Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 13
Sunnudagur 17. júni 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 Æskulýðsheimili templara á Akureyri ÆSKULÝÐSHEIMILI templara á Akureyri tók til starfa aS þessu sinni hinn 20. október sl. — Þetta er áttunda starfsár seskulýðsheimilisins. Þar er all- fjölbreytt starfsemi, svo sem tómstundagaman í leikstofum heimilisins, lestur góðra bóka í lestrarstofu, námskeið og klúbbastarfsemi og starfsfræðslu dagur fyrir unglinga. Starfsemi heimilisins fer að mestu fram í Varðborg og hefúr hún miðhæð hússins til umráða. Géðtemplara reglan á Akureyri leggur fram £é til þessa tómstundastarfs. Leikstofurnar Leikstofurnar voru opnar tvisvar í viku undir umsjón Helgu Halldórsdóttur, húsvarð- ar, og Valdimars, sonar henn- ar. Voru leikstofurnar opnar til 1. apríl. Eins og undanfarið var meiri aðsókn að heimilinu fyrir áramót, en nokkru minni eftir það. Nýtt leiktæki, tvö knatt- spil, höfðu bætzt við leikáhöld- in. — Bókasafnið og lestrarstofan Heimilið á gott bókasafn og var lestrarstofa þess öpin tvisv- ar í viku og var Bjarni Hall- dórsson bókavörður eins og áð- ur. Alls voru lánaðar 1650 bæk- ur, þar af 890 fyrir áramót, en eftir áramót 760 bækur. Fyrir áramót voru lánaðar að meðal- tali 74 bækur á dag, en 33 bæk- ur eftir áramót. Um 20 nýjar barna- og unglingabækur vorú keyptar í safnið 'um áramótin. Einnig fjölfræðibókin „Panor- ama“, en hún er á dönsku. Á árinu barst safninu að gjöf barnablaðið „Vorið“ frá byrj- un, 27 árgangar. Gefendur voru útgefendur blaðsins, Námskeið og klúbbastarfsemi Eins og áður fóru fram nám- skeið á vegum heimilisins. Má þar nefna 4 námskeið í ljós- myndasmíði og voru nemendur 21. Leiðbeinandi var Hermann Ingimarsson. Þá voru 5 nám- skeið í pappírsföndri fyrir börn og voru í þeim 75 þátttak- endur. Kennarar voru Sigrún Björgvinsdóttir og Indriði Úlfs- son. Þá hafði Sigrún Björgvins- NATO styrkir vísindameim Atlandshafsbandalagið leggur árlega nokkurt fé af mörkum til að styrkja vísindamenn í aðildaraðildarríkjunum til rann- sóknastarfa eða framhaldsnáms erlendis. Fjárhæð sú, sem á þessu ári hefur komið í hlut íslendinga til ráðstöfunar í framangreindu skyni, nemur rösklega 200 þúsund lcrónum, ©g mun henni verða varið til að styrkja menn, sem lokið hafa kandidatsprófi í einhverri grein raunvísinda, til framhalds náms eða rannsókna við erlend ar vísindastofnanir, einkum í aðildarríkjum Atlantshafsbanda- lagsins. Umsóknum um styrk af þessu fé. „NATO Science Fellowship" •»— skal komið til menntamála- ráðuneytisins fyrir 25. júní n. k. Fylgja skulu staðfest afrit prófskírteina, svo og upplýsing ar um starfsferil. Þá skal og taka fram, hvers konar fram- haldsnám eða rannsóknir um- •ækjandi ætlar að stunda, við hvaða stofnun eða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og greina ráðgerðan dvalartíma. Menntamálaráðuneytið, dóttir eitt námskeið í mynd- saumi og veggteppagerð fyrir stálpaðar stúlkur og voru þátt- takendur 15. Þá var námskeið í flugmódelsmíði. -Kennari var Dúi Eðvaldsson. Tveir klúbbar störfuðu í heimilinu í vetur. Flugmódel- félag Akureyrar var endurvák- ið til starfa fyrri hluta vetrar með rúmlega 20 félögum. Leið- togar drengjanna voru Heiðar Víking Kondrup og Kristján Antonsson. Starfaði þetta félag prýðilega. Dúi Eðvaldsson að- stoðaði einnig þessa drengi. Þá starfaði frímerkjaklúbbur- inn Úranus prýðilega eins og áður og var Bjarni Halldórsson leiðbeinandi hans. Klúbburinn starfaði frá því I nóvember frám í miðjan apríl. Skráðir fé- lagar eru rúmlega 20. Fundir voru vel sóttir, oftast 15 á fundi, flest 18. Stóð klúbburinn í sambandi við Tómstundaþátt útvarpsins með ýmsa fyrir- greiðslu. Borgarbíó sýndi drengj unum nokkrar fræðslukvik- myndir um frímerki. Þriðji starfsfræðsludagurinn Æskulýðsheimilið gekkst fyr- ir þriðja starfsfræðsludegi á Akureyri hinn 1. apríl sl. Ólaf- ur Gunnarsson, sálfræðingur, skipulagði störf dagsins. Sér- stök nefnd skipuð skólamönnum og iðnaðarmönnum sá um und- irbúning starfsfræðsludagsins. í stjórn æskulýðsheimilisins eru: Jón Kristinsson, Stefán Ág. Kristjánsson, Eiríkur Sigurðs- son, Bjarni Halldórsson og Guð- mundur Magnússon. 188 brautskráðir frá Réttarholts- skóla RÉTTARHOLTSSKÓLA var slit ið 30. maí s.l. í vetur voru 435 nemendur í skólanum í 14 bekkj ardeildum. Við skólann kenndu 25 kennarar, þar af 11 fastráðn- ir. Unglingapróf þreyttu 188 nem endur og hlutu þessir hæstar meðaleinikunnir: Hólmfríður Árnadóttir hlaut 9,68, en það var jafnframt hæsta meðaleinkunn í skólanum í vor og hæsta með- aleinkunn á unglingaprófi í skól anum frá upplhafi. Guðmundur Pálmi Kristins- son falaut 9,22 og Kristján Arin- bjarnarson 9,21. I 3. bekk hlutu hæstar ein- kunnir þær Harpa Jósefsdóttir, 8,95, og Hanna Herbertsdóttir, 8,64, og í 1. bekk Sigurður Guð- mundsson 9,05 og Oddný Ósk- arsdóttir, 8,95. Bókaverðlaun fengu þeir nemendur, sem beztum námsár angri náðu, svo og þeir, sem gegnt ihöfðu trúnaðarstörfum. Þá höfðu nokkrir nemendur skólans hlotið ritgerðaverðlaun fræðslunefndar tannlæknafélags ins og aflhenti skólastjóri ból^a- verðlaun þessi við skólaslit. Dagana 19. og 20. f.m. var hald in sýning í skólanum á vinnu nemenda (handavinnu og tei'kn- ingu) og var hún mjög vel sótt. Smurt braub Snittur coctailsnittur Canape Seljum smurt brauð fyrir stærri ofe minni veizlur. — Sendum heim. R A U Ð A M f L L A N Laugavegi 22. — Símj 1362a Tíu nýlr hús- mæðrakenn- arar TI U húsmæðakennarar luku prófi úr Húsmæðraskóla ís- lands eftir tveggja ára nám er skólanum var slitið í ní- unda skipti 1. júní síðastl. — Skólinn hefur starfað síðan 1942 og útskrifað alls 109 kennara. í haust verða teknir í skól- ann nýir nemendur og hefst skólastarfið í september. — Mikil aðsókn er að Húsmæðra kennaraskóla íslands og at- vinnuhorfur hinna nýútskrif- uðu kennara góðar. Myndin er af nemendum og kennurum Húsmæðraskóla ís- lands: — Fremri röð, talið frá vinstri: Dröfn Hafsíeinsdóttir, Reykjavík, Adda Geirsdóttir, kennari, Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri, Benny Sigurðar- dóttir, kennari, Katrín Sig- urðardóttir, Reykjavik. — Aft ari röð: Sigríður Sigurðardótt ir, Skagafirði, Álfheiður Sig- urgeirsdóttir, Þingeyjarsýslu, Vélaug Steinsdóttir, Bolung- arvík, Guðrún Ásgeirsdóttir, Reykjavík, Fríða Ásbjörns- dóttir, Reykjavík, Þuríður Hermannsdóttir, Reykjavík, Elísabet Kristjánsdóttir, Hnífs dal og Marsibil Jónsdóttir, Reykjavík. Fullt í 7 INIorður- iandaferðir Heklu Teikningar að félagsheimili á Patreksfirði Aukaferðir frá Vestmannaevjum í sumar HEKLA liggur í höfn í Reykja- vík, nýkomin úr hinni árlegu vorviðgerð í Álaborg og fer hún í fyrstu utanlandssiglinguna á' laugardag. Verða farnar 7 ferðir í sumar með skemmtiferðafólk til Færeyja, Noregs, Danmerkur og Svíþjóðai, og er fullt í þær allar, en kojurými er fyrir 158 farþega í utanlandssiglingum. Mbl. átti í gær stutt símtal við Guðjón Teitsson, forstjóra Skipa- útgerðarinnar. Sagði hann að í Álaborg hefði aðeins farið fram venjuleg yfirferð á vélum skips- ins, gert við það sem þurfti og skipið málað. útgerðarinnar hafa verið mjög miklir á þessu ári, njeiri en nokkru sinni, að sögn Guðjóns Teitssonar. Hefur ekki verið hægt að anna þeim öllum, þó alls konar hliðarráðstafanir hafi verið gerðar til að greiða úr erfiðleikunum. Kvaðst Guðjón telja að breyta þyrfti skipakosti Skipaútgerðarinnar í þá átt að fá fleiri skip og hentugri til vöru- flutninga. Flugvélarnar taka nú orðið mikið af farþegum á ýms- um leiðum, sem ekki var flogið á áður og léttir það á skipunum. 10 Simradtæki í Patrelcsfirði, 7. maí Á UPPSTIGNINGADAG voru lagðar fram tillögur úr sam- keppni, sem háð var um teikn- ingu að gisti- og félagsheimili hér í hrepp. Þrír arkitektar tóku þátt í samkeppninni, Skúli Nor- dai, Sigvaldi Thordarsoh og Sig- urjón Sveinsson, og mælti dóm- nefnd með teikningu Sigurjóns. Voru teikningarnar til sýnis fyr- ir almenning og kom margt manna til að skoða þær. Gert er ráð fyrir allstórri byggingu, ca. 9000 rúmrnetrar. Kostnaðaráætl- un fylgir ekki teikningunum. Bátar hér eru farnir að róa með handfæri og er afli tregur. Stærri bátarnir bíða*eftir að ko n ast á síld. — Trausti. Skemmtiferðafólk í hring- ferðirnar Sagði hann að Esja yrði í sum- ar í hringferðum eins og venju- lega. Væri forsala á um helmingi af farseðlum með skipinu, og væri mikil ásókn á þá og auðveld lega væri hægt að fylla skipið af skemmtiferðafólki í strandferð- irnar og rnoira en það. Hinsveg- ar þætti rétt að halda um helm- ingi af fai-seðlum eftir vegna þess fólks sem vegna atvinnu sinnar eða búsetu getur ekki ákveðið ferðir svo löngu fyrirfram því annars brygðist skipafélagið í rauninni tilganginum með útgerð skipsins. Akranesbáta Akranesi, 8. júní Um helming bátanna hér er þegar búið að setja í stand til sumarsíldveiðanna Norðanlands og Austan. Níu Akranesbátar eru nú uppi í Dráttarbrautinni. Þar vinna nú 40 fastastarfsmenn og í Vélsmiðju Þorgeirs og Ellerts vinna um 40 menn. 10 ný Simrad síldarleitartæki eru sett í flota Akurnesinga að þessu sinni. — — Oddur Snjóar í Odds- skarði NESKAUPSTAÐ, 13. júní — Leikfélag Reykjavíkur sýndi „Kviksand" í gær og fyrradag í hinu nýja félagsheimili Egils- búð, við mikla hrifningu áhorf- enda. Oddsskarðsvegur er nú ófær sökum snjóa, en hér gerði njikla úrkomu í nótt. í dag rignir mikið og snjóar í fjöll. — Jakob. Aukaferðir milli lands og eyja Guðjón sagði að alltaf væri tals vert af farþegum, sem ferðaðist með hinum skipunum, einkum Herjólfi. Á sumrin færi Herjólfur aukaferð frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafriar á laugardögum, þegar veður leyfir, til að veita meiri möguleika til farþega- og bílaflutnings milli lands og Eyja, þar eð Vestmannaeyingar eru slitnir úr sambandi við vegakerfi landsins. Flutningar aldrei meiri Flutningar með skipum Skipa- ^ Morgunblaðið á Hólmavík JÓN E. ÁRNASON mun framvegis annast afgreiðslu Morgunblaðsins á Hólmavík. Kaupendum blaðsins þar ber því að snúa sér til hans, einnig þeir er óska að gerasi áskrifendur að Morgunblaðinu. Jón mun jafnframt dreif- ingu blaðsins annast innheimtu þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.