Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. júní 1962
MORGVNBL 4Ð1Ð
9
Dr. Richard Beck:
„Að eiga sumar
innrafyrirandann"
(Meginmál ræðu á sumar-
málasamikomu þjóðræiknis-
deildan.na í Selkirk og að
Lundar, Manitoba, 26. og 27.
april 1962).
í HREIMMIKLU kvæði og eggj-
andi til dáða, sem Stepthan G.
Stephansson orti til Þjóðræknis-
félagsins 1 tilefni af stofnun
þess, og skipar heiðursrúm í
fyrsta árgangi Tímarits félags-
ins, kemst skáldið þannig að
orði:
Nú skal bera á borð með okkur
Ibót við numinn auð,
margra alda ósáð sprottið
íslenzkt lífsins brauð:
Allt, sem lyfti lengst á götu,
lýsti út um heim,
nú skal sæma sveitir nýjar
sumargjöfum þeim —
sumargjöfum öllum þeim!
Með þessum eftirtektarverðu
Ijóðlínuim minnir skáldið okkur
landa hans kröftuglega á það,
að við íslendingar séum engir
fátæklingar, menningarlega tal-
að, heldur höfum við að erfðum
Ihlotið aldagamlan og lífrænan
menningararf, .íslenzlkt lífsins
brauð“, eins og 'hann orðar það,
sem verið hefir heimaþjóð okk-
ar og ok'kur hérna megin hafs-
ins, vakningar og orkulind,
„lyfti lengst á götu“ og jafn-
framt hefir borið nafn þjóðar
vorrar langt út um lönd, „lýsti
út um heim“.
Og Stephan lætur ekki þar
staðar numið. Hann gengur
lengra í áminningar- og hvatn
ingarorðum sínum og segir:
Nú skal sæm* sveitir nýjar
sumargjöfum þeim.
Hann vill, með öðrum orðum,
að við kostum kapps um að gera
þessa menningararfleifð okkar
sem ávaxtaríkasta I hérlendu
þjóðlífi, að við látum það sjást
í verki, að við komum ekki, i
andlegum og menningarlegum
efnum, tómhentir til þessa
lands, en getum lagt ríkulega á
borð með okkur hvað Það snert-
ir.
Þetta er einmitt það, sem
Þjóðræknisfélag íslendinga í
Vesturheimi og deildir þess hafa
leitazt við að gera frá upphafi
vega, og gera enn eftir beztu
getu og með ýmsum hætti. Og
þök'k sé deildinni ykkar fyrir
hennar skerf til þeirrar viðleitni.
Beynslan hefir einnig margsýnt
það, að menn vaxa af því and-
lega, að varðveita og ávaxta dýr
mætar erfðir sínar; með þeim
hætti halda þeir áfram að eiga
rætur í ætternislegum og menn
ingarlegum jarðvegi sínum. En
rótlaus tré halda ekki lengi á-
fram að bera ávöxt.
Og þá er ekki nema hollt að
rifja upp fyrir sér, í bverju hin
tslenzka menningararfleifð okk
er er einkum fólgin, hvað það
er í rauninni þetta aldagamla
„íslenzka lífsins brauð“, sem
Stephan G. talar um í fyrr-
nefndu kvæði sínu. Meginþættir
þeirrar arfleifðar eru áreiðan-
lega: fslenzk tunga, saga þjóð-
er vorrar og bðkmenntir. í
kvæði, sem ég flutti á „Fróns“-
móti í Winnipeg fyrir nokkrum
érum síðan, og nefndi „Erfða-
féð“, færði ég í orðabúning skiln
ing minn á þessari þríþættu
erfleifð okkar, og leyfi mér að
endurtaka meginmál kvæðisins
hér:
Oss gaf móðir að erfðum
ættfé, gulli dýrra:
Tungu tignarfríða,
töframætti gædda.
Hert í vetrarhríðum,
hituð jarðarglóðum,
'þrungin söngvaseiði
sævar boðafalla.
Oss gaf móðir að erfðum
ættfé, gulli dýrra:
Sögu, er hitar hjarta,
huga vængjum lyftir.
Römmum harmarúnum
rituð, — hjEirtablóði,
stöfuð stjörnuskini
stórra frægðarverka.
Oss gaf móðir að erfðum
ættfé, gulli dýrra:
Hörpu, er hljóma lætur
hæstu tóna og dýpstu.
Stillt við stormaraddir,
straumnið gljúfrafossa;
innst í strengjum ómar
óður vorsins bjarta.
Ennþá fleira höfum við að
erfðum hlotið frá íslenzkum
feðrum okkar og mæðrum. Með
al þeirra erfða er sú fagra venja
að fagna sumri með sérstakri
I samkomu, eins og þið gerið hér
í kvöld, og vel sé ykkur fyrir
það. Þessi fallegi siður á sér
sterkar rætur í djúpstæðri sól-
ar- og sumarást íslendinga. í því
sambandi má okkur vera minn-
isstætt dæmi Þorkels mána lög
sögumanns, sonarsonar Ingólfs
Arnarsonar. Þorkell, sem var
uppi á seinni helmingi 10. ald-
ar, áður en ísland var kristnað,
bað um það, að láta, á bana-
dægri, bera sig út í sólskinið, og
fól önd sína í hendur honum,
er sólina hefði skapað.
í merkilegum lei'kþætti, Á Þing
velli 984, er dr. Sigurður Nordal
samdi nýlega og leikinn var í
Reykjavík í fyrra vor í tilefni
af heimsókn Ólafs V Noregskon
ungs til íslands, lætur höfundur
Þorkel halda mjög minnisstæða
ræðu, þegar rætt er um kristni-
töku á Alþingi ,og lýkur ræðu
Þorkels með þessum orðum:
„Það hef ég hugleitt, hvað
helzt mætti greina af hjalla
þeim, þar sem ég nú er stadd-
ur, og get ég þá ekki efað, að
mér þykir betra ljós en myrk-
ur, varmi en kuldi, gróður um
vor en visnun á hausti. Og bað
veit ég, að sólin er mikil upp-
spretta alls þessa, er mér þyk-
ir betra. Mundi þá ekki slíkur
vera máttur og góðvilji þess,
sem er höfundur hennar, að ég
megi una því vel að hyggjahann
mestan og beztan í heimi. Þvi
hef eg beðið þess Þormóð, son
minn, að hann beri mig í bana-
sótt í sólargeisla, svo að eg megi
fela mig á hendi þeim, sem sól-
ina hefur skapað. Og sú er ósk
min að skilnaði til handa ölium
lýðum þessa lands, öldum og
óibornum, að þeir megi ávallt
vera sem verðastir ásjár hans og
hylli."
Þá vil ég taka nærtakara dæmi
um sólaiást okkar íslendinga. Á
Austurlandi, þar sem ég er fædd
ur og uppalinn, hvarf sól að
vetrinum til að fjalla'baki urr.
eitthvað tveggja vikna skeið; en
þegar hún, að þeim tíma liðn-
um, sást á ný lyfta glókolli sín-
um 0g teygja geislafingur sína
yfir fjallgarðinn, sem hulið hafði
hana sýn, var henni fagnað með
því að drukkið var ,.sólarkaffi“
og lummur eða pönnukökur
með, man ég rétt. Er það vafa-
laust gamall siður, sem tíðk-
aðist auðvitað einnig annars
staðar á landinu. En hér kom
sólarástin fram á fagran og eft-
irminnilegan hátt.
Sólar- og sumarástin er einn-
ig undirstraumurinn í fjölmörg
um vor- og sumarljóðum is-
lenzkra skálda beggja megin
hafsins. Ósvikinn er gleðihreim-
urinn í „Vorvísum" Þorsteins
Erlingssonar, sem fluttar voru í
sumargildi stúdenta í Reykjavík
fyrir svo að kalla réttum 50 ár-
um, 24. apríl 1912:
Kæra vor, þú blessar enn í
bæinn.
Börnin taka kát í þína hönd.
Þú tókst með þér sunnan yfir
sæinn
sólskinskvöld og blóm á fjall og
strönd.
Tíndu til hvern geisla sem þú
getur,
gefðu hverjum bros í augun sín.
Hvernig ættu’ að vaka heilan
vetur
vonir okkar, nema bíða þín?
Skáldið snjalla hefir hér rétt
að mæla. Það er vissan um
það, að vorið sigrar að lokum
veturinn, hversu kaldur og harð
hentur ,sem hann kann að vera,
er heldur vakandi vonum okk-
ar mannanna barna, framtíðar-
draumum okkar.
Með því er ég ekki að gera
lítið úr, hvað þá neita, þrosk-
unarmætti glímunar við vetur-
inn, sem skáldin íslenzku hafa
lika lofsungið í kvæðum sínum.
En jafnframt því og það er við-
urkennt, mun óhætt mega segja,
að við fslendingar séum yfir-
leitt svo skapi farnir, að okkur
sé vorið kærast af öllum árstið-
unum, þótt þær eigi allar sinar
sérstöku fegurð, hverjum þeim,
sem hefir sæmilega opin augu
gæddur er nokkurri sálarsýn.
Og ekki þarf lengi að blaða
í ljóðabókum íslenzkra skálda
hér vestan hafs til þess að sjá
þess næg og glögg merki, hve
mikil ítök vorið og sumarið eiga
í hugum þeirra og hjörtum. —
Hjartaheit er hún bænin hans
Þorsteins Þ. Þorsteinssonar í
þessu andríka erindi úr „Vor-
söng“ hans:
Sólarguð, lífga oss, vek oss af
vetrarins drunga!
Vorguð, í faðminn þinn tak þú
oss gamla og unga!
Lífsguð, ó, sýn oss hið ljúfasta,
fegursta, æðsta!
Látið oss þekkja og skilja hið
dýpsta og hæsta! —
Verði oss himinninn frelsisins
fyrirmynd stærsta.
Fegurð og yndissjón veiti oss
blómdísin glæsta.
Hugsun vor djúp eins og hafið.
með eldvilja nýjum,
hjörtun eins vonglöð og söngfugl
á ármorgni hlýjum.
Sannarlega höfum við á þess-
um slóðum, og ekki sizt eftir
vetur eins og þann í ár, ærna
ástæðu til að fagna af heilum
og þakklátum huga komu vors-
ins í hinni ytri náttúru í allri
dýrð þess og dásemdum.
En þótt vorið og sumarið hið
ytra séu okkur kærkomin, og
lífsnauðsyn í baráttunni fyrir til
verunni, jafnmikið og hún bygg
ist á gróðri jarðarinnar, ma okk
ur ekki sjást yfir hitt, hve mik-
ilvægt það er andlegum þroska
vorum, sem mestu varðar, að
„vér eigum sumar innra fyrir
andann“, eins og Steingrimur
Thorsteinsson komst spaklega að
orði í einu ágætiskvæða sinna.
Og það er einmitt sú hliðin á
vorinu, máttur þess til að hefja
huga okkar, glöggva Okkur sál-
arsýn, gera okkur betri og vitr-
ari, sem er uppistaðan og ívafið
í andrí'ki og hjartaheitri bæn
Þorsteins Þ. Þorsteinssonar í er-
indinu fagra úr „Vorsöng" hans,
sem ég vitnaði til. Og í næsta
erindi kvæðisins minnir hann
okkur enn kröftuglegar á lifg-
andi og göfgandi mátt vorsins,
er hann segir:
Vorið er Kf, sem að öllum eitt
aðalmark setur:
áfram og hærra, að þekkja og
skilja allt betiur. —
Ef að þú lærir hið volduga vor-
mál að skilja,
vernd er það eilíf mót dimmu
og næðingi bylja.
Þá áttu í sál þinni himneska
vordýrð og vilja,
veturinn kemur þá bldður ag
fagur sem lilja
Nýlega kom út í Reykjavík
mjög atlhyglisverð bó(k, er nefn
ist Svo kvað Tómas, en það eru
samtöl við Tómas Guðmundsson
skáld, sem Matthías Jóhannes-
sen, ritstjóri Morgunblaðsins
átti við Skáldið. í bókarlok segir
Tómas þessa eftirtektarverðu
lá ég eitt sinn veikur og var
lengi þungt haidinn. Svo hjarn-
aði ég við og einn góðan veður-
dag, ég held í febrúarmánuði,
var ég orðinn það brattur, að
móðir mín tók mig á handlegg
sér og bar mig út að suðurglugg
anum. Framundan blöstu við
mér tugkílómetrar if sóltindr-
andi mjöll og ég hafði orð á þvl
við móður mína, hvað mér þætti
þetta fallegt. „Já, það er fallegt,
elsku drengurinn minn,“ svaraði
toún. „Og úr þvi þér finnst það
fallegt, þá gerirðu það fyrir mig
að leggja þér það á minni.“
Ég lagði það á minni. Ég man
marga daga, sem voru merkileg-
ir fyrir það eitt, hvað beir voru
fallegir. Um flest okkar er bví
svo varið, að við kunnum lítið
með lífið að fara og gloprum
iþví út úr höndunum á okkur.
Það hefi ég líka gert. Samt hef
ég aldrei gert mér upp bær ann-
ir, að ég gæfi mér ekki tíma til
að dást að þvi, sem mér hefir
þótt fallegt. Ég hef reynt að festa
mér það í minni eins og hún
móðir mín bað mig. Og ég hef
ihugsað mér að halda því áfram,
ef guð lofar.“
Ég held, að okkur sé það hollt
að leggja þessi orð á minni og
fara að dæmi skáldsins, gefa
okkur tíma ti'l að dást að fegurð-
inni á vegi okkar, ekki aðeins 1
ríki hins vaknandi vors, heldur
einnig í mannlífinu í kringum
okkur. Slík aðdáun auðgar ekki
aðeins lif Okkar, hún betrar okk
ur jafnframt og göfgar.
Mættum við vaxa að vizku,
að fegurðar- og sannleiksást, að
skilningi og víðfeðmri samúð!
Það er „að eiga sumar hið innra
fyrir andann."
sogu:
„Þegar ég var lítill drengur,
Lærið um leyndardóma
yndisþokkans
Þér getið áskapað yður heillandi framkomu og aðlaðandi
persónuleika.
EIIMKA83iÓLII\ll\l
býður yður tækifæri til sjálfsmenntunar i samkvæmissiðum
og aðlaðandi framkomu.
Hvemig er hægt að verða eftir
sóttur í samkvæmum og á
dansleikjum?
Hvað er „sex appeal“?
Hvað gerir fólk aðlaðandi?
Þér fáið svar við öllu þessu og
ótal fleiri vandamálum ungs
fólks varðandi samkvæmislíf-
ið, og framkomu yðar tU auk-
inna vinsælda og aðlaðandi
framkomu.
Námskeið okkar um „Leyndar
dóma persónuleikans“ kostar
aðeins 90 krónur heimsent,
burðargjaldsfrítt. Þar að auki
þurfið þér ekki annað en
skrifa okkur, ef þér óskið eftir
frekari leiðbeiningum og mun
þá leiðbeinandi okkar ráða
fram úr vandamálum yðar án
þess að nokkur aukagreiðsla
komi fyrir það.
Utanáskrift okkar er:
Einkaskólinn
Pósthólf 304, Reykjavík
Gerið svo vel, að senda mér námskeið yðar: „L—P—2“
□ Greiðsla fylgir.
□ Óskast sent í póstkröfu.
Krossið i þann reitinn, sem við á.
Nafn .
Heimili
Bezt uö augíýsa í Itorgunblaðinu