Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 16
16 r MORGVNBLAÐIÐ Sunmidagur 17. Jánf 1961 Hótel Garður tek- ur til starfa HÓTEL Garður hefur nýlega hafið sumarstarfsemi sína og hefur Stúdentaráð Háskóla ís- lands rekstur hótelsins með höndum að þessu sinni eins og tvö sl. sumur. Eekstur hótelsins hefur frá upphafi gengið mjög vel og mun betur en hinir bjartsýn- ustu í hópi stúdenta gerðu sér vonir um í upphafi. í>á er það ekki síður mikils um vert, að gestir hótelsins hafa verið mjög ánægðir með dvöl sína þar og er óhætt að fullyrða að Hótel Garður undir forsjá stúdenta hafi unnið sér traust viðskipta vina sinna hérlendis sem erlend is. . Miklar endurbætur hafa verið gerðar á stúdentagörðunum og hefur hagnaðinum af hótel- rekstrinum nær eingöngu verið varið til þeirra framkvæmda. Þannig voru á sl. sumri fram- kvæmdar verulegar endurbætur á snyrtiherbergjum Gamla Garðs og var þeim framkvæmd- um haldið áfram í vor. Þá hef- ur Gamli Garður einnig verið málaður að utan nú í vor. Að tilhlutan Skemmtifélags Garðs- búa hafa ný húsgögn verið keypt í matsal Gamla Garðs og gamlir Garðsbúar hyggjast á næstunni leggja fram nokkurt fé til endurbóta á setustofu Gamla Garðs. Af hótelsins hálfu hafa í vor verið gerðar veruleg- ar endurbætur á forstofu Gamla Garðs sem nú er orðin hin vist- legasta á að líta. Rétt þykir að taka fram að flestar þeirra framkvæmda sem drepið var á hér að framan hafa aðeins ver ið mögulegar vegna þess hagn- aðar sem orðið hefur á hótel- rekstrinum og hefur runnið til þeirra. Um horfurnar nú er það að segja, að allt bendir til þess að sumarið nú verði hótel- rekstrinum sízt óhagstæðara en sl. sumar og liggja nú þegar fyrir miklar pantanir í gisti- herbergi. En þrátt fyrir það að mikið hafi áunnizt til endurbóta á stúdentagörðunum, er því ekki að leyna, að stórátaks er þörf til þess að hefja garðana upp úr þeirri niðurníðslu, sem þeir hafa verið í undanfarin ár fyrst og fremst sökum fjár- skorts. Mun stjórn hótelsins á næstunni í samráði við stúdenta ráð reifa það mál við Garðs- stjórn hverjar leiðir séu færar til úrbóta. Hótelstjóri er nú sem fyrr, Hörður Sigurgestsson, stud oecon., en stjórn hótelsins skipa Styrmir Gunnarsson stud. jur. formaður, Sigurður Hafstein stud. jur. og Þór Guðmundsson stud. oecon. Uppsögn Skógaskóla SKÓGASKÓLA var sagt upp fimmtudaginn 31. maí við hátíð lega athöfn. Skólastjórinn Jón R. Hjálmars son flutti skólaslitaræðu, lýsti prófum og afhenti nemendum skírteini. Brautskráðir voru 34 gagnfræðingar og af þeim hlaut Inga Sigrún Sigurðardóttir, Bark arstöðum, Fljótshlíð, hæstu eink- unn 8,62. í öðru sæti var Garð ar Jóhannsson, Ketilsstöðum, Holtum, með 8,50 og hinn þriðji Jens Ólafur Eysteinsson, Brú, Eyjafjöllum með 8,27. Landspróf þreyttu 18 nemend ur og stóðust allir. Af þeim höfðu 15 einkunn yfir 6,00 að dómi skólans. Hlutskarpastur á lands prófi varð Guðmundur Þorgeirs son, StórólfShvoli, Rang., með á gætiseinkunn 9,54. Er það hæsta próf, sem tekið hefur verið í skólanum frá upphafi. Aðra hæstu einkunn hlaut Freyja Matthíasdóttir, Selfossi, 8,07 og I þriðja sæti var Jens Þórisson, Siglufirði, með 7,50. Nemendur, sem skarað höfðu fram úr í námi og góðri fram- komu hlutu bókaverðlaun við skólaslit. Auk skólastjóra tóku til máls séra Sigurður Einarsson, er verið hafði prófdómari, og formaður skólanefndar, Björn Fr. Björns- son, sýslumaður. Nemenedur sungu undir stjórn Þórðar Tóm assonar. Meðal gesta voru sýslunefnd arrnenn í Rangárvallasýslu, er staddir voru í skólanum á ár- legum sýslufundi sínum. Nokkuð var unnið í skógrækt skólans á vorinu og gróðursettar um 800 trjóplöntur. Nemendur yngri deilda, sem brautskráðust 29. apríl, voru 55 talsins. Þannig voru í skólanum á liðnum vetri alls 107 nemend ur.-Á prófi í 1. bekk varð hæst Þórunn Þórhallsdóttir, Skógum, Eyjafjöllum, með ágætiseinkunn 9,35 og á unglingaprófi Helgi Magnússon, Sólheimum, Land- broti, V-Skaft., með ágætiseink unn 9,16. Valgeir Óli Gíslason kosinn formaður B.Í.L. AÐALFUNDUR Bandalags ís- lenzkra leikfélaga fyrir leikárið 1961—1962 var haldinn laugar- daginn 2. júní í Iðnó. Fundinn setti Guðjón Hjartarscn f. h. stjómarinnar í fjarveru for- manns Páls Þórs Kristinssonar, en framkvæmdarstjóri banda- lagsins, Sveinbjörn Jónsson flutti síðan yfirlit yfir störf bandalags félaganna og skýrði frá rekstri bandalagsins í heild. Skýrslur höfðu ekki borizt frá öllum félögunum, en samtals munu félögin hafa sýnt milli 45 og 50 löng leikrit á starfsárinu. Starfsemi skrifstofu banda- lagsins var með líkum hætti og áður, en hún er einkum fólgin í fyrirgreiðslu til bandalags- íélaganna svo og til skóla og ennarra aðila, sem vinna að fé- lags og menningarmálum í byggðum landsins. Þrjú ný leik- íélög og eitt ungmennafélag sóttu um inntöku í bandalagið. Þessi nýju leikfélög eru: Leik- klúbburinn Gríma, Reykjavík, Leikfélag Þórshafnar, Þórshöfn og Leikfélagið Stakkar í Kefla- vífc og Njarðvíkum. Fyrir fundinum lágu tillögur frá stjórn og framkvstj. um breytingar á lögum bandalags- ins. Tillögur þessar voru ekki útræddar og var ákveðið að fresta aðalfundinum til hausts- ins og ræða þá framkomnar breytingartillögur, en þær miða að því að skipta bandalaginu í héraðasambönd líkt og gert er hjá öðrum stórum landssamtök- um. Stjórn bandalagsins tii næsta árs er skipuð Valgeir Óla GLslasyni, Leikfélagi Hafnar- fjarðar, formaður. Með honum í stjórn eru Björn Einarsson frá Leifcfélagi Kópavogs og Her bert Jónsson frá Leikfélagi Hveragerðis. Bdkasöfnín greiða dönskum rithöfundum f NÆSTA mánuði fá 1200 danskir rithöfundar ávísanir, að upphæð allt frá 18 kr. (dönskum) til 20.000 króna, ® sem uppbót vegna nota á bók um þeirra í 1500 dönskum bókasöfnum á síðasta ári. Þetta er fimmtánda árið, sem danskir rithöfundar fá um 40 aura árlega fyrir hvert ein- tafc af bókum þeinra, sem bókasöfnin eignast. Ríkið leggur til peningana, sem til þessa þarf. Sarn- kvæmt bófcasafnslögunum frá 1946 greiðir menntamá.a ráðuneytið á hverju ári fimrn prósent af stuðningi sínum við bókasöfnin til þessarar starfsemi. Þetta ár er upp- hæðin um 900.000 kr. og drag ast frá um 20.000 kr. í kostn- að. Skilyrðin til að rithöfund- ar komi til greina eru þau, að þeir séu danskir þegnar og að ekki séu minna en 50 eintök af bókum þeirra í bókasöfnunum. Dönskum almenningsbóka- söfnum er stjórnað af sér- stökum nefndum. Það er sjaldgæft að finna í þeim leynilögreglusögur, kúreka- sögur eða lélegar ástarsögur. Góðar skáldsögux og barna- bækur eru meiri hlutinn af bókaeign þeirra, sem nemur 2.100.000 bókum eftir danska nútímarithöfunda. í ár fær ekkja Ohristian Westeg&rd, vinsæls, dansks barnabókahöfundar, um 20 þús. kr. fyrir 56.000 eintöfc af bókum hans. Tíu aðrir rit- höfundar, eða ekkjur þeirra, fá frá 12.000 upp í 18.000 kr., aðrir minna. Á hverju hausti sendir d a n s k a rithöfundafélagið bókasöfnunum lista yfir höf- unda og biður þau um að gefa skýrslu um eign sína af verkum þeirra. Á aðalbóka- safninu í Kaupmannahöfn tekur þetta verk tvo bóka- verði þrjár vifcur, enda á safnið um milljón bindi. List arnir eru síðan sendir hag- stofunni í Kaupmannahöfn, sem reiknar út, hve mikið hver höfundur skuli fá, en það er fljótlegt verfc með hjálp nýtízku véla. Þótt þetta sé vel skipulagt, hefur kerfið sætt gagnrýni, og Rithöf'Undafélagið er að biðja stjórnina um að gera á því nokkrar breytingar, m.a. að auka hið árlega framlag sitt úr 5% í 7%. Einnig kvarta bókaverðir yfir þeirri vinnu sem fer í að gera skýrslurnar og segja, að þeir myndu heldur kjósa lánagjald, svipað og Sir Alan. Herbert hefur lagt til að bomið verði á í Bretlandi. Margir höfundar vildu held ur koma á sama kerfi I Dan- mörku og í Svíþjóð, en sænska kerfið byggist á hve mikið er lánað út. Svíar fylgjast með þessu með því að taka „sýnishom" af útlán- um 200 bókasafna árlega (ekki þeim sömu á hverju ári) og margfalda svo með þeirri hlutfallstölu sem fæst. t Á yfirborðinu virðist sænska kerfið réttlátara, en það hefur einnig sína galla. Danska kerfið tryggir höf- undunum fasta og vaxandi viðbót við tekjurnar, en hið sænsfca gerir rithöfundana háða breytilegum vinsældum og tízku. Eitt árið getur hann þurft að borga háan tekju- skatt vegna útlána gíðast* árs, önnur árin le« hann kannski enginn. l Danmörk hjálpar rithðf- . undum sínum einnig á annan 1 hátt. Fyrir utan tvenn „heið- ursverðlaun1*, sem nema 12000 á ári, gefur stjómin 76 mönnum rithöfundarlaun, að upphæð 5400 kr. svo og fimm námsstyrki á ári, sem nema i 3000 kr. hver. Við þetta bæt- l ast svo 50.000 kr. á ári frá . knattspymugetraunum. J (Observer — Öll réttindi J áskilin). I Frá aðalfundi Búnaðarsambands A-Skaftfellinga: Grágæsin óvinur kornræktarbæn d a HÖFN, Hornafirði: — Búnaðar- samband A-Skaftfellinga hélt að alfund sinn í Holtum á Mýrum dagana 2.—3. júní. Formaður samhandsins, Steinþór Þórðar- son, Hala, stjórnaði fundinum. í Skýrslu formanns og ráðu- nauts sambandsins kom fram, að starfsemi sambandsins hafði auk izt mikið frá sl. ári og ný verk efni bætast ávallt við. Má með- al annars nefna framkvæmdir á sambandssvæðinu vegna hinnar nýju búgreinar, kornræfctarinnar. Keypt höfðu verið fullfcomin korn skurðar og þurrtæki. Stærð ak- urlendis er nú á svæðinu um 60 ha., mest í Bæjarhreppi. En kornræktarbændur virðast eiga slæman óvin í þessari ræktun sinni, þar sem er grágæsin. Munu þær hafa valdið miklu tjóni á kornökrum í vor. Bústofnsaukning 25% Þá gerði ráðunauturinn grein fyrir aukinni þörf á ræktuðu landi og stórmikilli aukningu á heyöflun. Sagði hann að hlutfall ið milli bússtofnauka og ræktun ar væri sízt betra en það hefði verið fyrir 6 árum, enda væri bústofnsaukning á tímábilinu kringum 25%. Stórátak þyrfti því að gera í ræktunarmálum og taldi að á næstu 5 árum þyrfti ræktun að aufcast um ca. 1000 ha. á félagssvæðinu. Er nú unnið að undirbúningi að ræktun sanda á félagslegum grundvelli. í sum ar verður hér skurðgrafa að verki. Ennfremur gerði ráðunaut urinn grein fyrir búfjársýningu á sauðfé, sem var algert nýmæli. Varahlutabirgðir í landbúnaðar- vélar. Fundurinn samþykkti áskorun til kaupfélagsins um að það hlut aðist til þess að alltaf væru til nægar varahlutabirgðir í land- búnaðarvélar. AÐALFUNDUR Skógræfctarfé- lags Suðurnesja var haldinn í Barnagkóla Keflavíkur, fimmtu- daginn 31. maí sl. Á fundinum mættu fulltrúar frá flestum deildum félagsins, og Egill Hallgrímsson, kennari frá Vogum, sem nú veitti við- töku heiðursfélagaskjali sínu. Egill hefir verið mikill áhuga maður um framfara- og skóg- ræktarmál á Suðumesjum. Hann stofnaði m.a. Skógræktarsjóð Suðurnesja, sem nú er orðinn yfir 18 þús. kr. Einnig formaði hann og teiknaði merfci sjóðs- ins, sem selt er síðasta sunnudag í maí ár hvert. Þá mætti á fundinum Snorri Sigurðsson, skógræktarráðunaut ur. Sagði hann frá yfirlitsferð sinni um skógræktarsvæðin og taldi þar allt vera í góðri fram för og plöntur vel komnar und an vetri. Gaf hann greinagóð svör við ýmsum spurningum fund armanna varðandi skógrækt. Grindvíkingar eiga stærstu girðinguna og gróðursetja ár- lega þrú þúsund trjáplöntur, en alls munu 9—10 þúsund trjá- plöntur verða gróðursettar að þessu sinni á íélagssvæSinu 1 fundarlok fóru fram kosnlng ar og kom aðeins fram einn listi. Búnaðarþingsfulltrúi var kjör« inn Egill Jónsson, ráðunautur, til vara Sighvatur Davíðsson, Brekku. í stjórn voru kjörnir Steinþór Þórðarson, Hala, Stefán Jónsson, Hlíð og Þorsteinn Geira son, Reyðaná. Kristján Benedikts son, Einholti, baðst undan endur kosningu fyrir aldurs sakir. Voru honum færðar þafckir fyrir vel unnin störf og jafnframt var hann kjörinn heiðursfélagi sam- bandsins. Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir árið 1962. Niðurstöðutölur hennar voru 100 þús. kr. — Gunnar. Alltaf er nofckuð urn sjálfboða vinnu og er hagur félagsins góð- ur. í lok fundarins sýndi Ragnar Guðleifsson, kennari, nofckrar fal legar litskuggamyndir frá Háa- Bjalla, en þar eru hæstu trén orðin yfir þrír metrar að hæð. — Skógrækt hófst þar 1949. Stjórn félagsins var að mestu endurkjörin, en hana skipa: Siguringi E. Hjörleifsson, for- maður, Huxley Ólafsson, vara- formaður, Ragnar Guðleifsson, ritari, Árni K. Hallgrímsson, gjaldkeri, Gísli Guðmunds, Svav ar Árnason, Sveinn Sigurjónsson. Og varamenn: Einar Kr. Einara son, Halldóra Thorlacíus og Her mann Eiríksson. ~ ~ UNDARSÖTU2Í -JIMI 1)743 J Skógræktorfélag Suðurnesja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.