Morgunblaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 14
14
MORGU1SBLAÐIB
Miðvíkudagur 16. mai 196i
Rappnet
60 x 250 cm.
H. Benediktsson h.f.
SuÖurlandsbraut 4
Sími 38300.
Alúðarþakkir st-ndi ég hér með olium frændum mínum
og vinum, er ser.du mér árnaðaróskir á sjötugsafmæli
mínu hinn 24. apríl síðastiiðinn.
Júlíus Björnsson, Ægissiðu 101 ,Reykjavík
Hjartans þakklæti sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig
á áttatíu ára afmæliSdagmn 11. mai með skeytum, gjöf-
um og heimsóknum. Ennfremur þaKka ég allt frá liðnum
árum. — Guð biessi ykKur öll.
Aðalgeir Flóventsson frá Krosshúsum
Mínar innilegustu þakkir til allra bæði skyldra og vanda-
lausra, sem heiðruðu mig og glöddu á sjötugsafmæli minu,
8. maí sl. með heimsóknum, gjöfum skeytum, blóanum og
hlýjum óskum og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur ÖIL
Guðni Hjálmarsson Skipasundi 80, Reykjavík
Lokað
frá hádegi í dag vegna járðarfarar.
Barnafatagerðin sf.
Solido,
umboðs- & heildverzlun
Hverfisgötu 32
Mercedez-Benz 190 D og 220 S (Ljósm. Ól. K. M.).
Bíla-
sýning
Sportbifreiðin Mercedez-Benz 190 SL, (Ljósm. Ól. K. M.).
Á LAUGARDAG og sunnu-
dag hafði Ræsir h.f. sýningu
á nokkrum bifreiðum í HB-
húsinu við Suðurlandsbraut.
Vakti sýningin mikla athygli
og skiptu gestir þar þúsund-
um.
Þarna mátti sjá þrjár gerð-
ir Mercedez-Benz bifreiða —
(190 SL, 190 D og 220 S),
eina DKW bifreið frá Auto
Union og bandariska Dodge
bifreið af nýjustu gerð. —
Mercedez-Benz bifreiðimar
eru vel þekktar hér, en ein
þeirra, sem á sýningunni var,
er sjaldséð á götum borgar-
innar. Það er „sport“ bifreið-
in 190 SL. Var oft margt um
manninn umhverfis sportbif-
reiðina, enda er hún mjög
glæsileg útlits. Ekki er þó á
alira færi að eignast þennan
kjörgrip, því hann mun kosta
hér um 360 þús. kr.
DKW bifreiðinni hefur áður
verið lýst hér í blaðinu, en
þetta er fjögurra manna fólks
bifreið með tvígengisvél og
hefur í heimalandi sínu V-
Þýzkalandi hlotið viðurnefn-
ið „Das kleine Wunder“ eða
„Litla undrið“.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlót og
jarðarför
INGÓLFS SVEINSSONAR
bifreiðastjóra
Oddfríður Sæmundsdóttir, Guðmundur Ingólfsson
Sæmundui Ingólfsson, Guðlaug Óskarsdóttir,
Gunnar Ingólfsson, Jóna H. Hallbjörnsdóttir,
og systkini hins látna.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnca samúð við andlát og
útför
BJARNA GUÐMUNDSSONAR,
fyrrverandi kaupfélagsstjóra á Hornafirði
Aðstandendur
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
GUÐNA MAGNÚSSONAR
bónda í Haga
Vandamenn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát Og jarðarför eiginmanns míns Og föður okkar
GUDMUND AXEL HANSEN
Þórsgötu 3
Sérstakar þakkir til iækna og hjúkrunarfólks handlækn-
ingadeildar Landspítalans.
Jóhanna Hansen og börn
Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu
við andlát og útför móður okkar
INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR
Buðlungu, Grindavík
Börn hinnar látnu
★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★
ö
»—I
W
★ KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: ★ KVTKMYNDIR ★
Kóvpavogsbíó:
The Sound and the Fury
Mynd þessi, sem er amerísk
og tekin í litum, er gerð eftir
samnefndri skáldsögu Williams
Faulkners, en sagan var met-
sölubók í Bandaríkjunum á sín-
um tíma. Fjallar myndin um fjöl
skyldu á miklu ættaróðali í suð
urrikjunum. Hinn gamli eigandi
búgarðsins, Compson, er fallinn
frá, en eftir situr ekkja hans og
börn þeirra þrjú, Howard, sem
er drykkjusjúklingur, Ben, fá-
viti, og dóttirin Caddy, léttúðug
kona, sem átt hefur barn í
lausaíeik en hlaupizt á brott og
skilið barnið, sem er telpa,
Quentin að nafni, eftir hjá
gömlu konunni, móður sinni.
Auk þeirra, sem nefndir eru
hér að framan, er á heimilinu
fóstursonur Compson-hjónanna,
Jason, dugandi ungur maður og
fyrirvinna fjölskyldunnar. —
Hann reynir af fremsta megni
að reisa við fjárhag fjölskyld-
unnar og óðalið úr þeirri niður-
lægingu, sem það er komið í.
Og hann gerir allt sem hann
getur til að halda Quentin frá
solhnum, en hún er óstýrilát og
óánægð í þessu umhverfi og
læðist út um nætur að leit að
ævintýrum. Móðir hennar hverf
ur aftur heim og ber þess
merki að hún hefur ekki fetað
braut dyggðarinnar á árunum
sem hún var í burtu. Barátta
Jasons er erfið, en með hörku
og þrautseigju tekst honum að
sigrast á erfiðleikunum, jafnvel
að beina Quintin inn á rétta
braut eftir víxlspor hennar og
bitra reynslu af ástarævintýri
með lélegum, ungum manni.
Mynd þessi er mjög efnis-
mikil, átökin í henni sterk og
leikurinn afbragð, enda fara
mikilhæfir leikarar með aðal-
hlutverkin, þau Yul Brynner
(Jason), Quentin (Joanne
Woodward), Margaret Leighton
(Caddy) o. fl.
Gamla bíó:
Ekkert grín
„Áfram“-myndirnar kannast
allir hér við, og flestir horft á
þær sér til ánægju. Höfundur
þeirra mynda hefur einnig gert
mynd þá, sem hér er um að
ræða, enda er myndin létt og
skemmtileg, en þó alvara á bak
við gáskann. — Efni myndar-
innar er í stuttu máli það, að
David Robinson og Catherine,
kona hans, og Richard, sonur
þeirra, koma á sveitasetrið
Chsirtham, sem þau hafa fengið
að erfðum. Þau sjá þegar að
þau hafa ekki efni á að búa
þarna ein og því taka þau það
til bragðs að stofna þarna dval-
arheimili fyrir börn auðugra
foreldra, sem ekki gefa sér
tíma til að sinna börnum sín-
um. Heimilið fyllist fljótlega af
börnum og koma þau í fylgd
með foreldrum sínum, er kynna
sig og halda síðan á brott. Er
þetta fólk af öllum stéttum og
þjóðernum, en allt auðugt og
með sínum stétcareinkennum.
Börnin bera greinilega með
sér í háttum sínum hvernig að
þeim hefur verið búið í for-
eldarhúsum og reynast örðug
viðureignar í fyrstu. En hjónin,
sérstaklega frú Catherine, lær-
ir fljótt tökin á þeim, skilur að
börnin þarfnast fyrst og fremst
umhyggju og hlýju og því vinn-
ur hún brátt trúnað þeirra. Og
að loknum dvalartímanum
koma foreldrarnir að sækja
börn sín, en .þá vandast málið.
Börnin neita að hverfa heim
nema með því skilyrði að for-
eldrarnir taki tillit til þeirra og
sýni þeim þá elsku og um-
hyggju, sem öll börn 'þrá og
eiga tilkall til.
Þetta er góð mynd, skemmti-
leg og boðskapur hennar vissu-
lega þess virði að honum sé
gaumur gefinn.
Robinson-hjónin leika þau
Leslie Phillips og Geraldine
McEvans. Garðyrkjumanninn
gamla leikur Noel Purell og
eldabuskuna leikur Joan Hick-
son, allt góðkunnir leikarar í
enskum gamanmyndum.
London, 14. maí — AP.
★ Geimvísindamenn, sem nú
sitja ráðstefnu í Brighton,
teij-a, að einhver eða öll aí
fjórum gervitunglum, sem
Rússar hafa sent á loft að
undanförnu, kunni að vera
njósnastöðvar.
París, 14. maí. • Boðað hef-
ur verið alls'herjarverkfall, i
24 tíma, meðal járnbrautar-
starfsmarma í Frakklandi.
Hefst það í fyrramálið, þriðju
dag.