Morgunblaðið - 24.03.1962, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.03.1962, Qupperneq 3
3 Laugardagur 24. marz 1962 MóKCVNnr ÍrlT? *>^i STAKSTEINAR „Krafa Morgunblaðsins" Hér sést á eitt pökkunarborðið I Hraðfrystistöð Vestmanna- •yja. Húsmæður í Eyjum kunna vel til verka í frystihúsum, ekki síður en í eldhúsinu heima hjá sér. — í marz og april tvískipta margar húsfreyjur starfi sínu þannig, að þær sinna húsverkum á m<orgnana, en vinna að fiskpökkun og öðrum framleiðslustörfum síðari hluta dags. Þetta kemur sér mjög vel, því að oft er skortur á fólki til starfa. Einn Vestmannaeyjabáta heldur út með netin. Sett er á fulla ferð, svo að reykjarstrókar standa upp úr reykháfin- um. Með dýptarmæli og fisksjá skal sá guli finnast, og þá er ekki beðið með að dengja netunum í sjóinn. Netatrossur aftur á dekki og baujur frammi í stafni. eins miklar vonir um afstöðu Framsóknar til þessa máls eins og Alþýðublaðið. Sannleikurimi er sá, að Framsóknarmenn hafa aldrei tekið undir með þeim, sem . bent hafa á nauðsynina, að hér verði sett löggjöf gegn einokun 1 og hringamyndunum. Ástæðan, til þess er sú, að SÍS hefur víða ein- okunaraðstöðu, sem það fyrir- tæki vill ekki missa undir nein- um kringumstæðum, og Fram- sóknarmenn vilja heldur ekki að el'tirlit sé haft með hringum, vegna þess að slíkt eftirlit hlyti að snerta Samband íslenzkra samvinnufélaga. Þessari Iöggjöf verður því vafalaust að koma á í andstöðu við Framsóknarflokk- inn og sjálfsagt líka kommúnista, f*Aa a IW lr ón Kol»41.-4- Hér er mb. Reynir í Vestmannaeyjum að koma að með 500—600 tunnur af einstaklega fallegri síld. Fyrir tveimur til þremur árum hefði það verið til stórviðburða, og fyrir fimm árum jafnvel óhugsandi, að bátar kæmu að nr.eð síld úr róðri í marzmánuði, þegar netavertíð og þorskveiðar ættu að vera að komast í algleyming. AUt útlit bendir nú til þess, að síldveiðar ætli að létta mikið á öðrum veiðiskap. — Þessi bátur ásamt nokkrum öðrum í Vestmannaeyjum hefur verið með net í sjó, en annan daginn fara þeir nt.eð ýsu- og síldarnót. — Slæmt er, að vinnuafl er ekki nóg i Iandi, til þess að vinna aflann í það verðmæti, sem mest gefur í aðra hönd. í Eyjum virðist ekki vera hægt að frysta nema mjög takmarkað magn, þegar þessi tími er kominn. T. d. fór mestur hluti aflans úr mb. Reyni ásamt 300—400 tunnum, scm veiddust á mb. Gjafari, í bræðslu, þótt þetta væri mjög stór og falleg síld. vellinum, en „margt er skrýtið í þorskmaganum“ mætti alveg eins segja í verstöðvunum. Það er ekki nóg með það, að þorskurinn gleypi stærðarhnullunga, eins og stund- um hafa birzt myndir af í blöðunum, heldur fannst þessi handfærablýsakka með áfestum öngli og gervibeitu niðri í þorskmaga úti í Eyjum. fyrir skemmstu. Fiskurinn veiddist af Gullborgu, og kom sakkan, sem vegur 2150 grömm, í ljós við aðgerð í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. — Á sökkunni er nafn, sem er heldur ólæsilegt, en virðist helzt vera „Trolla 8“. E.t.v. kannast einhverjir Færeyingar eða Norðmenn við nafnið. - Fyrir skömmu birtást hér f blaðinu greia eftir Jón Leifs tóa- skáld, þar sem hann stingur upp á því, að Islendingar k/omi sér upp 5000 manna varnarliði og verði þannig virkir þátttakendur í vörnum gegn yfirgangi ofbeld- ismanna. Morguniblaðið taldi sjálfsagt að birta grein þessa og leyfa Jóni Leifs þannig að setja fram sjónarmið sin, án þess að blaðið tæki undir orð hans. Varn- armál eru meðal vandasömustu málefna sérhverrar lýðræðisþjóð- ar. Þess vegna er ekkert eðli- legra en ræða þau opiniberlega og leyfa hinum ýmsu sjónarmið- um að koma fram. Varnarmálm voru nýlega rædd á umræðufundi í Heimdalli, eins og frá var skýrt á æskulýðssíðu S.U.S. hér í blað- inu í fyrradag. Styrmir Gunnars- son, stud. jur. hélt þvi þar fram, að mjög þyrfti að efla varnir íslands, fyrst og fremst með gagn flaugum. Kommúnistablaðið seg- ir í gær, að Morgunblaðið hafi gert skoðanár Styrmis að sínum með þvi að hindra ekki birt- ingu þeirra. Spurningin er þá þessi: Hversvegna hélt Moskvu- málgagnið þvi ekfki einnig fram, að Morgunblaðið aðhylltist skoð- anir Jóns Leifs, þegar grein hans var birt? Lög gegn einokun Morgunblaðið hefur lengi bar- í | ist fyrir þvi, að hér á lanidi yrði sett löggjöf til að hindra hringa- myndanir og hafa eftirlit með þvi að ekki myndist óeðlilegur einokunargróði. Alþýðublaðið hefur tekið undir þessi sjónarmið og segir m. a. i ritstjórnargrein í gær: „Þróun mála er að komast á það stig hér, að gera verður samskonar ráðstafanir og í öðr- um löndum. Hafa ýmsir aðilar skilið nauðsyn þess og er sér- staklega gleðiefni að Verzlunar- ráð íslands skuli hafa mælt með því, að slík löggjöf verði sett.“ Síðan víkur Alþýðublaðið að þvi, að flutt hafi verið tillaga á Alþingi þess efnis að sett verði sérstök löggjöf um sölusamtök útflutningsatvinnuveganna. Síð- an segir: ,jÞað vakti athygli,, að eini . þingmaðurinin, sem stóð upp ttl að malda í móinn var gamal- reyndur samvinnuleiðtogi, Skúli Guðmundsson. Hann virtist koma af fjöllum hvað snerti þörf á löggjöf gegn einokun og óeðli- legum fyrirtækjasamsteypum. Þó hafa samvinnumenm um allan heim haft forystu í þessari bar- áttu . . . Er þvi sjálfsagt að gera ráð fyrir að íslenzkir samvinnu- menn styðji þessa sókn, enda þótt Skúli misstígi sig örlítið.“ Afstaða Framsóknar SIGURGEIR Jónasson, ljósmyndari Morgxm- blaðsins í Vestmanna- eyjum, tók myndirnar hér á síðunni úr at- hafnalífinu í Eyjum. — Vertíðin er þar í fullum gangi og jafnvel síldveiðar stundaðar. — Fréttirnar, sem fylgja myndunum, eru einnig frá Sigurgeiri. Núna eru Vestmannaeyjabátar sem óðast að taka netin. AUar bryggjur hafa verið þaktar netagrjóti, kúlum og alla vega litum netum. Sjómenn hafa staðið í að hanka grjót og steina netin niður, því að ekki veitir af netunum, þegar þorskurinn fer að skríða i þau eftir loðnuofátið. — Á þessari mynd eru sjómenn af mb. Atla að steina niður. Þeir standa uppi, á uppfyllingunni og steina beint niður á dekkið á bátnum. I baksýn sést mh. Suðurey, sem einnig er að taka net. Myndir ur Eyjum it

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.