Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. júní 1962 MORGTJtfBL AÐ1Ð 5 Leígubifreiðarsfjórar dæmdir NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, er á- kæruvaldið höfðaði gegn Þórði Bj örnssyni, leigubif reiðarst j óra, Keflavík og Sigtryggi Kjartans- eyni, Keflavík, leigubifreiðar- stjóra, fyrir brot á þeim grein, um áfengislaga, er fjalla um ó- löglega áfengissölu. Málavextir eru þessir: Miðvikudaginn 25. marz 1959, kl. 16.45 voru tveir lögreglu- inenn af Keflavíkurflugvelli og einn lögreglumaður úr Keflavík staddir við Áfengisverzlun ríkis ins við Snorrabraut í Reykja- vík. Þar veittu þeir bifreiðinni Ö-321 athygli. Sáu þeir að bif- reiðarstjórinn, ákærði Sigtrygg- ur Kjartansson og ákaerði Þórð- ur Björnsson, báðir leigubifreið- erstjórar í Keflavík, fóru úr bif reiðinni og inn í áfengisverzlun- ina. Þar dvöldust þeir skamma Ihríð, en svo kom ákærði, Sig- trygguiv. út fór inn í bifreiðina og ók henni á bak við hiús verzlunarinnar. Þar dvöldu þeir ekamma stund, en óku síðan af stað. Þar eð lörgelumennina grunaði, að þeir myndu vera í éfengiskaupum, þá eltu þeir bif reiðina og náðu henni við húsið Hólmgarð 29 í Reykjavík, þar sem hún var stöðvuð. Lögreglumennirnir höfðu tal af þeim ákærðu og sáu þá strax tvo kassa af áfengi í aftursæti og á gólfi bifreiðarinnar. Kvaðst ékærði Þórður eiga áfengið, en eina flösku, sem var í framsæti bifreiðarinnar, kvaðst Sigtrygg- ur hafa keypt fyrir bróður sinn, KarL Ákærði, Þórður Björnsson, ját- eði það fyrir rétti að vera eig- andi að umræddum tveim köss um af áfengi, en neitaði þvi hinsvégar eindregið að hafa ætl- að áfengi þetta til sölu. Hann kvaðst hafa ætlað að geyma það í Reyfcjavík og hafa ætlað það fyrir sjálfan sig, án þess að sér stakt tilefni væri til áfengis- kaupanna. HÉRAÐSDÓMUR. í forsendum að héraðsdómi segir, að telja verði það ólíklegt, að ákærði, Þórður hafi ætlað sjálfur að nota framangreint á- fengismagn, 24 flöskur og því verði að telja, að ákærði Þórður hafi eigi réttlætt það, að áfehg- ið hafi ekki verið ætlað til sölu. Að því er ákærða Sigtrygg snertir var talið, að mikils 6- samræmis gætti í framburði Sig- tryggs og bróður hans, en Sig- tryggur taldi hann eiganda á- fengisflöskunnar, sem hann við- urkenni að hafa keypt. Var því talið, að þeir hefðu báðir gerzt brotlegir við 4. sbr. 3. mgr. 19. gr. áfengislaganna. Ákærði Þórður Björnsson var því dæmdur til að greiða kr. 17.700.00 í sekt til Menningar- sjóðs, en ákærði Sigtryggur kr. 850.00. Þá skyldi allt áfengið gert upptækt. Þá voru þeir in solidum dæmdir til að greiða allan kostnað sakarinnar. HÆSTIRÉTTUR STAÐFESTIR. Dómi þessum var einungis á- frýjað að því er snertir Sigtrygg Kjartansson, og varð Hæstirétt- ur ekki sammála um niðursöður málsins. í forsendum að dómi Hæsta- réttar segir, að framhaldsrann- sókn hafi verið háð eftir upp- sögu héraðsdóms og þá hafi m.a. komið fyrir dóm Karl, bróðir ákærða og eiginkona hans, en eigi hafi reynst fullt samræmi milli skýrslna þeirra hjóna um aðdraganda að áfengiskaupum þeim, sem þau teldu sig hafa á- formað. Var því eigi talið, að eftir sönnunarreglum 19. gr. 1. 58 1954 væru skilyrði til að sýkna ákærða. Var því héraðs- dómurinn staðfestur og ákærði dæmdur til að greiða allan á- frýjunarfkostnað sakarinnar. SÉRATKVÆÐI. Einn Hæstaréttardómari, Lárus Jóhannesson, skilaði sératkvæði. í atkvæði hans segir svo: m. a. „Ákærði er búsettur í Kefla- vík. Hann var á ferð hér í Reytkjavik, er kaupin fóru fram og fór hann á engan hátt dult með þau. Hélt hann t.d. á flösk- unni í hendinni frá verzluninni út í bifreiðina og lagði hana þar í framsætið, þar sem hún var auðsjáanleg þeim, sem litu inn í bifreiðina. Hann hefur ek'ki áður sætt ákæru eða refsingu fyrir flutning eða sölú áfengis. Eru því komnar í málinu sterk- ar líkur fyrir því, að þessi eina áfengisflaska hafi ekki verið keypt til að selja hana. Ber því að sýkna ákærða.“ Svipting lyfsöluleyíis ógild NÝIEOA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, er Aage Schiöth, lyfsali á Siglufirði, höfð aði gegn heilbrigðismáíaráð- herra Islands, en þ, 23. maí 1959 hafði heilbrigðismálaráð- herra svipt lyfsalann lyfsölu- leyfi. Gerði Aage Schiöth þær dómkröfur, að staðfest yrði með dómi, að svipting lyfsöiuleyfis- ins yrði ógild talin, og að heii- brigðismálaráðherra yrði dæmt að greiða málskostnað að skað- lausu. Málavextir eru á þá leið, að 2. apríl 1928 fókk stefnandi leyfi undirritað af konungi til að setja á stofn og reka lyfsölu á Siglu- firði. í máli því, sem hér um ræðir, voru lögð fram nokkur bréf frá landlækni og eftirlits- mönnum lyfjabúða þess efnis, að rekstur lyfjaverzlunarinnar væri að einhverju leyti áfátt. Dómkröfur stefnanda voru Btuddar eftirtöldum rökumi: 1) að það hafi ekki verið á valdi ráðherra, heldur forseta ís lands eins að svipta stefnanda lyfsöluleyfi hans. 2) að stefnandi hafi fengið ó- nógar aðvaranir og honum ekki gefizt nægilegur kostur á að bæta úr misfellura > rekstri lyfja búðar sinnar. 3) að stefnanda hafi ekki ver ið gefið viðhlítandi færi á að tala máli sínu, áður en til svipt- ingar kom. Stefndi krafðist sýknu í mál- inu og studdi kröfur sínar fyrst og fremst þeim rökum, að stefnandi hafi verið óhæfur að annast þá þjónustu, sem lyfsöl- um er ætlað að veita. Hafi heil- brigðisyfirvöldum því borið skylda til að vernda hagsmuni al mennings með því að svipta hann lyfsöluleyfi. Því var haldið fram af hálfu stefnda, að áminningarbréf frá landílækni og ráðherra hafi falið í sér, að fullnægt hafi verið þeim skilyrðum, sem sett eru fyrir því, að svipta megi menn lyfsöluleyfi að íslenzkum rétt. Enn var því haldið fram af hálfu stefnda, að svipting lyfsöluleyfa væri á valdsviði ráðherra. Héraðsdómur. I forsendum að dómi héraðs- dórns segir m.a.: „í 2. gr. stjórnarskrá nr. 33/ 1944 segir m.a., að forseti og önnur stjórnarvöld skv. stjórnar Skránni og öðrum lögum fari með frambvæmdavaldið. í 13. gr. seg ir, að forsetinn láti ráðherra framkvæm/a vald sitt, og í 14. ÞEGAR Langjökull, eitt af kæliskipum Jökla h.f., kom til Reykjavíkur hinn 4. þ.m. flutti hann hingað 116 bifreið ir frá Þýzkalandi og Bret- landi. Það vakti athygli við þennan bifreiðainnflutning að af öllum þessum fjölda voru 95 Land-Rover ,,jeppar“, og mim það vera stærsta send- ing, sem komið hefur til lands ins af einni tegund með einni ferð. Brá ljósmyndari Mbl., Ól. K. M. sér þá irm að bif- reiðageymslu Jökla h.f. við Kleppsveg og tók meðfylgj- andi mynd, sem sýnir nokk- xxrn hluta bifreiðanna. í sambandi við þennan bif- reiðafjölda sneri Mbl. sér í gær til umboðsins fyrir Land- Rover, Heildverzlunariimar Heklu h.f., og spurðist fyrir um heildariimflutninginn frá því í september s.l. þegar ixm- flutningurinn var gefirrn frjáls. — Frá því í september þar til Langjökull kom höfðum við flutt ixm 245 Land-Rover bifreiðir, sagði Sigfús Bjarna- son forstjóri. Svo bætast þess ar 95 við og nú er Dettifoss að koma til landsins með 45 Land-Rover en um mánaðar- mótin kemur Tröllafoss með 90 bifreiðir. Alls eru þetta 475 Land-Rover bifreiðir og eru þær allar seldar. í næsta mánuði eigum við svo von á 50 bifreiðum til viðbótar og eru flestar þeirra seldar. — Hverju þakkið þið þessar vinsældir Land-Rover, Sig- fús? — Við höfum auglýst bif- reiðina mjög mikið og sent hana út um land svo bændur fengju að reyna hana. En bezta auglýsingin hefur verið ánægja eigendaxma og um- mæli þeirra. gr. að ráðherra beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Þrátt fyrir þessi ákvæði 13. og 14. greinar er ljóst af ýmsum lagaákvæðum að atbeina for- seta þarf til ýmissa stjórnarat- hafna sbr. 15., 16., (nokkrar fleiri greinar tilnefndar) stjórn- arskrárinnar. Eftir íslenzkum lögum er störfum skipt milli stjórnvalda, m.a. æðri og lægri stjórnvalda. Telja verður, að það sé regla íslenzks réttar, að lægra sett stjórnarvald geti éíkki gert stjórnarathöfn, sem felur í sér, að stjórnarathöfn æðra setts stjórnvalds er felld úr gildi, nema til komi sérstök lagaheim ild eða skipun eða heimild frá hinu æðra stjórnvaldi, þar sem slxkt valdframsal getur átt sér stað. Forseti er æðsti handhafi framkvæmdavaldsins, og ráð- herra getur því ekki gert stjórn arathöfn, sem forseti hefur lög- lega gert. Slíka íþyngjandi stjórnarathöfn ráðherra verður að telja ógilda eftir íslenzkum lögum. Stefnandi í máli því, sem hér er til úrlausnar, fékk 2. apríl 1928 leyfisbréf undirritað af kon ungi til að reka lyfjabúð á Siglu firði. Var það gefið út með heim ild í 11. gr. tilskipunar frá 4. des. 1672. í 25. gr. tilskipunar þess- arar er ekki að finna heimild fyrir ráðherra til að svipta stefn anda þessu leyfi, og ekki er slík heimild í öðrum lögum. Ekki var sviptingin heldur gerð að feng- inni sérstakri skipun eða heim- ild frá forseta. Skv. fyrrgreind- um reglum íslenzkra laga verð- ur því að telja, að ráðherrann hafi brostið vald til að svipta stefnanda leyfi til að reka lyfja verzlun á Siglufirði. Ekki breytti það þessari niðurstöðu, þótt tal- ið yrði, að ráðherra geti gefið út lyfsöluleyfi ad mandatum, þar eð slíkt jafngildir ekki heimild til að svipta þann mann leyfi, sem fengið hefur það frá þjóð- böfðingjanum sjálfum. Sviptingin ógild talin. Þar sem um var að ræða vald- þurrð, verður að telja, að ógilda bera leyfissviptinguna. Þegar þess er gætt, að veitingar og sviptingar leyfa af svipuðu tagi og lyfsöluleyfi eru, geta ekki tal izt til starfa sem eðlilegt og venju legt er nú á tímum, að þjóðhöfð- ingi ræki, — að verulegur vafi var af þessari ástæðu og öðr- um um það, og að vegna aknenn ingshagsmuna ber nauðsyn til, að ákvörðunum heilbrigðisyfir- valda sé almennt framfylgt, þyk ir ógildingin eiga að gilda fra lögbirtingu dóms þessa“. Ekki var talin þörf á, að fjalla um 2. og 3. málsástæðu stefn- anda. Málskostnaður skyldi niður felldur. Heilbrigðismálaraðherra áfiýj anði dómi þessum til Hæstaréttar og í forsendum að dómi Hæsta- réttar segir m.a.: „Fallast má á það með héraðs dómi, að ákvörðun um að svipta gagnáfrýjanda til fullnaðar leyfi því til lyfsölu á Siglufirði, er konungur veitti honum 2. apríl 1928, beri undir forseta lýðveld- isins. Af því leiðir, að ráðherra brast heimild til þeirra svipting- ar leyfisins, er hann framkvæmdi með bréfi 23. maí 1958, og verð- ur hún því dærnd ógild frá upp- hafi. Eftir þessum úrslitum er rétt, að í málskostnað í héraði og fyr ir Hæstarétti greiðist úr ríkis- sjóði samtals kr. 19.000.06“. IMýtt skólahús í smíðum að Eiðum STARFSÁRI Eiðaskóla lauk 30 maí sl. f skólanum voru í vetur 103 nemendur í þremur bekkj- ardeildum, yngri deild, eldri deild og framhaldsdeild, sem skiptist í landsprófsdeild, bók- námsdeild og verknámsdeild. Heilsufar var gott í skólanum í vetur, nema hvað inflúenza geisaði seinni partinn í marz og olli töluverðum töfum á námi. Árshátíð skólans var haldin 10. marz. Þá sýndu nemendur sjónleik, blandaður kór þeirra söng, og eiirnig sýndu skólapilt- ar leikfimi. Þá var og skraut- sýning, Burnirótin, við kvæði Páls J. Árdals og lag Bjarna Þorsteinssonar. Yið það tæki- færi minntist skólastjóri tón- skáldsins með stuttu erindi. Ráðskona í mötuneyti skólans hefir verið síðastliðin 7 ár frú Sigurlaug Jónsdóttir. Hún læt- ur nú af því starfi. Er það allra mál, að hún hafi rækt það af einstökum dugnaði og hagsýni og tekizt framúrskarandi vel að þjóna þeim tveim ólíku sjónar- miðum að hafa jafnan á borð- um góðan mat og ódýran. Burtfararpróf eldri deildar þreyttu 34 nemendur. Hæstur varð Björn Ágústsson frá Klepp járnsstöðum í Hróarstungu, bæði í bóklegum og verklegum greinum með 8,88. Annar varð Ketill Pálsson, Eiðum, í bókleg- um greinum með 8,46 og Karl Stefánsson, Kirkjubæ í Hróars- tungu í verkl. greinum með 8,43. Þriðji í bókl. gr. Andrés Filip- pusson, Dvergasteini, Seyðis- firði með 8,43 og í verkl. gr. Ketill Pálsson með 8,28. Árspróf yngri deildar þreyttu 33 nemendur. Hæst þar varð í bókl. gr. Dagný Marinósdóttir, Vallanesi með 8,76, annar Ingi- berg Magnússon, Jórvíkurhjá- leigu í Hjaltastaðaþinghá með 8,40 og þriðji Björn Hafþór Guð mundsson, Stöðvarfirði með 8,26. í verkl. gr. varð hæstGuð- ríðxxr Ágústsdóttir, Kleppjárns- stöðum með 8,18 og önnur og þriðja Gyða Vigfúsdóttir, Hall- freðarstöðum og Kristlaug Páls- dóttir, Eiðum jafnar með 8,14. Skólanum var sagt upp á skírdag og hurfu nemendur, eldri og yngri deildar, þá úr skólanum, en bóknáms- og verk námsdeild lauk 12. maí. Hæstur í bóknámsdeild varð Hákon Halldórsson, Grund í Mjóafirði með 8.09. í verknámsdeild voru 10 nem- endur. Hæstur þar varð Björn Eiríksson, Bót í Hróarstungu með 7,75. Bygging nýs skólahúss í stað þess, sem brann stendur nú yfir. SKURÐGROFUR með ámoksturstækjum til leigu. Minni og stærri verk. Tímavinna eða akkorð. Innan- bæjar tða utan. Uppl. í síma 17227 og 34073 eftir kl. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.