Morgunblaðið - 13.03.1962, Side 13

Morgunblaðið - 13.03.1962, Side 13
Þriðjudagur 13. marz 1962 MORVVISBLAOIO 13 Samkeppnin og Jón Gunnarsson Eftir dr. IViagnús Z. Sigurðsson 1 MORGUNBLAÐINU þann 18. f. m. og í VÍSI þann 22. f. m. birtust viðtöl við Jón Gunnars- son, sölustjóra Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna. í viðtölum þessum koma fram nokkrar mis- sagnir, sem ég tel nauðsynlegt að leiðrétta. Verulegur hluti viðtalsins fjaliar um það, að Atlantor h.f. er nú orðinn þriðji útflytjandinn á frystum fiski og vill J. G. sýnilega reyna að fá lesendurtil að trúa því, að þessi þróun sé ekki heppileg og útflutningur freðfisks eigi um fram allt að vera á einni hendi, og þá auð- vitað á hendi hans sjálfs. Hann er þannig sýnilega líka óánægð- ur yfir því, að Samband ísl. samvinnufélaga skuli selja sinn fisk sjálft í Bandaríkjunum. Einokun eða samkeppni. Árið 1962 ætti naumast að þurfa að eyða orðum að því, að einokun í viðskiptum er úr- elt fyrirkomulag og engan veg- inn í samræmi við markaðs- ástand og aðstæður allar í hin- um frjálsu löndum, þegar á heildina er litið. Hitt er gam- alt og þekkt fyrirbrigði, að þeir einstaklingar, sem einokunarað- stöðunnar njóta og hafa fram- færi sitt af henni, berjist í lengstu lög fyrir sérréttindum sínum. Hvað snertir svo sérstaklega útflutning á frystum fiski frá ís'i'andi, þá sýnir árangurinn af sölustarfsemi J. G. undanfarin ár bezt sjálfur, hvort einokun- arfyrirkomulagið er heppilegt. * Frystihúsin innan SH, sem liggja enn með miklar óseldar birgðir af frystum fiski frá s.l. ári og hafa ekki einu sinni enn fengið greiðslu fyrir verulegan hluta þess magns af framleiðslu 1961, sem þó er þegar flutt úr landi og sext — þau hafa fengið sína reynslu. En þetta ástand er ein- mitt ekki hvað sízt afleiðing ein okunarfyrirkomulagsins, þar sem lítil samkeppnl ríkir, og nauð- synlegt aðhald er ekki fyrir hendi, en einn maður virðist að -verulegu leyti vera einráður um sölumálin, þar til í hreint óefni er komið fyrir frystihús- in. Það er álit mitt, að margt hefði farið á annan og betriveg í þessum málum undanfarin ár, ef þriðji aðilinn hefði verið byrjaður útflutning í stórum stíl fyrr. J. G. vitnar í fyrirkomulag Norðmanna og Breta á útflutn- ingi á frystum fiski. Hér gegn- ir allt öðru máli og er saman- burður að mjög litl-u leyti mögu- iegur, en frásögn J. G. er í ýmsum atriðum villandi og í öðrum röng. Útflutningur á freðfiski í Nor egi er að vísu að veruxegu leyti á einni hendi en þó alls ekki allur. Eins og J. G. viðurkenn- ir í viðtali sínu, er um að ræða Frionor og Findus sem ptóra útflytjendur en auk þess fiðra aðila. Um einokun er þar því ekki að ræða. Auk þess má minna á, að framleiðsla og út- flutningur á frystum fiski í Nor egi er tiltölulega lítill þáttur í heildarframleiðslu og útflutn- ingi landsins, og gegnir því fillt öðru máli þar en hér. — Þá væri það og engin sönnun fyrir ágæti einhvers fyrirkomu iags jafnvel þó hægt væri að eýna fram á, að það væri við- haft í Noregi. Hvað snertir brezku samtök- ln Britfish, sem J. G. og SH vísa svo gjarnan til, þá er því til að svara, að þessi samtök hafa starfað mörg undanfarin ár ©g voru stofnuð til að annast BÖIu til A-Evrópu. Nú munu íleiri framleiðendur en áður hafa gerzt aðilar að Britfish. Jafn- framt leitast samsteypan nú við að selja eitthvað af karfaflök- um til Ástralíu, en þar er lítill en nokkur markaður fyrir þá vöru. Það er rangt með farið hjá J. G., að brezkir framleið- endur frysts fisks selji ekki sjálfir beint til Bandaríkjanna. Þeir selja einmitt beint hver fyrir sig, án milligöngu Brit- fish, til allra frjálsra markaða, nema Ástralíu. Þetta hlýtur J. G. að vita. Annars er útflutn- ingur Breta á frystum fiski yf- irleitt lítill og engan veginn sambærilegur við útflutning ís- lendinga, enda selja Bretar mestan hluta framleiðslu sinnar á heimamarkaðnum, sem er í örri þróun. En af hverju bendir J. G. ekki á ríkjandi fyrirkomulag í útflutningi freðfisks í Vestur- Þýzkalandi, Danmörku og Kan- ada? f öllum þessum löndum er útflutningurinn frjáls. Þar er ekki um neinar einokanir að ræða. Og Kanada er þó líklega stærsti útflytjandi á frystum fiski í heimi. Neytendamarkaðir J. G. leggur mikla áherzlu á að SH sé að reyna að vinna neytendamarkaði. Allir fiskmark aðir eru auðvitað neytenda- markaðir, því alls fisks, sem fer til manneldis, er neytt. En með þessu mun J. G. eiga við, að SH reyni að dreifa fiskinum sjálf, helzt vist í eigin dreif- ingarkerfi, í neytendaumbúðum, merktum framleiðendum. Þetta hljómar e.t.v. vel í eyrumþeirra, sem ekki þekkja til. En við skul um athuga þetta nokkuð nán- ar. Almennt má telja heppilegt að selja íslenzka fiskinn undir ís- lenZkum merkjum en ekki er- lendum. í því sambandi skal tekið fram, að Atlantor h.f. sel- ur allan þann fisk, sem hann flytur út, undir merkinu AT- LANTOR og á umbúðunum stendur, að fiskurinn sé íslenzk- ur, pakkaður á íslandi. Hitt er vægast sagt vafasamt, hvort heppilegt sé, að íslending- ar eigi sjálfir innflutningsfyr- irtækin í kauplöndunum, jafn- vel dreifi fiskinum sjálfir og reyni þannig að sniðganga inn- lenda innflytjendur og þau sölu kerfi, sem fyrir hendi eru í við- komandi landi. Slíkt er ekki aðeins dýrt fyrir fátæk frysti- hús. Það er jafnframt nokurn veginn örugg leið til að fá sterka aðila á mörkuðunum upp á móti sér, enda mun það hafa sannazt áþreifanlega. 1 Englandi selur SH aðal- lega stórum firmasamsteypum, „auðhringum“, ef þið viljið, en auk þess tók J. G. upp á því að láta SH kaupa riokkrar fisk- steikar-„sjoppur“ í London og reka þær. Sáralítið magn af fiski selst í þessum fáu fisk- búðum en fjárfesting er tals- verð. Það er sennilega hægt að reka slíkar „sjoppur“ í London, þannig að þær beri sig. En er það hlutverk íslenzkra frysti- húsa, sem almennt eru mjög fé- vana, að reka fiskbúðir úti í Englandi, sem ekki einu sinni tryggja neina verulega auka- lega sölu á frystum fiski? Og skyldi það örva sölu á íslenzk- um fiski til annarra búða, að seljendumir (SH) eru að keppa við sína eigin kaupendur? Svo tók J. G. upp á því snjall- ræði að kaupa fyrir SH hús- hjall utan við London og koma þar á fót lítilli fiskvinnsluverk- smiðju fyrir Fish Sticks o. fl'. Til dreifingar á vörunni munu hafa verið keyptir margir frysti- bílar. Þetta kostaði verulega fjár festingu. Árangurinn mun ekki vera glæsilegur og veltan lítil og þykir mér ekki ósennilegt, að þessu ævintýri sé senn lokið. Það skal tekið fram, að hér er ekki verið að kasta rýrð á starf Hjalta Einarssonar verk- fræðings, sem stjórnar verk- smiðjunni við London. Hann er viðurkenndur traustur og góður_ fagmaður. Eins og J. G. minntist á, framleiddi þessi verksmiðja ein- mitt fyrir ROSS um tíma en hann minntist ekki á hitt, að verksmiðjan pakkaði hinum ís- lenzka fiski sínum undir merki ROSS! En heldur hann ekki fram, að íslenZka fiskinn eigi að pakka undir íslenzkmn merkjum? Þá komum við að „hringun- um“, sem J. G. verður svo tíð- rætt um. Þessir svokölluðu „hringar", þ.e.a.s. stór og fjár- sterk fyrirtæki eða firmasam- steypur eru einmitt ágætir kaup endur, enda hafa aðalkaupend- ur SH í Englandi undanfarin ár verið slíkir „hringar", og svo er enn. Aðalkaupandi SH í Eng- landi undanfarin ár var BE- Magnús Z. Sigurðsson. MAST grúppan, sem var sam- steypa nokkurra stærstu fisk- innflytjenda í Bretlandi. Nú hefur þessi grúppa verið leyst upp. Eitt aðalfyrirtækið í BE- MAST grúppunni var „hring- urinn“ Associated Fisheries, en þeir munu eiga um 140 togara og eru í tölu allra stærstu framleiðenda í Bretlandi á fryst um fiskflökum og fiskréttum ýmis konar, en einmitt Associa- ted ■ Fisheries og MacFisheries — líka mjög stórt fyrirtæki — eru nú helztu viðskiptamenn SH í Bretlandi. Sölur SH í Bret landi til annarra en „hring- anna“ eru sáralítlar miðað við „hringa“-kaupin. J.G. segir 1 samtalinu við Vísi: „Þegar svo er treyst á viðskipti við allsráðandi aðila, hvort sem er ríkisverzlun eða stórir fisk- hringar á Vesturlöndum, þá kom umst við fljótt að raun um það, að hringarnir kaupa aðeins þeg- ar hagkvæmt «i fyrir þá og það- an sem það er hagkvæmast í hvert skipti, svo aldrei er að vita, hvort maður hefur áframihald- andi markað við þá, nema mað- ur sé reiðubúinn að samþykkja þeirra verðhugmyndir. sem oft eru ekki í neinu samræmi við markaðsverðið á hverjum tíma. Afsetning á vörunni verður ekki trygg og verðið ákveðið af ein- um eða fáum innflutningsaðil- um, sem nær ætíð hafa samráð sín á milli.“ Samlíking sú, sem J.G. gerir hér á innflutningseinokun Aust- ur-Evrópu annarsvegar og „fisk- hringum" í vestrænum löndum hinsvegar, er algjörlega óraun- hæf. í Austur-Evrópu er, í hverju tilfelli, um einn innflutningsað- ila að ræða, b. e. ríkisstofnun, sem hefur algjöra einokun. Við- skipti íslands /ið þessi lönd fara Fisklöndun. fram á grundvelli clearingsamn- inga. Það er fyrst og fremst kom- ið undir utanríkisverzlunarpóli- tík viðkomandi lands á hverjum tíma, hvort við seljum mikið eða lítið magn af frystum fiski til þessara landa — að því tilskildu að sjálfsögðu, að ísland leggi sjálft áherzlu á að selja þangað fisk. í Bretlandi, til dæmis, er inn- flutningur á freðfiski hinsvegar frjáls, og svo er einnig í flestum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu, þ. e.a.s, ríkisstjórnir þessara landa hafa ekki afskipti «f því, hvort freðfiskur er fluttur inn eða ekki, eða frá hvaða löndum hann er keyþtur. f Bretlandi eru margir innflytjendur og dreifendur fyr- ir hendi og eru þeir algjörlega frjálsir í ákvörðunum sínum um það, hvort þeir kaupa. hvar þeir kaupa og fyrir hvaða verð þeir kaupa. Það er því hrein fjar- stæða hjá J.G. að halda því fram, að einhver einn ,.hringur“ sé þar allsráðandi. Samkeppni á brezka markaðnum. Það er villandi hjá J.G. er hann gefur í skyn að ekki ríki sam- keppni milli hinna ýmsu inn- flytjenda, framleiðenda og dreif- enda á frystum fiski í Bretlandi. Hér ríkir einmitt fullkomin sam- keppni og hún mjög hörð. f því sambandi má minna á þann gíf- urlega kostnað sem stóru fyrir- tækin leggja, hvert fyrir sig, í auglýsingar og markaðsuppbygg- ingu yfirleitt. Hvert fyrirtæki reynir að ná til sín sem mestum hluta markaðsins. Slíkt er eðli frjálsra viðskipta. Verðið á íslenzka frysta fiskinum í Bretlandi. f viðtali við Morgunblaðið þann 18. f. m„ segist J.G. vera „ . . . andvígur því, að tilkynn- ingar um ,sölu afurða á erlendum mörkuðunx séu birtar í blöðun- um. Það á alls ekki að fara heim.“ Það, sem helzt er ástæða til að birta ekki um slík mál, er auð- vitað söluverðið. En í umræddu viðtali sínu við Vísi verður J.G. einmitt mjög tíðrætt um verðið á íslenzka fiskinum til Bretlands. Þetta er nú samreemið í mál- flutningnum. J.G. segir í Vísi, eftir að hafa lýst sölum sínum til Bretlands árið 1960: „Sv* skeður það á seinni hluta ársins 1960 að ROSS- grúppan stuðlaði að því, að fiski- málfulltrúi íslands í Grimsby, Woodcock, skrifaði islenzkum stjórnarvöldum bréf, þar sem kvartað var yfir því, að við seld- um freðfisk á of lágu verði“! Þessi ummæli J.G. um fiski- ráðunaut íslands í Bretlandi eru vægast sagt óviðeigandi. Davíð Ólafsson f iskimálast j óri birti ítarlegar athugasemd við þau í Vísi 6 .þ.m. og vildi ég leyfa mér að vísa hér til þeirrar athuga- semdar. J.G. til upplýsinga skal það hinsvegar tekið fram, að þegar ég var í Englandi í byrjun árs- ins 1961, létu ýmsir aðilar á markaðnum, aðrir en Ross, þetta álit sitt í ljós, og hefði Atlantor h.f. þá verið farinn að flytja út freðfisk til Englands. hefði senni- lega þá þegar náðst hærra verð. Þegar J.G. nú er að reyna að réttlæta þessar gjörðir sínar, segir hann, að þáverandi söluverð hans hafi verið fyllilega sam- svarandi þáverandi verði til Rússlands. En nokkru áður í sama viðtali telur hann verðið til Rússlands hafa verið allt af lágt! Hvað snertir frásögn J.G. um hugmyndir stjórnar SH og sín- ar um fáanlegt verð í Bretlandi fyrir framleiðslu ársins 1962, þá fullyrðir hann, að honum hafi loks tekist að ná sama verði og Atlantor h.f. var þá þegar búinn að semja um. Er þetta ekki hinn ákjósanlegasti árangur af sam- keppninni við Atlantor h.f.? Sölur Atlantor h.f. til Englands. J.G. heldur því fram í viðtöl- um sínum bæði í Morgunblaðinu og Vísi, að útflutningur Atlantor h.f. til Englands „trufli". f nefndu viðtali í MorguKblaðinu segir hann, að mínar sölur muni „ . . . hafa í för með sér, að aukn- ing á sölu á íslenzkum freðfiski til Bretlands verður minni og hægari en ella.“ Hér fer J.G. enn með hina mestu fjarstæðu, enda reynir hann ekki einu sinni að rökstyðja þessa fullyrðingu sína. Öllum, sem þekkja til á stór- um frjálsum mörkuðum fyrir frystan fisk — þetta gildir reynd- ar almennt um flfestar vörur — er ljóst. að þegar fleiri aðilar en einn koma fram sem seljendur, má gera ráð fyrir auknu heild- armagni. að öðrum aðstæðum óbreyttum. En auk bess vona ég, að útflutningur Atlantor h.f. muni hafa heillavænlegar afleið ingar fyrir heildarútflutning á frystum fiski á fleiri sviðum, með al annars hvað snertir verðið og ennfremur, að frystihúsin fái fisk inn framvegis greiddan fvrr en nú er. í því sambandi vildi ég taka fram, að fyrir nokkrum dögum greiddi Atlantor h.f. til frystihúsanna andvirði fyrsta farmsins að fullu, rúmlega viku eftir að skipið fór frá landi. Hér er um framleiðslu 1962 að ræða. Útborgunarverð okkar er talsvert hærra en útborgunarverð SH fyr ir samskonar tegundir. Gróusögu J.G. um það, að ROSS selji frysta fiskinn frá Atlantor h.f. til viðskiptamanna sinna á sama verði og þeir kaupa hann hér, þarf ekki að svara. Varla mun nokkur maður trúa því, að stór og r«ynd fyrirtæki selji keyptar vörur á innkaups- verði. Hér er aðeins um fráleit- ar sögusagnir að ræða, sem J.G. lætur fara frá sér til þess eins að í-eyna að gera viðskipti Atlan- tors h.f. við ROSS tortryggileg. Það er næsta furðulegt fyrir- bæri, hversu lengi framkvæmd J.G. í markaðsmálum hefur lið- ist. Undanfarin ár virðist hann hafa verið svo til einráður um sölu helztu útflutningsvöru ís- lenzku þjóðarinnar (að sjálf- sögðu að undanskildum útflutn- ingi SÍS). Árangurinn kemur nú berlega í l]ós, þegar það er loks komið í hámæli, að frystibúsin innan SH verði að bíða 8—10 mánuði eftir greiðslu fyrir fram- leiðslu sína og þrátt fyrir það, að árið 1961 var hagstætt mark- aðsár fyrir frystan fisk, eins og J.G. sjálfur viðurkennir, liggja enn miklar birgðir frá fyrra ári óseldar í landina. Eftir þann árangur, sem sölu- starfsemi J.G. hefur borið und- ! anfarin ár, mætti telja eðliiegra, , að hann reyndi ekki að kenna | öðrum, hvernig á að selja fryst- (an fisk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.