Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 17
Sunnudagur 17. júní 1962 MORGVNBLAÐIÐ 17 Hispurslaus bók Amalía Líndal ásamt Baldri manni sínum og fjórum son- um. Þeir eru frá vinstri: Bik ki, Jakie, Eiríkur og Tryggvi. TJ M miðjan síðasta mánuð kom á markaðinn í Bandaríkjunum bók, sem þykja mun forvitni- leg á fslandi. Bókin nefnist „Ripples from Iceland“ og er eftir Amalíu Líndal, bandaríska konu Baldurs Líndals verkfræð- ings. Hafa þau hjónin búið hér heima síðan 1949 og eru nú búsett í Kópavogi. 1 bókinni er brugðið upp mynd af íslandi og íslending- um ,eins og þeir koma þessari bandarísku konu fyrir sjónir eftir 12 ára viðkynningu. Lýs- ir hún fyrst tildrögum þess að hún fluttist til íslands, síðan komunni hingað, staðháttum og fólki, veðurfari, lifnaðarháttum, siðum og ósiðum. Bókin er mjög fjörlega og skemmtilega skrifuð, þar úir og grúir af hnyttnum og skarpleg- um athugasemdum, og er ekki að efa að fslendingar hafa bæði gagn og gaman af að kynnast viðhorfum og skoðunum hinnar erlendu konu sem tekið hefur ástfóstri við landið, þrátt fyrir ýmsa agnúa á daglegu lífi hér. „Glöggt er gests augað“, segir máltækið, og má til sanns vegar færa um þessa bók, því frú Amalía Líndal hefur veitt eftir- tekt ýmsum hversdagslegum og smávægilegum hlutum í lífi og fari íslendinga, sem heima- menn munu flestir lítinn eða engan gaum gefa. Til fróðleiks birtum við hér formála bókarinnar í lauslegri þýðingu: „Allt síðan ég kom fyrst til íslands árið 1949, hef ég .reynt að skýra fyrir ættingjum mín- um, vinum og kunningjum, hvemig sé að búa hér, og hefur mér reynzt það óvinnandi verk. Þeir sem nýkomnir eru til fs- lands spyrja líka sömu spurn-l inga, en þeir eru oft búnir ein- hverri vitneskju um landið, sem þeir hafa aflað sér í ferða- og myndabókum, sagnfræðiritum, tækniskýrslum, fræðibókum um bókmenntir og ljóðlist lands- manna, og í þeim fáu íslenzku skáldsögum sem þýddar hafa verið á ensku. Enda þótt þessi fræðsla sé verðmæt, þá er samt til viðhorf, sem liggur miðja vegu milli viðhorfa ferðamanna og íslendinga sjálfra, og hefur því lítt verið haldið á loft til þessa, nema í blaðagreinum, og á það þó tvímælalaust að vera með í þeirri mynd sem gefin er af íslandi nútímans. Vegna þess að ekki er hægt að skrá smáatriði daglega lífs- ins í bók sem þessa, hef ég tak- markað frásögn mína við ýmis atriði úr fyrstu reynslu minni og síðan reynt að taka til með- ferðar aðra þætti lífsins, sem hafa orðið svo oft á vegi mín- um að ég tel þá einkennandi fyrir ísland. Samt er vert að hafa £ huga, að þó þessir þættir séu teknir hver fyrir sig eru þeir hluti af síbreytilegri heild, því líf og lífsskilyrði á íslandi eru að breytast frá degi til dags. Þau hafa breytzt meðan ég var að semja þessa bók og eru enn að breytast — ég segi þetta til að gleðja þá sem standa fast á því, að á þessu ári hafi til dæm is einhverjar búðir byrjað að selja „peanuts". Ennfremur skal tekið fram, að í þessari bók er ekki leitazt við að endurtaka efni, sem þegar er til í öðrum bókum um ísland, heldur að bæta við það, fylla út í mynd- ina. Til að þagga hugsanlegar mót bárur frá fslendingum eða út- lendingum, sem hér eru búsett- ir, ítreka ég það með sérstakri áherzlu, að þessi bók túlkar að- eins mín sjónarmið — sjónar- mið bandarískrar konu sem bú- sett er á íslandi. Fólk frá öðr- um löndum, sem býr hér, gæti samið gerólikar bækur. Að sjálf sögðu veltur líka mikið á því, af hvoru kyninu höfundurinn er, og hvaða áhugamál og við- horf hann hefur. Ég skrifa af sjónarhóli húsmóðurinnar; en listamaður eða iðnaðarmað- ur i hvaða grein sem er mundi sjá ýmsa hluti í öðru ljósi vegna náins sambands við þá sem starfa á sama vettvangi. Að end ingu er þessi bók svo að sjálf- sögðu gagnólík bók sem innbor- inn íslendingur muiidi semja, ekki aðeins að því er snertir sjálft efnið, heldur líka með til- liti til forms og stíls. Þetta er þá fsland eins og það kom mér fyrir sjónir frá 1949 til júliloka 1961.“ Eins og fram kemur í þess- um formála blandar höfundur saman persónulegri reynslu sinni og almennum athugunum á lífsháttum hér. Kemur bæði fram hörð gagnrýni og einlæg viðurkenning, eins og vera ber. Yfirleitt er bókin samin af frá- bærri hreinskilni, mikilli hlýju, næmu skopskyni, hófsemi og ást á landinu, sem frú Amalía Lín- dal hefur tekið fram yfir föð- urlandið. ATLAS Crystal Kiny °g ŒTrxfstal CJueen O. KORNEBUP - H ANSEN Sími 12606 - Suðurgötu 10. ÞEÍR ERU KONUNGLEGIR! ★ glæsilegir utan og innan ★ hagkvæmasta innrétting sem sézt hefur stórt hraðfrystihólf með sérstakri „þriggja þrepa“ froststillingu ★ sjálfvirk þíðing ★ færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun ★ nýtízku segullæsing ic innbyggingarmöguleikar' ATLAS gæði og fimm ára ábyrgð ic þrátt fyrir augljósa yfir- burði eru þeir lang ódýr- astir Góðir greiðsluskilmálar. Sendum um allt land. i S Y IIMG SELCO EVINRUDI »*■■■ ..............................■ ~ ■",« ■■* . .-i • - - ~■ ..... .........: *»• v —•áawðdStafe:. 14 FETA FIBERGLASS BATUR 5—6 manna 10—70 ha. mótor. Þyngd 200 kg. — Verð kr. 53,700,'—. 13 FETA FIBERGLASS BATUR 4—5 manna 6—25 ha. mótor. Þyngd 100 kg. — Verð kr. 18.600,— Tvöfaldur botn, sem veldur því að bátarnir sökkva ekki þó þeir fyliist af vatni. til sýnis í dag, kl. 9—6 og næstu daga við enda Vesturgötu fyrir framan VEKZLUNINA GEYSI H.F. 12 FETA FIBERGLASS BÁTUR 4—5 manna 1,5—7,5 ha. mótor. Þyngd 80 kg. — Verð kr. 16.600,—. 9 FETA FIBERGLASS BÁTUR 3—4 manna 1,5—5 ha. mótor. Þyngd 50 kg. — Innbyggð flotholt. Verð kr. 9,900,—. Lítlð viðliald. — Þarf aldrei að mála. — Viðgerðir auðveldar. — Þola jafnt sólarhita sem frost. —: Þriggja ára ábyrgð fyrir smíða- eða efnisgöllum. EVINRUDE mótorar LIGHTWIN 3 ha. kr. 5.700,—. FISHERMAN 5,5 ha. kr. 10,800,— SPORTWIN 10 ha. kr. 15,180,— FASTWIN 18 ha. kr. 18,170,— BIG TWIN 40 ha. kr. 24,500,— 0. JOHNSON & SELCO bátar eru einnig sérstaklega hentugir fyrir útgerð, sem skjöktbátar við síldveiðar o. s. frv. ORKA H.F. KAABER H.F. SELCO bátar hafa annað hvort innbyggð flotholt, eða tvöfaldan botn, og sökkva því ekki þó þeir fyllist af vatni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.