Morgunblaðið - 21.06.1962, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. júni 1962
Þjálfarinn er þýöingarmesti
maöur hvers knattspyrnuliðs -
— sögöu Tékkarnir viö brottför
FRÉTTAMAÐUR blaðsins átti
tal við nokkra ai forystumönn
um tékkneska unglingaliðsins,
sem hér hefur dvalið að und,-
anförnu. Þjálfari liðsins sagði
að beztu leikmenn islenzku
liðanna væru þeir Steingrím-
ur og Kári frá Akureyri, Rík-
harður frá Akranesi og Garð-
ar og Gunnar Guðmannsson
úr K.R. Einnig hrósaði ihann
Einari Helgasyni markverði
frá Akureyri. Sagði hann að
hann teldi K.R. vera bezta
félagsliðið er þeir hefðu leik-
ið við, en aftur á móti hefðu
KR-ingar lagt meiri áherzlu
á vörn en hin liðin.
Hann kvað ferðina hafa
verið mjög ánægjulega, þetta
væri lengsta ferð er flestir
af leikmöxmum liðsins hefðu
farið og væri því mjög lær-
dómsríkt fyrir þá að kynnast
öðrum knattspyrnumönnum.
Fararstjóri tékkneska liðs-
ins sagði að móttökur hefðu
verið mjög góðar og hann
væri ánægður með frammi-
stöðu leikmanna sinna. Hann
sagði ennfremur að ísl. íeik-
menn væru taktiskir og tekn-
iskir, en þá skorti úthald til
að framkvæma það er þeir
ætluðu. Einkennilegast taldi
hann þó vera feimni ísl. leik-
mannanna við að skjóta að
marki andstæðinganna af
löngu færi. Sagði hann að lið,
sem gæti ekki skotið á mark,
eins og t. d. K.R. gæti að sjálf
sögðu ekki unnið leik.
Að lokum náðum við tali af
fyrirliða tékkneska liðsins.
Hann hrósaði ísl. leikmönnum
sem mjög prúðum leikmönn-
um og taldi þá ekki skorta
tækni heldur úthald og kraft
til aið framfylgja áformum
þekra. Hann sagði einnig, að
til þess að ná árangri, þyrfti
lið að vera þeim kostum búið
að geta framkvæmt fyrirskip-
anir þjálfarans. Sagði hann
að þjálfarinn væri að sínu
áliti þýðingarmesta persónan
í knattspyrnuliði.
Þegar tékkarnir voru spurð
ir um álit þeirra á dómurun-
um þá sögðu þeir samstundis
að þeir væru réttlátir og góð-
ir, þó hefði dómarinn í þriðja
leiknum (þ. e. gegn K.R.) ver-
ið góður við þá í nókkur
skipti.
Volur 09 Fram
skildu jöfn 1-1
í GÆRKVÖLDI léku Valur og
Fram í íslandsmóti 1. deildar.
Leiknum lyktaði með jafntefli,
1 mark gegn L Bæði mörkin
voru skoruð í fyrri hálfleik. —
Valur náði forystu úr víta-
spyrnu, en nokkru fyrir hlé
tókst Fram að jafna.
Norrænu blaðamennirnir hrif-
ust eftir heimsókn til ÍR-inga
Ýmsar „stjörnur" félagsins tóku
móti þeim þar
Þ A Ð atriði ráðstefnu norrænna
íþróttafréttamana er einna mest
kom á óvart var boð ÍR-inga
til ráðstefnunnar um að koma til
kvöldverðar í hinum nýja skíða-
skála félagsins í Hamragili, og
Ækulýðs- og félags-
málaráðsíefna
Haldin 1 Reykjavík dagana 22.-26.
júní 1962, á vegum Landssambandsins
gegn áíengisbölinu. Stjórnandi Vil-
hjálmur Einarsson, kennari
Dagskrá:
Föstud. 22. júní, kL 8,30 síðdegis.
1. Námskeiðið sett.
2. Ávarp: Séra Kristinn Stefánsson,
áfengisvarnaráðunautur.
3. Vandamál æskunnar: Helgi I>or-
láksson, skólastjóri.
4. Kaffihlé.
5. Kvikmynd.
Laugard. 23. júní, kl. 2 eftir hádegi.
1. Skemmtanalífið: Séra Bragi Frið-
riksson.
2. Umræður.
3. Kaffihlé.
4. Ungtemplarastarfsemin: Séra Ár-
elíus Níelsson.
5. Umræður.
6. Kvikmynd.
Sunnud. 24. júni, kl. 1,30 eftir hádegi
1. Félagsmál. Hæðumenn: Ólafur Þ.
Kristjánsson, skólastjóri, Pétur
Björnsson, erindreki. Jónas Guð-
mundsson, 9krifstofustjóri. Gísli
Halldórsson, arkitekt.
Umræður og hlé eftir hverja
ræðu.
2. Kaffihlé kl. 3.30.
3. Kvikmynd.
Mánudag 25. júní, kl. 8,30 síðdegis.
1. Áfengisvandamál á atómöld.
Ræðumenn: fulltrúi frá lögreglu-
stjóra, Sveinn Sæmundsson yfir-
lögregluþj., einnig Slysavarnafé-
laginu Garðar Viborg og Bindind
isfélagi ökumanna Helgi Hannes-
son.
2. Kaffihlé.
3. Kvikmynd.
Þriðjud. 26. júní, kl. 8,30 síðdegis.
1. Reglusemi, íþróttir og heilbrigði.
Erindi flytja:
Níels Dungal, prófessor, Gabor
Simonýi, íþróttaþjálfari og Vil-
hjálmur Einarsson, íþróttakenn-
ari.
2. Kvikmynd.
3. Námskeiðinu slitið.
Námskeiðið verður til húsa í Safn-
aðarheimili Langholtssafnaðar, Sól-
heimum 13, Reykjavík.
Aðgangur ókeypis og öllum heimill.
Nánari upplýsingar veitar í síma 19405.
kynnast því hvernig íþróttafélag
í Reykjavík starfar. Líkur liður
var á dagskrá sams konar móts
í Stokkhólmi í fyrra og vakti
mikla athygli. En KR-ingar tóku
svo vel á móti gestum sínum
að heimsóknarinnar í hinn
glæsilega skála verður lengi
minnzt og vafalaust víða getið.
Sigurjón Þórðarson formaður
ÍR bauð gesti velkomna en á-
samt honum tóku á móti gestun-
um fjöldi af hinum eldri og fyrr
verandi formönnum félagsins,
Jón stökk
2 metra
- og fer til Moskvu
JÓN Þ. ÓLAFSSON, hinn
ungi hástökkvari ÍR hefur ver
ið valimi til að keppa fyrir
íslands hönd á miklu alþjóð-
legu frjálsíþróttamóti sem
fram fer í Moskvu um næstu
mánaðamót. Barst FRÍ boð
um að senda einn keppenda
ásamt fararstjóra. Valdi FRÍ
Vilhjálm Einarsson til farar-
innar að 17. júní mótinu
loknu, en Vilhjálmur vann
þar bezta afrek mótsins og for * 1 2 3 4 5 6
setabikarinn. Vilhjálmur er
hins vegar ekki heill i fæti
og hefur afþakkað boðið. Jón
var þá valinn en fararstjóri
verður Ingi Þorsteinsson.
Jón vann svo það afrek í
fyrrakvöld að stökkva 2,00 á
innanfélagsmóti. Er það gott
afrek. Jón reyndi næst við
2,04 og var mjög nærri því
að fara yfir í einni tilraun-
Í' inni. íslandsmet hans er
2,03 m.
svo og afreksmenn úr öllum
deildum félagsins, sem skarað
hafa fram úr fyrr og síðar og
gert nafn íslands frægt meðal
erlendra þjóða. Voru í þessum
fjölmenna hópi bæði yngri og
eldri afreksmenn, t. d. Finnbjörn
Þorvaldsson, Örn Clausen, Óskar
Jónsson, Kjartan Jóhannsson,
Jón Kaldal, Magnús Þorgeirsson,
Jón Jóhannesson, sundmennirn-
ir Guðm. Gíslason og Hörður
Finnsson, og núverandi stjörn-
ur félagsins í frjálsíþróttum, m.a.
Vilhjálmur Einarsson, Valbjörn
Þorláksson og Jón Þ. Ólafsson,
svo og forráðamenn skíðadeildar
innar, sem önnuðust boðið af
miklum glæsibrag.
Sigurjón Þórðarson lýsti starfi
félagsins fyrr og síðar, braut-
ryðjendastarfi hinna eldri manna
á ólíkum sviðum, glæsilegra fim
leikaferða með sýningarhópa til
fjölmargra landa og forystuhlut-
verki í fimleikum um árabil.
Hann gat og hinna frægu sigra
frjálsíþróttam. félagsins á síðari
árum og nú síðast tveggja Norð
urlandamethafa í sundi, svo og
yfirburðamanna í körfuknattleiks
íþróttinni.
Sigurjón lýsti og uppbyggingu
félgsins nú, en það starfar í 6
deildum, svo og starfstilhögun
hjá félaginu. Hann gat um hið
mikla átak sem til þurfti til að
byggja hinn nýja skíðaskála.
Erlendu gestirnir höfðu mikla
ánægju og lærdóm af því að
kynnast starfi félagsins. Þeir
voru undrandi yfir miklum sigr-
um félagsmanna, en nöfn margra
þeirra þekktu þeir frá fyrri stór-
mótum víða í heiminum. Þeir
vegsömuðu og hinn glæsilega
skíðaskála, sem þeir töldu ljós-
an vott um stórhug og dug ÍR-
inga.
. Preben Christiansen frá Kaup-
mananhöfn, gamall Olympíu-
keppandi í skylmingum, hafði
orð fyrir erlendu gestunum í
þakkarræðu sem þótti með af
brigðum góð. Hann sagði m. a.
ÞEGAR úrslitaleiknum í
íeimsmeistarakcppninni milli
Tékka og Brasilíumanna var
lokið, urðu mikil og lang-
varandi fagnaðarlæti á leik-
vanginum. Hér sést svip-
tnynd frá þeim fögnuði. —
Brailíski markvörðurinn Gyl-
mar er hér hylltur af aðdá-
endum sínum. Um hann hef-
ur verið settur borði, líkur
þeim er fegurðardrottningar
t>era og á hann er ritað:
„Miss World Cup“.
' A Ijósatöflunni að baki má
sjá lokaúrslit leiksins.
að í hvert skipti er hann heyrðí
lagið „Det var en lördag aften“
myndi hann minnast þessarar
lærdómsríku og ágætu heimsókn
ar tif þessa íþróttafélags, sem af
slíkum stórhug ræki félag sitt
og mætti vera stolt af.
Hinir eldri formenn ÍR upp-
hófu söng eftir að gestir höfðu
notið ríkulega af köldu borði. —-
Þessi stutta heimsókn í skíða-
skála ÍR setti sinn svip á ráð-
stefnu norrænu blaðamannanna.
Með Olympíubók Vilhjálms Ein-
arssonar og afmælisrit ÍR hlupu
erlendu gestirnir milli nafntog-
aðra íþróttamanna og söfnuðu
eiginhandaráritunum þeirra á
myndir bókanna. Var altalað að
aldrei hefðu jafn margir blaða-
menn sótt jafn fast að safna árit-
unum. Síðasta dag ráðstefnunn-
ar fengu erlendu gestirnir óvænta
viðbót í eiginhandarsafn sitt I
bókinni. Forseti íslands, sem er
heiðursformaður ÍR, áritaði
mynd þá af sér sem er fremst
í bókinni.
3 landsleik
ir Islands
EINS og kunnugt er taka fa-
lendingar þátt í „Polar Kup"
keppninni í körfuknattleilc,
sem fram fer 1 Staklkhókni
dagana 2.—4. nóv. n.k.
Röð leilkjanna hafur nú ver
ið ákveðin og er þessi:
2. nóv. (fösitud.) ísl. — SvíþJ,
Danmörk — Finnland.
3. nóv. Finnland — ísilancL
Danmörk — Svíþjóð.
4. nóv. Dammörk — ísilanda.
Finnland Sviiþjóð.