Morgunblaðið - 17.06.1962, Page 10

Morgunblaðið - 17.06.1962, Page 10
10 rMORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. júní 1962 Grettir Eggertsson: — Ég óska ykkur til hamingju meS velgengnina. , Kirkjan verður eini aðilinn, sem heldur samband- inu við gamla landið BL.AÐAMAÐUR Morgun- blaðsins hitti Gretti Eggerts- son frá Winnipeg og rabbaði við hann ofurlitla stund. Grettir er staddur hér á landi um þessar rnundir vegna aðal fundar Eimskipafélags fs- lands en hann átti sæti á hon- um sem fulltrúi hlutihafa í Kanada. Grettir er fæddur Vestanhafs en kom fyrst hingað til lands með föður sínum Árna Eggertssyni árið 1-919, sem var einn af stofn- endum Eimskipafélagsins og ferðaðist mikið um til að safna hlutafé. Grettir hefur komið af og til hingað til lands síðan, dvaldizt m. a. hér sem ráðunautur við raf- arfkuframkvæmdimar við Sogið. H-ann talar allgóða ís- lenzku enda lærði hann hana á heimili sinu vestra í æsku, týndi henni svo niður um notokurt árabil en lærði hana á ný með auknum samskipt- um og heimsóknum til Is- lands. í þessari ferð kem ég til þess að hitta gamla kunn- ingj-a, en ég á þá hér marga. Ég er búinn að ferðast hér um allt landið og fer því að þessu sinni ekki í neitt ferða lag. __ Og þið hafið alltaf áhuga á Eimskipafélaginu þarna vestra? spyrjum við. — Já, Eimskipafélagið hef- ur átt stóran þátt í að halda lifandi sambandi milli íslend inga í Vesturheimi og hér heima. — En hvað um bókaútgáf- una: Vestur-íslenzkar ævi- skrár o. fl.? — Það er e'kkert nema gott um hana að segja. — Famast Íslendingum vel vestra? — Margir komast vel áfram þótt einu sinni væri sagt að það hefði verið 1-andihreinsun að þeim sem fóru vestur. Við höfum þetta stundum að gam anrnáli. Við getum líka gert að gamni ofekar fyrir vestan. Jú margir íslendingar hafa komizt vel til manns og í góðar stöður bæði í Kanada og í Bandaríkjunum. Finnst þér ekki að sam- bandið við ísland fari minnk andi? — Jú, ég er hræddur um það. Við stofnuðum fyrir fáum árum félagsskap, sem í eiga sæti bæði fulltúrar vest an hafs og austan. Þessi fé- lagsskapur er fyrst og fremst til þess að konia á menring- ar- og menntunarsambandi milli Kanada og íslands. Ég held það séu þrír námsmenn, sem hafa komið vestur um haf á vegum þessara sam- taka. Þegar við föllum frá, þessir sem nú erum að verða gamlir, ég er orðinn 59 ára, þá er ég hræddur um að dofni yfir áhuganum á að halda tengslunum við gamla landið. Ég tel að sterkasta vonin sé að kirkjan haldi sem lengst samlbandinu milli landanna. Við starfrækjum enn Betel gamalmennahælið á Gimli sem mest er skipað fslend- ingum. Ég er nú formaður st-jórnar þess. —; Hvernig virðist þér svo lífið ganga hér í gamla heima landinu? — Mér virðist fólk lifa hér góðu lífi. Lífsafkoma held ég sé almennt betri hér en vestra, en þetta er kannski ekki vel -að marka. Ég kem hingað á ferðalagi, hef skamma viðdvöl og er í eilíf- um boðum hjá vinum og kunningjum og þar er eins og vant er glæsilegar mót- tökur hjá öllum. Ég fór i gær í Þjóðleik- húsið og sá My Fair Lady. Ég var sórhrifinn. Ég hef séð þessa sýningu í London og ég verg að segja að þetta er frátoær sýning og stúlkan, sem leikur aðalihluverkið, fer með það svo ágætlega að vart verður á toetra kosið. Ég hef ennfremur heyrt í Sinfóníu- hljómsveitinni ykkar og mér finnst hún ágæt. Ég hef dá- lítil afskipti af þessu heima í Winnipeg, því þar er ég vara- forseti stjórnar Sinfóníu- hljómsveitarinnar í bænum. Ég verð að segja það að ég undrast allar þær framfarir, sem hér hjá ykkur hafa orð- ið, allar þessar glæsilegu, fallegu byggingar. Ég blátt áfram skil ekki hvernig þið getið komið þessu öllu í fram kvæmd. Ég óska ykkur til hamingju með velgengr.ma, segir Grettir Eggertsson um leið og við kveðjumst. r-» Ölafur Gunnarssofi: Ný skipan gagnfræðanáms f ÞESSA'RI grein verður bent á ndktkur atriði í sambandi við nám unglinga, sem eðlilegt er að foreldrar og kennarar ræði og fræðsluyfirvöld taki til nánari athugunar. Stórkostleg tækniþróun síð- ustu ára og þjóðfélagsbreytingar þær, sem henni fylgja hefur án efa ýtt mjög undir þær öru fram farir sem nú blasa hvarvetna við í fræðslumálum nágrannalþjóða okkar íslendinga. Tillögur þær sem ég ber fram í þessari grein byggjast að nokkru leyti á því sem vel virð- ist gefast hjá öðrum þjóðum, að nokkru leyti á því sem íslenzku þjóðfélagi ætti að reynast heilla drjúgt Fræðsluskylda virðist vera nógu löng á íslandi einlkum þeg- ar þess er gætt, að mjög miikill hluti unglinga stundar framihalds nám að skyldunámi loknu. Það sem ég legg til er þessvegna ekki lenging skyldunáms en breytt starfstilhögun innan vé- banda skólanna. í fyrsta lagi tel ég rétt að af- nema þá skiptingu sem nú er milli barna- og unglingaskóla, en gefa unglingum kost á að stunda nám í sama skóla og undir stjórn sama skólastjóra allt til gagnfræðaprófs. Unglingarnir eru nú látnir fara úr barna- og í unglingaskóla um 13 ára aldur, sem er viðkvæmt og erfitt ald- ursskeið, þegar unglingurinn þarf mjög á ástúðlegri hand- leiðslu að halda og má því sízt við því að vera allt í einu flutt- ur frá öllum þeim kennurum, sem hann þekkir og úr því skóla- umhverfi, sem hann er öruggur í. Með því að láta börnin fara úr barna- í unglingaskóla 13 ára er verið að flýta fyrir því að þeim finnist þau vera orðin full orðin. Með þessu er dregið úr áhrifavaldi heimilanna, ýtt und ir sjálfræðisþrá barnanna, sem venjulega kemur heldur of snemma en of seint, þegar haft er í huga hversu langt félags- legt sjálfstæði er undan, ekki sízt hvað þann hluta æskunnar snertir sem leggur stund á lang skólanám. Sífelldar þjóðfélagsbreytingar eru sízt líklegar til að auka ör- yggi æskunnar og er því mikil nauðsyn að vernda hana gegn öllu óþarfa umróti. Einn liður í þeirri vernd er að lofa henni að dvelja í skólanum sínum unz framhaldsskóli eða eitthvert starf gera enda á skólavistina. Mjög ríkur þáttur í íslenzku fræðslukerfi er enn að treysta á minni nemendanna í námi. Naumast er um að ræða neina námsgrein, sem viðurkennd er í íslenzkum skólum, þar sem góður námsárangur nemendans byggist ekki fyrst og fremst á minni. Þegar athuguð eru störf- in, sem unnin eru í þjóðfélaginu er augljóst, að starfshyggindi manna byggjast fyrst og fremst á útsjónasemi, skilningi og handr lagni en aðeins að litlu leyti á minni. Starfsgreinum fer æ fjölg andi og þessvegna eðlilegt að meiri áherzla sé lögð á að kynna æ9kunni störfin sem hennar bíða en áður var, meðan þjóðfélagið var fábreytt og um fátt að velja. Eðlilegt væri að veita ungling unum all urnfangsmikla náms- og starfsfræðslu síðustu ár skyldunámsins auk hinnar al- mennu undirbúningsmenntunar, sem aldrei má gleyma. Ef þetta yrði gert hefðu unglingarnir nokkurt yfirlit yfir helztu at- vinnuvegi þjóðarinnar að Skyldu námi loknu og gætu því af nokk urri þekkingu valið sér leið, sem þeim hentar hvað framihaldsnám snertir. Á þessu aldursskeiði er eðlilegt að leiðir unglinganna skilji og velji þá hver þá braut sem áhugi og hæfileikar leyfa. Sumir myndu eðlilega ekki halda áfram frefcara skólanámd en allur fjöldinn myijdi gera það. Hvað allan þann mikla fjölda snertir er tómt mál að tala um skiftingu í bÆnám og verknám. Hvert einasta starf sem reynir á rökrétta hugsun, hugkvæmni og útsjónasemi hlýt- ur að byggjast á þjálfun bæði huga og handa og enginn skyldi láta sig dreyma um verkmenn- ingu í nútímaþjóðfélagi, sem ekki byggist á traustum fræðileg um grunni. Verkkennsla, sem efcki tekur tillit til þessara grundvallarlöglmóla verður aldrei mikið annað en vanhugs- að kák, einstaklingunum til lít- ils góðs en þjóðfélagsheildinni til óþurftar. Látum Okkur nú hugleiða hvernig eðlilegt væri að skipta íslenzkum unglingum í deildir að skyldunámi loknu. Þeir sem bezta námshæfileika hafa myndu eðlilega velja landsprófsdeildir. Þar þyrfti minnstu að breyta frá því sem er, samt verður varla hjá því komist að auka undirstöðumennt un í stærðfræði, eðlis- og efna- fræði og gera náttúrufræðina líf rænni en hún er nú. Sögukennsl an verður að leggja meiri á- herzlu á menningarsögu þjóð- anna en nú er og tungumála- kennslan að verða en lífrænni, þannig að stúdentar geti a.m.k. talað vandræðalítið þau tungu- mál, sem mestum tíma er eytt í að kenna í skólunum. Vafalítið á nám a.rn.k. í landsprófsdeild- um og menntaskólum eftir að breytast æ meir í það horf að kennarar verða fyrst og fremst menn sem Skipuleggja og stjórna. Sjálfvirkar kennsluvélar og sjón varp eru áreiðanlega kennslu- tæki, sem eiga eftir að ryðja sér mjög til rúms og vafalaust taka önnur enn fullkomnari við, sem enginn kann enn að nefna en framtíðin mun finna’ í leit sinni að æ meiri tæknifullkomnun. Þar eð mar.gt bendir til þess að afburðamönnum í kennara- stétt muni fara hlutfallslega fæfckandi er mikils um vert að nota sem bezt starfskrafta þeirra fáu, sem fram úr skara og vilja að þessu starfi hverfa. Aðrar deildir gagnfræðastigs- ins yrðu a.m.k. í stærstu bæjum að vera landbúnaðardeild, sjó- vinnudeild, tæknideild, verzlun- ardeild, félagsmáladeild, hús- stjórnardeild og almennar deild ir. í þessum deildum yrðu að haldast í hendur bókleg fræði og hagnýt störf bæði í skólun- um sjálfum og á vinnustöðum. Hlutvenk vinnuveitenda yrði þá að leyfa unglingunum að reyna hin ýmsu störf og leiðtoeina þeim eftir mættti. Fyrir slíkt leiðbein- ingastarf fengju vinnuveitendur engin laun en þyrftu hinsvegar ekki að borga kaup fyrir það, sem unglingarnir gerðu, þar eð það yrði hluti af námi þeirra, sama eðlis og verkkennsla í skól unum sjálfum. í sjóvinnudeild mætti t.d. kenna auk bóklegra fræða alls- konar sjóvinnubrögð og fiskað- gerðir að vetrarlagi en efna til sjóferða vor og haust. Slííkt nám yrði vitanlega að veita ungling unum nokkur réttindi, sem kæmu fram í styttra námi í sérskólum og gæti jafnvel endað á prófum, sem veittu takmörkuð réttindi t.d. próf til að stjórna bátum allt að ákveðinni smálestastærð. Nám í landbúnaðardeilum mætti skipuleggja eftir sama grundvallarsjónarmiði þannig, að bóknámið yrði aðalatriðið á vet urna en hagnýt störf haust og vor. Tæknideildarnám hlyti að geta stytt iðnnámið og þar eð fjöldi iðnfyrirtœkja er til í öll- um steerri bæjum ætti aS vera tiltölulega auðvelt að skipu- leggja umfangsmikla starfskynn ingu tæknideildarnema á vinnu stöðum bæjanna. Gæti þessi til- högun skapað traustan grund- völl undir enn fullkomnara iðn- nám en það sem við eigum nú við að búa, en vel menntaðir iðn aðarmenn eru hverju þjóðfé- lagi afarmikils virði. Nægir i því samlbandi að benda á hversu mjög danski iðnaðurinn hefur orðið efnahagsleg lyftistöng Dana þar eð þeir hafa getað gert iðn- aðarvörur að eftirsóttri fram- leiðsluvöru, ekki sízt til Banda- ríkjanna, einungis vegna þess hvað varan er vönduð. Að vísu hafa Danir sl. 40 ár hæfnipróf- að flesta iðnnema og á þann hátt valið í stéttina, en góð undirbún- ingsmenntun með sæmilega ströngum prófum getur að vissu marki komið í stað hæfnisprófa, en á þeim munu forustumenn iðnaðarins hér á landi efcki hafa mikinn áhuga. Ekki væri óeðlilegt að nám i verzlunardeilum gæti stytt nám í Verzlunarskóla íslands og nám í félagsmáladeild stytt nám I hjúkrunarskóla, svo nofckur dæmi séu nefnd um hugsanlegt hagnýtt gildi deildarskiptingar- innar fyrir framhaldsnám ungl- inga. Stytting fagnáms kæmi þó iþví aðeins til greina að ekki verði uð þeim sem hafa góða náms- að telja undirbúningsmenntun undir það of litla eins og nú standa sakir og því þörf að bæta úr á því sviði. Almennu deildirnar yrðu senni lega að vera tvennskonar. önn ur ætluð þeim sem litla náms- hæfileika hafa en vilja þó ekki hætta námi við lok skyldunáms ins. Yrði nám í slíkri deild að vera miðað við þarfir manna, sem vinna fremur einföld störf sem þó krefjast nokkurrar sér- þefckingar. Hin almenna deildin yrði ætl uð þeim sem hafa góða náfs- hæfileika en hafa þrátt fyrir náms- og starfsfræðslu en ekki getað áfcveðið hvað þeir vilji gera að ævistarfi. Slíkum ung- rnennum myndi henta nám sem sniðið væri eftir lýðháskólanám inu danska, þar sem mikil rækt er lögð við að þroska unglingana almennt og kenna þeim sjálfstæð vinnubrögð á hvaða sviði sem er, Nú munu margir vilja segja að þetta sé ékki framkvæmanlegt nema í stærri bæjum og það er að vissu marki rétt. T.d. eru vinnustaðir sem unglingar geta fengið að reyna störf á ekki tiltækir nema í allmiklu þétt- býli. Hins ber að minnast, að mjög mikill hluti æskunnar ut- an Reykjavíkur stundar unglinga nám sitt á hiéraðssfcólum. Hverj- um héraðsskóla ætti ekki að vera ofviða að koma á fót einni til tveimur áðurnefndum deildum, gætu þá unglingar valið milli héraðsskólanna eftir því upp á hvaða deildir þeir hefðu að bjóða. Námsdvalir utan heima- haga eru líka æskilegar og myndi deildaskiftingin slá tvær flugur í einu höggi. Auka fag- menntun unglinganna og víkka sjóndeildarhring þeirra sökum þess, að þeir færu víðar um land ið. f löndum þar sem starfsfcynn. ing, starfsfræðsla og nám semi sniðið er meira við áhugaefni unglinga og þarfir þjóðfélaganna en hér gerist er komið í gott horf, hefur komið í ljós, að það sem hér er þekkt undir nafninu námsleiði hverfur að miklu leyti. Um leið og unglingurinn gerir sér grein fyrir, að hvaða marki hann stefnir fær skóla- námið allt annað og meira gildi í augum hans en áður. Það sem áður var torákilin skylda er nú Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.