Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNJJL 4 Ðlb Sunnudagur 17. júnl 1962 Fréttapislar fra' Noregi Kaldur vetur. Síðastliðinn vetur var hér í Noregi með kaldara móti. Með- alhitastig marzmánaðar lá t.d. nær 4 gráðum lægra en í með- alári og er þetta kaldasti marz síðan 1947. Eftir áramót og allt fram í apríl ollu snjóþyngsli margvís- legum óþægindum og þá sér- Staklega umferðartruflunum. Til einangraðra byggðarlaga var um skeið haldið uppi póst- og vöruflutningum með þyril- vængjum. — Norður í Troms- fylki varð snjólagið 1.55 m á jafnsléttu og er það algjört met síðan snjómælingar þar hófust árið 1920. í Þrændalögum brotn uðu sumstaðar niður útihús undan snjófarginu. Víða í inn- héruðum Vestur-Noregs var snjór á jafnsléttu um 2 m og allt upp í 2,60 m. Nú er snjór víðast horfinn í byggð og flestir fjallvegir hafa verið opnaðir. Síðari hluti maímánaðar var með kaldara móti. Snjóaði þá víða t.d. við Álasund og eins í byggðunum suður af Stavanger, en þar féll 15 cm djúpur snjór síðasta dag maímánaðar. Endurreisn Hákonarhallar. Síðustu misserin hefur verið unnið að því að endurreisa hina fornu höll Hákonar gamla, í Bergen. Mikill hluti hallarinn- ár eyðilagðist 20. apríl 1944, er þýzkt herflutningaskip sprakk í loft upp. Endurbyggingu er nú að mestu lokið og hefur höllin verið opnuð almenningi. Fornleifarannsóknir á hafsbotni. í sunlfcr mun verða gerður út leiðangur til að leita eftir fornmenjum á botni Sognfjarð- arins við Fimreiti. Sem kunn- ugt er stóð þar árið 1184 úrslita- orustan milli Magnúsar kon- ungs Erlingssonar og Sverris konungs. Orustunni lauk með sigri Sverris, en mannfall var mikið og í átökunum sukku nokkur skip. Gert er ráð fyrir að þau liggi, að einhverju leyti óskemmd á botni fjarðarins og er þess beðið með eftirvænt- ingu hver árangurinn verði. í haust er fyrirhugað að rann saka botn Hafursfjarðar og leita eftir menjum frá orustunni sem álitið er að þar hafi staðið kring um árið 872. Sem kunnugt er var það úrslitaorustan milli Haralds hárfagra og mótstöðu- manna hans. — í báðum þess- um tilfellum verða notaðir froskmannsbúningar af full- komnustu tegund. Sjónvarpsnotendum fjölgar. í Noregi eru nú í notkun um 140 þús. sjónvarpstæki og hef- ur sjónvarpsnotendum fjölgað um 24% síðan 1. jan 1962. Flest- ir eru sjónvarpsnotendur á svæðinu umhverfis Oslófjörð, svo og í Vestur Noregi sunnan- verðum. Fyrir áramót fengu Þrændalög sjónvarp og áætlan- ir hafa verið gerðar um endur- varpsstöðvar þannig að nyrstu hlutar landsins fái sjónvarp á næstu árum. Kostnaður við þetta hlýtui þó að verða all- mikill, einkum hvað snertir hin strjálbýlli héruð. Dagsrá sú sem sjónvarpið sendir út nú er aðeins fáir tím- ar á dag og mikið til létt efni. Villiminkur breiðist út. Villiminkur breiðist ört út hér í Noregi og hefur hans orð- ið vart víðast hvar í landinu. Yeldur hann tjóni t.d. 1 fiski- vötnum og hefur I sumum til- fellum gert góða veiðistaði, nær fiskitóma. Einnig gerist hann aðgangsfrekur í hænsnahúsum og dæmi er til að einn minkur hafi yfir nóttina „slátrað" nær 300 hænum. Þrátt fyrir þetta er minkaeldi leyft og það þó árlega sleppi meira og minna of mink úr búrunum. Verðlaun fyrir hvern skotinn villimink eru nú 15 n. kr. eða um 90.- ísl. kr. Verð fyrir gott minkaskinn mun hinsvegar vera nokkuð yf- ir 100,- n. kr. Markaður fyrir minkaskinn hefur verið mjög góður og sem afleiðing af því er að minnkaeldi hefur færzt mjög í aukana. Aliminkastofn- inn mun nú vera um 1. millj. og tekjur Norðmanna af minka- eldi um 100 millj. n. kr. síðustu árin. Er því mjög eðlilegt að minkaeldi sé leyft, þar sem bann við því þýddi fyrst og fremst tekjuskerðingu fyrir loð- dýraeigendur og um leið má segja það tekjuskerðingu fyrir þjóðina í heild. Efnahagsbandalag Evrópu (E.E.C.) Umræður um Efnahagsbanda lag Evrópu og aðild Norðmanna að því, liggja nú niðri að meztu Búast Tná þó við að umræður um það hefjist að nýju, þegar umsókn Norðmanna um aðild að E.E.C. kemur til umræðu í Brussel í byrjun júlí. Hafa Norðmenn farið fram á ýmsar undanþágur, einkum varðandi landbúnaðinn og verður fróð- legt að vita hvaða afstöðu E.E.C kann að taka til þeirra. Eyjólfur Guðmundsson — Stokkhólmur Framh. af bls. 11. og Sjöberg eftirminnilegan sveig. Hann er hefðbundinn í list sinni og eitthvað heillandi er við mynd ir hans, þær eru léttar og gáska- fullar. Af kvikmyndum er mér sér- lega minnisstæð pólska myndin Hrakfallabálkurinn. Þar er skop- ast að ýmsum fyrirbrigðum mannlegs lífs, meðal annars að skrifstofubákninu pólska og tor- tryggni ráðamanna í hvers ann- ars garð. Aðalhlutverkið leikur leikari, sem okkur er áður kunn- ur úr kvikmyndinni Aska og demantar. Hann skapar þar afar- skemmtilega grínfígúru, sem áreiðanlega á eftir að skemmta mörgum í framtíðinni. Rússnesk kvikmynd, Heiður himinn, hlýtur að sæta tíðindum, því þar er okkur sýnt að ekki er allt með felldu þar eystra. Ef einhver vill fá að vita um veðrið, þá má geta þess að sum- arið hefur komið seint til Sví- þjóðar, en nú er líkt og það sé að birtast í öllu sínu veldi. Halli á rekstri Kaupfélags Stöðv- firðinga BREIÐDAL. — Aðalfundur Kaup félags Stöðfirðinga var haldinn nýlega. Nær félagssvæðið yfir Breiðdal Shrepp og Stöðvarfjörð. Fundurinn var haldinn í félags- heimilinu Staðarborg í Breiðdal. Alknikill halli varð á rekstri fé lagsins á sl. ári. Taldi fram- kvæmdastjóri þetta stafa af of lógri álagningu, sem engan veg- inn gæti staðið undir dreifing- arkostnaði. Vörusala félagsins 1961 varð um 8,8 millj kr. — innstæður viðskiptamanna juk- ust verulega og skuldir lækkuðu. Hinsvegar eru miklir erfiðleikar á rekstri hraðfrystihúsanna, en þau eru reki á vegum kaupfé- lagsins að nokíkru leyti. — Páll. — Ný skipan Framhald af bls. 10. allt í einu sjálfsagt starf á leið- inni að ákveðnu marki. Ósk allra kennara er að mega kenna unglingum, sem hafa lif- andi áhuga á því sem þeir eiga að læra. Deildaskifting gagn- fræðastigs imyndi vera spor í þá átt að láta þá ósk rætast, Ósk allra foreldra er, að börn- in þeirra megi verða sem ham- ingjusömust í lífinu. Mikilvægt ráð til að stuðla að lífshamingju komandi kynslóðar er að gefa henni kosta á fræðslu, sem gerir henni sem hægast fyrir hvað val framhaldsnáms og ævistarfs snertir. Á hátíðlegum stundum er talað margt og fagurt um það sem menn vilji gera fyrir æskuna. Framtíð þjóðanna. Hér er ein leið fær til að gera eittlhvað af þeim mörgu og fögru orðum að veruleika. Æskunni til góðs og þjóðinni allri til blessunar. Ólafur Gunnarsson. Illur emlir á kappakstri unglinga UM miðnætti á föstudagskv. fékk kappakstur unglinga um miðbæ- inn illan endi. Tveir fólksbílar annar lítill Volkswagen, voru i kappakstri. Ætlaði ökumaður stærri bílsins að taka beygjuna úr Austurstræti inn í Aðalstræti og síðan í Hafnarstræti, en á alltof miklum hraða. Lenti bíll- inn utan í staur og síðan á hús- inu, þar sem verzlunin Geysir er. Skemmdist bíllinn mikið og var fluttur af staðnum af krana- bíl. Þrír voru í bílnum, en sakaðl ekki. Sá sem ók hafði bílpróf, en í ljós kom við yfirheyrslu á lögreglustöðinni að annar, sem hafði ekið bílnum skömmu áður var réttindalaus. Einnig voru unglingarnir í Volkswagninum teknir til yfirheyrslu. Steinunn Þorgilsdóttir TóLFTA þ. m. var frú Stein- unn Þorgilsdóttdr, Breiðaból- stað, Fellsströnd, sjötug. Þegar maður lítur aftur í tímann og athugar aðstæður allar þá og nú og starfsferil þessarar konu, hlýtur maður að komast að þeirri niðurstöðu, að hún sé búin að skila miklu og fómfúsu starfi á þessum 70 árum og eigi eflaust eftir að skila miklu enn. Steinunn er fædd 12. júní 1892. Foreldrar, Þorgils Frið- riksson og kona hans Halldóra Ingibjörg Sigmundsdóttir frá Skarfsstöðum. Þau hjón bjuggu í Knarrarhöfn í Hvammssveit. Börn þeirra voru fjórtán. Af þeim munu tvö hafa dáið ung. Þrátt fyrir það hefir hópurinn verið stór, er Steinunn tók við að hugsa um, ásamt föður sín- um, aðeins 17 ára að aldri, en þá missti hún móður sína. Þessu heimili veitti hún forstöðu þar til hún giftist og fór að stjórna sínu eigin búi, en þó voru nokk ur yngstu systkinin hjá henni fyrstu búskaparár hennar. Stein unn giftist vorið 1918 Þórði Kristjánssyni frá Breiðabólstað á Fellsströnd. Bjuggu þau fyrstu ár sín í Knarrarhöfn, eða mig minnir til 1921, en þá fluttu þau að Breiðabólstað, þar .sem forfeður Þórðar höfðu setið um tveggja alda skeið. Þar hafa þau búið síðan, byggt upp og endurbætt jörðina og stjórn- að heimili sínu af alúð og um- hyggju. Alið fimm mannvænleg börn, sjötta bam sitt misstu þau 17 ára gamalt, myndarlega og elskulega stúlku, Ingibjörgu Halldóru. öll hafa þau komizt til starfa fyrir þjóð vora, svo að það má segja að þau geti fagn- að barnaláni. Böm þeirra eru þessi: Friðjón sýslumaður Dala- manna, kvæntur Kristínu Sig- urðardóttur frá Geldingalæk í Rangárvallasýslu, Sturla bif- reiðastjóri, kvæntur Þrúði Kristjánsdóttur frá ísafirði, Hall dór Þorgils bóndi á Breiðaból- stað, kvæntur ólafíu ólafsdótt- ur frá Króksfjarðarnesi, Guð- björg Helga gift Ástvaldi Magnúsyni bankamanni, frá Fremri Brekku, Sigurbjörg Jó- hanna kennslukona, gift Gísla B. Kristjánssyni skrifstofustjóra, Reykjavík. Mörg og mikil eru þau störf er Steinunn hefir unnið utan heimilis síns, því að hún er kona félagslynd og framsækin í öllu því, er hún telur til bóta og velfarnaðar. Hún er kona, sem hefir viljað læra og vill að aðrir læri og þess vegna hafa henni verið falin ýms störf í sveit sinni. Má þar nefna Stað arfellsskólann, svo að eitthvað sé nefnt. Um hann hefur hún hugsað næst sínu heimili og verið þar kennari og prófdóm- ari. Ef ég, sem línur þessar skrifa þekki rétt, þá hefir hún og unnið að ýmsum félagsmál- um sveitar sinnar. Munu öll hennar störf seint verða metin eða þökkuð. Allt hefir þetta verið unnið án hávaða. Hún mun sjálf hafa búið sum syst- kini sín og börn undir fram- haldsmenntun að meira eða minna leyti. Ég minnist þess, er ég var hjá þeim hjónum og hún var að undirbúa einn bróður sinn undir að taka próf upp í Mennta skólann, ásamt hinum yngri, er áttu að taka próf í bamaskól- anum, hvernig dagurinn var skipulagður og allt fyrirfram hugsað. Steinunn er sjálf út- skrifuð úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Lauk þaðan fulln- aðarprófi á einum vetri. Má elfaust telja, að skólagangan hefði orðið lengri og meiri, ef aðstæður hefðu leyft. Þeim kon um sem unnið hafa slík störf, er Steinunn hefur unnið, ber þjóðinni að þakka og minnast um ókomna daga. Margir munu hafa heimsótt afmælisbarnið 12. júní, og þeir sem ekki gátu það hafa hugs- að þangað heim. Ég óska þér Steinunn, inni- lega til hamingju með þessi tímamót og bið þér, manni þín- um og börnum allrar blessun- ar, og megi ókomnir dagar æv- inlega leiða birtu og yl inn á heimili ykkar. G. Jóhannesson. Á bílinn BOSCH auðvifað - loftnet Hagstætt verð. Margar gerðir fyrir- liggjandL 0WO Brœðurnir Ormsson hf. Sími 11467

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.