Morgunblaðið - 21.06.1962, Page 12

Morgunblaðið - 21.06.1962, Page 12
12 MORCUNBLAÐIh Fimmtudagur 21. júní 1962 JilíoripmM&Mfo Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. MEÐ SANNGIRNI SIGRUM VIÐ í hinni merku ræðu, sem Ólafur Thors forsætisráð- herra flutti af svölum Al- þingishússins 17. júní, vék hann að nauðsyn þess að temja sér rétta háttu í sam- skiptum við aðrar þjóðir. — Hann ræddi um nauðsyn þess að lægja þjóðemishroka og efla gagnkvæman skiln- ing þjóðanna á þörfum og óskum annarra. Orðrétt sagði forsætisráðherrann m. a.: * „Að sjálfsögðu er okkur mikil nauðsyn að halda fast á málum okkar og forðast talhlýðni og undirgefni ekki síður en stífni og hroka. En þó er hóf bezt í þessu efni sem öðrum og ekki höldum við til langframa vinsældum og virðingu annarra þjóða, ef við heimtum allt af þeim, en látum þær jafnan ganga bónleiðar til búða á okkar fund. Ber okkur að skilja að ósk okkar og krafa á aðvera sú að fá að lifa þrátt fyrir smæðina, en ekki af smæð- inni.“ Forsætisráðherra vék sér- staklega að þeim tveim mál- um, sem nú hafa farsællega verið leidd til lykta með gagnkvæmum skilningi og heilbrigðum samskiptum milli vinveittra þjóða, þ.e.a.s. landhelgismálinu og hand- ritamálinu. Hann benti rétti- lega á að við höfum stund- um gert okkur of lítið far um að skilja þá erfiðleika, sem gagnaðilar hlytu að eiga við að etja. Ólafur Thors valdi ekki þá auðveldu leið í ræðu sinni að höfða ein- göngu til þjóðemismetnaðar og segja okkur eina ætíð hafa rétt fyrir okkur, en alla aðra rangt. Hann gegndi þeirri frumskyldu hinsvalda mikla stjómmálamanns að beina hugum manna að ró- legri yfirvegun og öfgalausu mati á ólíkum sjónarmiðum. Engum er það nauðsyn- legra en smáþjóðunum að ó- bilgimi víki í samskiptum þjóðanna. Þess vegna mega þær ekki láta stjórnast af þjóðemíshroka í alþjóðleg- um samskiptum. Þær eiga að lifa þrátt fyrir smæðina, en ekki af smæðinni, eins ogfor sætisráðherra komst að orði. Þær eiga með öðmm orðum að mæta stórveldunum á al- þjóðaþingum eða við samn- ingaborð sem jafnréttháir að ilar, hvorki að skáka í því skjóli að smæð þeirra leyfi þeim ábyrgðarminni afstöðu en stórveldunum, né heldur að láta stjórnast af minni- máttarkennd. Það var með slíku hugar- fari, sem hinn mikli árangur náðist í tveimur viðkvæm- ustu deilumálum okkar við aðrar þjóðir, landhelgismál- inu og handritamálinu. Það er þessi stefna, sem íslenzka þjóðin verður að fylgja og vill fylgja, að undanteknum pólitískum ævintýramönnum og öfgamönnum, sem ýmist gera sér ekki grein fyrir þeirri þróun, sem orðin er í alþjóðaviðskiptiun eða halda að þeir geti unnið sér fylgi með skefjalausum þjóðemis- hroka. Slík þröngsýni á sér sem betur fer sífellt færri formælendur, eins og bezt kom í ljós þegar almenning- ur fagnaði lausn landhelgis- deilunnar. Hin merka ræða Ólafs Thors túlkar í stuttu og skýru máli þau sjónarmið, sem utanríkismálastefna ís- lands byggist á og hlýtur að stjómast af á ókomnum ár- um, ef við eigum að varðveita sjálfstæði okkar og virðingu. MANNDÓMUR ÍSLENZKRA BÆNDA ér í blaðínu birtist í gær grein eftir Magnús Jóns- son, bankastjóra, um stofn- lánadeild landbúnaðarins. — Magnús rekur fyrst þá óum- deilanlegu staðreynd, að sjóð ir landbúnaðarins voru orðn- ir gjaldþrota og skuldir þeirra umfram eignir námu 34,5 millj. kr. Hann bendir síðan á, að með samhjálp þjóðarheildarinnar hafi ver- ið lagður traustur gmndvöll- ur að lánastofnun þeirri, sem á að nægja til uppbyggingar í sveitum landsins. Síðan segir: „Til þess að gera þetta átak hefur vissulega þurft góðan skilning allra aðila og sá skilningur hefur veriðfyr- ir hendi hjá öllum — nema meirihluta forystuliðs bænda stéttarinnar. Sem betur fer em þó margir framsýnir bændaleiðtogar á annarri skoðun og vonandi verða þeir bændur fáir, sem ekki eiga þann metnað að vilja halda á lofti heiðri sinnar stéttar. Af hálfu neytenda hefur eng- in mótmælarödd heyrzt gegn því álagi, sem þeir eiga að greiða, og eiga þeir þó litlu Komin yfir- fyrstu grindina i nýju hindrunarhlaupi þau áihrif, sem þaer næstum óhjákvæmilega koma til með að hafa á framtíð Riehard Nix ons. — Meðal íhaldssamra mianna í Californíu er að finna fleiri svonefnda róttseka hægri menn en víðast hvar annars staðar í Bandaríkjun um. Þar eru hinir ðfgafullu andikommúnistar, John Bircfa félagsskaparins, afl, sem tals- verð áhrif hefur í stjórnmála/ baráttunni. T.d. hafa tveir meðlimir þessa félagsskapar, sem báðir eiga sæti í fulltrúa deild Bandaríkjaþings, sigrað glæsilega í forkosningum. Eru þetta þeir John Rousselot og Edgar Hiestand, báðir frá S- Californíu, þar sem djúpstæð hugsjónaleg andúð á kommún ismanum og öflugur iðnaður í þágu hervarna blómgast og dafna hvort við annars hlið. Andstæðingur Nixons, Jos eph Snell, er að vísu ekki með limur John Birch félagsskapar ins, en engu að síður ákafur íhaldsmaður. Og ý>ll sú kæti, sem gripið gæti um sig með al frjálslyndari manna vegna ósigur Snells, hlýtur að dofna drjúgum við þá staðreynd, að í kosningabaráttunni neyddist Nixon til að teygja sig mun lengra í áttina til hægri öfga manna en hann nokkru sinni gerði í forsetakosningunum. F Y R R U M varaf orseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, komst á dögunum klakklaust yfir fyrstu grindina á nýrri braut sinni til Hvíta hússins. — Þaö gerði hann með sigri sínum yfir Joseph Shell í forkosningunni um sæti frambjóðanda Repúblik- anaflokksins við ríkis- stjórakjör í Kaliforníu. Nixon fer hverigi leynt með það, að barátta hans til að nú kjöri sem ríkisstjóri í heimaríki sínu, Californíu, sé aðeins fyrsti spölurinn í nýrri atrennu að komast inn fyyrir þröskuld Hvíta hússins. I for setakosningunum 1960 mun- aði örmjóu, að hann næði á leiðarenda, en Kennedy varð hlutskarpari, eins og menn muna. Nú er Nixon kominn af stað aftur — og fyrsta þrautin er unnin. til Hvíta hussins AUt á huldu enn En það er ennþá mjög á huldu, hvort Nixon tekst að sigra í ríkisstjórakosningun- um sjálfum, sem fram eiga að fara í nóvembermánuði n.k. Keppinautur hans þar verður Edimund Brown, núverandi, ríkisstjóri. Brown þykir að vísu ekki hafa staðið sig nema rétt í meðallagi sem ríkis- stjóri. En kosningabarátta hans hefur verið árangursrík og liðsmönnum hans tekizt að koma Nixon í opna skjöldu oft ar en einu sinni. öðrum fram bjóðendaefnum Demókrata hefur Bfown auðveldlega tek izt að koma fyrir kattarnef. Bók Nixons „Six Crises“.. Það er eflaust ekki fjarri sanni, ef sagt er, að sigur- möguleikar Nixons séu 50 gegn 50. Vogarskálin er lárétt. Þeir, sem fylgzt hafa með Nix on í kosningaferðalögum hans um vesturströndina, segja að hann sé vel á sig kominn. Aft ur á móti hefur áliti hans meðal þjóðarinnar heldur hrakað, eftir útkomu bókar- innar „Six crises“, þar sem Nixon lýsir sjálfur sex þrek- raunum, sem hann hefur orðið að horfast í augu við á æv- inni. Þykir miörgum sem lýsirng ar hans á eigin hlutskipti séu heldur ámátlegar — og hefur bókin jafnvel verið kölluð — „Aumingja ég“ manna í milli. f ríkisstjórakosningunum hefur Nixon öllu að tapa. Þó að hann verði kjörinn, er þar með hvergi nærri víst, að hann nái útnefn- ingu til næsta forsetafram- boðs af háifu Repúblikana. En ef hann tapar í Californ íu, minnka til mikilla muna líkurnar á útnefn- ingu. Þá dugir varla minna en kraftaverk, til þess að koma henni um kring. Harðir hægri menn. Kosningarnar í Californíu hafa mikla þýðingu umfram Nýjustu ummæli hans um kommúnismann og baráttuna gegn honum eru að vísu á engan hátt samlbærileg við það, sem staurblindustu óvin ir kommúnista láta sér um munn fara. En þau hafa orðið til þess að rifja upp, að fyrst þegar Nixon kom fram á sjón arsviðið — og það var áður en McCarthy kom til sögunn ar — var honum oft mikið niðri fyyrir í þessum efnum. í stuttu máli sagt er óhætt að fullyrða, að það hliðarskref, sem Nixon hefur nú þótt nauð synlegt að stíga, muni ekki verða honum til framdráttar I í baráttunni um forsetafram boðið, sem hann verður að heyja um gervallt landið, þeg ar að því kemur. Að minnsta kosti verður Repuhlikana- fiokkurinn að þokast allmiklu meira til hægri, en nú eru horfur á, ef þessi böggull á ekki að fylgja skammrifi. minna að leggja fram enendurreisa sjóðina. Um þettaog ekki væri nú erfitt fyrir bændur. Illa er þá komið manndómi íslenzkra bænda, ef þeir einir vilja ekki leggja hönd að því að byggja upp sínar eigin lánastofnanir. — Kynni mín af hugsunarhætti íslenzkra bænda eru a. m. k. á annan veg“. Afstaða Framsóknarflokks- ins til lausnar lánamála land búnaðarins vakti mikla furðu, ekki sízt þegar hlið- sjón var höfð af því að bændur eru skattlagðir til að byggja hótel í Reykjavík, en fjandskapast er við þá ráð- stöfun að þeir greiði lítinn hluta kostnaðarins við að segir Magnús Jónsson: „Það raunalega hefur gerzt, að ýmsir foringjar bænda hafa reynt að vekja æsingar vegna þessarar óhjá- kvæmilegu ráðstöfunar. Það er óneitanlega kaldhæðnis- legt að telja það óhæfu að leggja gjald á bændur til þess að tryggja stofnlánaveit ingar til uppbyggingar í sveitum landsins en telja sjálfsagt að skattleggja þá til þess að reisa hótel í Reykjavík.“ í greininni er það einnig rakið, að sjávarútvegurinn hafi byggt upp sterka sjóði til styrktar þeim atvinnuvegi bændur að fá nauðsynleg stofnlán, ef Stofnlánadeild landbúnaðarins hefði fyrir áratug síðan verið byggð upp á þann hátt, sem nú er gert. Afstaða þeirra forystu- manna bændasamtakanna, sem snerust gegn lausn lána vandamála landbúnaðarins, er sannarlega til lítils sóma, enda munu þeir sjálfir finna áður en langt um líður að bændur munu þakka þeim, sem þrátt fyrir hatrammleg- ar árásir Framsóknarflokks ins hrundu í framkvæmd þessu mikla hagsmunamáli landbúnaðarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.