeðlimi og verkalýðinn í heild að auka framleiðsluna á öllurn sviðum. BREYTINGAR I VÆNDUM Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum verða gerðar mi'klar breyt ingar á landbúnaðinum. Hætt verður við víxlræktun, sem hing« að til hefur tíðkast. Héðan af verður landið efeki nötað til skipt is til ræktunar og beitar, en til að breyta þeirri tilhögun verður að auka framleiðslu tilbúins áburðar um 90%. Þá er talið að vinnulaun við landbúnað verði hækkuð og að bæta verði dreif« ingarkerfi landbúnaðarafurða, Einn ræðumanna á fundum mið- stjórnarinnar benti einnig á að verðið, sem landbúnaðinum er greitt fyrir afurðirnar, sé allt of lágt, en verðið á öllum vélum Og tækjum of hátt. Grænlendingur féll úr kojunni í FYRRAKVÖLD kom togarinn Þorkell máni hér á ytri höfnina með slasaðann mann, Grænlend ing, að nafni Sören Lybert. Hafðl hann hrokkið fram úr kojunni í slæmu veðri er skipið var að veiðum og fengið mikið höfuð- högg. Brunaverðir fóru á hafnsögu- bátnum út í togarann og fluttu manninn í land og á Landakots- spítala. Sammála Krúsjeff Miðstjórn rússneska kommúnistaflokks- ins hvetur til aukinnar framleiðslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.