Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 14
14 MORGXJ1SB1. AÐIÐ Sunnudagur 17. júní 1962 Menn og minj- ar í MýrclaS ÉG BRÁ mér á fund máivina minna í Mýr'dal fyrir noikkrum dögum og hafði um leið hús mitt í huganum, þar sem er Byggða- safnið í Skógum. Enn varðveita bændabýlin, islenzku, margar minjar um forna menningu og atvinnuhsetti, þótt á ytra borði sé flest með nýjum svip. Það er fagurt að líta yfir Mýrdalsbyggð ina af Skarphól eða öðrum kenni leitum. Eg var raunar full snemma á ferðinni, sléttan, breiða, milli Reynisfjalls og Geitafjalls var enn með dauða- mörkum vetrarins, og á stöiku stað gaf að líta svartar skellur eftir sinubruna. Bót var í máli, að Dyrhólaós var lcastaður, ei-ns og Mýrdælingar og Eyfellingar segja, og setti fagran svip á ströndina við úthafið og Dyr- hólaey. Eg lagði leið mína heim á. eyði býli inn í Dölum, Fjós, til að skoða smiðjuna hans Eyjólfs frá Keldudal. Eyjólfur var völund- ur, og liggja eftir hann margir ágætir hlutir, er lýsa snilli hans. Á landssýninguna 1907 sendi hann vasahníf, margbrotinn, er þar þótti einn beztur gripa. Smíð ar hans dreifðust víða, reizlur, katiar og aðrir gagnlegir búshlut ir. Smiðjan stendur til hliðar við baeinn, með veggjum hlöðnum úr völdu mógrjóti og grónu þaki. Eg leit þar inn, óboðinn gestur og ekki þó, oddviti Hvamms- hrepps, sr. Jónas Gíslason, hafði leyft mér að skyggnast þama um bekki. Aflinn dró að sér athygli mína. Ekki hefur fegurri afl ver- ið í nokkurri hérlendri smiðju. Hann er hlaðinn úr höggnu mó- grjóti, með þrepi fyrir glóðina. Hlutföll og gerð hleðslunnar lýsa manninum, sem þar var að verki, betur en rnörg orð. Bak við afl- inn er smiðjubelgurinn, fúinn að skinnum en heilt að virkj- um, jafn þokkalegur og annað, sem þessi smiðja hefur hýst. Steðjafóturinn er einnig á sín- um stað, en flest áhöld brottu, að vonum. Smiðjuhurðin er litlu lakari gripur en hurðarflekinn úr Svarfaðardal, sem ég hafði séð suður í Þjóðminjasafni, þak- inn brennimörkum sem smiður inn hafði brennt í tréð til að reyna smíði sína. Þarna var ef til vill líka verk Jónu dóttur Eyjólfs í Fjósum, sem á tmabili smíðaði bezt brennimörk í Mýr- dal. Maður sagði mér, að Eyjólf ur hefði dottifji niður í smiðju- dyrunum, er dauðinn kvaddi hann til ferðar. Þannig myndi smiði gott að deýja. Mikil er fátækt þín, ísland, að geta ekki geymt komandi tímum þetta hús til minja um gömlu, sjálflærðu smiðina, sem leystu hvers manns vanda í smíðum. Fyrir einum mannsaldri voru mörg býli inni í Dölum og af- koma ekki lakari en gerðist ann arsstaðar. Nú eru tvö byggð, Neðri-Dalur og Stóri-Dalur. í Neðra-Dal býr bóndinn einn síns liðs, í Stóra-Dal búa tvö systkini með þverrandi krafta. Nútíminn leikur ekki jafn dátt við alla, gamlir og góðir bústaðir hverfa inn í'skuggann en aðrir rísa til vegs og virðingar. Mann.fæð er mestá mein sveitanna nú f dag og í raun og veru hinn mesti voði. Eg kom við á Skagnesi, heim- ili Jóns Hjartarsonar frá Herjólfs stöðum og konu hans Sigríðar Heiðimannsdóttur. Eg sat stund arkorn og ræddi við Sigríði, aldr aða heiðurskonu af ætt Runólfs ekálds Sigurðssonar. Líkt og aðr ir gamlir menn hefur hún mátt sjá á bak vinum sínum og séð skörð koma í byggðina. Skag- nes er í þjóðbraut, áður var þar gestkvæmt, nú þjóta ílestir hjá garði. Dagar eru dauflegri en áður var á mörgum bæjum, betri lífskjör, birta og ylur bæta það að nokkru upp. Raflínur liggja nú brátt heim að hverjum bæ í Mýrdal, og mikil blessun er í för með þeim. Við Kjartan Leif Markússon í Suður-Hvammi átti ég erindi. Kjartan er sonur MarkúsarXofts sonar bónda og fræðimanns í Hjörleifshöfða. Þar átti hann heima til fullorðinsaldurs, og enginn staður mun honum kær- ari. Höfðinn var eitt merkasta býli landsins á sinni tíð, um- kringt eyðisandi og rétt fyrir kjaftinum á Kötlu. Fjöldi manns átti því líf að launa, sjóhrakt- ir strandmenn og ferðamenn úr villum og hrakningi á Mýrdals- sandi. Nú er þar engin manna- vist, fýllinn byggir björgin sem áður, en fýlatíminn með bjarg- sigi og öðrum önnum er minn- ing, sem fyrnist fyrr en varlr. Kjartan Leifur á merkilega sögu í minni, söguna um síðustu kyn- slóðir manna í Höfðanum og lifs baráttu þeirra. Nú er hann að bregða búi og setjast að í þorp inu í Vík með konu sinni, Ástu Þórarinsdóttur og fjölskyldu. Fró Vík sér vel austur til Hjör- leifshöfða. Vonandi endist Kjart ani þrek til að sjá minningum sínum um þann forna sögustað borgið, öðrum til fróðleiks og ánægju. Einar Einarsson á Skammadalis hól í Mýrdal kannast margir við vegna rannsókna hans á sjávar- minjum í móbergi í Mýrdal. Vin ir hans þekkja hann einnig sem liðtækan listmálara og tróskurð armann. Ber heimili hans vott um hvorttveggja. Einar er kvæntur Steinunni Stefánsdótt- ur frá Kálfafelli í Fljóthverfi. Hjá þeim dvelja foreldrar Ein- ars í hárri elli, Einar Þorsteins son á tíræðisaldri og Halldóra Gunnarsdóttir senn 90 ára. — Þarna hef ég átt góðu að mæta, eins og raunar allsstaðar, en of lítið rækt Jpau kynni. Nú stóðst ég ekki mátið en renndi upp Skammadalshól. Eg hitti á veizlukost frá 50 ára afmæli hús bóndans og gerði honum góð skil, en betra var þó að deila geði við fólkið á bænum. Hall- dóra hefur nú enga ferlivist en er svo glöð og hress í lund, að meir minnir á æsku, en elli. Hún var að prjóna íaliega tví- bandsvettlinga og hafði víst spunnið sjálf bandið í þá á hala- snældu ofan fyrir rúmstokkinn. Stundum finnst henni kembivéla lopinn of grófur, og þá lyppar hún hann í fíinni lopa. Einar Þorsteinsson gengur enn ofurlítið að störfum sér til hug arhægðar og fylgist vel með öilu, sem gerist. í vetur tók hann til hey handa 20 kindum Og tveim hestum auk ýmissa vika. Eg gekk með honum út í hlöð- una, sem hann byggði á frum- býlisárum sinum, 1899, og enn er óhrörnuð að veggjum og við- um. Veggirnir úr mógrjóti í 6 álna hæð nálgast að vera eins og hefluð fjöl. Milcið erfiði hefur það verið fyrir einyrkja að draga allt það grjót heim um torleiði. Að því starfaði Einar í hjáverk- um í tvo vetur. Hlaðan er gerð upp með brotnu þaki og klædd bárujárni frá upphafi. Lítið var um peninga í pyngju Einars, og varð hann þá að selja eina hest- inn, sem hann átti, til að geta keypt járnið. Hestinn keypti Grímur Thorarensen í Kirkju- bæ, og þjörkuðu þeir Einar lengi um verðið. Einar vildi fá 100 krónur fyrir gripinn, en hinum þótti það of mikið. Niðurstaðan varð sú, að Grímur greiddi 90 krónur, og kaupin gengu saman. Þann hest átti Tómas á Reyðar- vatni síðan lengi, hinn þarfasta á búi sínu. Sjálfur bjargaðist Einar við leiguhross um sinn, unz batnaði í ári. Svo erfitt var þá að sjá sér og sínum borg- ið. Stúdentaráð Háskóla fslands (talið frá vinstri): Sigurður Hafstein, stud. jur., Svavar Sig- mundsson, stud. nrag., Ingi Viðar Ámason, stud. phil., Gunnar Ragnars, stud. oecon. (gjald- keri), Áslaug Ottesen, stud. jur. (framkvstj.), Jón E. Ragnarsson, stud. jur. (formaður), Ólaf- ur Björgúlfsson, stud. odont. (ritari), Eysteinn Hafberg, stud. polyt., Anna Katrín Emilsdóttir. stud. med., Jón Einarsson, stud. theol. Þróttmikið starf Stúdentaráðs STÚDENTARÁÐ það, sem nú situr, var kjörið í febrúar sl. og tók við störfum af fráfarandi ráði í byrjun marz. Ráðið kaus sér stjóra á fyrsta fundi sínum, og var Jón E. Ragnarsson kjör- inn formaður ráðsins til eins árs. Ólafur Björgúlfsson var kjörinn ritari og Gunnar Ragnars, gjald- keri. Framkvæmdastjóri ráðsins er Áslaug Ottesen og veitir hún einnig bóksölu stúdcnta forstöðu. Þegar ráðið tók við störfum, var skammt eftir skólaárs eða tæpir tveir mánuðir þar til vetr- arstarfinu var lokið og próf hóf- ust í háskólanum. Sumarstarfið, sem nú er að hefjast, er auk þátttöku í samvinnu við erlenda stúdenta og undirbúnings undir starfið næsta vetur, einkum rekst ur sumarhótels á stúdentagörð- unum og starfsemi ferðaþjón- ustu stúdenta. Vinnumiðlun stú- denta hefur haft mjög lítið að gera, vegna mikillar eftirspurnar eftir stai-fsfólki. Stúdentaþing Af störfum ráðsins þennan tíma má m a. nefna kynningu á verkum skáldkvenna íslenzkra, veglegan sumarfagnað að Hótel Borg, dagskrá í útvarpinu síð- asta vetrardag, útgáfu Stúdenta- blaðs. Þá má nefna stúdentaþing sem haldið var í fyrsta skipti og þátt tóku í rúmlega 60 stúdent- ar, tilnefndir af deildarfélögun- um og stúdentaráði. Stúdenta- þingið tókst mjög vel og voru þar krufin til mergjar félags- og hagsmunamál stúdenta. Umræð- ur þingsins og samþykktir verða gefnar út sérprentaðar á næst- unni. Þá tók stúdentaráð þátt I ráð- stefnu formanna stúdentaráð- anna á Norðurlöndum í Kaup- mannahöfn í marz, og formaður ráðsins fói um leið til fundar við Eg rak augun i ýmsa hluti hjá þeim feðgum á Skammadalshól, og fékk nokkra ágirnd á, en fór þó vel með eins og bezt sómir. Fjallastanglr sá ég þar furðu langar með broddum og veðrum að gömlum hætti. Mýr- dælingar hafa haldið fast í þann sið að ganga í björg og heiðar við 5 álna langar stangir, enda þarfaþing á óvegum. Fróðir menn herma mér, að stanga- stökkvarar hafi auðveldlega stokkið tvær stangarlengdir, er yfir ár var að fara. Enn stytta menn sér leið og gan.ga upp ó- færuhamra á fjallastöngum. — Einar á Skamimadalshól á fjalla forstöðumenn alþjóðasamtaka stúdenta í Hollandi. Af öðrum þáttum erlends sam starfs má nefna för Inga Viðars Ámasonar á þing norskra stú- denta í Osló í maí, en för sú er þáttur í reglulegum stúdenta- skiptum og norska stúdenta, og þátttöku Kjartans Jóhannssonar og Kristírxar Gústavsdóttur, sem bæði eru við nám í Stokkhólmi í hátíð stúdenta í Uppsölum og námskeiði um þjóðfélagsmál í Helsinki. Þátttaka í alþjóðaþingi Formaður stúdentaráðs og Styrmir Gunnarsson, Titari ut- anríkisnefndar ráðsins eru nú á förum til Danmerkur og sitja þar formannaráðstefnu Norður- landanna. Síðan munu þeir fara til Bandaríkjanna og Kanada á alþjóðlegt seminar um hlutverk stúdentasamtakanna í þjóðmál- um landa sinna og 10. alþjóða- þing stúdenta, sem haldið verð- ur í Quebec dagana 26. júní til 8.- júlí. Þing þetta sitja fulltrú- ar frá rúmlega 80 þjóðum og leggur það áætlun um samstarf og samvinnu stúdenta um heim allan fyrir næstu tvö ár. Þing þetta sitja einnig fulltrúar frá menningar og vísindastofnun Sameinuðu bjóðanna og fleiri al- þjóðasamtökum iím æðri mennt- un. Starfið næsta vetur mun svo hefjast 1. okt. Verður það undir- búið í sumar og mun einkum lögð áherzla á að flýta undirbún ingi að byggingu félagsheimilis fyrir stúdenta. auk hinna föstu liða í starfi ráðsins. Það er skoð- un ráðsins að skortur á húsnæði og aðstöðu til félagsstarfa sé orðin svo knýjandi, að raunveru leg efling og meiri fjölbreytni fé- lagsstarfsirxs geti ekki átt sér stað, fyrr en slíkt félagsheimili hefur verið reist. stöng afa síns, smíðaða af Þor- steini í Norður-Vík. Renndur húnn er á efri enda, eins og áð- ur var siður. Þess saknaði ég, að sláttuljár Einars Þorsteinssonar var kominn á aðra vegu. Það var Ólafsdalsljár, óvenju mikill, þvi Einar bætti aftan við hann og gerði úr 14 gata ljá. Með slí'kum grip var hægt að skára stjóra teiga á góðu starengi. Margs ann ars mætti minnast frá komu minni að Hólnum, en ég læt það nú hjá líða. § í vesturleið leit ég við hjá Pétri Jakobssyni á Rauðhálsi og konu hans Þorbjörgu Þorsteins- dóttur, sem bættu ögn við bú' Stuðningur við stúdenta í vanþróuðum löndum Á fundi með blaðamönnum skýrði Jón E. Ragnarsson, for- maður stúdentaráðs frá því að stúdentaráð hefði í undirbúningi að bjóða hingað stúdent frá ein- hverju hinixa nýju Afríkuríkja til þriggja mánaða dvalar í því skyni að kynna sér íslenzk mál- efni, uppbyggingu þjóðfélagsins, tilhögun félagsmála stúdenta, tryggingar og fræðslulöggjöf og gæfist honum jafnframt kostur á því að sækja fyrirlestra í há- skólanum. Mál þetta er nú í undirbúningi og athugun hjá skrifstofu Al- þjóðasamtaka stúdenta í Hol- landi. Eins og kunnugt er þá hafa stúdentasaintökin í Evrópu gert mikið til þess að aðstoða van- þróuð lönd, en hingað til hafa íslenzkir stúdentar ekki lagt annað af mörkum en litla fjár- upphæð til baráttu gegn ólæsi í Bólivíu, en barátta þessi var skipulögð af Alþjóðasamtökum stúdenta UNESCO. — Hefur helzt komið til tals að hingað yrði boðið stúdent frá Uganda eða Tanganyka. Hugsanlegt er að alþjóðasamtökin standi straum af ferðakostnaði afríska stúdentsins. Mál þetta er á und- irbúningsstigi og ekki er enn út- séð um hvort af þessu verður. Lánasjóðurinn Þá gat formaður stúdentaráðs þess, að ineð stofnun lánasjóðs stúdenta hefði stórt skref verið stigið í hagsmunamálum stúdenta j og á sl. ári hefði hann verið auk- inn verulega. Þó væri þess að geta, að ef ekki væri jafn auð- velt um aukavinnu með námi og nú, væri sú úthlutun, sem lána- sjóður getur veitt, alls ekki full- nægjandi. Ef höfð væri í huga hin mikla fjölgun stúdenta, ætti að vera Ijóst að enn yrði að efla lánasjóðinn mikið, ef hann ætti að geta gegnt hlutverki sínu. mitt í Skógum, sem nú má á sumum sviðum sæmilegt kalla, Það hefur löngum gefið góða raun að bera sig eftir björginni, Þessi dagur var mér líka vitni þess. Skógum, laugardaginn fyrir páska. Þórður Tómasson. ÍOUNNAR JÓNSSON 1 . LÖGMAÐUR t'Spi; við undirrétti oij hæstarétt Þmgholtsstræti 8 — Sími 18259

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.