Morgunblaðið - 13.03.1962, Síða 24

Morgunblaðið - 13.03.1962, Síða 24
Fcettasimar Mbl — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Inniendar fréttir: 2-24-84 Samkeppnin Sjá bls. 13. 60. tbl. — Þriðjudagur 13. marz 1962 Inflúenzan hefur náð hámarki Inflúenzufaraldurinn mun bafa verið í hámarki um helgina og í gær, að því er Mbl. var tjáð á skrifstofu borgarlæknis í gær. Eru all- ar horfur á því, að faraldur þessi gangi fljótt yfir, og að draga taki úr honum nú í vikunni. Virðist ekki vera um aukningu að ræða á sjúk dómstilvikum frá því á föstudag og laugardag. Skólar þeir, sem lokaðir voru fyrir helgi, opna ekki í dag og óákveðið, hvenær það verður gert. Ólafur Magnússon, skóla- stjóri á Kiébergi á Kjalarnesi, sagðist hafa kennt til hádegis í gær, en ekki fengið nema þriðjung nomenda, svo að hann hætti. — Það þýðir ekki að þrjózkast við flenzufjárann, sagði hann. Skólinn verður opnaður aftur á fimmtudag. 1 Keflavík er bamaskólinn lokaður, en reynt verður að hefja kennslu þar að nýju á fimmtudag. Kennslu var hætt í árdegisbekkjum (yngri deild- um) gagnfræðaskólans þar í gær, og verður reynt að taka hana upp á föstudag. í síðdegis- bekkjum er ætlunin að hefja kennslu á ný á miðvikudag. Inflúenzufaraldurinn á Akur- eyri hefur færzt í vöxt síðustu daga, og er nú svo komið, að menntaskólanum hefur verið lokað. Verður reynt að opna hann á föstudag. I gærmorgun, er neméndur mættu í tíma, vantaði um 40% þeirra. Áber- andi er, hve inflúenzan leggst miklu meira á yngri nemendur, t.d. vantaði sárafáa í VI. bekk. í gagnfræðaskóíanum og bama- skólunum var kennt í dag. Þar voru vanhöld um 25%. Felld var niður íþrótta- og sund- kennsla. — Fari tala sjúklinga fjölgandi í þessum skólum, mun þeim einnig verða lokað. Skylt að vara við hættunni og undirbúa varnir Gunnar Thoroddsen sagði Jóhann Hafstein um almannavam irnax á fundi fulltiúaráðs Sjálfstæðismannc JÓHANN Hafstein banka- stjóri ræddi um almanna- varnir á fundi í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í gær- kvöldi og gerði grein fyrir frumvarpi því, sem lagt hef- ur verið fram á Alþingi og getið er um á öðrum stað í blaðinu. Hann sagði, að allar nágrannaþjóðir okkar verðu miklu fé til almannavarna og óverjandi væri að gera engar ráðstafanir til varnar þeim hættum, sem allir von- uðu þó, að aldrei dyndu yfir. •Aðgerðarleysi ekki verjandi. Stundum verða menn að gera annað en gott þykir, sagði Jó- hann Hafstein, og á styrjaldar- árunum voru hér loftvarnir, en síðan féllu þær niður. Aftur á móti hafa nágrannaþjóðir oikikar á undanförnum árum varið miklu fé til almannavarna. Varöarfundur í kvöld um skattamál í KVÖLÐ efnir Vörður til al- menns umræðufundar um nýju skatta- og útsvarsfrumvörpin, sem ríkisstjórnin flytur á yfir- standandi þingi. Frummælandi á fundinum verður Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, en að ræðu hans lokinni verða frjálsar umræður. Fundur þessi verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 20.30. — UNDANFARNA daga hefur gengið erfiðlega með útburð blaðsins v'egna imkilla veikinda meðal barna, sem bera út. — Kaupendur mega því búast við að fá blaðið í seinna lagi, en reynt veiour að bæia úr því eftir fremsta megni. — Þegar ástand heimsomálanna versnaði vegna Kóreustyrjaldar- innar árið 1951, töldum við ís- lendingar óverjandi að gera ekk- ert til varnar, og tók lofbvarnar- nefnd þá til starfa að nýju og hafði fyrstu árin til ráðstöfunar 1% millj. kr. á ári, að hálfu frá ríkimu, en Reykjavíkurborg greiddi hinn helminginn. Vinstri stjórnin felldj niður fjárveiting- ar ríkisins, en Reykjavík hélt á- fram að greiða kostnað loft- varnanefndar, sem síðustu árin miðaði þó aðeins við viðhaid birgða og hjúkrunargagna. Þegar Rússar sprengdu hel- sprengjur sínar í haust, þótti ekiki lengur unnt að láta þessi mál liggja í láginni, og hóf ríkis- stjórnin þá í samráði við borgar stjórann í Reykjavík undirbún- ing að almannavörnum hér á svipjaðan hátt og gert er t.d. á Norðurlöndum.' Lögreglustjórinn í Reykjavík og borgarlæknir fóru stu'.ta ferð til Norðurlanda til að kynna sér þessi máil, og siðan komu hingað sérfræðingar Framhald á bls. 23. Jóhann Hafstein í þessu heiðskíra veðri, sem verið hefur undanfarið á Suð- urlandi, hefur oft verið fagurt að horfa niður yfir landið úr flugvél. Þessa mynd tók Björn Pálsson fyrir nokkrum dög- um úr flugvél sinni, er hann flaug yfir Vatnajökui. Sést hvar Morsárjökull skríður æði úfinn niður í áttina til Bæjarstaðaskógar. Sinubrunar og skúrbruni TALSVERT hefur verið hringt til slökkviliðsins að undanförnu vegna sinubr^nna. — Kl. 17 á sunnudag fór slökkviliðið inn að Sundlaugum, en þar höfðu krakkar kveikt í sinu á svæð- inu milli Lauganna og Lauga- lækjarskóla. — Einn drengur brenndist eitthvað á fæti, þegar hann missti logandi eldspýtu niður á sokkinn sinn. Klukkan tæplega hálfþrjú á mánudag kom upp eldur í skúr við Fálkagötu 22 á Grímsstaða- holti. Brann Skúrinn að tölu- verðu leyti, áður en eldurinn var slökktur. Þriggja vikna stillur Skotfæri fyrir bíla á hjarninu á hálendinu #W Kförnefnd kosin Á FUNDI fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna var kosið í kjörnefnd til að annast upp- stillingu við borgarstjórnar- kosningamar í maí. Eftir regl um fulltrúaráiðsins er stjóm þess og formenn Sjálfstæðis-] ifélganna sjálfkjörin í nefnd- ina en fulltrúaráðsfundur kýs menn til viðbótar. Fullskipuð er kjörnefndin þannig: Birgir Kjaran Baldvin Tryggvason, Gróa Péturs- ■ dóttir, Davíð Ólafsson, Helga Marteinsdóttir, Bjami Bein- teinsson, Jón Kristjásson, .Sirgir Gunnarsson, María Maack, Höskuldur Ólafsson, Magnús Jóhannissson, Baldur Jónsson, Styrmir Gunnars-i son, Soffía Ólafsdóttir og Stefán Hannesson. UNDANFARNAR þrjár vikur hafa verið stillur hér á Suður- landi og er það óvenjulegt svo langan tíma á þessum tíma árs. Stillta veðrið kom upp úr 20. febrúar, eftir langan umhleyp- ingakafla, en þá var hæð yfir landinu og mikið háþrýstisvæði, sem kunnugt er af fréttum. Um mánaðamótin breyttist yfir í NA- átt og hefur síðan verið bjart veður sunnanlands, með dálitlum vindi stundum, en á Norðurlandi hefur verið éljagangur. Er Mbl. spurðist fyrir um það á Veður- stofunni í gær, hvort sæjust nokk ur merki um að þessum stillu- kafla færi að ljúka, sagði Péli Bergþórsson að svo væri ekki. Hann yrði sennilega eitthvað fyrst um sinn. Þó væri kominn svolítið suðaustlægari átt á haf- inu hér fyrir sunnan, sem gæti táknað breytingu, en hún gæti gengið hægt fyrir sig. GUÐMUNDUR FÓR INN Á HÁLENDIÐ Guðmundur Jónasson fjalla- bílstjóri stóðst ekki þetta fallega veður og fór um helgina með ferðafólk í tveimur Dodge Weap- on bílum á fjöll. Komust þeir alla leið inn í Tungnaárbotna vestan í Vatnajökli og óku meira að segja um 2 km leið upp í jökulinn á bilnum. Sagði Guð- mundur í gær, að ekið hefði ver- ið á hjarni alla leiðina og yfir Tungnaá á ís og ferðin gengið svo vel, að þessi 250 km leið inn á öræfin hefði verið ekin á 8 tímum. Hefur Guðmundur farið einu sinni áður þarna inn eftic Framhald á bls. 23, Bólusóttar- varnir enn viðhafðar VARNIR við bólusótt eru enn viðhafðar hér, því að annað veifið berast fréttir af nýjum sjúkdómstilvik- um erlendis. Er því fylgzt með fólki, sem kemur hing að frá svæðum, þar sem sýkingar hefur orðið vart, eða grunur leikur á um sýkingu. Eins er fólki, sem ætlar að ferðast til út- landa, ráðlagt að láta bólu- setja sig áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.