Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 1
II Sunnud' 17. júm 1962 Berlínarmúrinn er táknrænn fyrir stefnu kommúnista — stefnu, sem fær ekki staðizt. w\mt f í CC » ; r< : & ><íi SífWWá #ir»fi*fr í*« #» •> ■ ■ *;*? « x;<#>>:> SSfS«*» *««(*!# ".%:<■•■ •'X N { »x... t.v; . *í» : « • fi í : «ÍK-SS!!®> :: *Íf!í)H«!S M«9S)*Í8 (telWlilS U" í ** v í ím t »í <•> < N->' >•? i* U Íí 1 wmm n«vnm Mi siwtna* íý.V: >> íX ■ • Wí -x< >;»* ; <•:: <•:> :S« íí »K' : JifWiSH* *»«»»» )t*Ri)«MS *KWW(# s»f«!í*# ■ V' «y» wfi^^r ■ 9 dr eru liðin frd uppreisn a-þýskra verkamanna — Þrdtt fyrir Berlínarmúrinn og aðrar ögnanir kommúni sta við frelsi, stendur hagur V-Berlínar nú með miklum blóma 17. JÚNl er tákn frelsisbar- áttu víðar en á Isiandi. Fyrir réttum 9 árum, 17. júní 1953, gerðu verkamenn í A-Þýzka- landi uppreisn gegn ógnar- stjórn kommúnista. I fyrsta skipti í nútímasögunni risu verkamenn upp gegn stjórn- arkerfi, sem talið er afleið- ing af byltingu verkamanna. Hér sannaðist áþreifanlega, hvernig „hin nýja stétt“, stétt valdhafanna, í ríkjum kommúnista, hefur byggt völd sín á svikum við verka menn. Það sem gerði neistann að báli, var tilkynning yfirvald- anna 12. júní, þess efnis, „að þau hefðu fallizt á kröfur um að afköst verkamanna yrði að auka“. Engum hefur sennilega komið þetta meir á óvart, en sjálfum verkamönn unum, sem áttu að hafa sett fram þessa ósk. Viðræður fóru fram næstu daga, en ár- angur varð enginn. 15. júní lagði hópur byggingarverka- manna í A-Berlín niður vinnu, eftir að ljóst varð að Múrinn fær heldur ekki staðizt, hvorki gagnrýni, sem byggð er á heilbrigðum skoðun- ‘um — né heldur veðurfar. Hann er hálfgerð hrákasmíð, eins og annað í kommúnista- ríkjunum, og hrynur fyrir veðri og vindi, eins og þessi mynd ber með sér. Að baki sést „dauðaskikinn“, en út á hann kemst enginn óséður — eða óskotinn. Hnefar gegn skriðdrekum venjuleg mótmæli dygðu ekki til að fá stjórnarvöldin til að breyta ákvörðun sinni um 10% aukningu vinnuaf- kasta. 16. júní komu skilaboð frá yfirmönnum verkalýðsfélags þeirra, en meginefnið var: „Vinnið fyrst meira og þá munu lífskjör ykkar batna“. Þá lögðu verkamennirnir upp í hópgöngu, frá Stalin Allee. Þar með var eldurinn laus. Bylting var hafin gegn veldi kommúnista á þýzkri jörð. Hún barst eins og eldur í sinu um alla A-Berlín og A-Þýzkaland. — Stjórnarvöld landsins hikuðu í fyrstu og lausnin varð sama og annars staðar, þar sem kúgun ríkir — gripið var til vopna gegn •Iþýðu landsins. Rússnesk- um vopnum var beitt. Þetta má teljast upphafið að mót- mælaöldu þeirri, gegn komm únísku stjórnarfari, sem víð- ar átti eftir að gæta, og náði hámarki í byltingunni í Ung verjalandi. Fámennur hópur stóð að fyrstu mótmælunum, en brátt bættust þúsundir, síðar tugþúsundir, í hópinn í A- Berlín. Farið var í hópgöngu að stjórnarráðinu í Leipziger Strasse. Þar lýstu verka- menn opinberlega andstöðu sinni gegn stjórnarháttunum, kröfðust þess að stjórn lands ins segði af sér og frjálsar kosningar yrðu látnar fara fram. Er leið að kvöldi 16. júní hafði verið lýst yfir allsherjarverkfalli. Að morgni 17. júní ríkti allsherjaruppreisnarástand í A-Berlín. Gífurlegur hópur verkamanna lagði leið sína Þessi mynd, frá A-Berlín, brýtur nokkuð í bága við fyrir- heit kommúnista um „sumarleyfisheimili“ alþýðunnar, sem málgögn yfirvaldanna hampa framan í útlendinga til að sanna ágæti sitt. frá Straussberger Platz til aðseturs borgaryfirvaldanna. Menn báru spjöld, þar sem krafizt var kjarabóta og frelsis. Öll vinna og samgöng ur lágu niðri. Kröfur um frelsi heyrðust ekki aðeins í A-Berlín þann dag. A einni nóttu hafði mót mælaaldan borizt til allra helztu iðnaðarborga í A- Þýzkalandi, Leipzig, Dresden og Magdeburg. Alls staðar gat að líta kröfuspjöld með nær sömu áletrununum. Það er athyglisvert, að þótt engin yfirstjórn skipu- legði mótmæli, þá urðu þau alls staðar á einn veg. Menn um landið allt fundu, hve grundvallarréttindi þeirra höfðu verið að engu virt, og kjör þeirra rýrð. Því voru mótmælin á einn veg. 1 dag, 9 árum eftir að verkamenn í A-Þýzkalandi reyndu með rödd sinni og berum hnefum að fá fram- gengt kröfum sínum, er rétt að líta yfir farinn veg. Þótt almenningur fengi litlu, sem engu, áorkað gegn rússnesku herveldi, sem beint var gegn þeim, þá lifir enn andi frelsis meðal þessa fólks. En kröfunum hefur ekki enn verið mætt — enn ríkir ófrelsi og skortur. Landinu er lokað með múrvegg og gaddavírsgirðingum. — Næst landamærunum er svæði, sem enginn A-Þjóðverji get- ur hætt sér út á, nema að stofna lífi sínu í voða — það svæði er almennt kallað Aldrei hefur skipting borg „spilda dauðans“. Eins og sagt er frá, hér að ofan, þá var það krafa aust- ur-þýzku stjórnarvaldanna um að verkamenn ykju af- köst sín, til þess að njóta uppskerunnar síðar, sem verkaði eins og olía á eldinn. Kröfugöngurnar í A-Berlín, 16. júní 1953, voru farnar, fyrst og fremst til að mót- mæla þeim,. og síðar ófrelsi og bágum lífskjörum. Verkamennirnir báru þá spjöld, sem á var ritað: „Við krefjumst þess, að aukning vinnuafkasta verði ekki lát- in ganga í gildi“. Er verka- mennirnir komu til Leipziger Strasse, að stjórnarráðinu, kom út fulltrúi stjórnarinn- ar, Selbmann. Hann klifraði upp á borð, sem komið hafði verið fyrir á götunni, og tal- aði til verkamanna. Enginn hlýddi á mál hans, og hann hrökklaðist frá, er verka- menn tóku að ræða málið sjálfir. Eftirminnilegust er ræða 50 ára gamals múrara. Hann gekk til, ýtti Selbmann frá, steig sjálfur upp á borðið. Ræða hans var ekki löng, en var á þessa leið: „Verkamenn og f ;lagar! Við látum okkur fleira skipta en vinnuafköst og verðlag. Þeir, sem hér eru staddir nú, eru ekki aðeins byggingar- verkamenn frá Stalin Allée, heldur borgarar A-Berlínar og A-Þýzkalands“. Síðan sneri hann sér að Selbmann og sagði: „Það, sem þér sjáið hér, er bylt- ing. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna mistök sín og haga sér samkvæmt því. Við krefjumst frjálsra og leyni- legra kosninga“. Uppreisnin í A-Berlín var hafin. Verkamenn leituðu réttar síns með því að hefja verkfall. En mótmælin komu brátt úr öllum áttum, frá fólki úr öllum stéttum. Samt hélt uppreisnin áfram að vera fyrst og fremst upp- reisn verkamanna. Þetta var ekki uppreisn hermdarverkamanna eða of- beldismanna. Hún tók ekki vopn í þjónustu sína, en bar- áttan stóð um lýðræðislega stjórnarhætti, þar sem menn geta stundað vinnu sína sem frjálsir menn, en ekki kúg- aðir. En hún stóð skamma stund, án þess að vopn og ofbeldi færi að segja til sín. Um miðjan dag 17. júní komu rússnesku hersveitirn- ar, og þar með voru örlög verkamanna ráðin. Herlög voru sett og samkomur bann- aðar. Blóð streymdi. En þótt svo færi, þá höfðu verkamenn stigi~ stórt skerf. — Allsherjarmótmæli gegn stjórnarfari kommúnista voru orðin að sögulegri staðreynd — og hún undirstrikaði tvær kröfur: Kröfuna um frelsi og sameinað Þýzkaland. Það má með miklum saoni segja, að beint samband sé á milli uppreisnarinnar 17. júní 1953 og þeirra atburða, sem gerzt hafa í síauknum mæli þau ár, sem liðin eru síðan. Þeir, sem ekki fengu svar við kröfum sínum um frelsi í heimalandi sínu hafa leitað þess annars staðar. Milljónir A-Þjóðverja hafa flúið land og leitað viðunandi lífskjara í V-Þýzkalandi og öðrum frjálsum löndum. Flóttinn jókst, ár frá ári, unz lá við neyðarástandi í „paradís“ Ul- brichts, og ekki var annað ráð eftir en reisa fangabúða- girðingar við landamærin vestanverð. Hámark þeirrar viðleitni var náð í ágúst al., er hafizt var handa um að reisa Berlínarmúrinn og kljúfa Berlínarborg endan- lega. Framh. á bls. 2 „Sósíalisminn hefur sannað yfirburði sína“. 1 þeim hluta Þýzkalands, sem nú er undir yfirráðum kommúnista, voru á sínum tíma frjósömustu landbúnaðarhéruð Þjóð- verja — forðabúr þjóðarinnar. I dag, eftir að „óhag- kvæmni kapitalismans hefur verið rutt úr vegi“ eru jafn- vel kartöflur skammtaðar. I I ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.