Morgunblaðið - 21.06.1962, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmf.udagur 21. júní 1962
Aðalfundur Kaupfé-
laqsins Þórs á Hellu
HELLU, 19. júní. — 26. aðal-
fundur Kaupfélagsins Þórs var
haldinn að Hellu 16. júní sl.
Varaformaður, Sigurjón Sig-
urðsson, setti fundinn í fjar-
veru formanns, Guðmundar Er-
lendssonar, og bauð fundar-
menn velkomna. Tilnefndi hann
Lárus Gíslason, hreppstjóra,
Miðhúsum, fyrir fundarstjóra.
Fundarritari var Páll Björgvins-
son, Efra-Hvoii.
Á fundinum var mætt stjórn
félagsins, endurskoðendur, kaup
féiagsstjóri, Grímur Thoraren-
sen, og fulitrúar frá tíu félags-
deildum, ásamt fleiri félags-
mönnum víðs vegar af félags-
•væðinu. Einnig mætti á fund-
inum Ingólfur Jónsson, ráð-
herra. Fundinn sátu um 80
manns.
Kaupfélagsstjóri las upp árs-
reikninga félagsins fyrir árið
1961 og skýrði einstaka liði
þeirra. Fullyrti kaupfélagsstjóri,
að félagið hefði sl. ár, eins og
að undanförnu, greitt bændum
hæsta verð fyrir innlagða vöru
og leitazt við að veita góða þjón
ustu og hagstætt vöruverð til
viðskiptamanna.
Viðskiptavelta félagsins var
37,5 millj. króna og hafði auk-
izt um rúml. 10% á árinu. Úti-
standandi skuldir hefðu lækkað
nokkuð og voru 600 þús. kr.
lægri en í árslok 1959. Aðstaða
BYGGINGARVÖRUR
fyrirliggjandi.
Aluminium-foil einangrur
Hljóðeinangrunarplötur
(Amerískar m/lími),
Hreinlætistæki,
Borðplast,
Cempexo steinmálning, ýmisir litir,
Spónlagningarlím m/herði,
Teak, Eik, Afromosia Camwood,
Tarkett, gólf-flísar og lím,
Hörpuplötur, spónaplötur,
Eikarparkett (Lamel).
Væntanlegt:
Mótatimbur, Steypus ty rk tarj " rn.
SAMBAND
ÍSLENZKRA
BYGGINGAFÉLAGA
LAUGAVEGI 105 SÍMI - 17992
Systir okkar
- GUÐRÚN BRANDSON
andaðist í Winnipeg þann 13. þessa mánaðar.
Eyjólfur, Vigfús og Þorkell Guðbrandsson.
Konan mín
INGIBJÖRG TÓMASDÓTTIR
Strandgötu 71, Hafnarfirði,
lézt á St. Jósepsspítala 20. júní.
Fyrir mína hönd og barnanna.
Þorsteinn Einarsson.
Útför konunnar minnar
GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR
fer fram laugardaginn 23. júní og hefst með húskveðju frá
heimili hennar Núpi í Fljótshlíð kl. 1 e.h.
Jarðsett verður á Breiðabólsstað.
Guðmundur Erlendsson.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför
GUÐRÚNAR S. GUÐJÓNSDÓTTUR
sem lézt hinn 7. þ.m. Sérstaklega þökkum við þeim sem
veittu ómetanlega aðstoð við hið sviplega fráfall hennar.
Guðmundur Jóhannsson
börn, tengdabörn og barnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð vegna ír^falls og jarðarfarar
eiginkonu minnar og móður okkar
ÞURiÐAR EINARSDÓTTUR ÓLAFSSON
Gísli Ólafsson og börn.
félagsins hefði og batnað nokk-
uð og skuldir út á við lægri en
í árslok 1959, þrátt fyrir verð-
hækkanir og allmiklar fjárfest-
ingar sl. tvö ár.
Þóttu upplýsingar þessar mjög
athyglisverðar.
Á árinu var byggð stór vöru-
skemma, stálgrindarhús, sem
rúmar allt að 2000 lestir af
sekkjavöru. Einnig er í bygg-
ingu sölubúð við enda nýju
brúarinnar. Er það allmikið
hús. 200 ferm. að flatarmáli. Er
gert ráð fyrir að viðskipti geti
hafist þar í næsta mánuði. —
Taldi kaupfélagsstjóri að full-
yrða mætti að nokkur viðskipti
hefðu tapazt á sl. ári vegna
þess að umferðinni var beint j
fram hjá með tilkomu nýju brú
arinnar, en þar sem viðskipta-
veltan hefði aukizt fyllilega í
samræmi við þær verðhækkan-
ir, sem orðið hefðu, væri ekki
ástæða til að kvarta mjög und-
an þessu, enda aðeins um stund
aróþægindi að ræða, þar sem
aðstaðan batnaði með tilkomu
hins nýja húss, sem senn er
lokið að byggja.
Heildarfjárfesting á árinu var
950 þús. kr. Afskriftir *f vélum,
fasteignum og bifreiðum var
sem lög heimila. Rekstur hinna
ýmsu deilda var jákvæður. Las
framkvæmdastjóri rekstrarreikn
inga þeirra, hverrar fyrir sig.
Þegar framkvæmdastjóri hafði
lokið máli sínu, tók Páll Björg-
vinsson, endurskoðandi félags-
ins, til máls og vakti athygli á
því, að skuldir félagsins höfðu
lækkað við viðskiptamenn og
hagur þess batnað út á við,
þrátt fyrir verðhækkanir og
framkvæmdir. Taldi ræðumað-
ur fjárhag félagsins traustan og
eignir mjög lágt bókfærðar mið
að við verðmæti, sem glöggt
mætti sjá þar sem eignareikn-
ingur fylgdi með aðalreikningn-
um, sem fundarmenn höfðu
með höndum.
Þá tóku til máls Sigurjón
Sigurðsson, Lárus Gislason,
séra Sigurður Haukdal, Þórður
Loftsson og Frímann fsleifsson,
og létu allir ánægju í Ijós yfir
útkomunni, sem væri örugg-
asta merki um það, að afkoma
félagsmanna, bændanna í hér-
aðinu, væri sízt lakari nú en
áður, þar sem skuldasöfnun við
félagið væri ekki fyrir hendi,
heldur hið gagnstæða.
á fundinum. Ræddi hann nokk-
uð um hag félagsins. Hann
gerði og ýtarlega grein fyrir
ýmsum þeim málum, sem mjög
höfðu verið rædd síðustu mán-
uðina og landbúnaðinn varða
sérstaklega. Hann ræddi og ýt-
arlega um þjóðmálin almennt
og stjórnmálaþróunina og sýndi
fram á að rétt væri stefnt og
tekizt hefði vonum fremur að
leysa þann vanda, sem þjóðin
var komin í, þegar vinstri
stjórnin fór frá völdum.
Var máli ráðherra mjög vel
tekið af fundarmönnum.
Var siðan gengið til kosninga
á tveimur stjórnarmönnum til
þriggja ára. Eyjólfur Þorsteins-
— 30 ára
Framhald af bls. 6.
skipað tveim meisturum, sem
Landssamband iðnaðarmanna til-
nefnir, tveim sveinum, sem Al-
þýðusamband íslands tilefnir og
formanni skipuðum af ráðherra
án tilnefningar.
Verkefni Iðnfræðsluráðs eru
m. a., að annast eftirlit með verk-
legu námi, staðfesta námssamn-1
inga, halda uppi leiðbeiningar-
starfi um starfsval ákveða lág-
markskaup iðnnema o. fl.
Fyrsti iðnskólinn, Iðnskólinn
í Reykjavík. var stofnsettur 1904,
og rekinn af Iðnaðarmannafélag-
inu í Reykjavík, í húsakynnum
þess lengst af, þar til ríkisvaldið
og Reykjavík byggðu iðnskóla-
húsið nýja við Skólavörðutorg,
en þar hófst kennsla í marz 1955.
i kaupstöðunum tóku iðnskólar
einnig til starfa fyrir forgöngu
iðnaðarmannafélaganna, en þeir
eru nú um 20.
Það er fyrst árið 1955, að Al-
þingi setur lög um iðnskóla, og
sameinar þennan merka þátt
framleiðslukerfisins hinu al-
menna fræðslukerfi. í lögunum
er gert ráð fyrir því, að ríkis-
sjóður greiði helming af stofn-
kostnaði iðnskóla á móti bæjar-
sýslu- og sveitarsjóðum hlutað-
eigandi staða. Gert er ráð fyrir
því, að iðnskólar verði dagskólar,
ef húsnæðisskilyrði og kennslu-
kraftar leyfa. Ennfremur er
son var endurkjörinn, en Ágúst
Andrésson, Hemlu, gaf ekki
kost á sér til endurkjörs vegna
heilsubrests. 1 stað hans var
kjörinn í stjórn séra Sigurður
Haukdal, Bergþórshvoli. Vara-
maður í stjórn var endurkjör-
inn Magnús Gunnarsson, Ártún-
um. Endurskoðandi var endur-
kjörinn Páll Björgvinsson,
Efra-Hvoli, og varaendurskoð-
andi Guðmundur Jonsson,
Ægissíðu.
í lok fundarins var sam-
þykkt að senda formanni fé-
lagsins, Guðmundi Erlendssyni,
Núpi, samúðarkveðju vegna frá-
falls eiginkonu hans, Guðrúnar
Pétursdóttur. — Fréttaritari.
á fót framhaldskennslu við Iðn-
skólann í Reykjavík í hvers kon-
ar iðnaðarstarfsemi.
Á grundvelli þessara laga hef-
ur verið uiinið að því af hálfu
Landssambandsins að koma á
stofn meistaraskóla fyrir iðnaðar
menn og sér nú hilla undir fram
gang þess máis.
Þess skal ennfremur getið, að
menntamálaráðherra hefur fyrir
nokkru skipað nefnd til þess að
endurskoða iðnfræðsluna i
heild“.
Önnur mál
Auk þessara mála rakti forseti
Landssambandsins framvindu
annarra mála, sem Iðnþing hafa
fjallað um m. a. sýningarmála,
skatta- og tollamála, markaðs-
mála, réttindamála o. fL
Fyrsti forseti Landssambands
iðnaðarmanna var Helgi H.
Eiríksson, skólastjóri, sem gegndi
því starfi í 20 ár. Næsti forseti
Landssambandsins var Björgvin
Frederiksen, vélvirkjam., en nú
verandi furseti er Guðmundur
Halldórsson, húsasmíðam.
Þess skal að lokum getið, að
nú er að koma út Tímarit iðn-
aðarmanna, sem helgað er 30 ára
afmæli Landssambandsins. Hefst
það á ávarpi iðnaðarmálaráð-
herra, dr. Bjarna Benediktssonar
og forseta Landssambands iðnað
armanna, Guðmundar Halldórs-
sonar. Þá skrifa í ritið ýmsir
forystumer.n iðnaðarmanna um
þróun og starfsemi helztu mála
og stofnana iðnaðarins. Helgi H.
Eiríkssonar verkfr., skrifar um
stofnun Landssambandsins, Tóm-
as Vigfússon, húsasmíðam., um
Iðnlánasjóð Björgvin Frederik-
sen, vélavirkjam., um Iðnaðar-
málastofnun íslands, Óskar Hall-
grímsson, rafvirki, um þróun
skipulegrar iðnfræðslu á íslandi,
Guðmundur H. Guðmundsson,
húsgagnasmíðam., um Iðnaðar-
banka íslands h.f., Þór Sandholt,
{skólastj., um Skólamál iðnaðar-
manila og Sveinbjörn Jónsson,
forstj., um Iðnminjasafn.
★ '
Að lokinni ræðu forseta sam-
bandsins ávarpaði forseti bæj-
arstjórnar Sauðárkróks, Guðjón
Sigurðsson, þingið og óskaði því
allra heilla.
Þá voru kosnir starfsmenn,
forseti Adolf Björnsson, Sauðár-
króki, og varaforsetar Sveinn
Tómasson og Skúli Jónsson. Rit-
arar: Siguroddur Magnússon og
Valgeir Runólfsson.
Framkvæmdastjóri sambands-
ins, Bragi Hannesson, flutti árs-
skýrslu og las reikninga sam-
bandsins.
Iðnaðarmálaráðherra, Bjarni
Benediktsson, flutti þinginu
árnaðaróskir í tilefni afmælis-
ins og ræddi um framtíð iðnað-
arins, sérstaklega með tilliti til
væntanlegs stóriðnaðar, sem
| gæti skapað útflutningsvöru til
gjaldeyrisöflunar. Að endingu
óskaði hann þinginu allra heilla
j og kvaðst vænta þess, að það
markaði heillavænleg spor.
1 kvöld er fyrirhuguð ferð til
Drangeyjar með þingfulltrúa,
þar sem m.a. verður horft á
m bjargsig.
Ingólfur Jónsson flutti erindi kveðið á um það, að komið skuli
Mínar innilegustu þakkir færi ég börnum mínum, tengda-
börnum, barnabörnum, systkinum og öðrum vinum, sem
með heimsóknum, skeytum, blómum, stórgjöfum og
annarri vinsemd heiðruöu mig á sjötugsafmæli mínu 16.
júní sl. — Guð og gæfán sé með ykkur öllum.
Oddur Hallbjamarson, Akranesi.
heima og oð heiman!
__________ Samdægurs i Kaup-
mannahöfn.
Meö kvöldkaffinu
i stórborginni
I Blaöið er selt í blaðsöluturnum
í aðaljárnbrautarstöðinni og S-stöðV'
unum í Vesterport og Nörreport..
☆