Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 17. júní 1962 Japanskeisari er mikill náttúrufræðingur og plöntusafn- ari. Hann hefur m.a. skrifað bækur um þessi áhugamál sín. Hér á myndinni sést Hirohito keisari (í miðju) vinna við gróðursetningu á hrísgrjónaakri keisarahallarinnar í Tókíó. — I Skotlandi er verið að smíða lengstu hengibrú Evrópu yfir Firth of Forth, norðan við Edinborg. Verður brúin alls um 2,4 km á lengd og sennilcga tekin í notkun á miðju næsta ári. Kostnaður við smíðina er áætlaður 17 milij. sterlingspund eða um kr. 2.055 mill.i, ísl. kr. Myndin er af einum brúarsmiðanna við vinnu. Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í blaðinu að bandarískur drengur varð fyrir járnbrautarlest og missti handlegginn, sem seinna var græddur á drenginn aftur. Hand- leggurinn rifnaði svo til af drengnum uppi við öxi, en iæknar segja nú að hann virðist ætla að gróa vel saman. Drengurinn, Everett Knowles, er aðeins 12 ára og er meðfylgj- andi mynd tekin af honum í sjúkrahúsinu í Boston, þar sem læknisaðgerðin fór fram. Mynd þessi var tekin á hinum áriega „Indianapolis Speedway“ kappakstri, sem fram fór um síðustu mánaðamót í Bandaríkjunum. Keppni þessi hefur verið haldin árlega frá 1911 að árunum 1917—1918 og 1942—1945 undanteknum. Ekin er 800 km (500 mílna) vegalengd og sigurvegari varð í ár Rodger Ward (sem sigraði einnig árið 1959) en hann ók vegalengdina með 225,730 kílómetra meðalhraða á klukkustund. Sigurvegarinn frá i fyrra, A. J. Foyt, varð fyrir þyí óhappi í 71. hring, að eitt hjólið datt undan kappakst- ursvagni hans. Foyt slapp ómeiddur úr slysinu. Hér sést hjólið af bifreið Foyts á hraðri ferð eftir kappakstursbrautinni. Snemma í þessum mánuði var gerð byltinga rtilraun í Venezuela. Miðstöð byltingarinnar var í borginni Puerto Cabelio og voru það kommúnistar, sem að henni stóðu. Stjórnar- hernum tókst að sigra byltingarmenn eftir tveggja daga átök og var mynd þessi tekin þegar stjórnarherinn var í Iokasókn. Sýnir hún tvo stjórnarhermenn hlaupa yfir regn- vota götu í Puerto Cabello framhjá líkum þriggja félaga, sem fallið hafa í bardögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.