Morgunblaðið - 24.03.1962, Síða 9
laugardagur 24. marz 1962
MORCVNBL4ÐIÐ
9
Gunnlaugur Björnsson
bóndi og kennari, Brimnesi, Skagaíirði
'* F. 26/6 1891. — D. 14/3 1962
GUNNLAU'GUR var fæ-ddur á
Narfastöðum í Viðvíkursveit.
Foreldrar hans voru Björn bóndi
©g trésmiður á Narfastöðum o.v.,
f. 1864, d. 1951, Gunnlaugsson,
(bónda og gullsmiðs á Narfastöð-
um, Björnssonar prests í Hvammi
í Laxárdal o.v., Arnórssonar. Er
Iþetta beinn karlleggur frá Árna
(biskupi Þórarinssyni á Hólum d.
1787. Kona Björns smiðs og móð-
ir Gunnlaugs í Brimnesi var Hall-
dóra, f. 1861, d. 1951, Magnús-
dóttir, bónda í Enni í Viðvíkur-
sveit, Gunnlaugssonar, bónda í
Fremri-Svartárdal. d. 1832, Magn
ússonar, bónda á Hóli í Tungu-
sveit, d. 1810, Gunnlaugssonar
ihreppstjóra á Hofi í Dölum. Er
jþetta gömul skagfirsk bændaætt.
f kvenlegg var Gunnlaugur
Ikominn af Djúpadalsætt og af
einni af dætrum Björns prests í
Bólstaðahlíð, Jónssonar, svo
nokkuð sé nefnt, og skal það
ekki rakið hér frekar. —
Gunnlaugur ólst upp með for-
eldrum sínum. Fór svo í Kenn-
araskólann og útskrifaðist það-
an 1916. Varð kennari í Viðvík-
urthreppi 1916—1917. Heimilis-
(kennari á Hólum í Hjaltadal
1917—1919. Kennari við Bænda-
skólann á Hólum 1919—1922.
Fór þá utan og dvaldist við nám
á Lýðskólanum Askov og Voss
1922—1923.
Varð þar næst starfsmaður hjá
TJngmennafélagi íslands 1924—
1928 og jafnframt ritstjóri Skin-
faxa þessi ár. Kennari við Bænda
S'kólann á Hólum að mestu sam-
fellt frá 1928—1952. Bóndi í
Brimnesi í Viðvikurhreppi frá
1929 til æfiloka, en Brimnes var
settarjörð konu hans. Gunnlaug-
ur átti sæti i hreppsnefnd Við-
víkurhrepps all mörg ár og var
oddviti nefndarinnar frá 1932—
1942. Hann var greindur maður,
samvizkusamur og vel metinn
kennari og góður bóndi, er naut
á því sviði dugnaðar konu sinnar
vegna langvinnrar fjarveru frá
Iheimili sínu sökum kennslustarfa
Ihans. Hann var dugnaðar maður
við það sem hann gekk að, meðan
kraftarnir leyfðu.
Gunnlaugur fékkst auk þessa
talsvert við ritstörf. Rit eftir
'hann eru Hóiar í Hjaltadal 1937
og Hólastaður, er kom út 1957.
Hann var ennfremur ritstjóri
nokkurra árganga af búnaðar-
ritinu Búfræðingnum. Loks
kem ég að þeim þætti í starfi
Gunnlaugs, sem mér er alveg
sérstaklega skylt að minnast.
Hann var áhugasamur félagsmað-
ur Sögufélags Skagfirðinga, unni
þjóðlegum fræðum og sat lengi
í stjórn félagsins, allt til æviloka.
Hann var einn af samstarfsmönn-
um mínum við samningu og út-
gáfu Jarða- og búendatals í
Skagafjarðarsýslu frá 1781—1958
og vann ásamt fleirum að fyrir-
huguðum Æfiskrám Skagfirð-
inga, er hann féll frá. Er bar nú
skarð fyrir skildi.
Fyrir allt þetta og fyrir sam-
starf okk'ar votta ég honum mín-
ar beztu þakkir.
Gunnlaugur kvæntist árið 1925
eftirlifandi konu sinni, Sigur-
laugu Sigurðardóttur, Jónsson-
ar bónda á Hvalsnesi og konu
hans Guðrúnar Símonardóttur
frá Brimnesi, dugnaðar- og mynd
arkonu. Einkabarn þeirra er
Björn bóndi í Brimnesi.
Jarðarför Gunnlaugs fer fram
í Viðvík í dag, þann 24. marz.
Jón Sigurðsson.
Samkomui
Þingstúka Reykjavíkur
Munið aðalfundinn, sem hefst
kl. 2 e. h. í dag.
Kristniboðssambandið.
Kveðjusamkoma fyrir Jóhann
Guðmundsson flugumferðarstjóra
sem er á förum til Arabíú, verður
í kristniboðshúsinu Betaníu, Lauf
ásvegi 13, sunnudaginn 25. þ. m.
kl. 5 e. h. Allir eru velkomnir.
Fíladelfía
Tage Sötoerg talar kl. 8.30. —
Samkoma
alla sunnudaga á færeyska sjó-
mannaheimilinu kl. 5. Allir vel-
komnir.
Kristilegar samkomur
Sunnudag í Betaníu, Laufásv.
13 kL 8.30 (ekki kl. 5) í Keflavík
mánudag, og Vogunum þriðju-
dag. „Nemið staðar og heyrið orð
Drottins Velkomin. Helmut L.
og Rasmus Biering P. tala.
PÁSKAFERÐ
Mynd þessi er frá borginni eilífu RÓMAB ORG, sem er meðal þeirra staða, sem
heimtóttir verða í páskaferð Ferðaskrifstofunnar LÖND & LEIÐIR. Dvalið verður
6 daga á eyjunni CAPRI, vinsælasta ferðamannastað ÍTALÍU. Auk þess verður kom-
ið til:
Allar- upplýsingar veita umboðsmenn
okkar utan Reykjavíkur:
Akranes: Bragi Þórðarson, Kirkjub. 19.
Borgarnes: Þorleifur Grönfeld kaupm.
ísafjörður: Alfreð Alfreðsson.
Akureyri: Kristján Aðalsteinsson,
SÍBS umboðið.
Húsavík: Gunnar S. Karlsson
Neskaupstað: Karl Hjelm, Melbraut 12
Vestm.eyiar: Gísli Bryngeirsson úrsm.
Hvolsvöllur: Gunnar Alexandersson.
N A P O L I
P O M P E I
SORRENTO
VESUVÍUS
og verið sjálfan páskadag í
R Ó M
Fararstjóri: Einar Pálsson
FERÐASKRIFSTOFAN
LL
LÖND
&
LEIÐIR
Tjarnargötu 4
Opið milli kl.
sunnudag.
Sími 36540
—5 laugardag og
Samkomuhúsið Zion, Óðinsg. 6A.
Á morgun:
Almenn samkoma kl. 20.30. —
Allir velkomnir.
Keflavík — Tjarnarlundur
Gunnar Sigurjónsson og Ólaf-
ur Ólafsson tala á samkomunni í
Tjarnarlundi í kvöld kl. 8.30. —
Allir velkomnir.
H I L
0
Sjónvarpstæki
margar gerðir.
Verð frá kr. 15.100.
Sjáum einnig um uppsetningu
loftneta
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Raftækjadeild
O. JOHNSON & KAABER H.F.
Hafnarstræti 1.
Trésmiðir og verkamenn
óskast
Byggingaiél. Brn hf.
Sími 16298 og 16784
Vantar vana
aðgerðarmenn og flakara
Sænsk-íslenzka frystihúsið h.f.
Langavatn
Að gcfnu tilcfni skal tckið fram að veiðiklúbburinn
Strengur hefur Langavatn á leigu fyrir landi Borg_
arhrepps og Stafholtstungnahrepps og er öllum
óheimii veiði þar án leyfis.
Veiðiklúbburinn STRENGUR
Rösk og ábyggileg
aðstoðarstúlka
óskast nú þegar á tannlækningastofu við Miðbæinn.
Tilboð, sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf,
merkt: „Klinikdama 4165“, leggist inn á afgr. Mbl.