Morgunblaðið - 24.03.1962, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.03.1962, Qupperneq 16
M on crvnr AÐIÐ Laugardagur 24. marz 1962 lf GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu _______ 17 _____ Gir.a var fyrr tilbúin en frúin eftir hádegisverð, og meðan hún beið, var eitthvað, sem dró hana að sundpollinum. Hún tók þar upp kveikjarann sinn og vindling ana. Hún hafði ekki séð Mario allan morguninn og kærði sig heldur ekki um það. Fyrst þarf ég kjólaefni, sagði frú Lolyta, þegar bíllinn snigl- aðist gegn um umferðina á aðal- götunni. Don Diego sendir flug- vél til Manila eftir saumakon- unni. Hún leit á Ginu. Þú ert að hlæja að gamalli konu fyrir að geta komizt í svona uppnám út af kjól, sagði hún, en þegar kon- an á bara einn son og sá sonur ætlar að fara að giftast stúlku, sem henni líkar við, þá er kjóll- inn mikilvægt atriði. Aftur heyrði Gina orðin og allt aðra merkingu í þeim. Átti þetta líka að vera broddur, ætlaður henni? Eða var það kannski ein- tóm ímyndun? Þær voru einar í búðinni í kæf- andi molluloftinu og kaupmaður- inn stóð sjálfur við hlið þeirra með bukti og beyingum og sýndi þeim fínustu efni, sem hann átti til. Loksins valdi Lolyta rjóma- litt japanskt silki svo.þykkt, að Gina efaðist um, að hún mundi lofta því. Ég held ég taki þetta, sagði hún. Finnst þér það ekki, Gina? bætti hún við, því að hún hafði séð hik á henni. Ég mundi taka þetta, sagði Gina og benti á grænt flauel. Flauel í hitabeltinu?! æpti frú- in. Ég mundi stikna í því! Það væri mér sama, sagði Gina. Ég mundi fara í það engu að síður. Þá skaltu fá það, sagði frúin. Þú þarft að fá nýjan kjól, hvort sem er, og þó að þú verðir í honum, skal ég samt hlæja að þér, því að ég veit, að þú verður alveg að kasast í hita. Það er víst bezt að fá perlur við flauelið, sagði frú Lolyta, inni hjá gimsteinasala, þar skammt frá. Já, perlur, sagði hún og tók upp perluband, sem var ekki sérlega stórt en mjög fallegt. Gina vissi, að hún ætti að hreyfa mótmælum, en gat það ekki. Perlurnar voru gullfallegar og alveg samstæðar. Lolyta lagði ekki nema eina spumingu fyrir kaupmanninn: Eru þessar perlur ekki frá perlu- flotanum mannsins mins? Jú, frú, svaraði hann. Ég kaupi ekki nema það bezta. Þær eru dýrar, en.... Verðið skiptir engu máli, tók hún fram í, því að ég ætla að fá þær. Hún sneri sér að Ginu, þeg- ar gimsteinasalinn var genginn frá þeim, og skríkti: Hann veit, að ég hef vit á perlum og hann er feginn að hafa viðskiptin mín. Hann gerir enga tilraun til að pretta mig. Aðeins fátækling- arnir verða að vara sig á að láta pretta sig, Gina. Flestir í húsi de Aviles voru fyrtnir og stuttir í spuna næstu dagana. Þefur af kertavaxi var allsstaðar og einnig af málningu, en úti fyrir glumdi í sláttuvélun- um í garðinum. Garðyrkjumenn- irnir skömmuðust við rafvirkj- ana, sem voru að leggja raf- magnstaugar um allan garðinn og rafvirkjarnir rifust við mál- arana, sem voru að hressa við veggina á sundlauginni, þegar rafvirkjarnir þurftu að koma fyrir ljósum þar. Ef nú rignir... .guð minn góð- ur, ef nú rignir! sagði frú Lolyta og yar kvíðin. Æ, þú þarna! hreytti hún í manninn sinn. Þú ættir að setjast að í skrifstofunni eða klúbbnum, meðan á þessu stendur, svo að þú sért ekki allt- af fyrír. Einkennisbúningar voru saum- aðir handa aukaþjónunum, sem höfðu verið kallaðir alla leið frá búgarðinum á Leyte, Casa de Campo og strandhúsinu í Talisay. KROMHOUT DIESEL Höfum tilbúna til afgreiðslu strax eina 375 hestafla KROMHOUT skips-diesel- vél, með öllum útbúnaði til niðursetn- ingar. BUKH DIESEL BUKH DIESEL Höfum fyrirliggjandi 24 hestafla BUKH dieselvélar, með öllum útbúnaði til nið- ursetningar í trillubáta. Magriús O. Olarsson Garðastræti 2 — Reykjavík. Símar: 10773, 16083 og 16772 Hljómsveitir voru prófaðar og eldhúsin gerð í stand, en uppi á loftinu voru saumakonur önnum kafnar við kjólana. Eitt andar- takið stóð frú Lolyta grafkyrr, til að láta máta á sér og það næsta var hún hlaupin til að sansa einhvern reiðan sendil eða uppstökka eldabusku. Boð voru send væntanlegum gestum í pósti, síma eða með sendimanni. Flugvélin var stöðugt í gangi til Shanghai og Manila og fór meira að segja eina ferð til Ástralíu. Já, það var mikið að snúast og margt að hugsa. En heima hjá Sffredo Jands- stjóra var ekki minna um að vera, því að þar fór fram undir- búningur að hátíðlegu brúðkaupi, sem átti að fara fram í sjálfri dómkirkjunni, að viðstöddum nokkrum þúsundum gesta. Boðin gengu í allar áttir, bæði til Evrópu og Asíu. Þetta varð Gina allt að horfa á, og fann sárt til þess, að ihún var að missa tækifærið sitt út úr höndunum. Hún var algjörlega magnlaus, en fann, að tækifærið var rétt framan við fingurna á henni, án þess að hún vissi, hvernig hún ætti að höndla það. Eitt vissi hún að minnsta kosti: Það var ekki vísasti vegurinn til árangurs að láta Vicente fá vilja sínum framgengt. Vicente virtist algjörlega 6- snortinn af öllum þessum hama- gangi, rétt eins og þetta væri einhvers annars manns brúð- kaup. Og enn þráði hann Ginu. Og hann gaf það líka ótvírætt í skyn einu sinni þegar hann kom að henni í línskápnum, en þang- að hafði hún farið, svo að María frænka þyrfti ekki að leggja það á fæturna á sér að ganga upp stigann. Hann kyssti hana léttilega áð- ur en hún gæti ýtt honum frá sér. Það fara að verða síðustu forvöð hjá- þér, Gina, sagði hann. Hvað áttu við? Til að ná í mig. Láttu ekki eins og bjáni. Hún reyndi að komast fram hjá hon- um en hann hélt henni fastri. Mér hefur aldrei dottið neitt slíkt í hug. Nú.. ekki einu sinni þegar þú varðst þess vör, að Diego var blásnauður en ég ríkur? spurði hann hlæjandi, en svo varð hann alvarlegur aftur. Þú skalt ekki fara að setja þetta brúðkaups- stand neitt fyrir þig, Gina. Það er hvort sem er ekki annað en Xátalæti og fyrir forms sakir. Hann dró hana að sér, en kruklað lakið var milli þeirra, en svo datt það á gólfið og varif þeirra mættust og hún fann hjá sér ástrxðu, sem hún mundi ekki ráða við. Hversvegna ættum við að neita okkur um það, sem okk- ur langar bæði í? sagði hann og varir þeirra næstum snertust, en þó ekki alveg. Hafðu hurðina ó- læsta hjá þér í kvöld, Gina, þá kem ég til þín. Það kvöld heyrði Gina, að drepið var létt á dyr, hún heyrði lásinn snúast og skrölta í hurð- inni, þegar hann fann, að hún var læst. Hún heyrði hann fara burt, bölvandi. XII. Kvöldið eftir sat Gina við snyrtiborðið og var að laga á sér hárið, og furða sig á því, hve fljót hún hefði verið að tileinka sér lifnaðarhætti ríka íólksins. Henni fannst hxin vanrækt af þvi að Anna var ekki þama til stað- ar til þess að renna í baðkerið — hún hafði orðið að eftirláta ein- hverjum gestum þernuna sína. Hvert herbergi í húsinu var nú fullt og margir gestirnir höfðust við úti á skemmtiskipinu. Gina leit á smargaðinn á fingr- inum á sér. Steinninn var fer- hyrndur og mjög stór og var enn meir áberandi vegna litlu dem- antana, sem umgirtu hann. Frú Lolyta hafði skotizt inn í her- bergið hennar skömmu áður og gefið henni hann. En því eruð þér að þessu? spurði Gina og strauk hringinn léttilega. Ég sá hann af tilviljun í öskj- unni minni, svaraði Lolyta létti- lega og þá datt mér í hug kjóll- inn þinn. Þetta er kaldur steinn, Gina, og ég hef aldrei verið hrif- in af honum, en þú þarft eitt- hvað kalt með þessu heita flau- eli. Hún hló. En ef ég nú týndi honum? spurði Gina. Ég gæti ekki borgað hann á þúsund árum! Þá skulum við bara kalla hann brúðkaupsgjöf, sagði Lolyta dræmt. Og það minnir mig á, að ég fékk í dag stutta orðsendingu frá Diego. Hann ætlar ekki að koma á dansleikinn og ekki til Cebu fyrr en þú sendir eftir hon- um. Hann segir, að þú skiljir það. Eða hvað? Já, ég skil það, svaraði Gina, án þess að vita, hvað hún var að segja, og nú sneri hún hringnum milli fingranna og var hugsi. Hann var alltof dýr fyrir svona tilefnislausa gjöf, eins og frúin gaf í skyn, að hann væri. Var hún kannske að múta henni? Og £ hvaða tilgangi? Var hún að fá hana til að láta Vicente í friði, og vissi hún, að sú var alls ekki ætlun hennar? Ég er víst að verða gömul, sagði Lolyta, því að ég skil ekki lengur unga fólkið. Gina lauk við að klæða sig og síðast setti hún á sig hringinn, sem hún var að fá. Þá var hún tilbúin. Hún stanzaði andartak á stigagatinu og horfði niður í for- salinn. Það hafði verið dregið úr rafmagnsljósunum en kveikt á fjölda kerta í staðinn. Húsbænd- urnir stóðu skammt frá dyrunum að heilsa gestunum, brosandi og vingjarnleg. Landsstjórahjónin virtust mjög glöð og Luisa virt- ist hamingjusöm. Vicente var á svipinn eins og honum leiddist. Svo kom hann auga á hana og gekk að stiganum og enn sá hún, hve glæsilegur hann var. Hvíti jakkinn fór honum svo vel og svo var hann með dökkraut háls- bindi og samlitt blóm í hnappa- gatinu. í kertaljósinu sýndist hör und hans enn dekkra en áður, augun enn dekkri og tennurnar en hvítari. Hann tók hönd hennar og snerti fingurna með vörunum. Ég hef aldrei séð þig svona fallega.... og girnilega, sagði hann. Ertu farinn að leggja fyrir þig gamaldags kurteisi? Já, ég bregð henni fyrir mig stöku sinnum, sagði hann. En aldrei lengi £ einu Hann hló harkalega. Það er leitt, að ég skuli vera að hjálpa þér niður stigann, þegar ég vildi svo miklu heldur hjálpa þér upp. Luisa bíður eftir þér, minnti Ihún hann á Já, seisei já. Luisa bíður. Luisa >f X- X* GEISLI GEIMFARI X- X- X- — Fíflið hann John Harvey hefur fcveðið upp dóm yfir sjálfum sér. Þeg- ar ég hef lokið við að klippa þetta seg- ulband .... Farðu með það til öryggis- eftirlitsins. Segðu þeim að ég sé far- inn til að annast John Harvey vegna þess að hann ógnaði þér. Láttu þá hlusta á segulbandið sem sönnun! En ekki láta þá fara strax á eftir mér! Reyndu einhvem veginn að tefja þá .. .... þar til þú ert viss um að ég hefi rutt John úr vegi! bíður alltaf Hún kemur víst tU. að bíða alla ævi. Lolyta leit út eins og smábrúða þar sem hún stóð við hlið eigin- manns síns. Hún var ekki að reykja en hélt samt á munn- stykki úr fílabeini i hendinni og veifaði því um leið og hún tal- aði. Hún hafði ekki annað skraut á sér en fornlega brúðkaupsháls- keðju engan demant í eyrunum og engan hring á fingrunum. Enda þótt perluflotinn mannsins hennar veiddí kannske hundrað perlur á dag þá bar hún enga þeirra. Það mátti með sanni segja, að þarna væri aiþjóðasamkvæmi. Spánverjar töluðu við Ameríku- menn og Filipseyingar við Eng- lendinga. Þarna voru Frakkar, Italir og jafnvel Hollendingar, fáeinir Þjóðverjar og Norður- landabúar. Þarna var indverskur fursti með vefjarhött, með konu sinni, sem var kubbsleg, dökk og ljót, með roðastein í nefinu og aðra steina eins og egg að stærð í kjólnum. Allt þetta fólk var þarna saman komið til þess að heiðra Don Diego de Aviles, aðal- eiganda fyrirtækisins De Avilea & Co., og son hans, sem brátt mundi verða Don Vicente. Gina reikaði inn í borðsalinn, þar sem maturinn stóð reiðubú- inn á hlaðborðum. Matreiðslu- menn £ hvítum jökkum stóðu við fjörutiu feta langa borðið og þjónustustúlkur eltu hvern gest til þess að þjóna honum við mál- tíðina Þetta mundi nægja til að metta hvern svangan mann á öllum eyjúnum, sagði rödd fyrir aftan Ginu, og er hún leit við, sá hún, að þarna var kominn Blas Banos. Þú! sagði hún hissa. Ekki datt mér i hug.... .... að kynblendingur væri vel kominn hér, lauk hann setning- unni fyrir hana. Það væri það heldur ekki undir venjulegum kringumstæðum, en Vicente var ósveigjanlegur og mátti betur, og svo sigraði Don Diego líka fyrir sitt leyti, þar sem ættir þeirra Sffrecto eiga nú að tengjast. Þesa vegna getur hann staðið sig við að vera frjálslyndur og láta und- an. Gina skynjaði enn, eins og forð um í strandhúsinu, að Blas var að bíða eftir einhverju. Vinátta hans og Vicentes var einkenni- legs eðlis, líkast sambaiidi kenn- ara og nemanda, því að þeir gátu lítið átt sameiginlegt með fimm- tán ára aldursmun. Blas var ekki að sælast eftir peningum, og því gat Gina ekki skilið, hversvegna hann var að sækjast eftir vin- áttu, sem gat £ hæsta lagi gefið hunzun og lítilsvirðingu í aðra hönd. SHÍItvarpiö Laugardagur 24. marz 8.00 Morgunleikfimi (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl, — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar, — 9.10 Veðurfregnir. — Tónl, 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigu»' jónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — (15.00 Fréttir). 15.20 Skáþáttur (Guðmundur Arnlaugs son). 16.00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Stefán Guðjohnsen). 16.30 Danskennsla (Hreiðar Ástvalds- son). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Guðrún Þorsteinsdóttir kennari velur sér hljómplötur. 17.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin a8 loftsteinum*' eftir Bernhard Stokke; IV. (Sigurður Gunnars- son.) 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur bama og ungl- inga (Jóírt>áLsson). 18.55 Söngvar í léttum tón. — 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Kvöld í Vínarborg**: Fílharmon- íusveit borgarinnar leikur undir stjórn Rudolfs Kempe. 20.30 Leikrit: ,Mýs og menn" eftir John Steinbeck, í þýðingu Ólafs Jóh. Sigurðssonar. — Leikstjóri; Lárus Pálsson. Leikendur: Dor- steinn Ö. Stephensen, Lárus Páls- son, Steindór -Ijörleifsson, Gísli Halidórsson Árni Tryggvason, Iristbjörg Kj eld, Rúrik Haralds- son, Erlingur Gfjlason, Jón Sig- urbjörnsson og Valdimar Lárus- son. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passísáliiiar (29). 22.20 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.