Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 19
Sunnudagur 17. júní 1962 MORCVNBLAÐIÐ 19 i >orgar sig ekki að vera falleg ÞAÐ borgar sig ekki að vera falleg. Þessi orð hljóma kann ske dálítið undarlega, að flestra áliti, en engu að síður er þetta skoðun ungfrúar Ðanmerikur 1901, frægustu sýningarstúlku sama lands, framkvæmdastjóra dönsku fegurðarsamkeppninnar, am- erísks snyrtivöruframleið- anda og ónafngreinds sál- fræðings. Álit þeirra kom fram í blaðaviðtali fyrir skömmu, og rökstuðningur þeirra var svohljóðandi: hátt: • Gösta Schwarck, fram- kvæmdastjóri dönsku feg- urðarsamkeppninnar: — Ég held að fegurð og óhamingja haldist í hendur í flestum til- fellum. Fegurð gefur við- komandi vald og stúlka get- ur höndlað hamingju gegn- um fegurð sína um stundar- sakir. En ef falleg stúlka býr ekki jafnframt yfir greind, verður hún fljótt drottnunar gjörn og hégómleg. Á hinn bóginn er srvo nok'kuð til sem heitir „innri“ fegurð. „Ljót“ stúlka getur við aukin kynni verið aðlaðaodi — og fram- koma hennar er venjulega eðlilegri en þeirrar, sem talin er fögur. • Sidney Factor, banda- riskur snyrtivöruframleið- andi: — Heimur fegurðar- gyðju getur fljótlega breytzt í víti. Hún er hreykin af fá- nýtpm hlutum, er upptekin af sjálfri sér og fram úr hófi kröfuhörð. • Jette Nielsson, ungfrú Danmörk 1961: — Fjárhags- lega séð hefur það borgað sig fyrir mig að vinna feg- urðarsamkeppnina. — Fyrir einu ári var ég s'krifstofu- stúlkunemi og hafði 500 kr, í kaup. Nú vinn ég hjá Stig Lommer, er ljósmyndafyrir- sæta í hjáverkum, og fæ 1600 kr. um mánuðinn. En stúlkur, sem hljóta tit- ilinn, freistast til að verð° heimtufrekar og uppskafn- ingslegar. Margar fagrar stúlkur álíta að það sé nóg að vera fríð í framan, en þær verða aldrei hamingjusamar. því annað fólk getur ekki þol að þær til lengdar. Þær eiga marga aðdáendur, en þeir eru ekki tryggir, þvi þeir á- líta að þær hljóti að vera heimskar. • Sálfræðingurinn: — Feg urðardísir eru oft slæmar ástmeyjar. Þær eru ástfangn ar af sinni eigin persónu og halda að útlit þeirra leysi öli vandamál. Þegar þær loks uppgötva, að fegurðin er ekki töfralykill hamingjunnar, — eins og þær höfðu reiknað með, verða þær vonsviknar og einmana. Annað kvenfólk hefur horn í síðu þeirra og karlmenn verða fljótt leiðir á konu, sem sífellt horfir yfir axlir hans á spegilmynd sína. • Maud Berthelsen, sýn- ingarstúlka: — Fallegar stúlk ur eru oft óaðlaðandi og þeim hættir til að velja sér leiðinlegar vinstúlkur, svo þær geti látið ljós sitt skína á þeirra kostnað. Það er að sjálfsögðu auð- veldara fyrir fegurðardís að Jette — karlmenn álíta að fallegar stúlkur hljóti að vera heimskar. krækja sér í eiginmann, en hún er þreytandi til lengdar og að síðustu verður hún hlægileg og einmana. Ef ég eignast dóttur, óska ég henni fegurðar, sem er samtvinnuð góðum gáfum. ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★ E O M H-í > W ★ KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR CM: ★ KVIKMYNDIR ★ GAMLA BÍÓ: Tengdasonur óskast. J>EIR, SEM kunna að meta létt *r og fjörugar kvikmyndir, ættu eð leggja leið sína í Gamla bíó lim þessar mundir og sjá ame rísku myndina „Tengdasonur óskast", því að myndin er bráð ekemmtileg og afburðavel leik in, enda aðalihlutverkin í hönd tim snjallra leikara, þeirra Rex Harrison, Kay Kendall (konu Jians, sem látin er fyrir nokkr um ámm) Sandra Dee og John Saxon. Aðrir leikendur, einnig prýðilegir em Angela Lands- bury, Peter Meyers og Diane Clare. — William Douglas Home «amdi myndina eftir samnefdu leikriti sínu, en leikritið var sýnt hér í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkr um árum við mikla aðisókn. — Meginefni myndarinnar er það eð hjónin Jimmy nroadbent — (Rex Harrison) og Sheila Broad- bent (Kay Kendall) hafa mik- inn hug á að gifta Jane (Sandra Dee) dóttur Jimmy’s af fyrra hjónabandi, ættgóðum og efnuð txm manni. Tilraunir þeirra í þessa átt bera engan árangur þvi að Jane hefur hitt ungan og gjörvilegair marrn, David Park- son (John Saxon) og hafa þau fellt hugi saman. En sá hængur er á, að David er „bara“ trumbu leikari, en það þykir Broadbents hjónunum, og þó sérstakega Sheilu ekki samboðið Jane. Út af þessu rísa margskonar flækjur og vandræði en málinu lýkur á óvæntan hátt og betur en á horfðist. Sem sagt: Afbragðs s'kemmti- leg mynd. NÝJA BÍÓ: Gauragangur á skattstof- unni. ÞETTA ER þýzk gamanmynd með hinum vinsæla og skemmti lega leikara Heinz Rúhmann í aðalhlutverkinu. — En á bak við gáskann og glensið er þó vissu lega alvara, því að meginefni myndarinnar er það, hversu mik ilvægt er í lífsibaráttunni að menn hafi nægilegt sjálfstraust til þess að sigrast á örðugleikun um. Herra Buchsbaun (Rúhmann) er undirtylla á skattstofu og hef ur ekki hlotnast neinn frami þar þrátt fyrir samvizkusemi og góðar gáfur. Hann segir við gamlan kennara sinn að sér finn ist alltaf eins og veggur standi í vegi fyrir sér, svo að hann kom ist ekkert áfram. En kennarinn segir að ef sjálfstraustið sé fyr ir hendi, þá verði allir veggir að engu. Og sjá, — þetta sannast svo áþreifanlega á Buohs'baun að honum hlotnast skyndilega sá hæfileiki að geta gengið í gegn um veggi. Þetta kemur honum vel í viðureign hans við skrif- stofustjórann í skattstofunni, en það býður líka mörgum freist- ingum heim, einkum af bvi að hann verður ástfanginn af ungri og fallegri ekkju, sem hann lang ar til að gefa fagra skartgripi og svo er líka freistándi að fara í fjárhirzlu bankans til þess að hressa upp á fjárhaginn. Það fer líka svo að lögreglan klókfest ir hann, en honum halda engir fangelsismúrar. Sögulokin verða menn svo að sækja í Nýja bíó, enda fer bezt é þvi. Fyrir utan vin okkar Rúh- mann fara þarna margir aðrir ágætir leikarar með hlutverk. r K.L kaupir hluta- bréf í hi. D júp- hátunum. ÞÚFUM, 8. júní. — Aðalfundur Kaupfélags ísfirðinga var hald- inn nýlega. Á fundinum var sam þykkt að kaupa hlutabréf í h/f Djúpbátunum til byggingar á nýj um djúpbát Þá var og samþykkt að hefja hið bráðasta byggingu nýrrar mjólkurstöðvar á ísafirði. — P.P. MHIHÍH4HIHIHÍHÍHIHIH& Teflt í 7. umferð. Hvítt: R. J. Fischer. Svart: P. Keres. Spánski leikurinn (schigorin) Fischer hefur unnið peð, ag reynir nú að skipta upp mönn- um til þess að gera vinninginn sem auðveldastan. 33. Bg5 He8 34. Bxd8 Hxd8 35. Rxe6 Dxe6 36. Dxe6 fxe6 37. Hxe6 Hdlt 38. Kh2 Hd2 39. Hb6! Hxf2 40. Hb7 Hf6 41. Kg3 — 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0—0 8. c3 d6 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Rd7 Eistlendingurinn Paul Keres hefur um árabil verið fremsti kennari í Spánska leiknum bæði með hvítu og svörtu. í skák sinni gegn Tal í 2. umferð lék Keres 11. — cxd4, 12. cxd4, Rc6. 13. Rbd2, Rd7 sem er nýr leikur í stöðunni, en Tal tókst að halda frumkvæðinu, og í þessari skák reynir Keres að endurbæta áð- urnefnda hugmynd. 12. dxc5 dxc5 13. Rbd2 Dc7 14. Rfl Rb6 15. Re3 Hd8 16. De2 Be6 17. Rd5! Með þessu móti nær Fischer fótfestu á e5 og lýkur liðsskipun á hagkvæman hátt. 17. — Rxd5 18. exd5 Bxd5 19. Rxe5 Ha7 Svartur verður að tefla mjög varlega, vegna hættunnar, sem honum stafar af Bc2 og marg- víslegum leikfléttumöguleikum. 20. Bf4 Db6 Vitaskuld ekki 20. — Bd6, vegna 21. Dd3, sem hótar h.7 og d5. 21. Hadl g6 Hvítur hótaði Hxdð ásamt De4. Ef 21. — Bxa2, gæti komið 22. Hxd8f, Dxd8. (22. — Bxd8. 23. Ro6) 23. Dh5, g6. 24. Rxg6, fxg6. 25. Bxg6, Bf8. 26. He8, hxg6. 27. Dxg6f, Hg7. 28. Dxg7t, Kxg7. 29. Hxd8 og vinnur. 22. Rg4 ABCDEFGH Hér fór skákin í bið, en Keres mun hafa gefizt upp án frekari taflmennsku, þar sem aðstaða hans er vonlaus. Skák frá 10. umferð. Hvítt: Tal. Svart: Benkö. Frönsk vörn. I. e4, e6. 2. d4, d5. 3. RtS, Rf6. 4. Bg5, dxe4. 5. Rxe4, Rbd7. 6. Rxf6t, Rxf6. 7. Rf3, c5. 8. Bc4, cxd4. 9. 0-0, Be7. 10. De2, h6. II. Bf4, 0-0. 12. Hadl, Bd7. 13. Hxd4, Dd6. 14. Hd3, Bb5. 15. Bxb5, Dxb5. 16. Re5, Dxb2. 17. Hg3, Hfc8. 18. Bxh6, Bf8. 19. De3, Dxc2. 20. Hfel, Hc7. 21. h3, Hac8. 22. Bxg7, Bxg7. 23. Hxg7t, Kxg7. 24. Dg5t, Kf8. 25. Dxf6, Dh7?. 26. He3, Df5. 27. Dh8t, Ke7. 28. Dh4t, Df6. 29. Db4f, Ke8. 30. Db5t, Kf8. 31. Hf3, Dd8? 32. Db4t, Ke8. 33. Hg3, Hc5 og svartur féll á tíma. — IRJóh. ABC. DEFGH Staðan eftir 22. Rg4 Halldór Gunnlaugs- son, Hvera- gerði F. 12. okt. 1889 D. 18. maí 1962 KVEÐJA FRÁ BÖRNUM JÓSEFS, SONAR HANS. Oft er bjart á ævikveldi. Ellin virðing mönnum færir, þeim er ganga gæfuleið. Sviphreinn höldur, sannur drengur, seint úr minni frænda líður og vina, bezt, er þekktu þig. Mjög til álita loom 2i2. Hxd5!, Hxd5. 23. Rxf7! og ef nú 1) 23. — Kxf7. 24. Df3 hótar Bc7 eða b8 eftir atvikum, auk Dxdðt. 24. — Hf5. 25. Bxf5, gxf5. 26. Dd5t, Ke8. (Ef 26. — Kg7. 27. He6!) 27. Dg8t, Kd7. 28. Hdlt, Kc6. 29. De8t, Kb7. 30. Hd7t. 2) 23. — Df6. 24. Rh6t, Kg7. 25. Df3 og hvítur hefur mikla stöðuyfirburði. Svartur hefur vitaskuld fleiri möguleika, en allir virðast gefa hvítum betra tafl. 22. Rc4 23. Bh6 Be6 24. Bb3 Db8 25. Hxd8t Bxd8 26. Bxc4 bxc4 27. Dxc4 Dd6 28. Da4 De7 29. Rf6t Kh8 Ekki 29. — Dxf6. 30. De8 mát. 30. Rd5 Dd7 31. De4 Dd6 32. Rf4 He7 Trúr þú varst og traustur meiður. Til þín ráðin margur sótti haldgóð, snjöll og heillarík. Styrkur þinn í stormi lífsins, stendur nú í ljósi björtu, okkur við þín ævilok. Oft þú máttir mikið reyna. Mörg er þraut af djúpum sárum. Andinn var þó ætíð hress. Fyrir brjósti barst þú aðra, bezt úr leystir vanda hverjum. Öllum vinum styrkur stór. Glaður varst með góðum heima, Gróska vafði landið bjarta, um þinn fagra, ljúfa lund. Líkt og blær á blíðu vori, burtu vetrar kuldann hrekur. Svo var flestum samvist þín. Ástar þakkir afi kæri. öll við munum nálægð þína. Óskastund hún okkur var. Gjöfult hjarta gleði vekur. Gjafir þínar beztar þóttu, okkar til að efla hag. K.IC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.