Morgunblaðið - 21.06.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. júní 1962
MORGVTSBLAÐIÐ
5
m.m
IÉ’ lll
pi!
Hingað til lands er nýkom
inn Bolli Gunnarsson fulltrúi
hjá Loftleiðum. Undanfarin 4
_ár hefur hann dvalizt með fjöl
skyldu sinni í Bandaríkjun-
um og verið stöðvarstjóri Loft
leiða á Idlewild-flugvelli í
New York. Fréttamaður Mbl.
átti tal við fjölskylduna í til-
efni heimkomunnar og spurð
um við Bolla fyrst frétta úr
starfi hans.
— Starf mitt var fólgið í
því að annast farþegaaf-
greiðslu á flugvellinum, en
Loftleiðir hafa svo skrif-
stofu inni í sjálfri borginni.
— Ferðast ekki farþegar
margra og ólíkra þjóða vestur
með Loftleiðum?
— Jú, en Norðurlandabúar
og Amerikumenn eru í aliger-
um meiri hluta.
í þessu koma dætur þeirra
hjóna inn og tala saman á
ensku.
— Töluðuð þið ensku áheim
ilinu? spyrjum við.
— Við reyndum eftir megni
að tala íslenzku, en þar sem
allir leikfélagar barnanna töl
uðu ensku, var hún orðin
þeim miklu tamari.
— Var ekki erfitt fyrir þær
að eignast vinkonur, er heim
kom?
— í>ær fóru út að leika sér,
daginn eftir að við komum
heim, sagði frú Erla, kona
Bolla, og litlu nágrannarnir
létu ekki á sér standa. En
börnin stóðu kyrr og horfðu
hvert á annað og dætur ökkar
komu hlaupandi inn að
vörmu spori. Næsta dag fóru
Bolli Gunnarsson afhendir eftirmanni sinum á Idlewild,
Erling Aspelund, lyklana.
þær aftur út og fundust þá
ekki fyrr en eftir sex klst. en
þá höfðu þær líka eignazt vin
konur.
— Hvernig finnst yður að
vera komin heim aftur?
— >að er alveg dásamlegt.
Maður kann betur að meta
ísland, eftir að hafa verið fjar
verandi um hríð, sagði frú
Erla.
— Eru húsmóðurstörfin
ekki einfaldari í Ameríku?
— Jú, en ég var samt alveg
undrandi yfir því, hve fjöl
breyttar vörur hægt er að
kaupa hér í búðunum, ef fyr
ir hendi eru peningar og næg
þekking. Það, sem ég sakna
þó, eru nýir ávextir og nýtt
grænmeti. Annars höfum við
hjónin alltaf verið hrifin af
íslenzkum mat og hlökkum til
að borða hann framvegis,
sagði frú Erla að lokum.
Kona með 7 ára
barn óskar eftir ráðskonu-
stöðu á reglusömu og góðu
heimili í Rvík. Tilboð send
ist Mbl. fyrir hádegi laug-
ard. merkt: Ráðskona 7203.
Járnsmiður!
óskar eftir atvinu, er
vanur flestum, greinum
járniðnaðar. Tilboð send-
ist fyrir sunnud. 24. þ. m.
til Mbl. merkt „13 — 4429“.
Lóð til sölu
á fallegum stað. 80 ferm.
steyptir söklar. Teikningar
fylgja. Uppl. í síma 22815
í kvöld og næstu kvöld.
Úrvals Byggingarlóð
Get ráðstafað góðri lóð i
Kópavogi á ræktuðu lanui
fyrir einbýlishús. Uppl. í
síma 36909.
Góð stofa
óskast í kjallara eða jarð-
hæð, helzt í Vestur-hluta
borgarinnar. Uppl. í síma
10669.
Fullorðin kona
óskast strax. Þrír karl-
menn í seimili. Kaup eftir
samkomulagi. Uppl. í síma
50781 eftir kl. 7 á kvöldin.
Til sölu
Reno 1947. Verð kr. 15 þús.
Uppl. í síma 19125 og
17950.
Herbergi
óskast í Vesturbænum
stax, helzt með sér
inngangi. Tilboð sendist
Mbl. merkt „Herbergi 289‘
Garðeigendur
Tek að mér skipulag og
standsetningu nýrra lóða.
Pantið í síma 35077.
Svavar F. Kjærnested,
garðyrkj umaður.
Trilla
1% tonns trilla með vél til
sölu. Er til sýnis á Kópa-
vogsbraut 10. Tilb. sendst
á afgr. Mbl. merkt
„Trilla — 7206“.
Garðeigendur
Nú er rétti tíminn að úða
garðinn. Pantið í síma
35077.
' Svavar F. Kjærnested,
arðyrkjumaður.
Hafarf jörður
— atvinna. Stúlka óskast.
Vaktavinna.
Biðskílið, Hvaleyrarholti,
Hafnarfirði.
Húsnæði
2 herb. og eldhús óskast til
leigu, sem fyrst. Húshjálp
eða barnagæsla kemur til
greina. Uppl. 1 síma 23636.
Til sölu
er Ford Prefect 4ra manna.
Uppl. í Skipasmíðastöð
Jóhanns L. Gíslasonar
við Óseyri.
Laus sæti
Austur á land næstkom-
andi laugardag. Uppl. í
síma 18117.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er iangtum ódýrara að auglýsa
i Meigunblaðinu, en öðrum
blóðum. —
EVIIMREDE utanbor^smótorar
Bolll og írú Erla ásamt fjórum dætrum sínum, Lindu, Helgu, Erlu og Lilju.
Evinrude er fallegur
Evinrude er traustur
Evinrude er léttur
Evinrude er endingar-
góður.
Evinrude er notaður við
síldveiðar með góðum
árangri.
Hagsættt verð.
Kyssumst, kæran, vlssa
kemr ein stund, sú er meinar;
sjáum við aldrei síðan
sól aX einum hóli;
meinendr eru mundar
mínir frændr ok þínir;
öilum gangi þeim illa,
sem okkur vilja skilja.
(Loftur ríki)
21. júní er Leifur Elríksson væntan
legur frá NY kl. 06:00. Fer tU Lux
emborgar kl. 07:30. Kemur til baka
frá Luxemborg kl. 22:00. Fer til NY
kí. 23:30.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: —
Katla er á Ólafsfirði. Askja er á
leið tU Reykjavíkur.
Flugfélag íslands h.f. MillUandaflug:
Hrímfaxi fer tU Glasg. og Khafnar
kl. 08:00 I dag. Kemur aftur kl. 22:40
i kvöld. Flugvélin fer tU Lundúna
kl. 12:30 á morgun. Gullfaxi fer tU
Glasg. og Khafnar kl. 08:00 í fyrra-
málið. lnnanlandsflug: í dag er áæil
að að fljúga tU Akureyrar (3 ferðir),
EgUsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Vest
mannaeyja (2 ferðir) og Þórshafnar.
Á morgun tU Akureyrar (3 ferðir), Eg
Usstaða, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar
Húsavíkur, ísafjarðar og Vestm.eyja
(2 ferðir).
Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Rvík.
Arnarfell er í Keflavík. Jökulfell lest
ar á Vestfjörðum. Dísarfell er á Siglu
firði. Litlafell er í olíuflutningum í
Faxaflóa. Helgafell er í Archangelsk.
Hamrafell er á leið til Aruba.
Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss
er á leið til Rvíkur. Dettifoss fór frá
Rvík kl. 20:00 til Bíldudals. Fjallfoss
er í Rvík. Goðáfoss fer frá Hamborg
í dag tU Rvíkur. Gullfoss er á leið
til Khafnar. Lagarfoss' fer frá Rvík í
kvöld til Hamborgar. Reykjafoss er í
Hafnarfirði. Selfoss er á leið tU NY.
Tröllafoss kom til Rvíkur í morgun.
Tungufoss er í Gautaborg. Laxá lest
ar í Hamborg 26. júní Medusa lestar
í Antverpen 28. júní.
Hafskip: Laxá er í Scrabster.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Rvík
Esja fór frá Rvík í gærkvöldi vestur
um land í hringferð. Herjólfur er í
Rvík Þyrill er á Norðulandshöfnum.
Skjaldbreið er á Norðurlandshöfnum.
Herðubreið er á Austfjörðum á norð
urleið.
Jöklar h.f.: Drangajökull er í Rost
ock. Langjökull er á leið til Klaipeda.
VatnjökuU er á leið tU Hamborgar.
Söfnin
Listasafn íslands er opið daglega
frá kl. 1,30 til 4 e.h.
Þjóðminjasafnið er opið daglega
frá kl. 1,30 tU 4 e.h.
Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er
opið þriðjud.. fimmtud. og sunnudaga
frá kL 1.30—4 e.h.
Listasafn Einars Jónssonar er frá 1.
júní opið daglega frá kl. 1:30—3:30 e.h.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur, sími:
1-23-08 — Aðalsafnið, Þingholtsstræti
29A. — Útlánsdeild: 2-^-10 alla virka
daga, nema laugardaga 1—4. Lokað á
sunnudögum. — Lesstofa: 10—10 alla
virka daga, nema laugardaga 10—4.
Lokað á sunnudögum. — Útibúið
Hólmgarði 34: Opið 5—7 alla virka
daga, nema laugardaga. — Útibúið
Hofsvallagötu 16: Opið 5,30—7,30 alla
virka daga, nema laugardag.
Bókasafn Kópavogs: — Utlán þriðju
daga og rimmtudaga í báðum skólun-
um.
Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla
túnl 2. opið dag ega frá kl. 2—4 e.h.
nema mánudaga.
Tæknibókasafn IMSÍ. Opið alla
virka daga frá 13—19 nema laugar-
daga.
Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13
er opið alla virka daga nema laugar-
daga frá kl. 9—12 f.h. og 13—18 e.h.
Verksmiðja — Tœki
Verksmiðja sem framleiðir lím o. fl. er til sölu, annað
hvort eins og hún stendur tilbúin til áframhaldandi
starfrækslu eða sundur tekin sem einstök tæki, en þau
eru meðal annars: Þrýsti-trommla, rafhituð, stærð ca.
1000 1., Stál-tankar 2 st., stærð ca. b500 L, Hamra-
kvörn, Dæla, Talía, Rafmótorar o.fl.
Upplýsingar veitir FJÖLVER, Garðastr. 45 sími 22848.
SÍLDARSTiJLKUR
óskast til Sunnu á Siglufirði og til Seyðisfjarðar.
Fríar ferðir, húsnæði og kauptrygging.
Upplýsingar á skrifstofu ísbjarnarins h.f. Hafnar-
hvoli. Síhii: 1-1574.