Morgunblaðið - 21.06.1962, Qupperneq 20
20
MORGVFBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. júni 1962
Alexander Fullerton II
Guli Fordinn
Penny til mín. Hún sagðist
þurfa að biðja mig um greiða,
gera dálítið fyrir sig, sem mér
(þætti leiðinlegt, en mundi hins
vegar losa hana úr „slæmri
klípu“. Mér er meinill-a við svona
formála, svo að ég greip fram í
fyrir henni og bað hana komast
að efninu. Hún sagði, að fyrirtæk
ið, sem Ted vann hjá, væri að
senda hann til Jóhannesarborgar
í viðskiptaerindum. Hann þyrfti
að vera þar tvo eða þrjá daga og
auk þess yfir helgina til þess að
koma sér í mjúkinn hjá einhverj-
um viðskiptavinum fyrirtækis-
ins. Ef hann gæti fengið auglýs-
ingaviðskipti þessa fyrirtækis,
munaði það afskaplega miklu
fyrir húsbúendur Teds, og um
leið fyrir Ted sjálfan, og Penny
var mjög fegin, að hann skyldi
valinn til þessarar ferðar. Hún
hélt áfram og sagði, að hún hefði
alltaf vitað, að hann mundi koma
sér vel áfram og þetta væri svo
dásamlegt ....
Eg greip aftur fram í fyrir
henni. Sagðist vera önnum kaf-
inn við erfiðan kafla í sögunni
minni og hvort hún viiddi ekki
koma sér að efninu, og segja
mér, hvað ég ætti að gera fyrir
hana.
Það kom í Ijós. að hún hafði
boðið til tennisleiks á laugardag-
inn og nú stóð á stöku af því að
Ted var að heiman. Hún þyrfti
auk þess að hafa einhvern karl-
mann til að standa fyrir beina,
og ég gæti’nú ekki komið í Teds
stað?
Eg lofaði að gera það. Eg vildi
halda áfram vinnu minni og
fannst þetta helzta ráðið til að
binda endi á samtalið. En Penny
var ekki búin að tala út heldur
gekk hún beint að næ-sta atriði
greiðans, sem ég átti að gera
henni og það var, hvort ég gæti
ekki líka leikið tennis, því að
annars mundi vanta einn mann.
Eg lét til leiðast, en minnti
hana samt á, að ég væri álíka
fimu-r með tennisspaða eins og
að éta spaghetti, og lagði áherzlu
á, að ég lofaði engu nema fyrir
þetta eina skipti og væri alls
ekki tilkippilegur, þó að hana
vantað mann einhverntíma
seinna.
Penny tók þennan fyrirvara til
greina og lét í Ijós þakklæti
sitt. Svo kvöddumst við og ég
sneri mér aftur að verki mínu.
Þegar ég hafði orðið við bón
Penny Carpenter, þá var það
eingöngu til þess gert að losna
við ónæðið og tafir frá verki
mínu. En þegar ég hafði lokið
við söguna klukkan um tvö um
nóttina, fór ég fyrst að gera
mér Ijóst, hvað ég hafði tekizt
á hendur.
Laugardagurinn kom og þetta
varð leiðinlegur dagur, eins og
ég hafði reyndar búizt við. Eg
býst við, að flestir hafi sínar
einkahugmyndir um himnaríki
og helvíti, og í mínu helvíti er
ekki fyrst og fremst eldur og
brennisteinn. Heldur ekki neinar
þessara skemmtilegu persóna,
sem manni er sagt, að þar séu
til húsa. í mínu helvíti — og ég
fékk forsmekkinn af því þennan
laugardags eftirmiddag — eru
allir íklæddir hvítum fötum og
verða að hlaupa og stökkva eftir
litlum hnöttum, undir aðfinnslu-
augnaráði nokkurra uppþornaðra
kerlinga, og svo í hléunum verð-
ur maður að vera skemmtilegur
við þessar sömu kvenpersónur,
sem nú eru orðnar rauðar eins
og karfi í framan og dálítið sveitt
ar. Rétta þeim teb-olla og köku-
diska, og helzt brosa um leið!
Það fór ekkí hjá því, að Ted
ætti alla samúð mína þennan dag
— veslings maðurinn að verða
að þola þetta að staðaldri.
að sögunni, sem ég var byrjaður
að segja. Aðalefni hennar er það,
að Penny Carpenter lék of lengi
tennis þennan dag, varð allt of
heit og uppgefin, og settist niður
í skugganum án þess að bæta á
sig fötum til hlýinda. Hún var föl
og skjálfandi um það leyti sem
leiknum lauk, og þegar við vor-
um að drekka kveðjuskálina inni
í húsinu á eftir, voru augun með
hitasóttargljáa, og hún kvartaði
um hita og opnaði glugga, þegar
flestum hinum var of kalt. Kon-
urnar fóru eitthvað að stumra
yfir henni og hún lofaði að
drekka glas af heitu toddýi og
fara beint í rúmið, og einhverjar
þeirra sögðust ætla að koma dag-
inn eftir og vita hvernig henni
liði. Penny sagði þeim að vera
ekki með allt þetta umstang, það
væri allt í lagi með hana, bara
væri hún dálítið þreytt, og væri
líklega að fá kvef.
Eg hjálpaði henni að taka til
og ók svo konu Steve Roberts
heim til hennar. Á leiðinni sagði
hún mér, að hún „væri hálf-
hrædd við þetta útlit“ hennar
Penny, og vildi óska, að Ted
væri heima til að hugsa um hana,
og ég sagcji, að hann yrði nú
kominn heim á mánudag, svo að
þetta væri ekki nema rúmur
sóla-rhringur. Við þessi orð gaut
hún til mín augunum og spurði,
hvort ég héldi virkilega, að
hann hefði farið til Jóhannesar-
borgar fyrir húsbændur sína. Eg
sagðist ekki ha-fa ástæðu til að
hal-da neitt annað. Hún snuggaði
og meira hafði hún ekki tíma til
að ge-ra, því að við vorum að
lenda heima hjá henni og Steve
var að koma út um dymar til að
taka á móti okkur. Hann spurði
mig, hvort ég vildi ekki koma
inn og fá mér einn lítinn, en
það gat ég ekki. Eg var að
hlakka til að fara í bað og svo
að fara út með Helen að borða
um kvöldið.
Á sunnudagsmorgun kom Steve
Roberts heim til mín. Hann
kom gangan-di heiman frá Ted,
en þar hafði hann skilið. bílinn
eftir. Penny var alvarlega veik.
Það var kominn læknir til henn-
ar og kona Steves var þar til að
hjúkra henni. Penny var með
bulla-ndi hita og læknirinn sagði,
að hann væri þegar búinn að
koma henni í sjúkrahús, ef
hann væri ekki bara að bíða
ef^r að hitinn lækkaði ofur-
lítið fyrst. Harun var að gefa
henni inntökur og sprautur
og hann hafði sagt, að mað-
urinn hennar ætti að flýta sér
sem allra mest heim. Penny var
með óráði og gat engum spum-
ingum svarað af neinu viti, svo
að Steve var nú kominn til mín
til þess að grennslast eftir, hvern
ig við gætum náð sambandi við
Ted.
Ég leit í símaskrána og forstjór
inn fyrir auglýsingastofunni
hafði nafnið sitt undir síma fyrir
tækisins. Ég hringdi og loksins
náði ég í hann og sagði honum,
að lífið lægi á að ná í Ted
Carpenter tafarlaust. Maðurinn
-brást eitthvað skrítilega við og
spurði hvers vegna við hringd-
um ekki heim til hans í Con-
stantia. Númerið Væri í skránni,
eða væri það ekki?
En þér senduð hann tfl Jó-
hannesarborgar, er ekki svo?
Sent hann hvert?
Það var ekki mikill vafi leng-
ur um sannleikann í málinu.
Ég baðst afsökunar á þessum
misskilningi mínum, sagðist
augsýnilega hafa fengið skakkar
upplýsingar og bað hann fyrir-
gefna ónæðið. Þegar ég hafði
lagt frá mér símann, sagði Steve
alvarlega: Jæja þá springur nú
-blaðran.
Ég hristi höfuðið. Sagðirðu
mér ekki, að Jane Fairley leigði
með annarri stúlku? Hann jánk
aði því og ég spurði: Hefurðu
ekki símanúmerið hennar?
Það hafði hann — heima hjá
sér. Við stukkum upp í bílinn
minn og ókum heim til hans og
hann fann númerið í minnisbók á
borðinu konunnar sinnar. Hann
benti á símann og ég hringdi í
númerið.
Stúlkurödd svaraði og ég
spurði um ungfrú Fairley. Hún
hikaði eitthvað, en sagði svo: Ég
er hrædd um, að hún sé ekki
heima.
Hún hefur kannske farið burt
yfir helgina?
Já .... en ....
Þetta er afskaplega áríðandi.
Getið þér sagt mér, hvar hægt
er að ná í hana?
Aftur hikaði hún. Eg sá, að ég
varð að leggja í hættu — ef ég
segði ekkert meira, gæti stúlkan
haldið, að ég væri einkaspæjari,
eða afbrýðissamur vinur, og
neita mér um alla hjálp.
Eg er vinur Teds Carpenter og
heiti Swanson.
Já, Jane hefur einmitt minnzt
á yður. Jæja, þetta var strax
betra.
Kona Teds er veik.Það er alvar
legt og læknirinn vildi fyrir
hvern mun ná í hann heim
frá Jóhannesarborg. Ég hringdi
í manninn er hann vinnur hj á..
og það kom í ljós, að Ted er
alls ekki í Jóhannesarborg. Að
minnsta kosti ekki í verzlun-
arerindum. Þessvegna datt mér í
hug, að Jane kynni að vita, hvar
hann er.
Hún var fljót að skilja hálf-
kveðna vsu. Já, ég býst við, 'að
Jane viti um hann. Þér ættuð
að reyna að hringja í Hádegis-
hótelið við Somerset West. Ég
vona bara að ég sé ekki að gera
neina vitleysu.
Því skuluð þér ekki hafa
áhyggjur af. Eg þakkaði henni
aftur og lagði símann. En þetta
yrði tafsamt, því að þessi stað-
ur var þrjátíu mílur frá Hö-fða-
borg, og það var nóg til þess, að
þetta var langlínusamtal en allt
af mikið að gera á línunni. En
eftir fimm mínútur náði ég í
stöðina og gaf henni númerið.
Eg skal hringja í yð-ur, sagði
hún. Hvað tekur það langan
tíma? spurði ég, en það vissi
hún ekki.
. Við Steve fengum okkur einn
gráan meðan við biðum. Eftir
hér um bil tuttugu mínútur
hringdi síminn og ég flýtti mér
að grípa hann.
Samband við Somerset West.
Nú kom hótelið í sambandið og
ég spurði um frú Fairley. Eg
vissi, að ekki þýddi að spyrja um
Ted Carpenter, því, að þótt hann
væri klaufi hefði hann varla
farið að gefa upp rétt nafn. Trú-
legast þótti mér, að það væri hr.
og frú Fairley.
Það var Ted, sem kom í sím-
ann. Frú Fairley er ekki viðlátin
eins og er. Getur hún hringt?
Nei Ted. Það varst þú, sem ég
vildi tala við. Bill hér. Það varð
andartaks þögn og ég heyrði
hann draga snöggt að sér andann
En svo glumdi rödd hans í sim-
anum.
Hvern andskotan sjálfan
viltu......?
Bíddu andartak og hlustaðu á
mig, Ted. Eg fékk' númerið frá
stúlkunni, sem Jane býr með.
Enginn annar veit, að þú sért
annarsstaðar en í Jóhannesar-
borg. En Penny er alvarlega
veik, og læknirinn sagði okkur
að ná í þig heim. Skilurðu það?
Penny veik?
Já. Hún ofkældist við tennis-
leik og henni hefur versnað mik
ið. Það er alvarlegt, Ted. Komdu
heim eins fljótt og þú getur og
segðu, að þú hafir fyrir tilviljun
fengið flugfar. Nei, andskotinn
..... mér er alveg sama hvað
þú segir, en komdu bara heim.
Eg hringdi af. Við Steve feng-
um okkur annað glas, meðan við
vorum að taka saman það, sem
við ætluðum að segja lækninum,
eða öðrum: að ég hefði vitað,
hvar Te-d var í Jóhannesarborg,
og að ég hefði verið svo heppinn
að ná sambandi við hann
snemma um morguninn, og að
hann hefð farið tafarlaust til
flugvallarins.
RAGNAR JONSSQN
hæstaréttaríögmaður
Lögl. æði -örf og eignaumsýsla
Vonarstræti 4. VR-húsið
SHUtvarpiö
Fimmtudagur 2l. júní
8:00 Morgunútvarp (Bæn — Tónleile
ar —i 8:30 Fréttir — 8:35 Tón*
leikar — 10:10 Veðurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:00 „Á frívaktinni"; sjómannaþátt*
ur. (Sigríður Hagalín).
15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar -- 16:30 Veðurfr. —
Tónl. — 17:00 Fréttir — Tónl.).
18:30 Óperulög. — 18:45 Tilkynningar.
— 19:20 Veðurfregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 Synoduserindi: Iona-hreyfingin
(Dr. Þórir Kr. Þórðarson próf.).
20:25 Tónleikar Danskar hljómsveitir
leika í glaðværum tón.
20:40 Akureyrarpistill (Helgi Sæmundfl
son ritstjóri).
21:00 Óperettulög: Sandor Konya og
Rita Streich syngja.
21:20 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar
an leikari).
21:40 Tónleikar: Fiðlusónata nr. 2 I
A-dúr op. 100 eftir Brahms —
(Joseph Szigeti og Mieczyslaw
Horszowski leika).
22:00 Fréttir og veðurfregnlr.
22:10 Kvöldsagan: „Þriðja ríkið rfs og
fellur", eftir William Shirer;
V. Hersteinn Pálsson ritstj.).
22:30 Harmonikuþáttur: Sending frá
Hohner-skólanum í Trossingen
(Henry J. Eyland og Högni Jón*
son).
23:00 Dagskrárlok.
Föstudagur 22. júní
8:00 Morgunútvarp (Bæn — Tónleik
ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón«
leikar — 10:10 Veðurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —*
12:25 Fréttir og tilkynningar),
13:15 Lesin dagskrá næstu viku.
13:25 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilSe.
— Tónleikar — 16:30 Veðurfr. —»
Tónleikar — 17:00 Fréttir —
Endurtekið tónlistarefni).
18:30 Ýmis þjóðlög — 18:45 Tilkynn*
ingar —- 19:20 Veðurfregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 Efst á baugj (Tómas Karlsson og
Björgvin Guðmundsson).
20:30 Frægir hljóðfæraleikarar; TI: —
Jacha Heifetz leikur á fiðlu.
21:00 Upplestur: Gestur Guðfinnsson
les frumort kvæði.
21:10 Tónleikar: Sellókonsert nr. 1 I
a-moll op. 33 etftir Saint-Saáns
(Janos Starker og hljómsveitin
Philharmonia leika: Carlo Maria
Giulini stjórnar).
21:30 „Konan með hundinn**, tfyrrt
hluti smásögu eftir Anton Tjelc
hov, í þýðingu Kristjáns Alberts
sonar (Gestur Pálsson leikari).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Þriðja ríkið rís og
fellur“ eftir William Shirer;
VI. (Hersteinn Pálsson ritstj.).
22:30 Á síðkvöldi: Létt klassísk tón«
list:
a) Atriði úr óperunni „I Pagli*
acci“ eftir Leoncavallo (Lu<j
ine Amara, Franco Corilli,
Tito Gobbi, Mario Spina,
Mario Zanasi, kór og hljóm*
sveit Scala-óperunnar flytja.
Stjórnandi: Lovro von Mata-
cic).
b) Rúmensik rapsódia nr. 1 etff
ir Georges Enesco (Holly*
wood Bowl hljómsveitin leik-
ur; Miklos Rozsa stjórnar), ^
23:20 Dagskrárlok.
Og þá kem ég einmitt aftur
X- *
GEISLI GEIMFARI
X- X- X-
•— I upphafi, Geisli, voru stjörn-
umar Aspen og Karz óbyggð land-
»væði, sem svifu um himingeiminn.
THEN ABOUT 300 YEARS AGO, THEY
WERE DISCOVERED BYA SCOUTSHIP
FROM ANOTHER 6ALAXY WHICH WAS
HAVING OVERPOPULATION DIFFICULTIES
* THAT 6ALAXY DECIDED TO "COLONIZE" THE TWO
PLANETOIDS WITH THEIR EXCESS POPULATION/
ASPEN AND KARZ ARE REALLY KINSMEN
PLANETOIDS/ —
.... Svo fyrir um 300 árum fann stjörnurnar. Ákveðið var að senda
eftirlitsskip frá annari stjörnu, þar þangað innflytjendur, og eru því
sem vandræði ríktu vegna þéttbýlis, íbúar Aspen og Karz í rauninni
frændur.