Morgunblaðið - 21.06.1962, Page 15

Morgunblaðið - 21.06.1962, Page 15
Fimmtudagur 21. júní 1962 MORCVTSBLÁÐIÐ 15 %»*>*%*% Ljósmynðari blaðsins smellti mynd af þessum kátu 35 ára stúdentum frá M.R., er þeir komu niður garðinn bjá Bjarna Guðmunðssyni í Suður götu 16, á leið á dansleik Nem endasambands Menntaskólans 16. júní. Þeir eru talið frá vinstri: Friðrik Guðjónsson, útgerðarmaður, Alfreð Gísla- son, bæjarstjóri í Keflavík, ^ ...yvw. .... ------------------------------' ........ Bjarni Guðmundsson, blaða- fulltrúi (fyrir aftan), dr. Odd- ur Guðjónsson, ráðuneytis- stjóri, Elísabct Thors (ekkja Hilmars Thors, lögfræðings), Páli J. Helgason, raffræðing- ur, sr Garðar Þorsteinsson, Eiríkur Einarsson, arkitekt, Einar M. Jónsson, skáld, Bárð- ur ísleifsson, arkitekt, Krist- U-S.V..... \ UI.WL uw.../'v. U ..... AA "VV ján Hannesson, læknir, Björn Franzson, músikgagnrýnandi, Hörður Þórðarson, sparisjóðs- stjóri, Magnús G. Jónsson, menntaskólakennari, Ólafur Jóhannsson, læknir, Agnar Norðfjörð, hagfræðingur, og Gísli Guðmundsson, fulltrúi. Tekið í garðinum í Suður- götu 16. Kristniboðsstöðin í Grænlandi 1 DAG var hér mikil gléði yfir þeim áfanga, sem náð var með Jþví að ísl. kristniboðsstöð varð að veruleika hér í bænum Nars- sak í Grænlandi. Eins og íslendingutm er kunn- ugt, að þá var gerður kaupsamn ingur um stórt veitingahús sl. haust án þess að þurfa að leggja einn eyri á borðið. Hálfa hús- verðið, 30 þús. d kr. skyldi greið ast þann 1. júní 1962 og þá um leið skyldi fara fram eigenda ekipti. Kaupsamningurinn var gerður í trú og trausti á Guð, að hann myndi hjálpa er að gjalddaga kæmi í gegnum fólk, sem var viljugt til að styðja að fram- gangi Guðs málefnis. Þetta hefi ég bókstaflega fengið að reyna í þessu sambandi, því strax og fréttin um þetta barst út, byrj aði fólk að senda sínar gjafir. Fyrsti íslendingurinn, sem gaf 1 þessi húsakaup var kona í Vest mannaeyjum, sem ég veit ekki hvað heitir. Margir ísl. hafa rétt sína hjálpandi hönd til að brugðist mjög vel við og hafa stutt að þessu málefni. Guð iblessi þá alla fyrir það. Fyrsta og erfiðasta áfanganum er náð. Hálfa húsið var greitt í dag fyrir Guðs undursamlegu náð og trúfesti. Þar með er stærsti sigurinn unninn, því að einmitt þetta skapar meiri trú. Ég gæti trúað, að margir hafi verið vantrúaðir í upphafi þessa máls, ao þetta myndi nokkru Sinni takast. En bak við þetta er lifandi trú, sem Guð gaf, áður en gengið var að samningsborði. Ég vissi það þegar þá í gegnum trúna að þetta myndi takast, og Guði sé lof fyrir það, að hann vakir alltaf yfir sínu orði, sem segir: Að enginn sem trúir á hann mun til skammar verða. Mikil bæn liggur að baki þessu og verð ég að segja, að satt er það orð, sem stendur skrifað í heilagri Ritningu, að Guð heyr- ir bæn og bænir. Ég verð þó að játa, að á þessu tímabili reyndi oft á trúna. Það gildir allt að standa fastur fyrir í trú, þegar á vill reyna. Þess vegna er ég svo óumræðilega þakkláturr þeim fslendingum, sem sendu mér sín mikið hlýju og uppörfandi bréf, jafnhliða því sem þeir sendu mér banka kvitt- un fyrir sinni gjöf. Sjálfsagt hafa þeir ekki gert sér grein fyrir hversu mér þótti vænt um að fá þeirra bréf, en ég get þó ekki annað, en látið mitt stóra þakklæti til þeirra í Ijós. Ég vil að þessu sinni birta úrdrátt úr þremur þeirra: Bréf frá Ólafsfirði (20/3). „Ég vil gjarnan vera með og leggja fram nokkrar kr. til styrktar. Hefi því ákveðið að senaa til Landsbankans kr. . . . Vona ég að landar okkar reynist þér vel og greiði fyrir starfi þínu með nokkru fjárframlagi, því að margt smátt gerir eitt stórt . . . R.A.“ Bréf frá S:Þing 23/4 . . . „Hefi lagt inn í Landsbankann kr. . . IIMTERFERON — veirulyf líkamans — hefux verið reynt í mönnum ÁRIÐ 1958 var tilkynnt, að og er dr. A. Isaacs formaður dr. Alick Isaacs hefði .fundið hennar. Nefndin starfar í efni, sem spendýrafrumur samvinnu við þrjár lyfja- framleiddu, ef þær væru verksmiðjur. sýktar með dauðum veirum. Interferon hefur nú verið Efnið virtist hindra frumur í reynt í fyrsta sinn í mönn- ræktun í að taka upp veirur, um, gegn kúabóluveirum. sem látnar voru í tilrauna- Notuð var frumbólusetning á glösin, eftir að í þau hafði 38 sjálfboðaliðum. Hver mað- verið látið Interferon. ur var bólusettur á tveim Interferon dregur nafn sitt stöðum. Annar staðurinn af fyrirbrigði, sem nefnist hafði verið undirbúinn með virus Interference, og er þar innspýtingu interferons, en um að ræða, að sjaldgæft hinn með áhrifalausu efni. er að menn eða dýr sýkist Á 24 sjálfboðaliðum kom af tveim veirusóttum sam- bólan ekki út þar sem inter- tímis. Fyrirbrigði þetta á feron var fyrir í húðinni, en ekki rót ' sína að rekja til vel út á hinum staðnum. Á ónæmis, heldur áðurnefnds 8 þeirra, sem eftir eru, kom efnis, sem hefur verið kall- hún miklu betur út á sam- að antibíótíkum mannslík- anburðarstaðnum. amans. Interferon hefur einnig Interferon verkar á frum- verið reynt gegn augnbólgu ur, en ekki veirur. Það ger- af völdum kúabóluveiru. — ir frumunum kleift að verj- Árangurinn var mjög upp- ast veiruinnrás. Interferon örvandi. virtist lofa góðu, sem lyf Á næstunni er gert ráð gegn veirusjúkdómum. Var fyrir að reyna interferon því sett á stofn nefnd vís- gegn kvefi. indamanna í Bretlandi til að (The Lancet, New Scientist). rannsaka interferon nánar, í bók númer 104629 .... Óska þér og bið blessunnar Drottins í starfi þínu fyrir hans málefni í Grænlandi. Guð séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist. ... Með kærri kveðju. J.H.Þ. Bréf frá Austurlandi (30/4) „. . . . Við hjónin sendum hérmeð örfá sterlingspund, sem við átt- um, og vonum við, að þau komi að nokkru liði þó fá séu. Svo þökkum við fyrir að að fá vera með og feveðjum með ósk um Atvinna gleðilegt sumar og gott gengi. — K.J. og A.K. Frjálsar gjafir bárust fná eftirtöldum löndum: Ameríku, Ástralíu, Danmörku Englandi, Færeyjum, fslandi, Noregi, Svíþjóð og Sviss. Sam- tals 9 löndum. Þetta er stórkostleg náð, sem Guð hefur auðsýnt. Mér finnst að við íslendingar getum glaðst yfir þessu, að ísland hefur að nýju tengt bönd sín við fornar slóðir landa vorra, sem einu sinni bjuggu í þessu héraði, sem bærinn Narssak er í. Með kærum kveðjum. Þórarinn Magnússon. Rafsuðumenn og aðstoðarmenn við skipa- viðgerðir óskast m/f ; Sími 24400. Atvinna Nokkrir laghentir menn geta fengið fasta atvinnu. Ánanaustum — Sími 24406. BANDARÍSKI höfuðsmaður- inn William Stevenson hefur sett nýtt lengdarmet í flugi. Lenti hann B-52 sprengju- flugvél sinni á flugvelli flug - hersins í Norður-Karólínu- ríki í gærkvöldi eftir að hafa flogið viðstöðulaust 18.375 km vegalengd án þess að taka eldsneyti. Tók flugið 22% klukkustund. SKURÐGROFUR með ámoksturstækjum til leigu. Minni og stærri verk. Tímavinna eða akkorð. Innan- bæjar tða utan. Uppl. í síma 17227 og 34073 eftir kl. 19. Somkomur Hjálpræðislierinn fimmtudaginn kl. 8,30. Almenn samkoma strengja- sveitastjórinn frá 2. flokki Hjálpræðishersins í Stockholmi Linnea Molin tekur þátt í sam- komunni. Allir velkomnir. Samkomuhúsið Zion, Óðinsgötu 6 A. Almenn samkoma í kvöld kl. 20,30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Filadelfía. Almenn samfeoma kl. 8.30. Garðar Ragnarsson og Daníel Glad o.fl. gestir tala. Allir velkomnir. Jafnan fyrirliggjandi TVÍHERTIR AMERÍSKIR STÁLBOLTAR MEÐ FÍNU OG GRÓFU GENGI. TVÍHERTIR SÆNSKIR OG ÞÝZKIR STÁLBOLTAR MEÐ MILLIMETRA GENGI — RÆR — HÁRÆR — SPENNISKÍFUR — FLATSKÍFUR — BRETTA- SKÍFUR. Afgreiðum af lager jafnskjótt og pantanir berast. Sendum gegn póstkröfu um land allt. BIÐJIÐ UM VERÐLISTA Umboðs- & heildverzlun Brautarholti 20 — Reykjavík Sími 1-51-59.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.